Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Page 32
Kjúklingamenn
DV á Akureyri
* „Við höfum ekki skrifað undir
ennþá en það verður gert innan sjö
daga. Það getur fátt komið í veg
fyrir það,“ sagði Helgi Helgason,
annar eigenda kjúklingastaðarins
Crown Chicken á Akureyri, í gæi-
kvöldi en eigendur hans, þeir Helgi
og Jón Rafn Högnason, ætla að
kaupa veitingahúsið Sjallann á Ak-
ureyri ásamt fleirum. Hlutafélag
verður stofnað um kaupin og keypt
á kaupleigusamningi.
Um það á hverju stæði núna varð-‘
andi undiskrift kaupsamnings sagði
Helgi: „Við bíðum núna eftir
ákveðnum upplýsingum úr rekstri
Sjallans. Það er svona verið að (Tn-
pússa dæmið.“
'■t Helgi vildi ekki segja hverjir það
væru sem stæðu að kaupunum með
þeim Jóni Rafni. Hann neitaði því
þó að þeirra á meðal væri Haukur
Adolfsson, fyársterkur pipulagninga-
meistari á Akureyri, sem mjög hefur
verið orðaður við kaupin.
Sjallinn er skuldum vafið fyrir-
tæki. Heildarskuldir hans nema um
80 milijónum króna. Að sögn Helga
er ætlunin að nýja hlutafélagið yfir-
taki allar skuldirnar.
* ICY-vodka fer
illa í þingmenn
Það eru ekki allir þingmenn sáttir
við að einkaaðilum verði heimilað
að framleiða áfengi hér á landi.
Framsóknarmennimir Óiafur Þ.
Þórðarson og Stefán Vaigeirsson og
alþýðubandalagsmaðurinn Stein-
grímm- Sigfússon reyndu af öllum
sínum mætti að hindra framgang
frumvarps þess efnis. Þeir töldu
(jarri lagi-að þetto mál ætti að vera
forgangsmái ríkisstjórnarinnar á
síðustu dögum þingsins. Þetta væri
mikil breyting á áfengislöggjöfinni
og ekki til þess að draga úr neysiu
áfengra drykkja. En allt kom fyrir
ekki. Atkvæðagreiðslu var frestað
en líklegt er að frumvarpið verði að
lögum á miðvikudaginn. Búist er við
að framleiðendur iCY-vodka flytji
framleiðsiuna hingað tíi lands en um
þessar mundir er drykkurinn fram-
leiddur í Bretlandi.
Sjá frekari fréttir af þingstörfum í
nótt á bls 2 -APH
Geriö uerösamanburö
og pantiö
úr
Siml: 52866
LOKI
Já, Búddatrúin
er greinilega í Sókn.
Búddabrúðkaup
í Skipholtinu
- 40 íslendingar taka Búddatrú
Fyrsta íslenska búddabrúðkaup-
ið var haldið í hinum nýju húsa-
kynnum verkakvennafélagsins
Sóknar við Skipholt í gærkvöldi.
Þar gaf japanskur prestur, séra
Yanagisaka, saman þau Ásgpir
Júlíus Ásgeirsson og Mayjumi Ás-
geirsson frá Japan. Ásgeir Júiíus
er grafískur ljósmyndari og starfar
á auglýsingastofu í Reykjavík.
Samhliða brúðkaupinu meðtóku
40 íslendingar Búddatrú, tóku við
lögmálinu eins og það er nefnt. Eru
þeir nú orðnir meðlimir í búdda-
söfnuði, Soka Gakkai, er hefur
höfuðstöðvar í Japan; alþjóðasam-
tökum leikmanna er leggja stund á
búddisma.
„Við kyrjum kvölds og morgna,"
sagði Herbert Guðmundsson
söngvari, einn þeirra er tók við
lögmáiinu í gærkvöldi. „Ég kyrja
í hálftíma á morgnana og þrjú kort-
ér á kvöldin. Það nægir fyrir
daginn."
Japanski presturinn flaug utan í
morgun en brúðguminn, Ásgeir
Júiius Ásgeirsson, sagði: „Þetta
brúðkaup er engin tilviijun. Það
byggir á lífsspeki Búddisma, tekur
mið af fortíð, nútíð og framtíð sem
gerir það mögulegt að skapa ham-
ingjusamt og varanlegt hjóna-
band.“ -EIR
Frá brúðkaupinu í gærkvöldi: Brúðguminn situr á fremsta bekk ásamt systur sinni. Gestir voru fjölmargir og tóku þeir flestir
BÚddatrÚ. DV-mynd KAE.
Amarflugsábyrgð á hraðferð
Ríkisábyrgð að iáni ti! Amarflugs
upp á 2,5 milljónir dollara, rúmar eitt
hundrað milljónir króna, var til um-
ræðu í ríkisstjóminni fyrir hádegi.
Líkur benda til að málið verði keyrt
í gegnum Alþingi.
Enda þótt almennur vilji sé fyrir
stuðningi við Amarflug eru uppi efa-
semdir um svo hraða afgreiðslu
málsins. Ráðuneytismönnum hafði í
morgun ekki gefist nægur tími tii að
skoða stöðu flugfélagsins og meta
tryggingar þess.
Stuðningur stjómvalda er ein af for-
sendum þess að svokallaðir níumenn-
ingar leggi fram nýtt hiutafé.
-KMU
Veðrið á morgun:
Solog
blíða
Áfram heldur góðviðrið. Á morgun
verður bjart sunnan- og vestanlands
og getur hiti farið upp í 8-9 stig inn
til landsins. Úrkomulaust verður um
allt land og norðlæg eða norðaust-
iæg átt ríkjandi.
Þetta gerir það að verkum að
Norðlendingar verða að sætta sig
við minni skerf af sóiskininu því
skýjað verður um allt norðan- og
austanvert landið. Hiti kemst þó í
6-7 stig en kaldara verður á annesj-
um. -S.Konn.
Áfengi
hækkar
„Við erum auðvitað að hækka
verðið," sagði Gústaf Níelsson, skrif-
stofustjóri Áfengis- og tóbaksversl-
unar ríkisins, í samtali við DV í
morgun. Útsölur ÁTVR eru lokaðar
í dag vegna verðbreytinga.
Hækkunin er í kringum 10% að
meðaltali en mismunandi eftir teg-
undum. Mest verður hækkunin á
freyðivíni sem hækkar um 17% en
rauðvín og hvítvín hækka um 15%.
Minnst verður hækkunin á innlendu
framleiðslunni sem Gústaf sagði að
hækkaði um 4-5%. Þannig gæti ís-
lenskt brennivín farið upp í 780 kr.
flaskan. Viskí hækkar um 8% og
vodka um 7%. Vindlingar hækka
um 6-8%, neftóbak og reyktóbak um
7% en vindlar um allt að 11%.
Síðast hækkaði áfengi í verði í
nóvember. Síðan hefur gengi hækk-
að 2-10% og framfærsluvísitalan um
7% og kaupgjald sömuleiðis," sagði
Gústaf Níelsson, skrifstofustjóri
ÁTVR. -A.Bj.