Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Qupperneq 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1986. 13 Vegið að rótum velmegunar £| „Á síðustu misserum hefur frjáls- ^ hyggjuliðið í Sjálfstæðisflokknum beint sjónum sínum mjög að námslána- kerfinu. Þessir bókstafstrúarmenn, sem trúa á óskeikult kerfi fræðikenninngar- innar, vilja gera námslán að fjárfestingar- lánum,..“ Umræða undanfarinna mánaða um lánamálin hefur svo oft byggst á vanþekkingu á sögu þessa mála- flokks að ég finn mig knúinn til að benda á nokkur atriði, þótt ég hafi búið lengi erlendis, en ég hafði mik- il afskipti af þessum málum fyrir u.þ.b. áratug. Kröfur námsmanna Núverandi endurgreiðslukerfí námslána var komið á í meginatrið- um árið 1976. Þá sem nú voru uppi frjálshyggjuraddir um að námslán skyldu vera á svipuðum kjörum og fjárfestingarlán. Námsmenn kröfð- ust þess hins vegar að endurgreiðsl- ur skyldu vera í samræmi við tekjur manna að námi loknu, þ.e.a.s. stig- vaxandi hundraðshluti af tekjum manna umfram lágmarksfram- færslutekjur. Þessari kröfu var annars vegar beint gegn því augljósa samfélagslega ranglæti að sumir mala gull á menntun sinni en aðrir teljast til meðaltekju- eða láglauna- fólks án þess að nokkur fylgni sé á milli launa og samfélagslegs mikil- vægis starfsframlagsins. Hvor gegnir t.d. mikilvægara hlutverki, tann- læknirinn eða fóstran? Hins vegar færðu námsmenn þau augljósu rök fyrir kröfu sinni að enginn getur náð hári af sköllóttum manni. Með tekjutengingu endur- greiðslna væri tryggð hnökralaus innheimta og með vönduðum út- reikningum á námslengd og tekjum hinna ýmsu hópa langskólafólks gátu námsmenn sýnt fram á að um 70% af námslánunum myndu skila sér til Lánasjóðs að nýju. Þá sat að völdum ríkisstjóm sömu flokka og nú. Eftir mikið japl og jaml og fuður komst hún að mjög framsóknarlegri niðurstöðu, þ.e.a.s. hún var hvorki fugl né fiskur. Kjami endurgreiðslnanna er föst upphæð, en henni til viðbótar kemur mun minni tekjutengd „aukaafborgun". Miðað við tillögur námsmanna legg- ur þetta kerfi mun þyngri álögur á lágtekjufólk í hópi menntamanna en Kjallarinn GESTUR GUÐMUNDSSON, HÁSKÓLAKENNARI í KAUPMANNAHÖFN hins vegar teygist óþarflega á endur- greiðslum hátekjumanna og þeir sleppa jafhvel við að borga hluta lána sinna. Þetta kerfi er þó skárra en það sem boðið er upp á í ýmsum nágrannalöndum. Það skilar t.d. rík- issjóði mun meiri endurgreiðslum en danska lánakerfið en leggst öllu réttlátara á menn miðað við tekjm- þeirra. Árið 1980-1 sönnuðu þingmenn fávísi sína og skort á umhugsun þeg- ar þeir lengdu endurgeiðslutimann úr 20 árum í 40, þarrnig að margir núverandi námsmenn verða enn að endurgreiða námslánin sín að lok- inni starfsævi. Bókstafsþrælar frjálshyggjunnar Á síðustu misserum hefur frjáls- hyggjuliðið í Sjálfstæðisflokknum beint sjónum sínum mjög að náms- lánakerfinu. Þessir bókstafstrúar- menn, sem trúa á óskeikult kerfi fræðikenningarinnar, vilja gera námslán að fjárfestingarlánum, sem bera vexti auk verðtryggingar og greiðast með jöfnum afborgunum. Þessir kjánar hafa ekki áttað sig á því að menntun er fyrst og fremst samfélagsleg fjárfesting - hún skilar sér í aukinni verðmætasköpun víða í samfélaginu en laun menntamanna ráðast af allt öðru. Verði þessum ofetækisfullu bókstafetrúarmönnum að vilja sínum munu þeir bijóta allt það niður sem byggt hefur verið upp á framhaldsskólastigi til að tryggja jafhrétti tíl náms, þeir munu vinna menningu þjóðarinnar óbætanlegt tjón og þeir munu draga svo mjög úr ásókn í menntun að íslenskt sam- félag mun dragast aftui- úr í sam- keppni þjóðanna. Þessa illa upplýstu ofstækismenn verður að stöðva áður en það er um seinan. Ég leyfi mér að heita á framsókn- armenn að þeir setji samstjómar- flokki sínum stólinn fyrir dymar. Menn eins og Halldór Ásgrímsson og Ingvar Gíslason hafa áður sýnt skilning á málefhum námslána. Og enn em til þeir sjálfstæðismenn sem meta heilbrigða skynsemi meir en bókstaf frjálshyggjunnar eða hvað segir menntamálaráðherra vor, Sverrir Hermannsson? Eigi að breyta einhverju um end- urgeiðslur námslána, væri nær að hverfa til upprunalegra tillagna námsmanna. Ég hygg að allir aðrir en ofetækisfyllstu frjálshyggjumenn geti séð að tillögur þeirra geta ein- ungis leitt til ófamaðar. Hins vegar kynnu menn að segja að Lánasjóð- urinn sé orðinn of dýr á þessum samdráttartímum og einungis fijáls- hyggjumennimir hafi bent á raun- hæfa leið tíl spamaðar. Ég vil því ljúka þessum pistli með spamaðar- tillögum. Sparnaóartillögur Draga ber stórlega úr lánveiting- um til námsmanna í Bandaríkjim- um. Það er almennt viðurkennt af þeim sem til þekkja að fyrrihlutanám í bandarískum háskólum er mun lakara en hliðstætt nám á Islandi og öðrum Evrópulöndum en hins vegar mun dýrara fyrir Lánasjóðinn. Með samræmdum breytingum á úthlutunarreglum Lánasjóðs og reglum ýmissa deilda háskólans (t.d. lagadeildar og verkfræði- og raun- vísindadeildar) skal gera náms- mönnum kleift að vinna í auknum mæli með námi, en námstími, þar sem þeir getí notið lána, lengist að sama skapi. Slík breyting myndi augljóslega leiða til spamaðar þegar í stað og sennilega líka þegar allt er tekið með í reikninginn því að æ fleiri myndu taka lítil lán en fjár- magna nám sitt að langmestu leyti með eigin vinnu. Það eru þvi ýmsar leiðir tíl spam- aðar án þess að þær þurfi að bitna á jafnréttí til náms og vega að rótum velmegunar á íslandi. Gestur Guðmundsson „Og enn eru til þeir sjálfstæðismenn sem meta heilbrigða skynsemi meir en bókstaf frjálshyggjunnar, eða hvað segir menntamálaráð- herra vor, Sverrir Hermannsson?“ Atvinnuáætlun í Reykjavík a „Til þess að nýta skilyrðin, sem ^ Reykjavík hefur að bjóða, þarf að marka skýra og heildstæða atvinnuáætlun til nokkurra ára.“ Vissir þú að í Reykjavík er sérstök nefnd á vegum borgarstjómar, sem kallast atvinnumálanefnd? Ég er viss um að það hefur farið fram hjá þér. Það er satt best að segja ekkert undarlegt. I atvinnumálanefnd Reykjavíkur gerist nefhilega ekki neitt. Þessi nefhd heldur samt sem áður fundi tvisvar í mánuði mestan hluta ársins. Þeir sem eiga þess kost að lesa fundargerðir atvinnumála- nefhdarinnar reglulega taka eftír því að þær em afar rýrar og endur- spegla þannig vel fundina. Reyndar koma fram á fundunum upplýsingar um fjölda atvinnulausra í Reykjavík hveiju sinni og skiptingu eftir starfs- greinum. Nefnd án frumkvæðis Tillöguflutningur af hálfu nefhd- armanna, sem miðar að nýjungum í atvinnulífi Reykjavíkur, telst hins vegar til tíðinda. Sömuleiðis frum- kvæði af hálfu nefhdarinnar, sem eflir og treystir atvinnu í borginni. Undantekning frá þessu em ítarleg- ar tillögur alþýðubandalagsmanna, fyrr á kjörtímabilinu, sem lagðar vom fram í borgarstjóm og vísað til atvinnumálanefndarinnar þar sem meirihlutinn hefur svæft þær. Það virðist því stefna meirihluta borgar- stjómar að koma í veg fyrir umræður og ákvarðanir sem beinlín- is em til styrktar atvinnulifinu. Starf meirihlutans í atvinnumálanefhd ber þess skýran vott. Ábyrgðina ber núverandi íhaldsmeirihluti, eins og á öðm því sem borgarbúar hafa kynnst á liðnum fjómm árum og snýr að atvinnumálum. Best muna menn trúlega þegar Bæjarútgerðin var afhent ísbiminum, sem stóð á fallandi fæti. Það verður ekki gert að umtalsefhi hér, heldiu- skal minnt á þá kosti sem Reykjavik hefur í atvinnulegu tilliti og nauðsyn mark- vissrar atvinnuáætlunar í Reykja- vík. Reykjavík er stórt markaðssvæði. Reykjavíkurborg er helsta út- og innflutningshöfn landsins. í Reykja- vík er næg og ódýr varmaorka, bæði til framleiðslu og hitunar. Raforka er ömgg og fyllilega samkeppnisfær við önnur svæði. f borgarlandinu er að finna bæði gott og nægjanlegt vatn, sem atvinnustarfseminni er mikilvægt. Nægir þar að nefha fisk- vinnslu og aðra matvælafiramleiðslu. Þá er Reykjavík miðstöð samgangna í landinu. Állt þetta er til þess fallið að hér í borginni geti verið öflugt og blómlegt atvinnulíf, sem auðvitað er einn homsteinn góðra lífskjara. Hvað ber að gera? Til þess að nýta skilyrðin, sem Reykjavík hefur að bjóða, þarf að marka skýra og heildstæða at- vinnuáætlun til nokkura ára. Slíka áætlun þarf að vinna í nánu sam- starfi við verkalýðsfélögin í borginni og þær stofnanir, sem starfa á sviði atvinnumála og þróunar atvinnu- veganna. I slíkri atvinnuáætlun þurfa m.a. eftirtalin atriði að vera fólgin: - Efla starf atvinnumálanefndar og ráða iðnfulltrúa, sem vinni með einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum að atvinnuþróun og einstökum verkefhum á sviði at- vinnumála í borginni. - Könnun á vörum og vörutegund- um, sem nú em fluttar inn, en hentað gætu innlendum fram- leiðendum. - Að borgin útvegi lánsfé eða fram- lög til nýrra fyrirtækja, einkum í framleiðslugreinum. - Frestun og jafnvel lækkun opin- berra gjalda til borgarsjóðs vegna nýrra fyrirtækja í framleiðslu- greinunum. - Að borgin taki beinan þátt i fyrir- tækjum sem standa að nýjungum í framleiðslu. Kjallarinn TRYGGVI ÞÓR AÐALSTEINSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI MFA OG 5. MAÐUR Á BORGARSTJÓRN ARLIST A ALÞYÐUBANDALAGSINS - Aðstoð við rannsóknir, þróunar- rekstur og upplýsingaöflun einstakra fyrirtækja og iðn- greina, sem leitt gæti til aukinnar framleiðslu og nýjunga. í atvinnuáætlun Reykjavíkur þarf að taka tillit til þeirra sem af ein- hveijum ástæðum standa höllum fæti á vinnumarkaði og bæta um- hverfi vinnustaðanna. í því sam- bandi skulu nokkur atriði nefhd: - Fólki með skerta starfeorku verði í auknum mæli tiyggður aðgang- ur að vinnustöðum Reykjavíkur- borgar. Stuðlað verði að þátttöku fatlaðra á almennum vinnustöð- um og fjölgun vemdaðra vinnu- staða. - Fyrirtæki borgarinnar þurfa að vera til fyrirmyndar hvað varðar öiyggi, aðbúnað og hollustu- hætti. - Efla þarf heilbrigðiseftirlit með vinnustöðum og eftirlit með heilsu starfefólks. Það er líka hlutí af atvinnustefriu að gera heimavinnandi foreldrum auðveldara að stunda vinnu utan heimilis, m.a. með byggingu fleiri dagvistunarstofnana og samfelldum skóladegi bama. Stefnuna vantar Þetta eru nokkrir þættir af mörg- um, sem miða að því að efla og treysta atvinnu í Reykjavik. Nú skortir stefnu boigaryfirvalda. Fyrir vikið er atvinnulífið veikt og illa undir sveiflur eða hugsanleg áföll búið. Frumgreinar atvinnulífeins hafa dregist saman í Reykjavík, en þjón- ustugreinamar vaxið hratt. Það endurspeglar vissulega tímann, en vekur áhyggjur þeirra sem vilja treysta undirstöður atvinnu og lífe- kjara. Heildstæð atvinnuáætlun og framkvæmdir í samræmi við hana, sem Alþýðubandalagið mun beita sér fyrir, er farsæl leið og forsenda þróunar atvinnulífe i Reykjavík á komandi árum. Tryggvi Þór Aðalsteinson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.