Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR 20. MARS1986. 31 Sandkorn Sandkorn Vel borgað fyrir gott and- lit Sum okkar eru betur af guði gerð en önnur og fá sums staðar góð laun í samræmi við það. Jónas R. Jónsson kynnti lögin i Eurovision af mikilli prýði. Ekki gerði hann það þó ókeypis. Hann fékk litlar 8000 krónur fyrir að kynna hvern þótt. Það gera í allt 40 þúsund krónur fyrir þá viku sem það tók að kynna lögin tíu tvö í senn. Ofan á þetta bætist lokaþótturinn sem var veigameiri en hin- ir. Til gamans má geta þess að tveir blaðamenn sem spurðu stjórnmálamenn út úr i klukkutíma löngum þáttum ó dögunum fengu 4 þúsund fyrir þáttinn hvor um sig. Do be do be do Sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Snilldarverk Luc Besson, Subway, sem sýnt er í einu kvikmyndahús- anna hefst á þessari tileink- un: To be is to do-Descartes, To do is to be-Sartre, Do be do be do-Sinatra. Krabbamein Óhuggulegar staðreyndir koma fram í fræðsluriti krabbameinsfélagsins um tölfræði krabbameina. Nærri þriðji hver íslending- ur fær krabbamein og það er banamein hartnær fjórða hvers. Það er um- hugsunarverð staðreynd að krabbamein er fylgifiskur velmegunar - það er nær óþekkt í fátækustu löndum þriðja heimsins. Heimsfrægar gengilbeinur Gestur, fréttabréf starfs- fólks í veitingahúsum, flyt- ur gengilbeinum á veitinga- húsum þó uppörvun að Jacquehne Bisset, Joan Crawford, Bette Davis, Oli- via de Havilland og Faye Dunaway hafi allar fjór- magnað leiklistarnám sitt með því að vinna á veit- ingahúsum. Sú síðast- nefnda hafði þetta að segja um minnimáttarkenndina sem fylgdi Qárhagsvand- ræðum námsáranna: „Eg vann bug á þessari vitleysu með því að þjóna til borðs í aukavinnu svo ég gæti staðið jafnfætis þessum forríku dekurbörnum sem ég var samskóla.“ Eins og talað út úr hjarta Sverris Hermannssonar. fslenskir leiklistarnemar gefa Sverri og Faye bara langt nef og taka námslán. Hefðu þær átt að kveikja í? Það er misjafnt hvernig menn taka á málum, jafn- vel einn og sami maðurinn. Þegar kveikt var í frysti- húsi ó suðvesturhorninu, sem frægt er af fréttum, bauð forstjóri frystihússins þeim sem kveikti í starf við frystihúsið og gott ef ekki lögfræðiaðstoð líka vegna málsins. Þegar upp komst að tvær starfsstúlkur frystihússins hefðu misnot- að síma þess, hringt til út- landa án leyfis, voru þær reknar á stundinni. Önnur þeirra sagði af þessu tilefni að þetta hefði verið rangt hjá þeim og stafað af misskilningi og reyndar klaufaskap. Ef þær hefðu hins vegar kveikt í frystihúsinu hefði þeim eflaust verið boðin verk- stjórastaða. Grasið vex hægt í borg Davíðs Fyrir rúmum fjórum árum, óður en núverandi borgarstjórnarmeirihluti komst til valda, hófust framkvæmdir úti ó Granda. Nokkurt rask fylgdi hinni nýju byggð sem þar reis og þurfti að flytja burt ógrynni af mold. Til að framkvæmd- ir kostuðu nú sem minnst var reynt að flytja moldina sem skemmsta vegalengd í burtu. En eins og langminnugir muna tíðkaðist það fyrir tíð Davíðs að spyija hálfa þjóð- ina álits áður en fram- kvæmdir hófust - ef þær gerðu það þó nokkurn tim- ann fyrir vikið. Því voru íbúar Skjólanna spurðir að því hvort borgin mætti vin- samlega flytja nokkur hundruð tonn af mold í hlaðvarpann hjó þeim. Auðvitað þverneituðu Skjólabúar að veita sam- þykki sitt fyrir því og borg- in leitaði næst á náðir íbúa Ægisíðunnar. Þeir þvert- óku líka fyrir það og þá var embættismönnum borgar- innar nóg boðið. Þeir fluttu alla moldina í Vatnsmýrina án þess að spyija kóng eða prest. fbúar háskólahverfisins mótmæltu þessu enda bar talsvert á að mold fyki inn í garða, auk þess sem ýmis- legt benti til að varplönd væru í hættu. Ekkert tillit var tekið til mótmælanna enda allir flokkar sammála um að bera mold í prófess- orana á Aragötunni. Emb- ættismenn borgarinnar reyndu þó að róa íbúana og sögðu að sáð yrði grasfræi og innan skamms yrði kominn sætur lítill grænn hóll í Vatnsmýrina og jafn- vel ýjað að því í fjölmiðlum að tijórækt væri á næsta leiti. Ekki hefur þó orðið af þvi að íbúarnir fái slika uppsprettu ánægju og ynd- isauka. Moldin er hið mesta svað og varla vex á henni stingandi stró. Enda var bent ó það að moldin á Grandanum væri vægast sagt sölt og lífvana... Bensíntankur á grímuballi Maður nokkur ætlaði búinn sem Adam á grimu- ball. Fór hann á grimubún- ingaleigu í því skyni að leigja eitt lítið laufblað. Bað hann innanbúðarmanninn um laufblað, fór því næst afsíöis, svipti sig klæðum og mátaði laufblaðið. Ekki reyndist það nægilega stórt til að hylja nekt hans og bað hann innanbúðarmanninn um eilítið stærra laufblað. Hann fékk það en enn reyndist það of lítið. Enn fékk hann nýtt en allt fór ó sama veg. Nú tók innan- búðarmanninum að leiðast hversu maðurinn var mikið vaxinn niður og hreytti í hann: „Af hveiju stingur þú honum ekki bara upp í eyrað ó þér og leikur bens- íntank á grímuballinu.“ Umsjón: Árni Snævarr Kvikmyndir Kvikmyndir Háskólabíó ■ Carmen__________★★★ Óperan kvikmynduð Frönsk-itölsk. Framleidd 1985. Kvikmynd- un á ópem eftir Georges BizeL Handrit: Francesco Rosi og Tonino Guerra. Kvik- myndun: Pasqualino de Santis. Dansar: Antonio Gades. Sviðsetning og búningar: Enrico Job. Framleiðandi: Patrice Ledo- ux. Leikstjóri: Francesco Rosi. Aðalhlut- verk: Julia Migenes Johnson, Placido Domingo, Ruggero Raimondi, Faith Es- ham og Susan Daniel. Þegar sviðsverk, eins og leikrit og óperur, eru kvikmynduð standa tvær leiðir til boða. Annars vegar að sleppa ímyndunaraflinu lausu og nýta sér þá umgerð sem fyrir er og skapa upp úr því sjólfstætt lista- verk. Eða þá hins vegar að vera upprunalega verkinu trúr og nýta sér möguleika hvíta tjaldsins til að skapa nýja og þó hefðbundna upp- færslu á sviðsverkinu. í myndinni Carmen hefur Francesco Rosi ókveðið að fara seinni leiðinna. Útkoman er ákaflega glæsilegt kvikmyndaverk sem er unnið af mikilli samviskusemi og vand- virkni. Ég verð þó að segja eins og er að skemmtilegra er að sjá þau verk þar sem frumleikinn hefur fengið að ráða. Dæmi um slíkt er einmitt mynd Carlos Saura um þessa sömu Cármen. Þar skapaði Saura magn- þrungið verk þar sem Spáni nútím- ans var fléttað inn í söguna um Carmen. Og flamengodansatriðin í þeirri mynd stóðu eftir sem sjálfstæð listaverk. Ópera Georges Bizet um Carmen er ein af vinsælustu óperum allra tíma enda verður ekki deilt um ágæti tónlistarinnar. Hún er hreint út sagt stórkostleg og er ekki annað að heyra en að hún komist mjög Hér er Don José kominn til að handtaka Carmen en hún brosir bara og vefur vindling á læri sér. vel til skila en hljóðsetning myndar- innar er afbragðs góð. I Hóskólabíói kemst þetta mjög vel til skila en bíóið er mjög vel fallið til sýninga afþessutagi. Textinn er auðvitað hreint bull eins og títt er um óperutexta en hins vegar er ástarsagan sterk. Óperan segir frá Don José sem verður ástfanginn af tatarastúlk- unni Carmen sem alla karlmenn tryllir. Á hana er að vísu lítið að treysta í ástamálum en þó virðist hún elska Don José í upphafi. Ást Don José á Carmen fær hann til að svíkja allt sem áður gaf lífi hans tilgang, móður sína, stúlkuna sem elskar hann, landið sitt og framtíð sína innan hersins. Hann verður bókstaflega sturlaður af óst. Carm- en hættir hins vegar að elska hann vegna hetjulegs nautabana og að lokum rekur örvæntingin og af- brýðisemin Don José til óhæfu- verka. Þessi mynd er fyrst og fremst kvikmyndun á óperu. Það er óperan sjálf sem leiðir vagninn. Myndin líður ófram fró einu sviðsatriðinu til annars. Kvikmyndaformið hefur verið notað til að ger'a glæsilega sviðsuppfærslu á óperunni án þess þó að nýta alla möguleika kvik- myndarinnar. Klipping er t.d. ákaf- lega lítið notuð til að magna upp atriði óperunnar og verða sum tví- söngsatriði frekar hæg fyrir óþolin- móða kvikmyndaunnendur. Um gæði aðalleikaranna sem söngvara verður ekki deilt. Allt eru þetta heimsfrægir stórsöngvarar. Hins vegar kemur hinn góði leikur þeirra kannski ýmsum ó óvart en söngvaramir sína mikil tilþrif í leik. Sérstaklega er Placido Domingo mikilfenglegur í leik sínum. Þessi mynd ætti að kynna þessa frægu ópem fyrir nýjum hópi fólks en kvikmyndin er einmitt listform fjöldans. Óg hafi það verið tilgangur aðstandenda þessarar myndar að gera fallega og vandaða mynd .byggða á óperu er ekki annað hægt að segja en vel hafi til tekist. Sigurður Már Jónsson ★"★★★ Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit { AÐALFUNDUR Hf. Skallagríms verður haldinn föstudaginn 11. apríl 1986 kl. 14 að Heiðarbraut 40, Akranesi (bókasafn Akraness). Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnurmál. Stjórnin. Laust embætti Embætti skattstjóra Vesturlandsumdæmis er laust til umsóknar og veitist frá 1. júlí 1986. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upp- lýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist tekjudeild fjármálaráðuneytisins, merktar „staða 240“ fyrir 20. mars 1986. 17. mars 1986. Fjármálaráðuneytið. ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu Vestfjarðavegar - Dýrafjörður 1986. (Lengd 5,5 km, fylling 31.400 m3, neðra burðarlag 26.800 m3). Verki skal lokið 1. október 1986. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerð ríkisins á isafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 24. mars nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 14. apríl 1986. Vegamálastjóri. Auglýsing frá Póst- og símamálastofnuninni Ný götu- og númeraskrá fyrir Reykjavík, Bessastaða- hrepp, Garðabæ, Hafnarfjörð, Kjalarneshrepp, Kjósar- hrepp, Kópavog, Mosfellshrepp og Seltjarnarnes er komin út og er til sölu í afgreiðslum Pósts- og síma- málastofnunarinnar í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Varmá. Verð skrárinnar er kr. 600,00 með söluskatti. Póst- og símamálastofnunin. Álfheima 1-27 Glaðheima 1-22 Grundarstíg Þingholtsstræti Ásvallagötu Brávallagötu Blönduhlið Eskihlið Vesturgötu Nýlendugötu Hofsvallagötu Ljósvallagötu AFGREIÐSLA Þverhohi 11 - Sími 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.