Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Síða 5
DV. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986.
5
Stjórnmál Stjórnmál
Össur Skarphéðinsson dreifir málgagninu meðal starfsmanna Hitaveitunnar.
DV-mynd GVA.
„Félagi Davíð með
skærin á lofti“
vinnustaðarfundur með Össuri og Guðna
„Kosningabaráttan hingað til hefur
einkennst af því að Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur ekki komið með neina
málefhalega umræðu. Mogginn hefur
þvert á móti verið fullur af 'myndum
af félaga Davíð með skærin á lofti að
klippa borða. Davið hér og Davíð þar
en málefnin eru engin,“ sagði Össur
Skarphéðinsson m.a. í inngangsorðum
sínum á vinnustaðarfundi sem hann
og Guðni A. Jóhannsson, einnig fram-
bjóðandi Alþýðubandalagsins, efridu
til hjá Hitaveitunni.
Össur gerði siðan að umræðuefni að
sjálfstæðismenn hefðu neitað að taka
þátt í stjómmálafundi DV.......allir
aðrir flokkar eru með en einn flokkur
er í fýlu. Davíð var örugglega með í
ráðum í þeirri ákvörðun ...“
Össur sagði að það væri enginn
munur á Sjálfetæðisflokknum í borg-
arstjóm og Sjálfetæðisflokknum í
ríkisstjóm. Á báðum stöðum hefði
flokkurinn stuðlað að launalækkun-
um. Hann tók tvö dæmi. Annars vegar
farmiða SVR, sem hefðu hækkað sex-
falt á kjörtímabilinu, og hins vegar
aðgöngumiða að sundlaugunum, sem
einnig hefðu hækkað sexfalt á sama
tíma, og spurði svo: „Hefur kaup ykk-
ar sexfaldast á kjörtímabilinu?"
Annað sem Össur gerði að umræðu-
efni var málefni aldraðra í borginni
en þar væri ferill núverandi meirihluta
ekki glæsilegur. Á kjörtímabilinu
hefðu biðlistar aldraðra efitir húsnæði
tvöfaldast, 1300 væru á biðlista nú og
af þeim ríkti neyðarástand hjá 3-500
manns.
„Þetta er smánarblettur á Reykja-
víkurborg og við alþýðubandalags-
menn ætlum okkur að breyta þessu,“
sagði Össur.
Annað atriði sem Össur gerði m.a.
að umræðuefhi var landakaupin við
Ölfusvatn en þau kallaði hann dæmi
um slappa fjármálastjóm borgarinnar.
Guðni A. Jóhannesson ræddi á eftir
Össuri um húsnæðismál í borginni og
málefhi Hitaveitunnar. Hann sagði
húsnæðismálin nú komin í ógöngur
vegna mistaka í skipulagsmálum, en
hvað málefni Hitaveitunnar varðaði
gerði hann að umræðuefni Nesjavafla-
virkjun og taldi hana ótimabæra
framkvæmd þar sem ekki væri til
markaður fyrir alla þá orku er hún
mundi framleiða og vildu alþýðu-
bandalagsmenn fresta henni en kaupa
í staðinn orkuna sem þyrfti frá Lands-
virkjun.
Þegar starfefólki Hitaveitunnai
gafst tækifæri til að spyija frambjóð-
enduma stóð Jóhannes Zoega hita-
veitustjóri upp og hélt það sem kalk
mætti þriðju framboðsræðuna á fund-
inum. Þar reifaði hann sín sjónarmic
í málefnum Hitaveitunnar og sagði ac
á þeim 30 árum sem hann hefði unnic
að málefhum hennar hefði Alþýðu-
bandalagið ávallt verið á móti öllun
framkvæmdum.
„Ég man ekki eftir neinu skrefi f
þessu tímabili án baráttu og nöldun
Alþýðubandalagsins. gegn því,“ sagð
hann m.a.
Lítið var spurt eftir orð Jóhannesa
en frambjóðendunum boðið í mat þa
sem einstakir starfsmenn ræddu vii
þá almennt um ýmis mál. -FR
Fréttir
Fréttir
TVeir menn í gæsluvarðhald:
Versluðu með falska
100 dollara seðla
Tveir menn hafa verið útskurðaðir
í gæsluvarðhald vegna mikils magns
af fölskum 100 dollara seðlum sem
gengið hafa kaupum og sölum hér á
landi að undanfömu. Upp komst um
fölsku seðlana þegar verslunareigandi
kom með seðil í banka til að skipta.
Seðillinn var þykkari heldur en gjald-
kerinn átti að venjast.
Við rannsókn kom í ljós að fleiri
þannig seðlum hafði verið skipt í
bönkum. Talsvert magn af fölskum
seðlum, sem komu erlendis frá, var í
umferð og er upphæðin talin skipta
þúsundum dollara. Hver seðill er að
verðgildi um kr. 4.100, þannig að
mennimir hafa komist yfir tugi þús-
unda íslenskra króna með því að setja
fölsku seðlana í umferð.
Þeir skiptu seðlunum í verslunum
og bönkum auk þess sem þeir seldu
einstaklingum seðla. Fljótlega bárust
böndin að mönnunum tveimur, sem
hafa nú verið úrskurðaðir í gæslu-
varðhald til 28. maí.
-sos
Opið
Föstudag 9-20
Laugardag 10-16
i i
ELECTR0LUX ■ HRÆRIVEL
Frystikista TL 15OO99.700,- Oster 960-21
áður 37125 áður 16.560,-
Frystiskáp TF 750 99.990,- Electrolux N15
áður 56.569,- áður 12.097,-
Frystiskáp TF 965 39.990,-
áður 46.179,-
J___I
VIDE0
Örbylcjfuoln j ,( Jy 1 X400.
LITASJÓNVÖRP
VHS-Video a.ff;35.900,- 14” Litasjónvarp 25.900,-
im-ft limer
mrft Ijarslýringu *
VHS-Video «».4! nu*ft fjarslýrmgu ' .... 2.900,- i 20” Litasjónvarp ,lgr. 31.900,- með Qnrslýringii J
- FERÐATÆKI VIDEOSPÓLUR
__ i
Stereokassettuútvarp kr. 4.900,- VHS-Spóla E 180 kr.
Klukkuútvarp kr. 1.886,-
3 limar