Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Qupperneq 2
2
DV. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986.
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
Vélsleðaslysið við Skjálfandafljót:
„Það hefur orðið stórslys!
Akureyri:
Kennedy-
bræður
slasast
Jón G. Hauksson, DV, Akureyri:
Bræðumir Vilhelm og Eyjólfur
Ágústssynir, tveir af Kermedy-
bræðrunum svonefndu á Akureyri,
liggja nú báðir slasaðir á sjúkra-
húsum.
Vilhelm liggur þungt haldinn á
gjörgæsludeild Borgarspítalans
eftir að hafa hrapað á vélsleða nið-
ur 20 metra þverhnípt bjarg inni
við Gæsavötn um hvítasunnu-
helgina. Hann hafnaði í
Skjálfandafljóti og flaut meðvit-
undarlaus niður ána en var bjarg-
að af félögum sínum, Oddi
Óskarssyni og Kristjáni Grant.
Þeir stóðu úti í ánni í rúma tvo
klukkutíma með Vilhelm á snjó-
spöng sem þeir brutu úr árbakkan-
um. Vilhelm var í gær úr lífshættu
en mikið slasaður, allur brotinn
hægra megin og lungað fallið sam-
an.
Hinn bróðirinn, Eyjólfur, slasað-
ist í Hlíðarfjalli á uppstigningar-
dag er torfæruhjól hans kastaðist
um fjóra metra fram afsnjóhengju.
Eyjólfur hentist af hjólinu og lenti
á höfðinu. Við það hálsbrotnaði
hann, tveir hálsliðir eru brotnir.
Hann liggur nú á sjúkrahúsinu á
Akureyri og er á batavegi. Að sögn
lækna hlýtur hann ekki varanieg
örkuml.
Þeir Kennedy-brseður eru ein-
hverjir þekktustu menn á Akur-
eyri. Þeir reka Bílaleigu
Akureyrar auk þess sem þeir eru
með umboð fyrir Mitsubishi og
fleiri bíltegundir á Akureyri. Þeir
bræður eru athafnamenn, þekktir
fyrir dugnað og lífsgleði og hafa
ætíð staðið mjög vel saman.
Íþróttalíf á Akureyri hafa þeir
mjög látið til sín taka.
Örlögin höguðu því þannig að
sama dag og Vilhelm slasaðist
flaug Skúli bróðir þeirra einkaþotu
bræðranna heim til Akureyrar
með Eyjólf af Borgarspítalanum.
Jón G. Hauksson, DV, Akureyri:
„Þegar ég kom að gilbrúninni blasti
við mér þessi hrikalega sjón; Villi
hreyfingarlaus, fljótandi á bakinu nið-
ur ána. En sem betur fer myndaði
hjálmurinn flotholt þannig að ekki
flaut yfir höfuðið," sagði Oddur
Óskarsson. Hann kom fyrstur að Vil-
helm Ágústssyni sem hrapaði á vél-
sleða niður 20 metra þverhnípt bjarg,
ofaní Skjálfandafljót skammt frá
Gæsavötnum. Þetta gerðist rétt eftir
klukkan 22 síðastliðið laugardags-
kvöld.
Vilhelm liggur nú þungt haldinn á
gjörgæsludeild Borgarspítalans i
Reykjavík.
Hann var ásamt þremur öðrum vél-
sleðamönnum, þeim Kristjáni Grant,
syni hans, Karli Grant, og Oddi
Óskarssyni á leið inn í Gæsavatna-
skála norðan við Vatnajökul þegar
slysið varð. Vilhelm er þrautreyndur
vélsleðamaður og hefur farið með
Kristjáni Grant ótal ferðir um hálend-
ið undanfarin 15 ár.
„Ég hljóp eina 10—15 metra meðfram
gilbrúninni en lét mig þá húrra niður
aflíðandi snjóbreiðu niður í ána. Ég
óð að Villa og tókst að stöðva hann
en þegar það gerðist var farið að flæða
yfir andlit hans,“ sagði Oddur í sam-
tali við DV í gær.
Hann bætti við: „Kristján kom
skömmu síðar útí til mín. Við færðum
Villa að vesturbakkanum. Það var
vonlaust að koma honum upp úr, að-
stæður voru þannig, þverhnípt bjargið.
Við gripum því til þess ráðs að brjóta
snjóspöng úr árbakkanum og á henni
lá Villi í tæpa tvo tíma eða þar til
Vilhelm Ágústsson skömmu áður en
slysið varð. Vélsleði hans er í bak-
sýn, einhver fullkomnasti vélsleði
landsins, búinn talstöð og lórantæki.
„Ég er þó Hfandi“
- rætt við Eyjólf Ágústsson sem hálsbrotnaði í Hlíðarfjalli
Jón G. Hauksson, DV, Akureyri:
„Ég man eftir mér eftir lendinguna
og sagði sí svona við sjálfan mig: Ég
er þó lifandi," sagði Eyjólfúr Ágústs-
son, yngsti Kennedy-bróðirinn, 35 ára,
í samtali við DV i gær þar sem hann
lá á sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann
hálsbrotnaði, braut tvo hálsliði þegar
hann kastaðist á torfæruhjóli ijóra
metra fram af snjóhengju í Hlíðar-
fjalli á uppstigningardag. Hann hlýtur
ekki varanleg örkuml eftir slysið.
„Ég er á góðum batavegi og lækn-
amir segja að ég hafi sloppið ótrúlega
vel, eins vel og hægt er,“ sagði Eyjólf-
ur.
Hann var með tveimur félögum sín-
um, þeir báðir einnig á torfæruhjólum
í gili rétt sunnan við Skíðahótelið er
slysið varð.
„Þetta var ekki glæfraakstur heldur
var snjóblindan svo mikil og þvi fór
sem fór. Ég missti máttinn, lamaðist í
báðum fótum og vinstri hendi fyrstu
mínútumar eftir fallið. En til allrar
hamingju fann ég hvemig krafturinn
kom í báða fæturna. Ég er með verki
í handleggjunum ennþá og vinstri
höndin er öll að koma til, verða kraft-
meiri.“
Eyjólfúr verður að liggja meira og
minna grafkyrr á sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri næstu þrjár vikumar. Hann er
með kraga um hálsinn og má ekki
reisa sig upp. 1 gær þegar DV ræddi
við hann gekk spóla af leik Þórs og
Fram af myndbandi við sjúkrarúmið
en Eyjólfúr var á árum áður þekktur
knattspymumaður með KA.
EyjóHur Ágústsson á sjúkrahúsinu á Akureyri í gær. Hann er á góðum bata-
vegi og hlýtur ekki varanleg örkuml. DV-mynd JGH
Þverhnipt bjargið þar sem Vilhelm fór fram a< á vélsleðanum. Sleðinn lenti á syllu við árbakkann og kastaðist Vilhelm út
i ána. Hann flaut hreyfingarlaus á bakinu niður eftir ánni en var bjargað á síðustu stundu. Upp við árbakkann, lengst
til hægri á myndinni, stóðu þeir Kristján og Oddur hátt í tvo tíma og hlúðu að Vilhelm sem lá sárþjáður á ísspöng.
hjálp barst frá snjóbílnum Bangsa sem
kom frá Gæsavatnaskála.
Kuldinn var ofboðslegur þar sem við
vorum þama þrír úti í ánni. Við urðum
að halda undir fætur Villa því spöngin
minnkaði sífellt, var að bráðna."
Ferð þeirra félaga hófet á laugar-
dagskvöldið. Þeir óku frá Akureyri
rétt fyrir kvöldmat að bænum Halld-
órsstöðum í Bárðardal. Þaðan óku
þeir á vélsleðunum upp á Vallafjall.
Það var stafalogn, glampandi sólskin
og færið eins og best verður á kosið.
„Það var mikill hiti og Villi hafði
þá einmitt orð á því hvort ekki væri
rétt að binda hjálmana aftan á sleð-
ana. Ég svaraði að það skyldum við
ekki gera, það myndi eflaust kólna
með kvöldinu. Það varð því úr að við
höfðum hjálmana á okkur, sem betur
fer, því hjálmurinn hefúr örugglega
bjargað lífi hans,“ sagði Kristján
Grant.
Þeir félagar héldu áfram ferð sinni.
Þeir óku á vélsleðunum inn á Sprengi-
sandsslóð og tóku stefhuna á Gæsa-
vatnaskálann sem er norðan við
Vatnajökul. Þegar þeir komu að
Skjálfandafljóti urðu þeir að nema
staðar vegna þess að áin var opin, þar
var engin snjóbrú.
„Við ókum aílir suður með ánni en
Villi og Oddur fóru meira til suðurs
og hurfú mér sjónum. Við feðgamir
komumst yfir ána á snjóbrú og eftir
það stöðvuðum við sleðana austan
árinnar. Ég sagði við Karl son minn:
Hvað hefúr orðið af Villa og Oddi, ég
sé þá hvergi? Karl skrapp þá niður
að ánni og gáði að þeim. Hann kom
aftur eftir eina mínútu og sagði: Það
hefur orðið stórslys!“ sagði Kristján
Grant.
Þeir þremenningamir, Kristján,
Karl og Oddur, skoðuðu daginn eftir
aðstæður þar sem Vilhelm hafði farið
fram af og þá kom í ljós að gljúfúr-
brúnin sást ekki fyrr en um 8 metrum
áður en komið var að henni. Það er
einnig nákvæmlega sú vegalengd sem
bremsuför em eftir sleða Vilhelms. En
sjálft þverhnípt gljúfrið sést ekki fyrr
en við gljúfurbrún.
stendur straum af
kosnlngabaráttunni
Sjálfstæðtsmenn, grelðum heimsenda gíróseðla.
Skrifstqfa happdrættlsins í Valhöll er opin alla daga
kl. 09.00 — 22.00. Aðetns dreglð úr seldum míðum.
DREGIÐ 27 MAÍ 1986 i
Glæsilegir vinningar að verðmæti kr. 1.749.780,-
3 fólksbifreiðir:
Nissan Cherry GL 5 dyra, Corolla 1300 5 dyra
og Suzuki Swift 5 dyra.
14 glæsilegir ferðavinningar
SJÁLFSTÆÐISMENN STÖNDUM SAMAN UM D-LISTANN