Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Blaðsíða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1986. Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Hagur okkar er að batna: Þjóðartekjur aukast mun meira en áður var spáð - segir í spá Þjóðhagsstofnunar Samkvæmtspá Þjóðhagsstofrmnar verða þjóðartekjur á mann á þassu ári svipaðar og við upphaf níunda áratugarins fyrir afturkippinn sem varð á arunum 1982 og 1983. Spár og áætlanir Þjóðhagsstofn- unar benda til þess að landsfram- leiðslan hafi aukist um 3% á síðasta iíri og eigi oftír að aukast um 3,5% á þessu ári. Vegna batnandi við- skiptakjara munu þjóðartekjur aukast meira eða um tæplega 3,5'X, á síðsta ári og rúmlega 5% á þessu ári. Hér vegur þyngst lækkun olíu- verðs og hækkun fiskverðs í Bandarikjunum. Einnig er reiknað með áframhaldandi læískun á vöxt- um erlendis. Spámar eru byggðar á því að gengi Bandaríkjadollars lækki ekki til muna frá því sem nú er. Verðlagsþróun Verðbólgan á síðasta ári var 34%. Hækkaði verðlag þá að jafnaði um 2,5% á mánuði. Nú hafa aðstæður hins vegar gjörbreyst í kjölfar kjara- samninganna. Þjóðhagsstofnun spáir þyí að verðbólgan frá upphafi til loka þessa árs verði 10%. Ef þessi spá rætist verður minnsta verðbólga í ár frá því 1971. Kaupið Svokallaðar tekjur heimilanna virðast samkvæmt skattframtolum hafa hækkað á síðasta ári um 40% í stað 36% sem áður hafði verið spáð. Taxtahækkanir vom hins vegar 32 til 33% og má rekja muninn til lengri vinnutíma og launaskriðs. Á þessu ári er gert ráð fyrir að kauptaxtar hækki um rúmlega 20% að meðal- tali miðað við 1985. Ef tekið er tillit til vinnutíma og laimaskriðs má búast við að þessi hækkun verði 25 til 26% á mann. Kaupmáttur Ef miðað er við atvinnutekjur jókst kaupmáttur þeirra um 543% á síðasta ári og enn meira ef miðað er við ráðstöfunartekjur heimilanna. Hins vegar stóð kaupmáttur kaup- taxta í stað í fyrra. Á þessu ári er gert ráð fyrir að kaupmáttur heildar- launa geti að meðaltali hækkað um 4-5% á mann. Ef svo verður væri að mestu unnin upp sú kaupmáttar- rýmun sem varð á árunum 1982 og 1983. Viðskiptahallinn Viðskiptahallinn við útlönd minnkaði úr 5% í 4,5% á síðasta ári. Á þessu ári er gert ráð fyrir að hallinn minnki enn meira. Þannig er spáð verulegum afgangi bæði á vöru- og þjónustureikningi, en vegna mikilla vaxtagreiðslna af erlendum lánum verður áfram halli á við- skiptajöfnuði, sem gæti numið 3,5 milljarði eða um 2,5% af landsfram- leiðslu. Erlendu skuldirnar Þrátt fyrir yfirvofandi góðæri losn- um við ekki við erlenda skuldabagg- ann. í lok síðasta árs námu erlendar skuldir 61 milljarði eða um 55% af landsframleiðslu sem er nokkuð hærra hlutfall en 1984. Á þessu ári er gert ráð fyrir að þetta hlutfall lækki niður í 50% af landsfram- leiðslu. Ástæðumar eru einkum tvær; vaxandi þjóðartekjur og lækk- un á gengi Bandaríkjadollars. Vaxtabyrði hefur lést að undanfömu vegna vaxtalækkana erlendis. Sam- anlögð greiðslubyrði vaxta og afborgana verður þó enn um sinn um 20% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. -APH Skiptar skoðanir um sjóða- frum- varpið Matthías Bjarnason viðskiptaráð- herra gerði ýmsar athugasemdir við frumvarp um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins þegar fyrsta umræða fór fram um það í neðri deild Alþingis í gær. Meðal þess sem hann benti á var að samkvæmt frumvarpinu ætti nú að leggja niður úreldingarsjóð og afla- tryggingasjóð. Þetta taldi hann vera varhugavert. Hann sagðist þó ekki mundu standa í vegi fyrir samþykkt frumvarpsins sem þýðir líklega að hann mun sitja hjá við afgreiðslu þess. Karvel Pálmason, Alþýðuflokki, hafði einnig fjölmargar spurningar fram að færa í sambandi við frum- varpið. Hann sagði að margt væri óljóst í þvi og óvíst hvaða áhrif það ætti eftir að hafa. -APH Skiptar skoðan- ir um Þjóð- arbókhlöðuna Nokkuð skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um átak það sem mennta- málaráðherra hefur boðað til að ljúka byggingu Þjóðarbókhlöðunnar. Tveir þingmenn Framsóknarflokksins lýstu jrfir andstöðu við frumvarpið i gær. Stefán Valgeirsson, Framsóknar- flokki, vill samþykkja frumvarpið með því skilyrði að eignaskattsviðaukinn verði tvöfaldaður, helmingurinn verði notaður í bókhlöðuna og hinn til fram- kvæmda við hafnarmannvirki. Flokksfélagi Stefáns, Guðmundur Bjamason, er einnig andvígur frum- varpinu og einnig ósammála Stefáni. Hann er á móti því að eignaskattur verði sérstaklega eýmamerktur fyrir ákveðin verkefhi. Þá hefur Karvel Pálmason lýst yfir andstöðu sinni við frumvarpið og telur önnur brýnni verkefni vera fyrir hendi. Þá em einnig skiptar skoðanir um frumvarpið innan Alþýðubanda- lagsins. Kvennalisti og Bandalag jafnaðarmanna vill að frumvarpinu verði visað til ríkisstjómarinnar. -APH Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um hvort leggja eigi á sérstakan eignaskattsviðauka til að Ijúka byggingu Þjóðar- bókhlöðunnar. I dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari Víkingasveitin hans Þorsteins Skattsvik hafa verið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum að undan- förnu. Ástæðan er sú að nefnd nokkur undir forsæti Þrastar í Dags- brún komst að þeirri niðurstöðu, eftir mikið og erfitt starf, að talsverð brögð væru að skattsvikum meðal þjóðarinnar. Fæstum var nokkurt nýnæmi að þeim fréttum. Nefndin taldi sex til sjö milljarða hverfa af framtölum á ári hverju og þýddi það nær þriggja milljarða króna tap skatttekna. í framhaldi af þessu hafa svo borist fréttir af stofnun víkinga- sveita skattrannsóknarstjóra sem eiga að taka hús á einstaklingum og fyrirtækjum fyrirvaralaust og fá að kíkja í bókhaldið eða veskið. Nokk- urn hroll heför eflaust sett að einhverjum við þær fréttir. Nú er það svo að sá aðili, sem á kannski mesta sök á skattsvikum, er ríkið sjálft. Sagt er að söluskatts- svik séu áberandi í byggingariðnaði og tengdum greinum. En þar er ekki allt sem sýnist. Segjum sem svo að ég taki gömlu kommóðuna á bakið og arki með hana á næsta trésmíða- verkstæði og biðji um að kommóðan sé gerð upp. Að verki loknu ber að greiða reikninginn og þá leggst ofan á hann 25% söluskattur, eða hvað sem þessi blessaður skattur er nú kominn upp í. Ef ég hefði hins vegar pantað trésmið og beðið hánn að koma heim til mín og gera við kom- móðuna þar þá þarf ekki að greiða neinn söluskatt - eða svo segir fróð- ur maður um söluskatt og sölu- skattssvik í spjalli við Dagfara. Eflaust mætti tína til fjöldann allan af viðlíka dæmum úr trésmíðinni einni, svo ekki sé minnst á aðrar iðngreinar. Með þessu móti er auð- vitað verið að benda á leið til að svíkja undan söluskatti á fullkom- lega löglegan hátt og hver er það þá sem ber sök á þeim „svikum"? Staðreyndin er sú að skattsvik hafa verið ein af þjóðaríþróttum fs- lendinga frá alda öðli. Hins vegar hefur aldrei verið greint frá nöfnum þeirra sem hafa skarað framúr í þessari íþrótt, öfugt við það sem á sér stað þegar spjóti er kastað ellegar tekið á rás í opinberri keppni. Skatt- svik hafa af einhverjum orsökum verið flokkuð undir þjófnað í opin- berri umræðu en ekki í opinberu dómskerfi. Sá sem stelur þúsund- kalli og er kærður fær opinberan dóm. Sá sem stelur hundrað þúsund krónum undan skatti fær engan op- inberan dóm. Mál hans er afgreitt með leynd bak við tjöldin á vegum sérstakrar nefndar. Með þessu móti er ekki verið að hegna mönnum fyr- ir að brjóta lög, heldur fá þeir smásekt í laumi vegna þess að þeir báru sig svo klaufalega að við skatt- svikin að upp um þá komst. Hauk- fráir rannsóknarblaðamenn sjónvarps og dagblaða hafa ekki lagt til atlögu við afgreiðslu skattsvika- mála,af þeirri einföldu ástæðu, að þvi er virðist, að þeim er einfaldlega sagt að þeim komi þessi mál ekki við. Og þar með er allur vindur úr frétta- haukunum. En það er þetta með víkingasveit skattrannsóknarstjóra. Ef Dagfari er ekki farinn að tapa minni þá rám- ar hann í að Alberf ætlaði aldeilis að berja á skattsvikurum þegar hann sat í stól fjármálaráðherra. Auglýst- ar voru íjölmargar stöður rannsókn- armanna og nú skyldu fuglarnir sko fara að vara sig. Var þetta velheppn- uð útrás í fjölmiðlum eins og Alberts er von og vísa. En eitthvað virðist hafa skort á þefskyn Albertsmanna fyrst Þorsteinn ætlar að bæta um betur og ráða fleiri og væntanlega harðskeyttari skoðara í skattinn. Raunar segir í áliti nefndarinnar hans Þrastar að skattaeftirlit sé nú lítið og segir það kannski allt sem þarf að segja um átakið hans Alberts á þessu sviði. Illar tungur segja að þegar menn hafi starfað nokkur ár hjá skattrannsóknarstjóra og sýnt dugnað i starfi þá séu þeir keyptir upp af endurskoðunarfyrirtækjum eða þá þeir fari út í sjálfstæðan at- vinnurekstur á sviði bókhalds og endurskoðunar. Og slíka menn geti skattrannsóknarstjóri aldrei hankað því þeir gjörþekki vinnubrögð og takmörk skatteftirlitsins. En hvað sem þessum sögusögnum líður er ljóst að Þorsteinn Pálsson á ekki létt verk fyrir höndum að uppr- æta skattsvik. Nefndin góða gerði nefnilega skoðanakönnun meðal al- mennings um hvaða augum fólk liti skattsvik. Og þá kom í ljós að allt upp í 90% ungs fólks voru meira en tilbúið til að taka þátt i nótulausum viðskiptum, það er að segja taka þátt í skattsvikum. Meðan svikin njóta svo almennra vinsælda er hætt við að róðurinn verði ekki síður þungur hjá víkingasveitinni en hann var hjá Albertsmönnum. Það væri kannski ráð að bjóða mönnum sér- stakan skattafslátt gegn því að þeir teldu rétt fram og tækju ekki þátt í nótulausum viðskiptum? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.