Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Síða 32
32 Andlát Ása Þuríður Bjarnadóttir lést 13. mars sl. Hún fæddist í Austurkoti á Vatnsleysuströnd 12. ágúst 1903. Foreldrar hennar voru Guðrún Ás- grímsdóttir og Bjarni Guðmundsson. Ung að árum giftist Ása Bjarna Árnasyni, en hann dó fyrir rúmlega 13 árum. Þau bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði. Þeim hjónum varð átta barna auðið, þrjú þeirra eru á lífi. Útför Ásu verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dagkl. 15. Gunnar Einarsson frá Hjörsey, er andaðist aðfaranótt lð.þ.m., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. mars kl. 13.30. Útför Jónasar L. Jónssonar frá Hris- um, sem andaðist 15. mars, fer fram 22. mars kl. 14 frá Víðidalstungu- kirkju, V-Hún. Farið verður í áætl- unarbíl frá Reykjavík. Þeir sem hafa áhuga á fari hringi í síma 21896 og 20554. Ólafur Einarsson skrifstofumaður, Espigerði 12, lést að morgni 19. mars í Landakotsspítala. Guðmundur Júlíus Júlíusson, Bás- enda 3, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 18. mars. Elísabet Sigurðardóttir frá Bónda- stöðum lést í St. Jósefsspítala, Hafn- arfirði að morgni 19. mars. Þorgils Jónsson, Ægissíðu, Rangár- vallasýslu, andaðist í Landakotsspít- ala 18. þessa mánaðar. Anton Kristinn Einarsson, Skeggja- stöðum, Vestur-Landeyjum, er lést 12. mars, verður jarðsunginn frá Akureyjarkirkju laugardaginn 22, mars kl. 14. Húskveðja verður frá heimili hins látna kl. 13. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30. Margrét Bjarnadóttir, Ystu-Vík, verður jarðsungin frá Svalbarðs- kirkju laugardaginn 22. mars kl. 14. Helga Helen Andreasen, Brattholti 6c Mosfellssveit, sem lést af slys- förum 16. mars, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju laugardaginn 22. mars kl. 14. Anna Lísa Ólafsdóttir, verður jarð- sungin fostudaginn 21. mars kl. 15 frá Bústaðakirkju. Ymislegt Bann við veiðum um páskahelgi og um línu- og netasvæði út af Suð- vesturlandi og Faxaflóa. Ráðunéytið hefur gefið út reglu- gerð um eftirfarandi: 1. Allar fiskveiðar báta minni en 10 brl. eru bannaðar frá kl. 20 22. mars til kl. 10 árdegis 1. apríl. 2. Þorskanetaveiðar báta 10 brl. og stærri eru bannaðar frá kl. 20 25. mars til kl. 10 árdegis 1. apríl. 3. Allar togveiðar eru bannaðar á svæði sem að suiinan markast af línu sem dregin er 270° frá Stafnesvita. Að vestan markast svæðið af 23° 40’5 V og að norðan af 64° 20’0 N. Bann þetta gildir frá og með 1. apríl til og með 15. maí. 4. Allar togveiðar eru ennfremur bannaðar á svæði sem markast af línum sem dregnar eru á milli eftir- greindra punkta: 1) 63°10’0 N, 22°00’0 V b) 63°25’3 N, 22°00’0 V c) 63°33’7 N, 22°03’0 V 5. Jafnframt hefur ráðuneytið ákveð- ið að línusvæði það sem sett var út frá Sandgerðisvita á sl. hausti falli úr gildi frá og með 26. mars nk. DV. FIMMTUDAGUR 20. MARS1986. Utvarp_____________Sjónvarp Margrét Sverrísdóttir: Kvarta ekki yfir kvöldinu Sjónvarpið í gær var náttúrlega ekki eins og það átti að vera - það vantaði Ómar - en þrátt fyrir það gaf ég því smágaum og lét mér bara vel líka. Stelpan stóð sig eins og hetja með þáttinn Smellir, Euryth- mics er hljómsveit að mínu skapi, söngkonan Lennox er alveg meiri- háttar, eins og börnin segja. Ef þessi þáttur verður áfram jafngóður og í gær er hann tvímælalaust rós í hnappagat sjónvarpsmanna. Alla- vega er alveg gefið að ég á eftir að horfa á fleiri Smelli. Cleo Laine er líka söngkona sem ég held mikið upp á - þannig að ég get ekki kvartað yfir kvöldinu í gær - en ég er ekki mikið fyrir jass, kunni því ekki fyllilega að meta hljóm- sveitina sem spilaði með henni, Árna Egilsson og þá. Cleo er hins vegar með ofboðslega skemmtilega rödd, frábæra rödd. Ég horfði á Hótel í gær þó sá þáttur sé ekki í neinu sérstökum metum hjá mér. Hann er svona í svipuðum gæðaflokki og Dallas - það er í lagi að horfa á hann ef maður hefur ekkert annað við að vera. Eiginlega hefði ég frekar átt að hlusta á bókaþátt Njarðar P. Njarð- vík, það er virkilega góður dag- skrárliður sem allir hljóta að geta haft gaman af. Neskirkja Föstuguðsþjónusta í kvöld kl. 20. Fyrirlestrar um þjóðsagna- myndir Ásgríms Jónssonar Nú stendur yfir í sýningarsölum Norræna hússins sýning á þjóð- sagnamyndum Ásgríms sem sett var upp í samvinnu við Ásgrímssafn. Á sýningunni eru þjóðsagnamyndir frá ýmsum tímabilum á listferli málar- ans, sem spannar yfir sextíu ár. 1 sambandi við sýninguna verða haldnir tveir fyrirlestrar í fyrirlestr- arsal Norræna hússins. I kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 heldur Hrafn- hildur Schram listfræðingur og for- stöðumaður Ásgrímssafns fyrirlestur með litskyggnum um þjóðsagna- myndir Ásgríms og sunnudaginn 23. mars kl. 17 talar Hallfreður Örn Eiríksson cand. mag. um þjóð- sagnaval Ásgríms og segir frá þjóð- sögum sem hann gerði myndir eftir og nokkrum öðrum þjóðsögum, sem hafa verið vinsælt myndefni hjá list- málurum. Allir eru hjartanlega vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Ás- grímssýningin er opin. daglega kl. 14 19til6. apríl. Viðurkenning fyrir merkt fram- lag til umhverfismála á höfuð- borgarsvæðinu árið 1985. Að venju mun stjórn samtaka sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu veita sérstaka viðurkenningu í næsta mánuði fyrir merkt framlag til um- hverfismála á þessu svæði árið 1985. Margir aðilar á höfuðborgarsvæðinu veita nú viðurkenningu fyrir einstök hús, þrifalegar lóðir og götur, en markmiðið með þessari almennu viðurkenningu samtakanna er að hvetja sveitarstjórnir, hönnuði og framkvæmdaaðila á höfuðborgar- svæðinu til að leggja jafnframt áherslu á það heildarumhverfi sem mótað er. Hér gæti t.d. verið um að ræða athyglisvert skipulag, átak í trjárækt í þéttbýli, gerð útivistarað- stöðu, listskeytingar, hjólreiðastíga o.m.fl. Er hér með óskað eftir ábend- ingum um áhugavert framlag til umhverfismála á þessu svæði á liðnu ári og að þær séu sendar Skipulags- stofu höfuðborgarsvæðisins, Hamra- borg 7, 200 Kópavogi, fyrir 4. apríl e' nk. IBM kynnir hugbúnað fyrir IBM PC einmenningstölvur IBM býður til námsstefnu dagana 18. -20. mars nk. Kynnt verður notk- un IBM PC einmenningstölvunnar. Daglega verða haldnir 3 fyrirlestrar sem hefjast allir kl. 14.30. Að loknu kaffihléi er sýning eða kynning á verkefnum en dagskránni lýkur kl. 17. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að skrá sig í síma 687373. Bækur BJÖRG EINARSD(jmR „Úr ævi og starfi íslenskra kvenna“ II ,,Úr ævi og starfi íslenskra kvenna” II er rúmar 400 síður að lengd. Hver síða er prentuð í tveimur litum, meginmál í svörtum lit en rammi um það og myndir eru í brúnum tón. Yfir 200 myndir prýða bókina og eru 40 þeirra sérstaklega teknar vegna útgáfunnar. Björg Einarsdóttir samdi handritið á grundvelli útvarpserindanna. Val- gerður Kristjónsdóttir yfirfór það síðan og setti greinarmerki. hún las einnig að mestu prófarkir. Sigríður Erlendsdóttir sagnfræðingur las handritið yfir og veitti mikilsverðar leiðbeiningar. Flestar ljósmyndanna tók Jóhannes Long, setning fór fram í leturvali, filmuvinna, plötugerð og prentun sá Grafik um og Bókfell annaðist band. Elísabet Cochran hannaði bók og bókarkápu. í þessu öðru bindi af „Úr ævi og starfi íslenskra kvenna" eru 17 frá- söguþættir þar sem sagt er frá 24 konum, sú elsta fædd 1812 og látin 1882 en hin yngsta fædd 1896 og lifði til ársins 1981. Hér er greint frá konum sem gerð- ust brautryðjendur á ýmsum sviðum, t.d. í blaðamennsku og sem rithöf- undar og fræðimenn, höfðu forgöngu í nýjum iðngreinum, grundvölluðu tónlistarkennsku, hvöttu til stofnun- ar sparisjóðs, risu öndverðar gegn sölu fossa til útlendinga og efldu þannig umhverfis- og náttúruvernd, skipuðu sess húsfreyja á fjölmennum skólaheimilum, gerðust alþingis- menn, giftust aðalsmönnum og héldu nafni íslands á lofti með öðrum þjóð- um, urðu listaskáldi kveikja að ljúfs- áru ástarljóði, og fleira mætti telja. Ferðalög Páskaferðir Útivistar 1. Snæfellsnes-Snæfellsjökull, 5 dag- ar, 27.-31. mars. Brottför skírdag kl. 9. Frábær gistiaðstaða að Lýsuhóli. Sundlaug, heitur pottur, ölkelda. Gönguferðir um fjöll og strönd. Kynnist dularkrafti jökulsins í Úti- vistarferð. Fararstj. Kristján M. Baldursson og fl. 2. Snæfellsnes— Snæfellsjökull, 3 dagar,29.-31. mars. Brottför laugard. kl. 8. Sama til- högun og í 5 daga ferðinni. 3. Þórs- mörk, 5 dagar. 29.-31. mars. Frábær gistiaðstaða í Útivistarskálanum í Básum. Gönguferðir við allra hæfi. Fararstjórarnir Ingibjörg og Fríða sjá um að engum leiðist. Brottför skírdag kl. 9. 4. Þórsmörk, 3 dagar, 29. 31.mars. Brottför laugardag kl. 8. Sama tilhögun og í 5 daga ferð- inni. 5. Öræfi-Skaftafell, 5 dagar. 27.-31. mars. Gist í hinu nýja og glæsilega félagsheimili að Hofi i Öræfum. Snjóbílaferð á Vatnajökul. Farið um þjóðgarðinn , á Skálafell- sjökul og víðar. Pantið tímanlega. Hægt er að hafa gönguskíði með í öllum ferðunum. Uppl. og farmiðar á skrifst. Lækjarg. 6a, símar 14606 og 23732. Sjáumst. Ferðafélag íslands Dagsferðir sunnudag 23. mars. 1. Kl. 10.30: Skíðaganga úr Bláfjöll- um að Kleifarvatni. Gangan tekur um 5 klst. Góð æfing fyrir þá sem ætla í Landmannalaugar um páska. Verð kr. 400. 2. KI. 13: Fjallið eina (223 m) Sveiíluháls Kleifarvatn. Þetta er þægileg gönguferð. Verð kr. 350. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. KÖKUBASAR Kökubasar verður haldinn laugar- daginn 22. mars 1986 kl. 15.00 (kl. 3.00) í Framheimilinu við Safamýri. Framkonur. Afmæli 70 ára er í dag, 20. mars, Bjarni Sveinsson hafnarvörður, Silfurgötu 21 í Stykkishólmi. Hann er borinn og barnfæddur þar og hefur búið þar alla sína ævi. Lengst af stundáði hann sjómennsku. Hann og kona hans, Anna Kristjánsdóttir, ætla að taka á móti gestum næstkomandi laugardag á heimili dóttur sinnar og tengdasonar þar í bænum í Sunda- bakka 13. MiOCNS ÞINGHOLTSSTRÆTI I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.