Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Side 15
DV. FIMMTUDAGUR 20. MARS1986. 15 Efast um heiMariiagsmuni Margir hafa túlkað samþykktir nýgerðra kjarasamninga sem á- nægju fólksins með „nýju leiðina“ við að bæta kjörin. Lengst gekk þó forsætisráðherrann í ósmekk- legum rangtúlkunum er hann lýsti því yfír í Kaupmannahöfn að ís- lenska þjóðin hefði verið í ham- ingjuvímu yfir kjarasamningum þegar óhugnaðarfréttin um morðið á Olof Palme dundi yfir. Það er mikil blekking að halda að hrifning hafi stýrt höndum fólks þegar það greiddi atkvæði með þessum samningum. Þrátt fyrir nokkra augljósa kosti er meginnið- urstaðan sú að þorri launafólks mun búa við sömu óbærilegu kjörin og það hefur gert eftir kjaraskerð- inguna miklu árið 1983 - éf til vill verri. Helstu bæturnar koma í hlut fisk- verkunarfólks með rétti á mánað- aruppsagnarfresti. Reyndar man ég ekki betur en að fyrirheit um þessi sjálfsögðu mannréttindi hafi verið gefin þegar mælt var með samning- ununi í júní sl. Rétti foreldra til heimaveru vegna veikinda barna ber líka að fagna. Og lánakerfi húsnæðiskaupenda framtíðarinnar mun eflaust verða þolanlegra þótt ýmsir endar séu þar óhnýttir og óvist um hvenær kemur til fram- kvæmda. Hverjir fá mest? Láglaunabótum hefur verið hampað sem sönnun á þeirri rétt- sýnu hugmyndafræði samninga- manna að þeir verst settu skuli fá mest. Þeir sem ekki ná að skrapa saman 25 þúsund króna mánaðar- launum með yfirvinnu, vaktaálagi og bónus fá heilar 600 króna mán- aðarbætur að jafnaði á samningstí- manum. Þeir sem eru svo fjáðir að geta splæst í sæmilegan bíl fá hins vegar nokkra tugi þúsunda, jafnvel hundruð þúsunda, í afslátt. Þessir lukkunnar pamfílar halda örugg- lega uppi merki okkar í hressileg- um innflutningi. Áhyggjur af gjald- eyrissóun eða viðskiptahalla spilla varla kaupgleði þeirra. Konur sitja eftir sem áður á botn- inum, enda fæstar aðnjótandi launaskriðsins, sem ekki mun minnka hjá hinum sterku eftir þessa samninga. Láglaunastefnan með tilheyrandi vinnuþrælkun hefur verið fest í sessi. Það er sú meginniðurstaða sem atvinnurekendur, verkalýðs- forysta og ríkisvald hafa innsiglað með nýgerðum kjarasamningum - og það á tímum þegar séð er fram á stórauknar þjóðartekjur vegna ytri aðstæðna og frábærra afla- bragða. Áframhaldandi vinnuþrælkun Afleiðingar láglaunastefnu og vinnuþrælkunar blasa við í ís- lensku þjóðfélagi. Þær eru svo hrikalegar að geðlæknar og prestar geta ekki lengur orða bundist. Sálarheill fólks er stefnt í voða. Ý msir hafa nú þegar látið bugast. Foreldrar finna sárt fyrir van- mætti sínum gagnvart sómasam- legri aðhlynningu barna og ungl- inga. Ráðamenn þjóðarinnar mættu velta fyrir sér samhengi vinnuþrælkunar og málfátæktar barna eða stóraukinnar eiturlyfja- neyslu unglinga. Hvers konar grunn er verið að leggja að mann- lífi næstu áratuga? Akurinn plægður Fólk í uppeldisstéttum flýr í önnur störf til að geta framfleytt sér. Innra starf barnaheimila er Kjallarinn verða gengið út frá siðrænum for- sendum jöfnuðar. Skyldu þeir sem ákvarða laun fólks velta fyrir sér samhengi fá- tæktar og niðurlægingar? - Hvern- ig það er að geta ekki framfleytt sér og sínum? Að vera ekki borgun- armaður fyrir skuldum? Að vinna störf sem eru svo lágt launuð að ALLIR eigi rétt á mannsæmandi lífi? Ráðandi öfl i íslensku þjóðfélagi hafna siðferðilegum forsendum jöfnuðar. Leiðarljósið er sam- keppni og markaðslögmál. Niður- staða ráðstefnu um fátækt á Is- landi, sem haldin var síðustu helgi, þarf því ekki að koma neinum á KRISTÍN Á. ÓLAFSDÓTTIR VARAFORMAÐUR ALÞÝÐUBANDALAGSiNS víða í molum vegna stoöugra mannaskipta og skorts á menntuðu starfsfólki. Fóstrunemum fækkar. I grunnskólum landsins eru 77% kennara með réttindi - í sumum landshlutum allt niður í 50%. Þeir sem enn þrauka í stéttinni eru hlaðnir yfirvinnu og þar með síður færir um að sinna störfum sínum eins og best væri á kosið. Kennarar á Akranesi sendu nýlega frá sér svohljóðandi ályktun: „Stefna stjórnvalda í skólamálum mun leiða til hruns íslenska skólakerfis- I öðrum greinum opinbera vel- ferðarkerfisins er ástandið svipað. Með flótta starfsfólksins er akur- inn plægður fyrir einkaframtakið að bjóða betri menntun, betra uppeldi, betri hjúkrun - fyrir þá sem geta borgað. Þar mun ekki ,,í pólitík er tekist á um mismunandi ^ viðhorf til þess hver réttur fólks er til gæðanna. Stéttabarátta byggir á þessum átökum. Svara verður siðferðilegum spurningum þegar fólk gerir upp hug sinn um hvernig verðmætunum er skipt.“ starfsmaðurinn hlýtur að vera harla lítils virði? Að upplifa fyrir- litningu eða meðaumkun umhverf- isins? Hafa skömmtunarstjórarnir hugleitt sálrænar afleiðingar lág- launastefnunnar? Hvað um réttinn til menningar, félagslífs og lýðræðislegrar þátt- töku? Réttinn til mennskunnar? Sá réttur hefur verið hrifsaður af fjölda Islendinga með ójöfnuði og vinnuþrælkun. Réttur fólks I pólitík er tekist á um mismun- andi viðhorf til þess hver réttur fólks er til gæðanna. Stéttabarátta byggir á þessum átökum. Svara verður siðferðilegum spurningum þegar fólk gerir upp hug sinn um hvernig verðmætum er skipt. Eiga þar markaðslögmál um framboð og eftirspurn að vera allsráðandi eða það grundvallarsjónarmið að óvart: Fjórða hvert heimili á Is- landi er við eða undir fátæktar- mörkum.' Sú staðreynd, að pólitískir full- trúar ráðandi íhaldsafla eiga sterk ítök í verkalýðshreyfingunni, ætti að vera launafólki áleitið umhugs- unarefni. Islenska lifslygin um stéttlaust þjóðfélag og sameigin- lega hagsmuni atvinnurekenda og launafólks hefur líklega sjaldan borið annan eins ávöxt og nýsam- þykktur „lífskjarasáttmáli“ er. Ef snúa á af braut niðurlægingarinn- ar verður að ráðast að þeirri blekk- ingu. I verkalýðsbaráttu verður að spyrja pólitískra spurninga. Pólit- ísk svör fást ekki nema að siðferði- legar spurningar séu einnig lagðar til grundvallar - spurningar um þarfir fólks og rétt til mannsæm- andilífs. „ Kristm A. Olafsdóttir Flokkshátað í stað minningarathafhar Fyrir þá sem ekki vissu af því að sjónvarpa ætti útför Olofs Palme hefur útförin áreiðanlega komið nokkuð spánskt fyrir sjónir. Sví- þjóð er kristið land og kirkjan þar íhaldssöm. Forsætisráðherra landsins hafði verið myrtur og helstu stórmenni landsins og for- ystumenn erlendra þjóða fylgdu honum til grafar. En þó var ekkert sem minnti á útför - miklu frekar bar greftrunarathöfnin með sér svip geysimikillar flokkshátíðar og fánaborgir og barnakórar minntu óneitanlega á einræðisríki komm- únista og nasista. Við höfum vanist því að lögð sé megináherslan á þjónustu viðkom- andi í þágu ættjarðarinnar hér var lögð megináherslan á þjón- ustuna í þágu flokksins og hug- sjóna flokksins. Og athöfnin var veraldleg - fór fram í ráðhúsi Stokkhólms en ekki einni af höfuð- kirkjunum. Fánarnir, sem bornir voru í líkfylgdinni, voru ekki sænski fáninn heldur flokksfánar jafnaðarmanna. Og þeir sem hlustuðu á og sáu fundu að jafnvel við kistu foringja síns grípur sænski jafnaðarmanna- flokkurinn tækifærið til áróðurs, þar er ekki stund utan erils stjórn- málanna heldur enn ein athöfn til þess að leggja áherslu á baráttuna fyrir flokk, fólk og föðurland. Sósíalismi Svíþjóðar Vinur minn einn sagði við mig að hann gæti vel skilið það þótt menn sfcæðu af sér misheppnaðan sósíalisma Sovétríkjanna og héldu áfram sinni pólitísku trú. Hins vegar kvaðst hann ekki geta skilið þá sem stæðu af sér vel heppnaðan sósíalisma Svíþjóðar - það þjóð- félag væri óbærilegt hverjum frjálslyndum manni. Og hann kvaðst ekki vera að tala um lífskjör eða möguleika til frama - heldur um það hvernig þjóðin er alin upp Kjallarinn HARALDUR BLÖNDAL LÖGFRÆÐINGUR er orðin svo náin að fullkomlega réttlætanlegt er að ræða um ríkja- bandalag. T.d. hafa Norður- landabúar kosningarétt í sveitar- stjórnarkosningum, hver hjá öðr- um, ef lögheimilið er í viðkomandi landi. Og menn tala um Olof Palme sem friðarins mann. En það má ekki gleyma því held- ur að Olof Palme var ekki alltaf friðarins maður. Hann var yfir- stéttarmaður, sem gekk yfir í raðir andstæðinganna eins og margir yfirstéttarmenn hafa gert - Cæsar. Tallerand, Anthony Benn - og boðskapur hans var alltaf ögrandi við sjónarmið sinna gömlu félaga. Hann var gistivinur Castros og kallaði hann mannvin og skála- glammið yfirgnæfði hljóðin úr fangelsunum á Kúbu og hann gekk til vináttu við hermdarverkamenn. hann gerði aldrei neitt slíkt gegn Rússum og Afganistan. Utanríkistefna andsnúin hagsmunum Vesturlanda Og menn mega ekki gleyma því að utanríkisstefna Olofs Palme í kjarnorkumálum var andsnúin hagsmunum Vesturlanda og alltaf í takt við stefnu Sovétríkjanna. Þó virðist hann hafa á laun gert mikl- ar og víðtækar ráðstafanir til þess að efla varnir Svía og slíkar varnir eru fvrst og fremst uiðaðar við árás Sovétmanna, og unnið var að rannsóknum á smíði kjarnorku- vopna til þess að tryggja varnir landsins fram á síðustu ár. Þannig virðist þessi fallni stjórn- málamaður hafa á stundum fram- kvæmt annað en hann hélt fram. Menn hafa likt morðinu á Olof Palme við morðið á John F. Kennedy. Ég fæ ekki séð að hér sé um nokkurn samjöfnuð að ræða. Það er furðu algengt að forystu- menn Bandaríkjanna séu myrtir af andstæðingum sínum. Á Norð- urlöndum hefur slíkt verið óþekkt síðustu áratugina. Og Olof Palme og John F. Kennedy börðust fvrir ólíkum hugsjónum. Kennedy barð- ist fyrir frelsi Vesturlanda og var grimmur andstæðingur kommún- ista. Olof Palme var leiðtogi jafn- aðarmanna i Svíþjóð og forystu- maður um síaukin afskipti ríkis- valdsins af þegnunum. Hann var deigur andstæðingur kommúnista og vinstri sinnaðra ofbeldisafla. Þó harma það allir lýðræðissinn- aðir menn að hann skuli hafa verið myrtur. Haraldur Blöndal a ,,En þó var ekkert sem minnti á útför miklu frekar bar greftrunarathöfnin með sér svip geysimikillar flokkshátíðar og fánaborgir og barnakórar minntu óneitanlega á einræðisríki kommúnista ognasista.“ til múgmennsku og hversu mikil áhersla er lögð á að allir hugsi eins þvert á það sem íslendingar meta mest, að hver standi á sinni skoðun. Völd jafnaðarmanna eru gífurleg og flokkurinn er ríki i ríkinu leiðtogar flokksins hafa sömu stöðu og flokksleiðtogar í eins- flokksríkjum. Það er kaldhæðni örlaganna að Olof Palme, sem flutti flestar ræður fyrir friði og afvopnun, skyldi falla fyrir morðingjahendi. Morðið sló óhug á alla Norðurlandabúa og sýndi m.a. að samvinna ríkjanna Palestínuaraba þegar illvirki þeirra slógu óhug á siðmenntað fólk. Hann var ekki i hópi þeirra sem fordæmdu Baader-Meinhof ill- virkjana heldur reyndi að sjá eitt- hvað gott í boðskap þeirra, þótt hann snerist gegn slíku eftir að hryðjuverk þeirra teygðu sig inn fyrir landamæri Svíþjóðar. Hins vegar var hann grimmur gagnvart hermdarverkamönnum úr flokki Króata - e.t.v. vegna þess að þeir börðust gegn sósíalískri stjórn. Hann gekk gegn Bandarikjamönn- um og stefnu þeirra í Vietnam - „Olof Palme var leiðtogi jafnaðarmanna í Svíþjóð og forystumaður um síaukin afskipti ríkisvaldsins af þegnunum. Hann var deigur andstæðingur kommúnista og vinstri sinnaðra ofbeldisafla.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.