Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Page 4
DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. Kristbjörn Þórarinsson atvinnukafari: Ástandið í atvinnumálum kafara aldrei verið verra en í dag. „Ég held að dánartíðni meðal kaf- ara sé hvergi nokkurs staðar hærri en hér á landi. Það er alveg ljóst að þessum mannfórnum verður að linna. Hér eru að fást við köfun menn með litla sem enga þjálfun og reynsluleysið verður þeim að fjörtjóni. Og það verður að lýsa ábyrgð á hendur þeim sem hvöttu þá til þess að gera þessa hluti.“ Kristbjörn Þórarinsson, atvinnu- kafari og fyrrverandi formaður Félags íslenskra kafara, var ekkert að skafa utan af hlutunum þegar DV ræddi við hann á dögunum um atvinnumál kafara. „Ástandið í þessum málum hefur aldrei verið verra heldur en það er nú. Hér er varla nokkur maður sem getur farið og unnið að mann- virkjagerð í sjó. Köfun er nú að mestu leyti aukabúgrein - eitthvað sem menn stunda með annarri vinnu. Það er eiginlega óhugsandi að menn geti unnið fyrir sér sem kafarar í dag. Og ástæða þess að ástandið er svona eru þau nei- kvæðu áhrif sem utanaðkomandi aðilar hafa haft á þessa atvinnu- grein.“ Unga út köfurum á færibandi „Þessir utanaðkomandi aðilar eru aðallega björgunarsveitirnar og slysavarnafélögin, sem unga út á færibandi köfurum sem ekki hafa fengið almennilega kennslu og þeirra menn taka alla þá vinnu sem þeir komast yfir. Við höfum óskað eftir því við formann Slysavarnafé- lags Islands að þar verði aðskilin starfsemi sveitanna og atvinnu- mennska. Hann fullyrti að það væri enginn slysavamafélagsmaður í sam- keppni við atvinnukafara, það er að segja að taka frá þeim vinnu. Við fullyrðum allt annað. Þeir ná sér í alla þá vinnu sem þeir geta og það er bara mannlegt. En það er skýlaus krafa okkar að þetta sé algjörlega aðskilið. Það er svo önnur saga, sem okkur kemur ekki beint við sem atvinnu- köfurum heldur sem ábyrgum manneskjum, að björgunarstörf eru ekki á færi manna sem hafa ekki lært köfun almennilega og fengið litla sem enga þjálfun. Það tekur ákveðinn tíma að verða góð- ur kafari og geta unnið þessi störf. Það cr talið að það þurfi fjögur hundruð köfunartíma á ári til þess að halda sér í þjálfun sem góður atvinnukafari, en ég er efins um að á allri sinni kafaraævi nái þess- ir menn fjögur hundruð tímum. Þeir eru margir hverjir hlaupandi í þetta hálftíma til klukkutíma í einu, einu sinni í viku eða mánuði eða jafnvel bara tvisvar á ári. Þetta þurrkar kafarastéttina út. Það eru alltof margir að fást við þetta miðað við verkefnin, sem þýðir að ekki er hægt að halda mönnum í þjálfun. Og afleiðingin er endalausar mannfómir að ástæðulausu." Lögin um atvinnuköfun aldrei í framkvæmd „Félag íslenskra kafara var stofnað árið 1957 og í lögum félags- ins síðan þá kemur fram að nauðsynlegt sé að lögbinda þetta starf til þess að koma upp nægilega mörgum köfurum til þess að vinna við mannvirkjagerð í sjó. Það tók tæp tuttugu ár að fá þá lögbindingu í gegn. Halldór E. Sigurðsson, þáverandi samgöngumálaráðherra, bar þetta fram sem stjórnarfrumvarp á þingi 1975. Þetta var eitt af þeim frum- vörpum sem duttu í gegn á síðustu dögum þingsins. Þetta hafðist með ósvífnum eftirrekstri af hálfu at- vinnukafara. Ég var formaður félagsins á þessum tíma og ég man að ég var óhemju kjaftfor og leiðin- legur út af þessu. Ég hef reyndar alltaf skammast mín fyrir þaðsíðan og vona bara að menn séu búnir að fyrirgefa mér núna, en öðruvísi gekk þetta ekki. Útslagið gerðu þó sennilega skýrslumar sem við höfðum safnað um ýms slys og óhöpp við köfun. Slys sem hefðu ekki átt sér stað hefðu kafararnir kunnað sitt fag. Það sorglega er að það hefur ekk- ert lát orðið á þessum slysum frá því við fengum þessi lög samþykkt. Astandið hefur ekkert breyst við þessa lagasetningu, enda er hún ekki framkvæmd." Siglingamálastofnun ábyrg „Það er í lögunum að Siglinga- málastofnun beri að sjá um fram- kvæmd laganna. Lögin segja að engum sé heimilt að stunda köfun í atvinnuskyni nema hafa skírteini fi*á Siglingamálastofnun. Til að byrja með var þetta gert þannig að allir þeir sem höfðu stundað þetta áður og tekið gjald íyrir fengu skírteinin sjálfkrafa. Éftir það áttu menn að læra köfun. Siglingamálastofnun átti að sjá um að halda námskeið í köfun en til þess að það væri hægt þá þurfti fyrst að semja sérstaka reglugerð og síðan námsskrá. Það tók að mig minnir þrjú ár að koma reglugerð- inni á en námsskrá höfum við enn ekki séð. Eftir að reglugerðin hafði verið samþykkt var kosin þriggja manna prófnefnd. Einn nefndarmanna var starfsmaður Siglingamálastofnun- ar, ráðinn sérstaklega í það að framkvæma lagasetninguna, en engu að síður eru þessi lög orðin tóm ennþá." íslenskir kafarar ekki viðurkenndir erlendis „Hvað hann hefur verið að gera þessi starfsmaður, sem ráðinn var sérstaklega til að sjá um fram- kvæmdina, það vitum við ekki. Það var hann sem átti að stjórna ferð- inni. 011 nauðsynleg gögn, og reyndar öll gögn sem hægt var að ná í um köfun, færðu kafarar úr Félagi íslenskra kafara honum á silfurfati, en það glopraðist niður. Öll sambönd sem við höfðum náð við aðra kafara erlendis; á Norð- urlöndunum, i Evrópu og Ameríku, allt týndist þetta niður. Meiningin var að koma á þeim staðli að íslenskir kafarar gætu mannfórnir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.