Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Síða 35
DV. FIM MTUDAGUR 2Ö. MAHS 1986. 35 Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Á lofti einnar skemmunnar í Árbæjarsafni er samankomið mikið af tækjum sem Landhelgisgæslan átti. inu. Þar með voru fyrstu drögin að tækniminjasafni orðin til. Útslitin tæki Þegar munir eru dregnir í saíhið er ástand þeirra oftast mjög slæmt. Flestar bifreiðanna voru í daglegrí notkun meðan þær entust og var fleygt eftir það. Það er því undir hælinn lagt hvort nokkuð er nýtilegt eftir af annars eftirsóknai-verðum grip. Undantekningar írá þessu eru slökkvitæki hvers konar. Þau eru jafnan lítið notuð og vel við haldið i góðum geymslum. Það er ekki fyrr en eftir að þau hafa gegnt hlutverki sínu sem hættan steðjar að. En þótt gripirnir séu óásjálegir þá er mikilvægt að halda þeim til haga. Yfirleitt þarf að sækja einstaka hluta í tækin, sem verið er að gera upp, í ýmsar áttir. Þá getur komið sér vel að eiga i fórum safnsins gölbreytt safn varahluta sem þó gætu sýnst einskis virði einir sér. Því vill ávallt safnast upp nokkuð af „drasli" sem síðar kann að koma að góðum notum. Á sama hátt getur verið gott að eiga varahluti til að skipta á við áhuga- menn um t.d. fornbíla. Áhugamenn um fornbíla eru margir hér á landi og fer íjölgandi að því er virðist. Til skamms tíma þótti það fínt að breyta gömlum bílum í tryllitæki sem ekið var með braki og brestum um göturn- ar. Þessi ósiður er nú mjög á undan- haldi. Þór Magnússon segir að áhug- inn á að gera fornbílana upp í upp- runalegri gerð hafi aukist mikið síð- ustu misserin. Ber engar taugar til bifreiða nútím- ans Þór Magnússon þjóðminjavörður er einn þessara áhugamanna um gamla bíla. „Ég ber engar taugar til bíla nútímans," segir Þór. „Það er ekkert spennandi við þá. Ég vildi aftur á móti eignast Ford vörubíl eins og þá sem fluttir voru hingað á stríðs- árunum. Það eru glæsilegir bílar. Ég hef miklu meiri áhuga á vörubílum en fólksbílum. Sennilega ræður mestu að þeir voru notaðir í daglegri lífs- baráttu manna.“ Vandræðin sem há tækniminjasafn- inu mest eru húsnæðisleysið. Sem betur fer eru margir slökkviliðsmenn áhugasamir um að varðveita þau tæki sem tengjast starfi þeirra. Því er það svo að nokkur hluti safnsins er geymdur á Slökkvistöðinni í Reykj vík og sjálf á stöðin töluvert af munum. Þar er auk slökkvibílsins frá Akur- eyri geymd alíslensk slökkvidæla frá árinu 1904. Hana smíðaði Ólafur Hjaltested. Á slökkvistöðinni eru líka aflagðir brunaboðar, skiptiborð, útbúnaður slökkviliðsmanna og slökkvibílar sem sem enn eru hafðir til vara þótt þeir séu í rauninni orðnir forngripir. Björgunarstörf Vandinn er sem sé sístur á því sviði sem lýtur að brunavörnum. Það er þar sem umsvifin eru meiri sem gömlu hlutirnir vilja týna tölunni. „Þessum hlutum ér ekki óhætt fyrr en þeir eru komnir á saín þrátt fyrir góðan vilja margra til að halda í gömul tæki,“ segir Þór. „Hættan er alltaf sú að þegar pláss þrýtur þá neyðist menn t.il að henda því gamla sem ekki er brýn þörf fyrir. Við hjá Þjóðminja- safninu reynum að taka við þessum hlutum en það háir okkur verulega að hafa ekkert hús til þessara nota.“ Á hina hliðina blasir við að ekki er hægt að safna öllu þótt óneitanlega sé erfitt að finna mörkin á hvað eigi að hirða, hverju að henda. Þeir sem einu sinni ánetjast söfnunaráráttunni vita það best hvað það er erfitt að sjá á eftir nokkrum hlut. Hjá Þjóðminja- safninu er stefnan sú að leggja áherslu á þá hluti sem eru eða voru dæmigerðir. Aldur hluta skiptir þá ekki endilega öllu máli heldur hve mikið er til af þeim og hvaða hlut- verki þeir gegndu í lífi manna. Sumir' vilja auðvitað helst safna því sér- kennilega en opinbert safn hefur öðru hlutverki að gegna. Hversdagslegir hlutir Þetta á vel við um fyrstu vörubílana sem til landsins komu. Þeir voru á engan hátt sérkennilegir af þeirra tíðar bílum að vera. Þeir eru merki- legir vegna hlutverksins sem þeir gegndu. Sama er að segja um vörubíl- ana sem komu á stríðsárunum. Þar eignuðust landsmenn öflug flutninga- tæki sem gjörbreyttu samgöngum í landinu. Þjóðminjasafnið hefur lagt áherslu á að varðveita nokkur eintök af þess- um bifreiðum. Jepparnir fylgdu einn- ig stríðsárunum. Þjóðminjasafnið á annan af fyrstu jeppunum sem fluttir voru hingað árið 1940. Því miður hefur ekki reynst unnt að gera hann upp enn sem komið er. Jepparnir tveir voru fluttir hingað til að vera farar- tæki tveggja lækna úti á landi. Af öðrum tækjum, sem safnið hefur lagt sig sérstaklega eftir að eignast, eru svokallaðar glóðarhausvélar. Fyrr á öldinni voru þær til hér í hundraðatali því það var þessi gerð véla sem knúði bátaflota landsmanna allt til þess að dísilvélarnar tóku við á árunum eftir stríð. Fyrsta glóðar- liausvélin sem hingað kom - árgerð 1902 - er að vísu endanlega glötuð en önnur af sömu gerð er til í góðu ásigkomulagi. Þetta eru danskar vél- ar af gerðinni Mollerup. Á Þjóðminjasafninu er einnig til gangfær glóðarhausvél af gerðinni Alpha frá árinu 1913. Hún var í bát Pétur Jónsson undir stýri á elstu dráttarvélinni sem nú er gangfær hér á landi. Þetta er International 10 - 20 frá 1923. Nær á myndinni er Farmall A frá því skömmu eftir stríð. Fjær er síðan Ford T frá árinu 1917. DV-myndir Ástandið er með ýmsu móti á farartækjunum sem bíða endurbóta, á Sevðisfirði allt til ársins 1948 og hafði þá gengið, að því að talið er, í um 33.900 klukkutíma. Það er eitt einkennið á glóðarhausvélunum' að þær entust lengur en flóknari vélar frá síðari tímum. Sérfræðingur í glóðarhausum Það er Pétur Jónsson, viðgerða- meistari Þjóðminjasafnsins, sem er sérfræðingurinn í glóðarhausunum. Hann gerði Alpha-vélina upp fyrir nokkrum árum og varð þá að steypa að nýju nokkra hluta hennar. Hitt er mála sannast að þessar vélar ganga seint endanlega úr sér vegna þess hve einfaldarþær eru. Pétur fullyrðir að ef bátaflotinn hefði verið búinn dísilvélum á stríðs- árunum hefði hann stöðvast fljótlega vegna bilana. Vélarnar voru flestar danskar. norskar eða þýskar þannig að fljótlega hefði tekið fyrir innflutn- ing á varahlutum. Glóðarhausvél- arnar voru hins vegar svo einfaldar að íslenskir vélsmiðir áttu auðvelt með að halda þeim gangandi og smíða þá varahluti sem voru ófáanlegir. Safnið á nú allmargar glóðarhaus- vélar af ýmsum stærðum og á ýmsum aldri. Þar á meðal er vél af gerðinni Bolinders frá því um 1930. Vélin, sem er í gangfæru ástandi, er sett saman úr þremur eintökum og vantar þó eina hlíf til að verkið sé fullkomnað. Þetta er aðeins eitt dæmi um hvernig draga verður saman hluti úr öllum áttum til að koma einni vél saman. Safnið á einnig vél af gerðinni Hein sem þjónaði lengi í útvegi Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík og þannig mætti lengi telja. Dráttarvél á járnhjólum 1 gevmslu á Ártúnshöfða á safnið dráttarvél af gerðinni Intemational 10 - 20 frá árinu 1923. Þetta er traust- legur gripur á járnhjólum. Vélin er í góðu lagi og vandræðalaust að gang- setja hana. Á Ártúnshöfðanum er einnig gevmdur vörubíll af gerðinni Ford T frá árinu 1917, uppgerður af Pétri Jónssyni. Þar eru líka ýmis fleiri farártæki í misjöfhu ásig- komulagi. Það er verkefni næstu ára að koma þeim í lag. Á endanum ætti að takast að gera upp það marga hluti að það nægi til að opna sýningu á tækniundrunum sem hér hafa numið land á þessari öld. Erlendis eru söfn af þeirri gerð fjölsótt. Við verðum trúlega að bíða enn í nokkur ár áður en við eignumst fullgilttækniminjasafii. -GK Por iviagnusson pjoðmmjavorður undir styn a lvord i tra armu 19Z3. Petta er fyrsti gripurinn sem Þjóðminjasafnið eignaðist í væntanlegt tækniminjasafn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.