Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Síða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1986. 71 Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Akureyri: Risaveislan var giæsileg Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: Stærsta matarveisla norðan heiða írá upphafi íslandsbyggðar nefndu menn árshátíð starfsmannafélags sam- bandsverksmiðjanna á Akureyri sem haldin var I íþróttahöllinni á Akur- eyri á laugardagskvöldið - stórglæsi- leg veisla, tæplega 700 matargestir mættu. Verksmiðjumar eru íjölmennasti vinnustaður landsins. Starfsmannafé- lagið á „Gullbrúðkaup" um þessar mundir, 50 ára afmælisdaginn ber upp á næsta miðvikudag, 23. aprfl. Til þessa hafa einstakar deildir verk- smiðjanna verið með sínar árshátíðir sér en í tilefhi afinælisins var haldin ein allsherjarveisla. Enda dugði ekk- ert minna til en salurinn í fþróttahöll- inni. Bautinn á Akureyri útbjó matinn í þessa risaveislu. Riðuveikin í Þingeyjaisýslum: Svar um bætur fæst í vikunni Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: „Það er ekki búið að ganga frá þessu máli, hvort af bótum getur orðið, en ég reikna með að það liggi fyrir nú í vikunni," sagði Guðmundur Sigþórs- son, skrifstofustjóri i landbúnaðar- ráðuneytinu, í gær um það hvort fjárveiting fengist fyrir bótum til þeirra bænda í Þingeyjarsýslum sem hyggjast skera niður fé í haust vegna riðuveikinnar sem þar er. Bændur í Þingeyjarsýslum bundust í marsbyrjun samtökum um að skera niður fé í haust vegna riðuveikinnar. Alls verður sex þúsund fjár skorið nið- ur, þar af þrjú þúsund í Kelduhverfi, sem er um helmingur sauðfjár þar. Ef af bótum verður koma þær til greiðslu haustið 1987 og 1988. „Ég vil engu spá um hvaða ákvörðun verður tekin,“ sagði Guðmundur um líkur á að bætur fáist hjá fjárveitingavaldinu. Eskifjörður á metið í síldarsöltun. Síldarsöltunin á vertíðinni 1985: Mest saltað á Eskifirði Útflutningi á þeirri síld, sem söltuð var á vertíðinni 1985, er nú að mestu lokið. Aðeins er eftir að afskipa nokkr- um þúsundum tunna af ýmsum tegundum síldarflaka sem framleidd eru í tilraunaskyni á vegum Síldarút- vegsnefiidar í samráði við kaupendur i Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Á vertíðinni 1985 var saltað meira af Suðurlandssíld en nokkru sinni fyrr, að árinu 1980 undanskildu. Heildar- söltun varð 258.698 tunnur. Mest var saltað í vikunni 27. október til 2. nóv- ember eða samtals í 104.910 tunnur. Af einstökum söltunarhöfnum var mest saltað á Eskifirði eða í 38.333 tunnur samtals, í 27.928 tunnur í Grindavík, í 21.732 tunnur á Reyðar- firði og í 21.637 tunnur á Fáskrúðsfirði. -KB Kaupmenn stela fé frá neytendum - segja Neytendasamtökin um kýrkjötsmálið „ítrekað hafa komið fram fullyrðing- ar um að sumar verslanir hefðu í frammi gróf vörusvik með þvi að selja kýrkjöt sem nautakjöt. Þessar stað- hæfingar hafa verið viðurkenndar af talsmanni kaupmanna," segir í álykt- un sem samþykkt var á fundi Neyten- dasamtakanna fyrir skömmu. Ennfremur segir í ályktuninni: „Þeir kaupmenn, sem viðhafa þessi vöru- svik, eru í raun að stela fé frá neytend- um. Neytendasamtökin skora á samtök framleiðenda og kaupmanna að koma í veg fyrir þessa ólögmætu viðskiptahætti þegar í stað. Neytenda- samtökin munu fylgjast með þróun þessara mála og áskilja sér allan rétt til þess að grípa til þeirra aðgerða sem geta tryggt neytendum að hagsmunir þeirra séu virtir í svona viðskiptum.“ -KB Hvaó er það ódýrasta á boðstólum í dag ef ekki það ódýrasta. KJÚLLETTUR eru fitulitlar og því tilvaldar fyrir þá sem þurfa að hugsa um línurnar. Og síðast en ekki síst eru KJÚLLETTURNAR fljótleg máltíð, þú tekur þær úr frystinum og steikir frostnar í ca. 5 - 10 mín. og þá er herra- mannsmáltíð tilbúin. ísfugl Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit Sími: 666103 Fáðu þér KJÚLLETTUR þú hefur þrjár góðar ástæður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.