Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Síða 18
18
DV. FIMMTUDAGUR 20. MARS1986.
Mennin
Menning
Mennin
Mennin
Bille August og
kærleikurinn
Bjargvættur danskrar kvik-
myndagerðar er geðþekkur ungur
maður, Bille August að nafni. Nýj-
asta kvikmynd hans, Trú, von og
ást, sem nú hefur verið telíin til
sýninga í Regnboganum, hefur
þegar slegið öll aðsóknarmet í
Danmörku.
Til þessa munu yfir milljón Dana
hafa séð myndina. í beinhörðum
tölum þýðir það að hún hefur halað
inn rúmlega 20 milljónir danskra
króna, sem er næstum þrisvar sinn-
um meira en hún kostaði.
En Bille August er ekki alveg
óþekkt stærð á íslandi heldur, því
mynd hans, Zappa, hlaut mjög góð-
ar viðtökur er hún var sýnd hér í
hittiðfyrra. Ef ég man rétt völdu
margir íslenskir kvikmyndagagn-
rýnendur Zappa sem eina af bestu
myndum ársins 1984.
Trú, von og ást er einmitt beint
íramhald á Zappa. Hún gerist á
árunum 1963-64, þegar aðalpersónur
fyrri myndarinnar eru orðnar 16-17
ára og þurfa að horfast í augu við
alvöru lífsins. Aðstæður haga því
þannig að á örstuttum tíma verða
óharðnaðir unglingar, þau Björn,
Erik, Kirsten og Anna, að læra að
hugsa og breyta eins og fullorðið
fólk. Þeir upplifa ást, hatur og botn-
lausa örvæntingu en komast þó út
úr hremmingum sínum ókalin á
hjarta.
Baksviðið er upphaf Bítlatíma-
bilsins, þegar unglingspiltar eru að
myndast við að greiða hárlubbann
niður í augu og skakklappast um á
hælaháum skóm. Elskendurnir
ungu, Björn og Anna, hittast á
Bítlatónleikum, og tónlist frá þess-
um árum ítrekar það sem gerist á
tjaldinu. Öll sviðsetningin er frám-
unalega vel gerð og hinir ungu leik-
arar, sem margir hverjir höfðu aldr-
ei komið nálægt leik, eru hver öðr-
um betri.
Fölskvalaus hlýja
Umfram allt eru allar persónur
meðhöndlaðar af næmum mann-
skilningi og fölskvaíausri hlýju,
blandaðri danskri kímni sem sting-
ur í stúf við ópersónulega formúlu-
vinnu svo margra ensk-amerískra
kvikmynda.
Bille August skrapp til landsins í
tilefni af frumsýningu á Trú, von
og ást og var þá króaður af stundar-
korn á Hótel Loftleiðum. Um Au-
gust er annars það að segja að hann
er fæddur árið 1948 og nam kvik-
myndatöku bæði við sænska og
danska kvikmyndaskólann.
Síðan vann hann nokkur ár sem
kvikmyndatökumaður í Sviþjóð en
vakti fyrst athygli í heimalandi sínu
með stuttri mynd, Kim G.
Um tíma gerði August þætti fyrir
danska sjónvarpið, m.a. Busters
verden, sem margir kannast við, en
fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd
var Honningmáne, gerð 1978. Svo
BilleAugust. Ljósm.GVA
kom Zappa og framhaldið þekkjum
við.
Ég byrjaði á því að spyrja Bille
August um átrúnaðargoð hans
meðal leikstjóra.
Ástin í öllum myndum
„Ken Loach, Milos Forman, svo
hef ég líka ánægju af eldri myndum
Francis Ford Coppola."
Ég bað hann að lýsa Trú, von og
ást með nokkrum orðum.
„Zappa fjallaði að mestu um
mannvonsku og valdagræðgi, og
þess vegna fannst mér nauðsyn að
draga upp mynd af öðrum þáttum
mannlífs, og þá helst ástinni. Trú,
von og ást fjallar aðallega um hið
síðastnefnda, um elsku foreldra og
barna, um ástina sem nokkurs
konar sálsýki, um erótíska ást, en
umfram allt um náungakærleikann.
f stuttu máli, um ástina sem upplif-
un og jafnframt einföldustu og hald-
bestu leiðina út úr angist og ein-
semd.“ Ég minntist á hæga, óþving-
aða hrynjandi myndarinnar og hið
„opna“ yfirbragð hennar.
„Mér finnst gott að vinna þannig.
Ég vil síður njörva niður hluti i
mínum myndum, heldur skapa bæði
mér og áhorfendum svigrúm. Þann-
ig fær maður áhorfendur til að lifa
sig inn í það sem gerist á hvíta
tjaldinu, en ekki með því að skipu-
leggja allt út í ystu æsar.
Þetta er líka spurning um að láta
persónurnar halda í söguþráðinn,
ekki öfugt.“
í hvora áttina stefnir dönsk kvik-
myndagerð ?
„Ætli við séum ekki nokkrir á
svipaðri línu. Til dæmis er okkur
Nils Malmroos stundum líkt saman,
sem er ekki nema von, því við erum
útskrifaðir úr sama kvikmynda-
skóla.
Ekki snefill af eftirsjá
En ég held að okkur Dönum hafi
tekist að vinna eftir eigin formúlum,
út frá dönskum forsendum, í stað
þess að reyna að keppa við engilsax-
neska framleiðslu - sem er hvort sem
er ómögulegt. Mér skilst að íslen-
skir kvikmyndagerðarmenn hafi
svipaðar skoðanir á þessum málum
og við.“
Kvikmyndir Bille August, Zappa
og Trú, von og ást, gerast báðar í
fortíð. Ég spyr hvort undirrót þess-
ara mynda sé nostalgía af einhverju
tagi.
„Alls ekki. Ég held að ekki sé
snefil af nostalgíu að finna í Trú,
von og ást. Ég lét Zappa gerast á
sjötta áratugnum miðjum vegna
þess að þá er að verða til ný og
stöndug millistétt í Danmörku, eftir
sult og seyru eftirstríðsáranna. Með
þessari nýju stétt koma ný viðhorf
inn í danskt samfélag og þau reyni
ég að túlka i gegnum samband
drengjanna í Zappa.
Síðan fara þessi viðhorf halloka
fyrir öðrum, eins og vonandi kemur
fram í Trú, von og ást. Sú mynd
hefur svo alveg sérstaka þýðingu
fyrir mig sjálfan, því hún fjallar um
mína eigin æsku.“
Bille August er með nánustu
framtíð á hreinu.
„Nú er ég að vinna að kvikmynd
sem byggð er á bók Martins Ander-
sen-Nexö, Pelle Erobreren, og hafa
danskir og sænskir aðilar sameinast
um þetta verkefni sem er mikið og
kostnaðarsamt." -ai
RÚSSNESK
TÓNUST
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar islands í
Háskólabiói 15. mars.
Stjórnandi: Karolos Trikolidis.
Einleikari: Dimitris Sgouros.
Efnisskrá: Pjotr lllitsch Tschaikowsky:
Píanókonsert nr. 1 i b-moll op. 23 og 1812,
hátíðatorleikur op. 49; Sergei Prokofief:
Mars og Scherzo ur Ástum þriggja glóald-
ina; Dimitri Schostakowitsch: Polki úr
ballettinum Gullöldinni; Aram Katscha-
turian: þrir þættir úr ballettinum
Gajaneh.
Loks virðast heígartónleikamir
ætla að öðlast vinsældir með tón-
listarunnendum. Það kann svo sem
að vera að Grikkinn ungi, Dimitris
Sgouros, sem heillaði fólk upp úr
skónum hjá Tónlistarfélaginu á
fimmtudagskvöldið, hafi dregið
óvenju vel að. Hann hóf líka leikinn
með hinum geysivinsæla píanókon-
sert númer eitt eftir Tscaikowsky.
í rómantíkinni má segja að saman
fari tækniþroski og tilfinninga hjá
þessum unga snillingi. Hér var
rúsínan framreidd strax og tón-
leikagestir ekki látnir bíða pylsuen-
dans. Þarf ekki að orðlengja að
Dimitris Sgouros brilleraði á Tscha-
ikowsky og mega menn nú fara að
hlakka til þess að fá hann hingað
aftur að tveimur árum liðnum.
Ekkertslor
Appelsínuástir er ballett sem er
geysigaman að spila og ekki er hann
síðri á að horfa og heyra. Vanastur
er maður því að marsinn frægi, eins
og flestir þættir ballettsins sem til-
efni til þess gefa, séu sem mestri
snerpu hlaðnir. Það kann því að
hafa verið sjálfstæðisbrölt að láta
hljómsveitina spila Marsinn eins og
dansa ætti hann með þung lóð
bundin við fætur, en ekki kunni ég
að meta það. Polki Schostakowitsch
Tónlist
EYJÓLFUR MELSTED
Dimitris Sgouros.
(sem útvarpsþulur var svo vinsam-
leg að lesa Sjóstakkóvitsj í tilkynn-
ingu) tókst bærilega, einkum fyrir
fallega leiknar einleikshendingar.
Ur því minnst er á einleikshending-
ar er rétt að gleyma ekki leik óbós-
ins og klarínettanna í byrjun
Vögguvísunnar úr Gajaneh balletti
Katschaturians það var sko ekk-
ert slor.
Ættu ekki að setja neinn
á höfuðið
Dúndurforleikurinn 1812 var
lokaverk tónleikanna og þar gekk
mikið á. Ekki þar fyrir, hann var
allglæsilega spilaður á heildina lit-
ið. Réttilega var leikið bæði á kor-
netta og trompeta. Þetta hafa blás-
arar okkar áður gert, til dæmis í
Sinfóníu Césars Franck, en þá láðist
mér að geta þessarar smekkvísi
þeirra. Klukknahljómnum var nú
varpað vélrænt yfir tónleikagesti,
tignarlegu klukknaspili, en sem
hefði mátt koma óbjagað út úr
græjunum, svo að spurning var
hvort ekki hefði átt að halda sig við
frumbýlingshátt og röraklukkur
hljómsveitarinnar. Og svo vantaði
fallstykkin. Við íslendingar erum
lítil hernaðarþjóð og eigum engin
fallstykki á lager. En fyrir um aldar-
íjórðungi kom á markaðinn lítil
gervifallbyssa sem tekur blönk
haglaskot af hlaupvídd 12, sérstak-
lega ætluð fyrir þennan forleik og
aðra músík þar sem slíkt knallerí á
að heyrast. Þessi hljómsveitarfall-
stykki kostuðu ekki nema eitthvað
á annað hundrað Bandaríkjadali
svo að ekki ættu slík hljóðfærakaup
að setja hljómsveitina á höfuðið.
Glæsilegar hreyfingar
-rýrtinnihald
Hljómsveitarstjórinn Karl Kasp-
ar Trikolidis (nú Karolos) er óneit-
anlega glæsilegur á stjórnpalli.
Stjórn hans _er virkilega eitthvað
fyrir augað. Á hinn bóginn fer ekki
hjá þvi að hún sé fremur ætluð
áheyrandanum, eða þá áhorfandan-
um, - en hljómsveitarmanninum.
Dæmi: í hápunkti í fyrsta þætti
píanókonsertsins hrærði hann dra-
matískt frammi fyrir fiðlunum,
þegar þeir sem þörf höfðu fyrir slag
og stýringu voru blikkblásarar, en
þeim sinnti hann ekki. Ótal fleiri
tilvik mætti nefna. Ég fæ ekki séð
að stjórn hans hafi að marki breyst
frá því fyrir bráðum tveimur áratug-
um - glæsilegar hreyfingar en held-
ur rýrt innihald, sem út af fyrir sig
kom ekki stórlega að sök á þessum
tónleikum.
EM
Hvaðer
útgáfufeyra?
Svarfrá
Þorsteini Antonssyni
Undirritaður höfundur bókarinnar
„Sjáendur og utangarðsskáld" óskar
þess að koma á framfæri við DV eftir-
farandi athugasemd við grein Arnar
Ólafssonar (Skammhlaup, 13.3. ’86,
DV). I grein gagnrýnandans stendur
og er þá verið að vitna til athuga-
semda minna um bók Péturs Gunn-
arssonar, Ég um mig frá mér til mín:
„ „í bókinni er útgáfufeyra. . . “ en
hver er nokkru nær fyrst ekkert er
farið út í það hvað sé útgáfufeyra í
bókinni og hvers vegna?“ í bókinni
(Þ.A.) stendur: „í bókinni er útgáfu-
feyra... Einn fimmti hluti bókarinnar
er auðar síður.“
Þetta ætti varla að fara á milli
mála. Vafalítið er um að ræða fljót-
færni af hálfu gagnrýnandans eins
og reyndar greinin öll gefur tilefni til
að ætla. Ég, sem höfundur þeirrar
bókar, sem um er fjallað, vil þó taka
fram að ég er sammála því sem kemur
firam í greininni í öllum aðalatriðum:
bók mín stenst ekki sem kennslurit í
bókmenntafræði (frekar en t.d. mat-
reiðslu) og má reyndar sjá það þegar
af titilsíðu hennar þar sem tekið er
fram að um greinasafn sé að ræða.
Viðleitni til að beina þeirri forvitni,
sem hún vekur, inn á þá braut hlýtur
að mistakast og ef haldið er til streitu
af einsýni eins og ástæða er til að
ætla um umrædd skrif, að leiða af sér
heift og forundrun. Orðið „greina-
safh“ stendur í kynningarorðum
gagnrýnandans sjálfs. Með bókinni
vakti fyrir mér einkum að vekja for-
vitni eins og tekið er fram í formáls-
orðum, um skáldskap en ekki fræði-
Þorsteinn Antonsson.
kenningar. Og forvitni hefur mér
tekist að vekja með umræddum gagn-
rýnanda eins og sjá má með skemmti-
legum hætti af grein hans - þótt ekki
hafi tekist eins vel til með afleiðing-
arnar. En þær eru ekki á mínum
snærum nema þessi lesblinda á at-
hugasemd mína um auðar síður.
Dylgjur er engar að finna í bók minni.
Með þökk fyrir birtinguna.
Þorsteinn Antonsson.