Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Qupperneq 9
DV. FIMMTUDAGUR 20. MARS1986. 9 Utlönd Útlönd Útlönd Útlönd Kameldýrvalda umferðarslysum í Dubai, sem er lítið ríki við ina. Varnarfiirðingunni er ætlað að Persaflóa, er verið að byggja halda kameldýrura frá veginum en hundrað og fjörutíu kílómetra þau eru einmitt aðalorsök umferð- langa varnargirðingu meðfram arslysa á þessu svæði og því var þjóðveginum í gegnum eyðimörk- gripiðtilþessaráðs. Stungu sér undir kirkjubekkina Furðu lostnir kirkjugestir í Sid- ney í Ástralíu stungu sér með hraði undir kirkjubekkina þegar vopnað- ur maður réðst inn í kirkju þeirra í miðri messu og hóf að skjóta á kross yfir altarinu. Nokkrum vask- legum safnaðarmeðlimum tókst að afvopna manninn og koma honum í hendur lögreglunni áður en hann nóði að valda skaða á öðru en krossinum. Valdur að dauða nemenda sinna Japanskur menntaskólakennari hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að vera valdur að dauða eins nemanda síns. Kennar- inn og nemandi hans, sem var sext- án ára gamall, lentu í heiftarlegu rifrildi og barði kennarinn drenginn og sparkaði í hann með þeim hörmulegu afleiðingum að drengur- inn lést. Deiluefnið var hárþurrka, sem drengurinn hafði tekið með sér f skólaferðalag, en skólayfirvöld höfðu stranglega bannað nemend- um að hafa slíkt meðsér. Flýja undan vændiskonum Fimmtán hollenskir ríkisborgarar hafa sótt um pólitískt hæli í Dan- Starfsemi vændiskvenna þótti setja ljótan svip á miðbæ Amsterdam, svo yfirvöld gripu til þess ráðs að helga þeim sérstakt svæði nólægt járnbrautarstöðinni. íbúar þess svæðis eru hins vegar ekki mjög hrifnir af þessu framtaki borgar- yfirvalda. mörku, að því er danski ræðismað- urinn í Amsterdam hefur skýrt frá. Hópurinn segist vera að flýja vændi í heimaborg sinni. Gatan, sem fólkið á heima við, er hluti af svæði sem yfirvöld í Amster- dam hafa lýst löglegt að stunda vændi á. Á þessu svæði, sem nær yfir nokkrar götur nærri járnbraut- arstöðinni, geta vændiskonur vals- að um og boðið fram þjónustu sína án þess að þurfa að óttast hand- tökur. Yfirvöld í Amsterdam gripu til þessa ráðs til að reyna að losna við vændiskonur lir miðborginni. íbúar svæðisins hafa reynt að fá þessari ákvörðun breytt en það hefur ekki tekist og hafa yfirvöld ákveðið að svæðið skuli vera lög- legur „vændismarkaður'1 í að minnsta kosti ár í viðbót. Hópurinn, sem sótt hefur um hæli. segir yfirvöld hafa brotið gróflega á réttindum ibúanna og segist vilja fara til einhvers lands þar sem er borin virðing fyrir þeim. Þjóð í hamskiptum - ungu Japanarnir Frá Eyþóri Eyjólfssyni, fréttaritara DVíTokýo. „Einn fyrir alla, allir fyrir einn“, „Hugsaðu fyrst um aðra, svo um sjálf- an þig“ og önnur lfk boðorð, sem voru ungmennum millistríðsáranna hér f Japan allt að þvf heilög, skipa sannarlega annan sess hjá ungum Japönum nú á dögum. Ýmsar skoð- anakannanir, sem fyrirtæki hér í landi hafa gert á lffsháttum ungs fólks, hafa leitt athyglisverðar niður- stöður í ljós. Japanska efnahagsundrið hefur varla farið fram hjá neinum. Sem dæmi má nefna að heildarþjóðarfram- leiðsla (GNP) landsins nífaldaðist á árunum milli 1955 og 1971. Þótt ein- staklingstekjur séu í samanburði við vestræn lönd frekar lágar og almenn- ingstryggingakerfinu að mörgu leyti ábótavant hefur þeirri kynslóð, sem nú situr við stjórnvölinn, með fádæma krafti og dugnaði tekist að rífa landið upp úr eymd eftirstríðsáranna. Þau lífskjör, sem þetta fólk ólst upp við, eru, eins og að líkum lætur, gerólík þeim sem ungt fólk á að venjast. Þetta hefur orsakað töluvert kynslóðabil. Á síðustu árum hefur unga kynslóð- in orðið mörgum að mæðuefiii. Hún er ósjaldan sökuð um metnaðarleysi, eigingirni og stefnuleysi. Ennfremur virðist hún hafa allt annað í hyggju en að viðhalda hinu hefðbundna, rígskorðaða stéttakerfi, sem á rætur að rekja aftur í lénsaldir. Ólíkt feðr- um sínum, sem setja skyldur sínar gagnvart atvinnuveitenda og fyrir- tæki ofar öllu öðru, sækjast „ungu Japanarnir" eftir að uppfylla eigin þarfir og markmið. Hin geysilega mikla tryggð við vinnustaðinn, sem Japanir hafa löngum verið þekktir fyrir, á ekki upp á pallborðið hjá ungmenninu. „Ungskjáltti" Reyndar brjóta margir atvinnurek- endur nú heilann um það hvernig hægt sé að örva slíkar tilfinningar, þar sem titlagjafir og stöðufærslur eru auðsjáanlega í litlu áliti. í könnun, sem gerð var í viðskipta- deild Sanwa Banka ekki alls fyrir löngu, er gert ráð fyrir að þessi „ung- skjálfti" eigi eftir að hafa víðtæk áhrif á japanskt þjóðfélag. Styttri vinnu- vika og lengra sumarleyfi - að meðal- tali hafa Japanir 5 daga sumarleyfi - sem sigldu í kjölfar komu ungu kyn- slóðarinnar á atvinnumarkaðinn, eru dæmi fyrir það. Ný afstaða kvenna Önnur mikilvæg breyting á vinnu- markaðinum er breytt afstaða jap- anskra kvenna til vinnu. í nýlegri skoðanakönnun kom í ljós að aðeins 30 af hundraði allra kvenna undir þrítugu litu á heimili sem „sinn vinnustað". Nýgiftar konur halda einnig í síauknum mæli starfi sínu eftir giftingu. Hvort hinir ungu, sjálfstæðu og vel menntuðu Japanir eiga eftir að koma af stað enn einni þjóðfélagslegri ger- breytingu á þessari öld eða hvort þeir eiga eftir að aðlaga sig lífsviðhorfum foreldra sinna sýnir sig væntanlega á næstum árum. VATNSSKORTUR í PEKING Vatnsskömtunoglokunverksmiðja Pekingborgar frá því 1950 er aðalá- og helmingur vatnslindanna hefur blasir við Pekingbúum takist ekki að stæða þessa slæma ástands i vatns- þornað upp. finna nýjar vatnsuppsprettur fyrir málum þar. Mjög hefur verið gengið Fleiri borgir í Kína eiga við sams 1988. Sóun og ofnýting á vatnslindum á grunnvatn f nágrenni borgarinnar konar vandamál að stríða þó ástandið sé hvergi eins alvarlegt og í Peking. f TEFLl 1 WJLIÚÍIM Dreifing á landsbyggðinni m 2 nýjir þættir koma í dag i ll S. 686250. Síðumúla 23, R.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.