Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Side 16
16 Spurningin Hvernig kannt þú við þennan mikla snjó? Jón Guðmundsson, löggilt gamal- menni: Ég kann ágætlega við hann, hann sýnir að það er vetur og ég fer leiðar minnar á reiðskjótum postul- anna. Gunnar Gunnarsson nemi: Þetta er allt í lagi, vonandi að verði ekki jafnkalt og veturinn sextíu og sjö til átta. En þetta er einangrun. Björn Örlygsson nemi: Hann setur mig ekki í neinn vanda, ég er á góðum nagladekkjum og allt í besta. lagi að veturinn skuli loksins vera byrjaður. Margrét Heiðdal afgreiðsludama: Mér finnst gaman að fá hann öðru hvoru en ég vona bara að hann verði ekki ofmikill. Jóhanna Marta Óskarsdóttir, vinnur á Múlalundi: Bara ágætlega, og þó, eiginlega er mér svolítið illa við hann og vona vegna pabba og mömmu að hann fari. Helgi Hermann Hannesson nemi: Mér líkar hann ekkert sérstaklega vel, hann tefur fyrir. Þó að hann sé fallegur að sjá er vont að ganga í honum. Ég vona að hann fari fljótt. DV. FIMMTUDAGUR20. MARS1986. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Verðlækkun á bensíni Jónas Bjarnason framkvæmda- stjóri skrifar: I ágætu lesendabréfi í DV 11. mars sl. er þess m.a. getið að ekki hafi heyrst mikið frá FÍB þótt verð- lækkun á bensíni hafi komið til framkvæmda í öllum löndum öðrum en íslandi fyrir mörgum mánuðum. Þessi athugasemd byggist sem betur fer á nokkrum þekkingar- skorti almennt um bensínverð og aðgerðir FÍB í sambandi við verð- lagningu á bifreiðabensíni hér á landi. Varðandi þá verðlækkun á bensíni, sem nú stendur yfir á heimsmarkaði, þá heíur FÍB skýrt „Þess er að vænta að bensinverð í þessum mánuði lækki að minnsta kosti um 6 til 7 krónur". opinberlega frá því 15. febrúar sl., hvernig hagkvæmast er að standa að innkaupum á bensíni til Islands og hvernig bensínverð er samsett. Niðurstaða var sú að þrátt fyrir fyrri óhagstæð innkaup ætti verð á bifreiðabensíni að lækka í mars- mánuði um 6-7 krónur. Var þetta miðað við verð á Rotterdammarkaði 14. febrúarsíðastliðinn. Þann 11. mars hafði bensínverð hérlendis lækkað um 2 krónur. Þess er að vænta að bensínverð í þessum mánuði lækki að minnsta kosti um 6 til 7 krónur eins og FÍB hefur áður bent á að sé sanngjöm og eðlileg lækkun, miðað við Rotter- dammarkað 14. febrúarsl. Rétt er að benda á að þar hefur bensínverð (FOB) lækkað enn um 25% síðastliðinn mánuð, eða frá 14/2. Að öðru leyti er vísað til grein- ar FÍB um verðlækkun á bensíni sem birtist í DV mánudaginn 24. febrúar síðastliðinn. Jon Kjell, stjama á líðandi stundu Prútti skrifar: Mig langar til að leggja nokk- ur orð í belg varðandí þáttinn Á líðandi stundu sem er merkileg og þörf nýjung hjá sjónvarpinu. Finnst mér þátturinn vera mis- skilinn að sumu leyti og vil reyna að bæta úr. f fyrsta lagi er oft talað um .úáttínn hans Ómars*’ eins og Omar sjái um þáttinn á eigin spýtur en hið rétta er að Ómar er aðeins einn þriggja umsjónar- manna þáttarins. Þetta orðalag telst því ekki sanngjamt gagn- vart þeim Sigmundi Emi og Agnesi. Með sama rétti mætti tala um þáttinn hans Simma eða þáttinn hennar Agnesar. Bið ég fólk að hætta þessu Ómarstali og geta allra þriggja umsjónar- mannanna þegar um þá er rætt. í öðru lagi virðast margir halda að þátturinn sé eingöngu til skemmtunar en þetta er ekki rétt. Vil ég minna á að í fyrsta þætti var sagt að þátturinn yrði byggður upp á gríni og alvöru, þ.e.a.s. blandaður þáttur. Fyrir fólk sem finnst að allt eigi að vera svo létt og skemmtilegt er óvenju alvarlegur þáttur sama og óvenju lélegur þáttur en þetta er á misskilningi byggt einsogáðurergetið. í þriðja lagi heitir þátturinn ekki „A líðandi stund” heldur „Á líðandi stundu”. Er mikil- vægt aö u-ið só notað, bæði af fegurðarástæðum og svo á alltaf að fara rétt með nöfn. Að síðustu vil ég geta þess manns sem ég tel vera stjömu þáttarins, það er Jon Kjell Selje- seth. Þessi frábæri listamaður beitir hljóðgervlinum af mikilli smekkvísi og lipurð og er ómiss- andi að mínu mati. Þar að auki er hann sífellt að breyta útsetn- ingunni á kynningarlaginu, eftir því sem við á, og nú er svo komið að á miðvikudagskvöldum bíður þjóðin fyrir framan sjónvarpið með öndina í hálsinum eftir að heyra hvernig Jon Kjell muni meðhöndla stefið. Meira af Joni Kjell! Íslensktímarit: Hlutdræg um- fjöllun í sjónvarpi Lesandi skrifar: Það var við hæfi að einhver gerði smáúttekt á tímaritum sem gefin eru út hér á landi og líftíma þeirra - og dauða gegnum árin. Og í þetta réðst sjónvarpið í Kastljósþætti sínum sl. fóstudag. En þvílík umfjöllun! Hún var eins hlutdræg og írekast gat orðið. Það var rætt við ýmsa aðstandendur þessara tímarita, og lengst og mest við aðstandanda tímarits sem lagði upp laupana - aðallega vegna skorts á auglýsingum, að því er manni skildist! Sennilega hefur útkoma tveggja nýrra tímarita, Stíls og Heims- myndar, ýtt á eftir úttekt sjónvarps- ins. Útkoma þessara tímarita er enn eitt merkið um að hér þrífast tímarit og eru mikið lesin. Það sem stakk þó mest í augu í þessari umíjöliun sjónvarpsins um tímarit var það að hvergi var minnst á það tímarit sem lengst og tíðast hefur komið út í þessu landi, Vik- una, heimilisblaðið, sem nú hefur komið út í nærfellt hálfa öld. Það er kannski vegna þess að Vikan er langódýrasta tímaritið í landinu, kostar ekki nema 125 kr. meðan flest önnur kosta um eða yfir 200 kr. og sum nær 300 kr! Það var ekki einu sinni sýnt ein- tak af Vikunni, á meðan sjónvarps- myndavélinni var rennt eftir röðum innlendra og erlendra tímarita. Það hlýtur að vera eitthvað meira en lítið sem umsjónarmaður þessa Kastljóss hjá sjónvarpinu hræðist, að þora ekki að geta eins vinsælasta tímarits landsmanna gegnum árin. Auðvitað er svona umíjöllun til þess eins að vekja fólk til umhugs- unar um hvað sé á bak við svo hlutdræga umfjöllun sem Kastljós sjónvarpsins setti á svið. Og engum verður þessi umfjöllun til framdráttar fremur en þeim aðil- um (tímaritum), sem fengu að kenna á hlutdrægni hins ríkisrekna fjöl- miðils og þeim aðila sem fæst til að framfylgja eða setja upp fréttaskýr- ingu með þessum hætti! ■■■■ Það var ekki einu sinni sýnt eintak af Vikunni, á meðan sjónvarpsmynda- vélinni var rennt eftir röðum innlendra og erlendra tímarita. ■ -iwwrii nau-.„

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.