Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Side 34
34 DV. FIMMTUDAGUR 20. MARS1986. Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Gengið um tækniminjasafn Þjóðminjasafnsins: Þegar ekkert er eftir af altaristöflum og rúm- fjölum þá taka bflamir við „Þegar ekki er hægt að safna fleiri altaristöflum og rúmfiölum þá eru bílarnir næstir," segir Þór Magnús- son þjóðminjavörður. „Við leggjum mesta áherslu á að safna hversdags- legum hlutum sem settu svip á daglegt líf. Þar er áhugaverðast að eiga vöru- bílana sem ollu byltingu í flutningum og samgöngum í landinu. Þeir gegndu sama hlutverki og járnbrautir í öðr- um löndum.“ Það eru þessi tæki sem eiga að vera uppistaðan í tækniminjasafni Þjóð- minjasafnsins. Þegar hefur verið dregið mikið í safnið. Þar eru nokkur sýnishorn af bifreiðum, bátavélum, dráttai vélum, siglingatækjum og yfir- leitt öllu því sem barst til landsins á fyrstu árum tæknibyltingarinnar - það er að segja því sem enn er eftir. Safn án húss En hvar er tækniminjasafnið til húsa? Eiginlega alls staðar og hvergi. Husnæði undir það er ekkert til en mununum er komið fyrir í leiguhús- næði víðs vegar um bæinn. Slökkvi- bíll af gerðinni Ford T er geymdur á slökkvistöðinni. Annar vörubíll af sömu gerð er uppi á Ártúnshöfða. Ein bátavélin er í Þjóðminjasafninu og önnur í skemmu við Árbæjarsafhið. Þar eru raunar flestar bátavélanna óuppgerðar og bíða þess að tími verði til að koma þeim í stand. Enn sem komið er gengur betur að safna hlutunum en að koma þeim í sýningarhæft; form. Stefnan er að bjarga frá glötun enda hefur einn maður ekki undan að gera allt upp sem safninu berst. Það er atvinna Páls Jónssonar vélvirkja að endur- byggja verkfærin. Hann hefur þjónað Þjóðminjasafninu síðan árið 1977. Á þeim árum hefur hann komið í lag flestu af því sem safnið á nú afheilleg- um gripum. Og hann hefur auk þess alla króka úti við öflum tækja sem síðar eiga eftir að prýða væntanlegt tækniminjasafn. Það er þohnmæðisverk. Menn þurfa að hafa augun opin fyrir öllu því sem hugsanlega gæti komið að notum. Það vantar ef til vill hlíf á vél. Heyrst hefur að þannig hlíf sé til norður í landi. Bretti af slökkvibíl hefur ef til vill endað í mýri uppi á Skeiðum. Þá þarf að grafa það upp. Og þannig er endalaust hægt að rekja sögurnar af aðdráttunum i safnið. Byrjaði með gamla Ford Fyrsti gripurinn, sem Þjóðminja-. safnið eignaðist til að hafa í væntan- legu tækniminjasafni var slökkvibíll af gerðinni Ford T frá árinu 1923 - merkilegt eintak með gólfskiptingu í stað gírskiptingar og að sjálfsögðu án yfirbyggingar eins og algengt var með fyrstu bílana sem komu til lands- ins. Þetta er fyrsti slökkvibíllinn sem keyptur var til nota utan Reykjavík- ur. Það voru Akureyringar sem eign- uðust bílinn nýjan og Akureyringum þjónaði hann lengi vel. Hann var síðan seldur og breytt í vörubíl. Það var Erlingur Halldórsson, hrunaeftirlitsmaður í Hafnarfirði, sem vissi hvar þessi ágæta bifreið var niður komin. Hann tók að sér að gera hana upp og færa aftur í upprunalegt horf. Endurbæturnar varð hann að gera eftir minni því engar myndir eru til af þessari bifreið eins og hún var við komuna tif landsins árið 1923. Viðgerðinni var lokið árið 1970 og bíllinn þá afhentur Þjóðmjnjasafn- Á Slökkvistöðinni er þessi forláta dæluvagn sem notaður var fram á tíma vélknúinna farartækja. Þegar Pétur Jónsson var að gera upp Alpha-vélina sem nú er geymd í Þjóð- minjasafninu þurfti að smíða mót og steypa að nýju nokkra vélarhluta. Þetta er glóðarhausvél af gerðinni Bolinders - vel gangfær þótt enn vanti hlif- ina yfir hausinn. Alpha-vélin eftir að hún var gerð upp og komið fyrir í Þjóðminjasafninu. Hún er nú sem ný. ,*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.