Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Qupperneq 10
10 DV: ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1986. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Þýsk kynning á norrænum bókmenntum Ásgeir Eggertsson, fréttaritari DV í Miinchen: Hvítir máfar á flugi í suðvestur voru tákn umfangsmestu ráðstefhu sem haldin hefur verið í Vestur- Þýskalandi til kynningar á nor- rænum bókmenntum. Tveir fulltrúar frá Islandi tóku þátt í þessari ráðstefiiu. Þeir Sigurð- ur A. Magnússon og Þorgeir Þorgeirsson. Þeir em einir af fáum Umræður um hlutverk Norður- landabókmennta Sigurður sagði að yfirleitt hefði verið mjög góð aðsókn á þá umræðu- fundi sem haldnir vom á ráðstefn- unni. Til dæmis var rætt um félagslegt og pólitískt hlutverk bók- mennta á Norðurlöndum. Einnig var rætt um kvennabókmenntir á Norð- urlöndum. Vert er að geta þess að Austur- Þjóðverjar hafa verið duglegir við að gefa út íslenskar bækur. Nýlega kom út bók Tryggva Emilssonar, Fátækt fólk. og áður hafa komið út bækur eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og Þorgeir Þorgeirsson. Konsúllinn greiðir götu ís- lenskra bóka Víst er að einni konu eiga íslensk- ir rithöfundar mikið að þakka. Það er Gisela Maurer, konsúll í Hanno- ver, sem jafnframt er bókaútgefandi. Hún hefur meðal annars gefið út bækur eftir Sigurð A. Magnússon og er óstöðvandi í að greiða veg ís- lenskra bókmennta í Vestur-Þýska- landi. íslenskum höfundum sem hafa verið þýddir á þýsku. Norrænar bókmenntir fái meiri umfjöllun Á ráðstefnunni, sem lauk í gær, vom flestir sammála um það að norrænar bókmenntir eigi skilið meiri umfjöllun en hingað til hefúr átt sér stað í Þýskalandi. Að vísu hér í Þýskalandi. I sjónvarpsviðtali við prófessor Karsten Jessen kom -fram að bókaforlögin ættu einnig í töluverðum vandræðum vegna þess hve fáir þar hefðu vald á norrænum málum. Og þess vegna væm bóka- forlögin neydd til þess að leita til fólks utan fyrirtækisins, sem yfirleitt þætti heppilegra að komast hjá. Sigurður Á. Magnússon sagði einnig í símtalinu að bókaútgefend- ur væm mjög stilltir inn á met- sölubækur, en nú væri nokkur von um að úr rættist, þar sem ráðstefhan hefði tekist mjög vel. Hann sagði að skáldsögur sínar, sem hefðu hingað til selst treglega, hefðu selst upp á ráðstefhunni. Það er þær birgðir sem þar vom. Sigurður A. Magnússon sagði góða þátttöku í viðræðufundunum á bókmenn- takynningunni, þar sem íslensku rithöfundamir sátu fyrir svömm. Þorgeir Þorgeirsson var einnig á bókmenntaráðstefnunni norrænu í V- Þýskalandi, en hann og Sigurður em meðal fárra íslenskra höfunda sem gefnir hafa verið út á þýsku. þekkja flestir Astrid Lindgren og Knud Hamsun, en þegar talið berst að Göran Tunström eða Antti Tu- uri, reka flestir upp stór augu. Hetjudýrkun í tengslum við nasismann Skýringuna á þvi hvers vegna norrænar bókmenntir em eins lítið lesnar í Þýskalandi og raun ber vitni sagði Sigurður A. Magnússon, staddur í Hamborg, í símtali við tíð- indamann DV, vera arf frá tímum nasismans. Sagði hann að í þessu sambandi hefði verið djarft að nota orðið „norrænn" því að það vekti stundum upp tengsl við hetjubók- menntimar, sem mjög hefðu verið dýrkaðar af nasistum. Vantar þýska þýðendur Það em fleiri vandamál sem nor- rænar bókmenntir eiga við að glíma Vilja Karin Söder r áfram í formanns- ssetið en Johanns- son varaformann Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DV í Lundi: Karin Söder, sem gegnt hefur emb- ætti formanns sænska miðflokksins til bráðabirgða, eftir að Thorbjöm Fálldin var þvingaður til að segja af sér formennsku síðastliðið haust, nýtur vinsælda og trausts flokks- manna. Kosninganefiid flokksins hefúr ákveðið að fara fram á það við Söder að hún gefi kost á sér við for- mannskjör í Miðflokknum á lands- þingi hans í sumar. Kosninganefndin leggur það til að Olof Johannsson verði varaformað- ur flokksins. Upphaflega, eða aðeins nokkrum dögum eftir byltinguna gegn Fálldin, lagði sama nefhd til að Johannsson tæki við formenns- kunni af Fálldin. - Johannsson kvaðst þá hins vegar ekki reiðubú- inn til að taka ákvörðun á svo skömmum tíma. Fylgi Johannssons minna en ætlað var Enda varð fljótlega ljóst að fylgi Johannssons innan flokksins var ekki nægilega mikið. Ýmsir höfðu raunar lagst gegn honum af gmn um að Johannsson hefði setið á svikráðum við Fálldin og átt hlut- Karin Söder hefur enn ekki ákveðið hvort hún verður við tilmæjum kosninganefndar Miðflokksins og gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku. deild í byltingunni gegn honum. Karin Söder var hins vegar ein þeirra sem hörmuðu mjög að Fálldin skyldi knúinn frá formennsku og vitað er að hún nýtur stuðnings Fálldins sjálfs. Ætlaði um tíma að hætta Hún hafði fyrir einu ári ákveðið að hætta í stjóm flokksins, en breyttar aðstæður fengu hana ofan af því. Karin Söder hefur þó enn Umsjón: Guðmundur Pétursson Olof Johannsson þótti á sinum tíma liklegasti arftaki Thorbjöms Fálldins í Miðflokknum sænska, en kosninga- nefndin stingur nú upp á honum i varaformannssætið. ekki gefið ákveðið svar um, hvort hún muni gefa kost á sér til áfram- haldandi formennsku á landsþinginu í sumar. „Það em ýmsar hliðar máls- ins sem ég á eftir að velta fyrir mér,“ segir hún. Karin Söder er 58 ára gömul. Hún hefur verið varaformaður Mið- flokksins frá 1979. Hún gegndi ráðherraembætti í tveimur ríkis- stjómum Fálldins, var utanríkisráð- herra 1976 til 1978 og félagsmálaráð- herra 1979 til 1982.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.