Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Síða 10
10
DV. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986.
Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál
DV spyr
á Akureyri:
Hverju viltu spá um úrslit
bæjarstjórnarkosninganna á
Akureyri?
Einar Björnsson: Framsókn fær 3
eins og síðast og það sama er að segja
um Sjálfstæðsflokkinn, hann fær 4
aftur. Nú, G og A fá fúlltrúa Kvenna-
framboðsins. Þá hef ég ekki trú á að
Flokkur mannsins fái mikið.
jC
Jónas Skagfjörð: Alþýðubandalagið,
G-listinn, vinnur mjög á og bætir við
sig tveimur ef ekki þremur mönnum.
Menn spá því jafnvel að hann leggi
bæinn undir sig. Þá reikna ég með
að D-listinn tapi einum manni og
Framsókn og Alþýðuflokkur standi
í stað.
Sigríður Traustadóttir: Ég spái G-
listanum, Alþýðubandalaginu,
auknufylgi. Hann gæti fengið 3
menn. Ég ímynda mér að hann taki
af Framsókn og fái megnið af fylgi
Kvennaframboðsins. Þá tel ég mjög
tæpt á því að D-listi haldi sinum
fjórða manni.
Óðinn Geirsson: Ég vona að D-listinn
auki við sig. Ég spái því að Framsókn
missi einn mann og hann fari til sjálf-
stæðismanna. Þá held ég að G og A
hirði sinn manninn hvor frá Kvenna-
framboðinu sem ekki býður nú fram.
Bjarni Bjarnason: Ég segi að sjálf-
stæðismenn, D-listinn, fái hreinan
meirihluta og nái 6 mönnum inn.
Þeir hirða allt fylgi Kvennafram-
boðsins, enda er fólk orðið þreytt á
þessu vinstra rugli og atvinnuleysi
hér.
Katrín Steinsdóttir: D-listinn fær 6
menn og hreinan meirihluta. Ég held
nefnilega að Akureyringar taki sömu
stefnu og Reykvíkingar, þessa tvo
viðbótarmenn fær D frá Framsókn
og Kvennaframboðinu. Hinn maður
Kvennaframboðsins fer til G.
Akureyri er Akureyri
Ferðamönnum finnst það alltaf sér-
stök tilfinning að koma til Akureyrar.
Bærinn hefur ákveðinn ævintýrablæ
yfir sér, hann er fallegur, nánast allar
götur eru malbikaðar, kirkjuna þekkja
allir og þá ekki síður kirkjutröppum-
ar, þessar sem allar telja þrepin í. Þá
má ekki gleyma Sjallanum. Það kemur
enginn til Akureyrar án þess að fara
í Sjallann. Enda er það svo að skreppi
sunnanmaður um helgi til Akureyrar
er hann ævinlega spurður um það
hvernig hafi verið í Sjallanum þegar
hann kemur til baka.
Ibúar á Akureyri eru nú tæp 14.000
og um 9.500 eru á kjörskrá. Bærinn
er tvímælalaust höfuðstaður Norður-
lands. Það hljómar kannski undarlega
en helmingur Akureyringa hefúr flust
til bæjarins á síðustu 10-15 árum. A
hverju ári flytja um 500 í bæinn og
um 500 í burtu.
Akureyri hafði danskt yfirbragð
fram að seinni heimsstyrjöld, enda
bjuggu í bænum lengi vel danskir
kaupmenn og iðnaðarmenn. Það er
sérstaklega Innbærinn Á Akureyri
sem er „danskur", það er leiðin frá
flugvellinum inn í miðbæinn.
Atvinnulífið á Akureyri er nokkuð
fjölbreytt, miðað við aðra bæi úti á
landsbyggðinni. Iðnaður hefúr ætíð
verið nokkuð traustur, fyrirtækin í
sjávarútveginum eru sterk og úr-
vinnsla landbúnaðarafurða er í blóma.
Sambandsverksmiðjumar eru stærsti
vinnustaður landsins og KEA stærsta
kaupfélag landsins.
í komandi kosningabaráttu ber at-
vinnulífið mest á góma. Mörgum
finnst það hafa verið í ládeyðu síðustu
ár og Akureyringar sjálfir tala um að
Akureyri sé orðin láglaunasvæði. Þá
er það líka spuming hvert atkvæði
Kvennaframboðsins fara þar sem kon-
umar ætla ekki að bjóða fram sér
þann 31. maí. -JGH
Það er alltaf sérstök tilfinning að koma til Akureyrar.
ingin þar er hvert atkvæði Kvennaframboðsins fara.
komandi kosningabaráttu ber atvinnulífið þar hæst og spum-
Gunnar Ragnars, efsti maður D-listans á Akureyri.
D-listinn:
Bærinn þarf nýja
og sterka foiystu
„Við sjálfstæðismenn leggjum á það
áherslu að rífa atvinnumálin í bænum
upp úr þeirri stöðnun sem þau óneit-
anlega em í. Akureyringar þurfa nýja
forystu - ný viðhorf í bæjarmálum.
Það þarf að hverfa frá þeim viðhorfum
sem verið hafa við lýði síðastliðin 12
ár undir forystu Framsóknarflokksins.
Og með núverandi meirihluta hefur
bærinn í reynd verið foiystulaus vegna
ósamstöðu og ósamkomulags," sagði
Gunnar Ragnars, efsti maður D-list-
ans, lista Sjálfstæðisflokksins á-
Akureyri.
„Við leggjum á það megináherslu
að hér á Akureyri og við Eýafjörð
verði enn sterkari byggðarkjami og
að hér verði aðalmótvægið við þétt-
býlið í Reykjavík. Það gerum við með
því að bæta atvinnulífið.
Gera þarf átak í orkumálum og við
viljum hefja nýja sókn í sjávarútvegi.
Tvö skip bætast við flota Akureyringa
í haust og við ætlum að freista þess
að nýr togari komi til ÚA í stað Sól-
baks. Þá er brýnt að ráðast í byggingu
fiskihafnar en það skapar sterkar líkur
á að hingað laðist fyrirtæki í sjávarút-
vegi. Efla þarf Akureyri sem ferða-
mannabæ og þá viljum við að
landbúnaður í Eyjafirði njóti forgangs
vegna sérstakra landgæða.
Við munum taka á málum hitaveit-
unnar. Stefna okkar þar er skýr: Við
stefnum að þvi að hitaveitukostnaður
verði lægri í lok kjörtímabilsins en í
upphafi þess.
I skólamálum þarf að hraða upp-
byggingu Verkmenntaskólans; hann
hefur gífurlega þýðingu fyrir atvinnu-
lífið. Við fögnum kennslu á háskóla-
stigi í bænum og munum vinna enn
frekar að því að festa hana í sessi,“
sagði Gunnar Ragnars, efsti maður
D-listans.
-JGH
A-listinn:
Leggjum fram harða
atvinnumálastefnu
„Umfram allt viljum við alþýðu-
flokksmenn að hafin verði kröftug
framkvæmdastefna á vegum Akur-
eyrarbæjar. Við lítum svo á að menn
séu í bæjarstjóm til að framkvæma
hlutina - en ekki bara að segjast ætla
að framkvæma þá, eins og svo.áber-
andi hefur verið hjá meirihlutanum,
Framsókn, Alþýðubandalagi og
Kvennafrámboðinu, allt síðasta kjör-
tímabil. Akureyrarbær hefur verið í
lægð og meirihlutinn gerði ekki það
sem hann gat til að bæta ástandið,"
sagði Freyr Ófeigsson, efsti maður
A-listans, lista Alþýðuflokksins á Ak-
ureyri.
„Við alþýðuflokksmenn setjum fram
mjög harða atvinnumálastefnu fyrir
þessar kosningar og í henni felst að
við erum fyrirfram ekki á móti neinum
atvinnufn^guleikum, þar á meðal stór-
iðju. Við viljum styðja eftir mætti við
bakið á þeim fyrirtækjum sem fyrir
eru í bænum, samhliða því að stuðla
að stofnun nýrra, með beinni þátttöku
bæjarins ef þurfa þykir.
Ennfremur horfum við björtum aug-
um á Akureyri sem verslunar- og
ferðamannabæ og lítum svo á að bæj-
arstjómin eigi að gera sitt til að stuðla
að því.
Va.'ðandi skipulagsmálin viljum við
að framkvæmd skipulagsins á mið-
bænum verði haldið áfram en núver-
andi meirihluti stöðvaði framkvæmdir
á því. Skipuleggja þarf Oddeyrina og
hefja framkvæmdir. Þá viljum við
ljúka endurskoðun aðalskipulags þar
sem gert yrði ráð fyrir byggð á Suður-
brekkunni.
í félagsmálum er brýnt að halda
áfram að efla heimilisþjónustuna og
uppbyggingu aðstöðu fyrir aldraða.
Við viljum að bærinn komi myndar-
lega inn í byggingu íbúða sem félag
aldraðra hyggst reisa á Brekkunni,"
sagði Freyr Ófeigsson, efsti maður
A-listans á Akureyri. -JGH
Freyr Ófeigsson, efsti maður A-listans á Akureyri.