Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Blaðsíða 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. APRlL 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd 150 taidir af eftir að stífía brast Stífla brast á Sri Lanka á sunnudag- inn og flóðbylgja sópaði tylft þorpa til sjávar en samkvæmt nýjustu fréttum af slysasvæðinu er óttast að 150 manns hafi farist í flóðinu. Tíu þúsund manns neyddust til þess að flýja heimili um tíma. Nú er fólk tekið að snúa aftur, það er að segja þeir sem eiga eftir slys- ið einhver heimili að snúa til. 100 þúsund ekru uppistöðulón, sem var ofan við stífluna, brast fram, þegar stíflan fór, og hefur þurrkast úr því hver dropi. Stíflan var komin mjög til ára sinna enda byggð í ríkistíð Mikið veður út af hirslu Capone en var svo ekkert Sjónvarpið var mætt á staðinn og fjöldi fréttamanna þegar opnuð var öryggisgeymsla sem talin var geyma einhver áður óþekkt leyndarmál mafíuforingjans illræmda, A1 Cap- one, hvort sem það væri líkamsleifar myrtra óvina hans, fjársjóðir, leyni- skjöl eða þjófagóss. En það reyndist vera mikið veður gert út af engu. Mennimir sprengdu sig í gegnum múr á lokaðri öryggisgeymslu i hót- eli sem var höfuðstöðvar bófaflokks Capones, glæpakóngsins í Chicago á bannárunum, en hún hefur staðið læst síðan og uppgötvaðist raunar ekki fyrr en í fyrra. En þá komu þeir að öðrum steyptum vegg, sem sprengja þurfti í gegnum einnig. Enn komu þeir að þriðja veggnum, sem var þá síðasta fyrirstaðan. Þegar þeir loks komust inn í geymsluna reyndist hún galtóm. A1 Capone, glæpakóngur bannáranna, lét eftir sig óopnaða öryggisgeymslu sem gerði menn uppvæga út af engu. Abbabodhi konungs sem ríkti árin 602 til 614 eftir Krist. Vatnið hefur verið notað í áveitukerfi sem vökvaði 6.800 hektara ræktunarlands til hrísgijóna- ræktar, sykurreyrs og fleira. Brást stíflan þó á þeim stað þar sem steypt hafði verið við hana renna við endur- bætur sem gerðar voru á stíflunni 1875 af breskum nýlenduyfirvöldum. Skipuð verður rannsóknarnefnd til þess að kanna nákvæmlega hvað olli bilun stíflunnar. Mannvirki þetta var í Kantalai- héraði, sem er skammt frá borginni Trincomalee í austurhluta Sri Lanka. Mjög fljótt var brugðið við til hjálp- ar hinu bágstadda fólki. Þyrlur björg- uðu 60 manns af húsþökum og úr tijátoppum þar sem hafði leitað hælis í flóðinu. Um tvö hundruð manns var bjargað í gúmbáta. Óhappið bar að án þess að nokkur viðvörun fengist. Á fáeinum klukku- stundum hafði flóðið sópað burt þorpum sinhale-manna, tamíla og múslíma. Kvittur hefur komist á kreik um að skæruliðar hafi sprengt stífluna en það þykir ekki sannað. Þegar hefúr verið fyrirskipuð smíði nýrrar stíflu til bráðabirgða. Jafnframt verður að leggja að nýju aðalþjóðveginn, sem tengir Tincomalee við höfúðborgina Colombo, en hann sópaðist burtu. Umsión: Guðmundur Pétursson og Valgerður Jóhannsdóttir Island á rás tvö í franska sjónvarpinu Gizur Helgason, fréttaritari DV í Zúrich: Rúmlega hálfrar stundar þáttur um Island var í franska sjónvarpinu á rás tvö á laugardagskvöld. Þátturinn var þó nokkuð góður að mínu mati. Tón- » *• -4 V*‘ • ’ 'i -W' ' 1 rr úS n 4v* ■ listin var gamalkunnugt gnauð í vindi. Vegimir, sem myndatökumenn höfðu ekið um, vom grýttir, holóttir og þröngir. Þær ár, sem farið var yfir, virtust flestar óbrúaðar. Þarna voru fallegar myndatökur frá Þingvöllum. Sigið var í kletta við Öxarárfoss til grjótsýnatöku. Gullfoss sást þama í allri sinni dýrð. Land- mannalaugum brá fyrir, þar sem fjórir Frakkar sáust hlaupa berrassaðir um móana, áður en þeir steyptu sér í yl- volgt vatnið. Skeiðarársandur var sýndur og síðast en ekki hvað síst Vatnajökull, en honum vom gerð góð skil með myndatökum bæði ofanjarðar og neðan. - Við myndatökur var með- al annars notast við eins konar vélknúinn svifdreka. Þetta sýndist nokkuð vel heppnuð kynningarmynd. Sér í lagi höfðaði hún til þeirra sem arka vilja fáfamar slóð- ir og kynnast ósnortnu umhveríi. Af þulinum mátti skilja að kvikmynda- tökumennimir frönsku hefðu verið yfir sig hrifnir af hinni hrikalegu feg- urð sem landið býr yfir. Á lista yfir þá, sem unnu að gerð myndarinnar, vom nokkur íslensk nöfn, sem fóm fram hjá mér, því að listann bar svo hratt yfir skjáinn. Rétt á eftir þessum dagskrárlið sýndi rás eitt í þýska sjónvarpinu íþrótta- þátt þar sem menn sáu Ásgeir Sigur- vinsson skora gullfallegt mark í leik Dortmund og Stuttgart þar sem lið Ásgeirs vann, 4-0. Álverið á Sunndaleyri, sem gæti sameinast Norsk Hydro. Áh/er i eina sæng Gizur Helgason, fréttaritari DV í A/S og Ardal og Sunndalverk A/S Zurich: munu vera komnar á lokastig sam- Sameiningarviðræður norsku kvæmt fréttum Reuters. Herma jiær stórálfyrirtækjanna Norsk Hydro að Norsk Hydro, sem er að 51% í það í för með sér að hið nýja fyrir- tæki verður eitt hið stærsta sinnar tegundar í allri Evrópu með árs- Ef af sameiningunni verður, hefur framleiðslu upp á 500 þúsund tonn. eigu ríkisins, muni ætla sér meiri hluta í Ardal og Söndalverk. Pianósnillingurinn Vladimir Horowitz heillaði sovéska tónlist- arunnendur. Stymp’ ingar tilað hiusta á Horo- witz Tónlistamemar stympuðust í ör- væntingu við lögregluna í Moskvu til þess að missa ekki af fyrstu hljómleikum Vladimir Horowitz í Sovétríkjunum í 61 ár. Tókst nokkrum þeirra að lauma sér að- göngumiðalaust inn í hljómleika- höllina í Moskvu. Það var uppselt á hljómleikana, sem útvarpað var beint til fjölda landa. Margir biðu við inngang- inn, rellandi eftir aukamiðum, þegar útlenda diplómata og heldra fólk í Sovétríkjunum dreif að. Þurfti fólkið lögregluvemd til að komast í gegnum mannfjöldann. 25 tónlistamemar stympuðust við lögregluna og tókst nokkrum þeirra að laumast inn, upp á efstu svalir, jafnharðan og lögreglan bar þá út, uns gefist var upp fyrir þeim. Hinn 81 árs gamli Horowitz flutt- ist frá Sovétríkjunum árið 1925 og sneri loks aftur í síðustu viku til þess að halda tvenna tónleika, aðra í Moskvu og hina í Len- ingrad. Fyrir hlé flutti Horowitz sónötu Mozarts í C-major, tvær prelódíur eftir Rachmaninov og tvö verk eft- ir Scriabin. í hléinu ætlaði allt vitlaust að verða í fagnaðarlátum áheyrenda sem nær kaffærðu svið- ið í blómum. - „Yndislegt!“ „Ólýs- anlegt!“ voru þau orð sem áheyrendur tóku sér í munn um píanóleik hins aldna snillings. Einn taldi þó að Horowitz hefði tekist jafhvel enn betur upp á æf- ingu fýrir tónleikana. Eftir hlé lék Horowitz verk eftir Schubert og Lizst og tvo marsúrka og pólónesu eftir Chopin. Að tón- leikunum loknum risu allir sem einn úr sætum og hylltu hljómlist- armanninn. Margir höfðu haft með sér ferðasegulbönd til þess að taka upp flutninginn og eiga þó flestir þessir aðdáendur hljómplötur með píanóleik Horowitz. Haft var á orði að túlkun gamla mannsins á Scriabin ætti sér enga hliðstæðu. - Hann varð að leika aukalög, þijár prelodíur eftir Rachmaninov. Horowitz, sem er bandarískur ríkisborgari, ætlar aftur heim til Bandaríkjanna í lók mánaðarins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 91. tölublað (22.04.1986)
https://timarit.is/issue/190613

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

91. tölublað (22.04.1986)

Aðgerðir: