Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Page 17
DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. 61 7. nóvember 1947 gerðu fylgjendur Pibuls stjómarbyltingu í þeim til- gangi að upplýsa á hvern hátt dauða Anandas konungs hefði borið að. Þá flúði Pridi til Singapore þar sem hann gaf út yfirlýsingu þess efnis að hann hefði ekki átt neinn þátt í dauða konungs: Nýja stjórnin dró hins vegar enga dul á að hún teldi Pridi höfuðpaurinn í málinu; hefði hann fengið Vacharachi til að skjóta konung. Réttarhöld hefjast 28. september 1948 hófust svo rétt- arhöld í málinu. Fóru þau ftarn í sérstöku herbergi í dómsmálaráðu- reyndi hann, meðal annars með að- stoð Vacharachis liðsforingja, að gera byltingu í Síam. Reyndu þeir að ná höfuðborginni á sitt vald með því að sækja að henni af sjó. Stuðn- ingsmenn Pridis voru yfirmenn í sjóhernum en byltingartilraunin fór út um þúfur. Hvorki náðist þó til Pridis né Vacharachis og kom því hvorugur fyrir réttinn. í september 1951, rúmum fimm árum eftir lát konungs, komst réttur- inn að þeirri niðurstöðu að Ananda Mahidol konungur hefði verið myrt- ur. Fjallað var um ákærðu hvern í sínu lagi. Sagt var að ekki væri hægt að Þremur árum síðar, eftir mikla töf, var málið loks tekið fyrir í Dikka, æðsta rétti landsins. Dómararnir, sem voru fjórir, trúðu því ekki að konungur hefði stytt sér aldur. Þeir dæmdu hins vegar alla sakborning- ana þrjá til dauða og voru þeir teknir af lífi í febrúar 1955, nærri níu árum eftir dauða konungs. Var konungur yfir sig ástfanginn? Komið hafði fram að konungur hefði kynnst Marylene Ferrari, dótt- ur prests, er hann var við lögfræði- nám í Sviss. Þeirri kenningu hefur verið haldið fram að Ananda kon- Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Ananda konungur á skrifstofu sinni skömmu fyrir dauða sinn. ungur hafi orðið yfir sig ástfanginn af henni en gert sér grein fyrir því að hann myndi aldrei geta gengið að eiga hana og því ákveðið að stytta sér aldur. Kenningin hefur aldrei verið rökstudd á þann hátt að hún gæti talist marktækari en samsæris- kenningin. Þó er hún meginefni bókar eftur suður-afrískan rithöfund, Rayne Kruger, sem viðaði að sér efni í hana á sjöunda áratugnum. Bókin Kringla djöfulsins var bönnuð í Thailandi. Að hverju stefndu þá samsærismenn? Hafi verið um samsæri að ræða, eins og flestum þeirra sem best þekkja til þykir líklegast, þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvað fyrir þeim kunni að hafa vakað og í fram- haldi af því hverjir þeir kunni að hafa verið. í því sambandi hafa augu ýmissa beinst sérstaklega að Pridi, fyrrum forsætisráðherra, sem stóð að baki byltingartilrauninni 1949. Hann var tíður gestur í Stórhöllinni 1946 og hefði því haft tækifæri til að taka þátt í skipulagningu samsæris innan veggja hennar. Þá er það einnig skoðun ýmissa að hann hafi haft í huga að koma á lýðveldi í landinu. Þótt kenningin sé því að ýmissa mati sú sennilegasta sem sett hefur verið fram þá hafa þó aldrei verið færðar sönnur á að hún sé rétt. neytinu sem var skammt frá Stór- höllinni. Sakborningarnir voru Chaleo og mennirnir tveir sem þjón- að höfðu konungi, Nai Chit og Butr. Var þeim gefið að sök að hafa tekið þátt í samsæri gegn konungi og voru þjónarnir sakaðir um að hafa aðstoð- að óþekktan mann eða menn við að komast, inn í íbúð konungs eða að hafa skotið hann. Ýmislegt kom fram við réttarhöld- in sem veikti sjálfsmorðskenninguna enn frekar. Þannig varð ljóst að eng- inn krampi hafði gert vart við sig eftir að kúlan hafði farið í gegnum höfuðið en það hefði að sögn sérfræð- inga átt að gerast hefði konungur sjálfur haldið á byssunni. Þá þótti nær óhugsandi að byssan hefði getað kastast úr hægri hendi konungs, sem var rétthentur, að vinstri hendi hans. Hins vegar kom einnig fram að rannsókn lögreglunnar í svefnherb- ergi konungs hafði verið mjög ófull- komin því að í það höfðu svo margir komið rétt eftir atburðinn að fátt hafði verið þar eins og þegar fyrst var að komið er lögregluna bar að garði. Þá reyndist mjög erfitt að koma með áþreifanlegar sannanir á hendur sakborningunum og byggðist flest af því sem þeim var í óhag á sögusögnum. Hins vegar bar einn garðyrkju- mannanna við Stórhöllina að hann hefði séð Vacharachi liðsforingja fyrir aftan höllina rétt áður en skot- ið reið af og rétt á eftir. Þá lýsti þjónn einn því yfir að hann hefði séð Vac- harachi ganga niður tröppur hallar- innar rétt eftir að skotið reið af og bílstjóri liðsforingjans kvaðst hafa ekið honum til Stórhallarinnar að morgni sunnudagsins. Loks kom svo fram að konan, sem þvoði þvott Vac- harachis, kvaðst hafa þvegið blóð úr jakkaermi hans skömmu eftir at- burðinn. Réttarhöldunum lýkur Á meðan á réttarhöldunum stóð var Pridi erlendis en í febrúar 1949 finna neitt sem benti til aðildar Chal- eos og var hann sýknaður. Nai Chit var hins vegar dæmdur til dauða. Þriðji sakborningurinn, Butr, var sýknaður. Málinu áfrýjað Nai Chit áfrýjaði dómnum yfir sér en saksóknari áfrýjaði vegna sýkn- unar hinna sakborninganna tveggja. Nýi konungurinn brosti ekki í tíu ár Eftir dauða Anandas settist bróðir hans, prins Bhoomipol, í hásæti. Hann hafði verið glaðlvndur ungur maður en eftir dauða bróður síns brá svo við að hann sást aldrei brosa og segja þeir sem til þekkja að honum hafi fyrst stokkið bros á ný er' tíu ár voru liðin frá atburðinum vofveiflega í Stórhöllinni. Pridi, nokkrum mánuðum fyrir dauða konungs. ORÐSEIMDIIMG FRÁ FÚSTURSKÓLAÍSLANDS Innritun fyrir næsta skólaár er hafin. Umsóknir um skólavist þurfa að berast skólanum fyrir 6. júní næst- komandi. Nánari upplýsingar og eyðublöð fást á skrifstofu skól- ans. Skólastjóri AUGLÝSING um bæjarstjórnarkosningu í Njarðvík laugardaginn 31. maí 1986. Þessir listar eru í kjöri; Frambjóðendur D-lista, Sjálfstæðisflokkur: 1. Sveinn R. Eiríksson slökkviliðsstj., Narfakoti II. 2. Ingólfur Bárðarson rafverktaki, Hólagötu 45. 3. Ingi F. Gunnarsson stöðvarstjóri, Hólagötu 43. 4. Guðmundur Sigurðsson íþróttakennari, Hjallavegi 5p. 5. Kristbjörn Albertsson deildarstjóri, Fífumóa 1 b. 6. Margrét Sanders íþróttakennari, Hraunsvegi 19. 7. Valþór Söring Jónsson rafvirki, Njarðvíkurbraut 1. 8. Árni Ingi Stefánsson múrarameistari, Holtsgötu 48. 9. Guðbjört Ingólfsdóttir gæslukona, Brekkustíg 4. 10. Jósef Borgarsson eftirlitsmaður, Grænási 2. 11. Elín M. Pálsdóttir starfsstúlka, Njarðvíkurbraut 34. 12. Elínborg Ellertsdóttir skrifstofustúlka, Hjallav. 5d. 13. Guðmundur Gestsson fiskverkandi, Brekkustíg 21. 14. Áki Gránz, málarameistari, Norðurstíg 5. Frambjóðendur A-lista, Alþýðflokkur: 1. Ragnar H. Halldórsson húsasmiður, Starmóa 6. 2. Eðvald Bóasson húsasmiður, Hlíðarvegi 58. 3. Guðjón Sigbjörnsson kennari, Fífumóa 16. 4. Eyrún Jónsdóttir húsmóðir, Borgarvegi 23. 5. Ólafur V. Thordersen, framkvstj., Hæðargötu 1. 6. Óskar Bjarnason húsasmiður, Kópubraut 3. 7. Hallfríður Matthíasdóttir forstöðukona, Lágmóa 4. 8. Borgar L. Jónsson skipasmiður, Akurbraut 8. 9. Haukur Guðmundsson bifreiðastj., Kirkjubraut 3. 10. Júlíus H. Valgeirsson málari, Borgarvegi 16. 11. Einar Guðmundsson rafvirki, Borgarvegi 20. 12. Jón Friðrik Ólafsson múrari, Gónhól 3. 13. Isleifur Guðleifsson skipstjóri, Borgarvegi 29. 14. Guðmundur Kristjánsson múrari, Reykjanesvegi 8. Frambjóðendur B-lista, Framsóknarflokkur: 1. Steindór Sigurðsson sérleyfishafi, Holtsgötu 33. 2. E. Hrefna Kristjánsdóttir húsmóðir, Fífumóa 5a. 3. Ólafur Þórðarson vélstjóri, Hæðargötu 3. 4. Kristjana B. Gísladóttir húsmóðir Kirkjubraut 9. 5. Gunnar Örn Guðmundsson skipasmiður, Reykjanesvegi 50. 6. Gunnlaugur Óskarsson rafvirki, Hjallavegi 5c. 7. Óskar Óskarsson tækjamaður, Háseylu 39. 8. Valur Guðmundsson húsasmiður, Klapparstíg 10. 9. Bragi Guðjónsson múrarameistari, Njarðvíkurbraut 13. 10. Vilmundur Árnason bifreiðarstjóri, Holtsgötu 49. 11. Björn Bjarnason lögreglumaður, Lyngmóa 5. 12. Elva Björg Georgsdóttir húsmóðir, Grænási 3. 13. Sigurjón Guðbjörnsson framkvæmdastjóri, Brekkustíg 15. 14. Sigurður Sigurðsson yfirlögregluþjónn, Grænási 2. Frambjóðendur G-lista, Alþýðubandalag: 1. Sólveig Þórðardóttir Ijósmóðir, Tunguvegi 7. 2. Sigmar Ingason verkstjóri, Þórustig 10. 3. Sigríður Jóhannesdóttir hálskólanemi, Grundarvegi 13. 4. Þórarinn Þórarinsson iðnnemi, Borgarvegi 15. 5. Oddbergur Eiriksson skipasmiður, Grundarvegi 17. 6. Bjarni Jónsson vélstjóri, Hlíðarvegi 86. 7. Inga Guðmundsdóttir verslunarmaður, Borgarvegi 33. 8. Sigurður H. Jónsson sjómaður, Njarðvikurbraut 20. 9. Ásdis Friðriksdóttir húsmóðir, Reykjanesvegi 50. 10. Guðbjartur Sigurðsson verkamaður, Þórustíg 4. 11. Randý S. Guðmundsdóttir verkakona, Fitjabraut 6. 12. Hreiðar Bjarnason skipstjóri, Grundarvegi 15. 13. Unnur Þórarinsdóttir nemi, Borgarvegi 13. 14. Árni Sigurðsson verkamaður, Kirkjubraut 17. Frambjóðendur C-lista, Bandalag jafnaðarmanna: 1. Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri, Kópubraut 11. 2. Vilhjálmur Eyjólfsson framkvæmdastjóri, Kirkjubraut 7. 3. Laufey Ósk Guðmundsdóttir húsmóðir, Njarðvíkurbraut 18. 4. María Þorsteinsdóttir húsmóðir, Njarðvíkurbraut 19. 5. Stefán Magnússon iðnemi, Njarðvíkurbraut 23. 6. Hjördis Aðalsteinsdóttir húsmóðir, Njarðvíkurbraut 23. 7. Kristján Sveinsson húsasmiður, Klapparstíg 10. 8. Hákon Kristinsson forstjóri, Njarðvíkurbraut 19. Frambjóðendur M-lista, Flokkur mannsins: 1. Hlynur Pálsson tækjastjóri, Njarðvíkurbr. 2. 2. Eiríkur Rónald Jósefsson verkamaður, Holtsgötu 12. 3. Bára Hauksdóttir verkakona, Hjallavegi 1. 4. Dagný Jónasdóttir verkakona, Fifumóa 1. 5. Sigurður Bernódusson sjómaður, Fífumóa 2. 6. Erlendur Guðmundsson verkamaður, Hjallavegi 9. 7. Jóhannes Leó Jóhannesson sjómaður, Njarðvíkurbr. 21. 8. Lárus Felixson sjómaður, Hjallavegi 3. 9. Sigurvin Kristjánsson vélstjóri, Hjallavegi 9. 10. Þóroddur Símonarson verkamaður, Kirkjubraut 21. Yfirkjörstjórn. Jón Ásgeirsson. Jenný L. Lárusdóttir. Guðmundur Gunnlaugsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.