Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Page 11
DV. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986.
11
Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál
B-listinn:
Akureyri áfram höfuðstaður Norðurlands
„Við framsóknarmenn leggjum
áherslu á að Akureyri gegni áfram
hlutverki sínu sem höfuðstaður Norð-
urlands. Fjölbreytni í atvinnu, menn-
ingu og menntamálum er meginfor-
senda þess að við þetta hlutverk sé
staðiðsagði Sigurður Jóhannesson,
efsti maður B-listans, lista Framsókn-
arflokksins á Akureyri.
„Við munum bæta aðstöðu atvinnu-
fyrirtækja í bænum, styðja og styrkja
uppbyggingu nýrra atvinnugreina og
stuðla að nýtingu allra möguleika til
fjölgunar atvinnutækifæra á Eyja-
fjarðarsvæðinu.
Að þessu höfum við verið að vinna
Sigriður Stefánsdóttir, efsti maður G-listans á Akureyri. DV-mynd JGH
á undanfömum kjörtímabilum með
góðum árangri og munum halda því
áfram af fullri einurð eins og hingað
til þrátt fyrir það áfall sem hér varð í
atvinnumálum byggingariðnaðarins
sem orsakaðist af efnahagslegum að-
stæðum í þjóðfélaginu.
Minnihlutaflokkarnir, Sjálfstæðis-
flokkur og Alþýðuflokkur, hafa engin
sérstök ráð átt í þessum málum og
hafa fylgt okkar tillögum í einu og
öllu.
I menntunarmálum her hæst áfram-
haldandi uppbygging Verkmennta-
skólans og við munum stuðla að því
að væntanleg háskólakennsla fái hér
góða aðstöðu.
Við höfum lagt fram mikið fjármagn
til grunnskólabygginga umfram laga-
skyldu og munum sjá um að nægilegt
skólahúsnæði verði ætið fyrir hendi
vegna grunnskólans.
Það er stöðug þörf fyrir aukningu
félagslegrar þjónustu og munu málefni
aldraðra verða mjög til umfjöllunar á
komandi kjörtímabili.
í stuttu máli: Við framsóknarmenn
munum stuðla áfram að því að Akur-
eyri sé bær þar sem gott er að búa,
gott að starfa og gott að eldast," sagði
Sigurður Jóhannesson, efsti maður
B-listans á Akureyri. -JGH
Sigurður Jóhannesson, efsti maður B-listans, lista Framsóknarflokksins á Akur-
eyri. DV-mynd JGH
Flokkur mannsins:
Lágmarkslaun verði 30 þús.
G-listi:
Félagsleg sjónarmið
ráði á öllum sviðum
„Okkar stefriuskrá er ekki bara
krafa um einstakar framkvæmdir
heldur leggjum við fram okkar grund-
vallarstefnu um að félagsleg sjónarmið
ráði á öllum sviðum, hvort sem er í
atvinnumálum, málefnum aldraðra,
skólamálum eða húsnæðismálum,“
sagði Sigríður Stefánsdóttir, efsti mað-
ur G-listans, lista Alþýðubandalagsins
á Akureyri.
„Við hjá Alþýðubandalaginu á Ak-
ureyri höfum þó sett ýmsa hluti í
forgang. í skólamálum hlýtur það að
vera lágmarkskrafa að öll böm geti
sótt skóla í sínu hverfi; þess vegna
viljum við að Síðuskóli hafi forgang
áfram og verði kláraður.
f dagvistunarmálum þarf að gera
stórátak. Við viljum til að mynda að
Hamarkot verði næsta dagvist. Búið
er að hanna hana og nú þarf að hefja
framkvæmdir.
Þriðja málið, sem við alþýðubanda-
lagsmenn leggjum áherslu á, em
málefhi aldraðra. Við teljum að það
Þau eni í framboði
A-listi Alþýðuflokksins
Freyr Ófeigsson
Gísli Bragi Hjartarson
Áslaug Einarsdóttir
Helga Ámadóttir
Pétur Torfason
Þórey Eyþórsdóttir
Bjami Asmundsson
Herdís Ingvadóttir
Gunnar Gunnarsson
Jóhann G. Möller
Gunnhildur Wæhle
Franz Árnason
Gunnar Egilson
Hrefna Bragadóttir
Kristján Halldórsson
Þorsteinn Þorsteinsson
Jón Smári Friðriksson
Jómnn G. Sæmundsdóttir
Ingólfur Ámason
Jón Helgason
Rósa M. Sigurðardóttir
Steindór Steindórsson
B-listi Framsóknarflokksins
Sigurður Jóhannesson
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
Ásgeir Amgrímsson
varði sæmd hvers bæjar hvemig að
þeim er staðið. Fjöldamörg verkefni
eru framundan. Við viljum að aldraðir
geti búið við öryggi og valið sjálfir
hvar og hvemig þeir búa.
í ítarlegri stefhuskrá okkar er ekki
hvað síst minnst á atvinnumálin. Við
lítum svo á að bærinn beri ótvíræða
ábyrgð á atvinnumálunum og viljum
að hann taki beinan þátt i þeim, auk
þess að styrkja og styðja starfandi fyr-
irtæki.
Við alþýðubandalagsmenn teljum að
kosningamar snúist um stjórnmála-
stefnu og hvaða sjónarmið eigi að ráða
hér á næsta kjörtímabili. Það er
hættulegt fyrir Akureyri ef ríkis-
stjómarstefnan, kjararán og niður-
skurður félagslegra framkvæmda,
verður einnig ráðandi hér i bænum.
Stuðningur við Alþýðubandalagið er
gegn slíkri stefnu, hann er öflug krafa
um félagshyggju,“ sagði Sigríður Stef-
ánsdóttir, efsti maður G-listans.
-JGH
Kolbrún Þormóðsdóttir
Þórarinn E. Sveinsson
Unnur Pétursdóttir
Sigfús Karlsson
Ársæll Magnússon
Ólafur Sigmundsson
Þóra Hjaltadóttir
Jónas Karlesson
Jóhannes Sigvaldason
Áslaug Magnúsdóttir
Hallgrímur Skaptason
Snjólaug Aðalsteinsdóttir
Magnús Orri Haraldsson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Sólveig Gunnarsdóttir
Jón Sigurðsson
Gísli Konráðsson
Stefán Reykjalín
Valur Amþórsson
D-listi Sjálfstæðisflokksins
Gunnar Ragnars
Sigurður J. Sigurðsson
Bergljót Rafnar
Björn Jósef Amviðarson
Tómas Gunnarsson
Guðfmna Thorlacius
Jón Kr. Sólnes
Eiríkur Sveinsson
Björg Þórðardóttir
„Flokkur mannsins leggur fyrst og
fremst áherslu á launamál; að lág-
markslaun verði hækkuð í 30 þúsund
krónur og að fólk geti lifað af 40
stunda vinnuviku. Það er mannrétt-
indamál. Ef við náum áhrifum munum
við hækka laun bæjarstarfsmanna
Akureyrarbæjar þannig að lágmarks-
launin verði 30 þúsund. Eins munum
við koma því til leiðar að þau fyrir-
tæki, sem borga starfsfólki sínu þessi
lágmarkslaun, hafi forgang um við-
skipti við bæinn,“ sagði Melkorka
Edda Freysteinsdóttir, efsti maður
M-listans, lista Flokks mannsins á
Akureyri.
„Þá leggjum við ekki síður áherslu
á atvinnumálin en þau em jú tengd
launamálunum. Staðan nú á Akureyri
er þannig að fólk flýr Akureyri vegna
lágra launa og ládeyðu í atvinnulífinu
hér. Þessari þróun verður að snúa við.
Við leggjum til að atvinnumálanefhd
bæjarins geri könnun á framleiðni fyr-
irtækjanna í bænum með það í huga
að fundnar verði leiðir og kappkostað
að auka framleiðnina og hagræðing-
una í fyrirtækjunum.
Þá viljum við í Flokki mannsins inn-
leiða það að heimilisstörf verði metin
að verðleikum, að fólk eigi kost á að
vera heima með bömunum sínum,
hluta úr degi fyrst um sinn, og fái
greitt fyrir sem samsvarar kostnaði
bæjarins af dagvistunum fyrir bam.
Bárður Halldórsson
Þorbjörg Snorradóttir
Gunnlaugur Búi Sveinsson
Nanna Þórsdóttir
Júlíus Snorrason
Árni Stefánsson
Hólmgeir Valdemarsson
Sigríður Valdimarsdóttir
Davíð Stefánsson
Ingi Þór Jóhannsson
Sverrir Leósson
Margrét Kristinsdóttir
Jón G. Sólnes
G-listi Alþýðubandalagsins
Sigríður Stefánsdóttir
Heimir Ingimarsson
Sigrún Sveinbjörnsdóttir
Þröstur Ásmundsson
Yngvi Kjartansson
Guðlaug Hermannsdóttir
Kristín Hjálmarsdóttir
Páll Hlöðversson
Ingibjörg Jónasdóttir
ltögnvaldur Ólafsson
Hilmir Helgason'
Karen S. Kristjánsdóttir
Kristján Hannesson
Hugrún Sigmundsdóttir
Gunnar Halldórsson
Hrefna Helgadóttir
Melkorka Edda Freysteinsdóttir, efsti maður M-iistans, Flokks mannsins á
Akureyri. DV-mynd JGH
Ennfremur viljum við að skólamál,
umhverfismál og málefni aldraðra séu
í góðu horfi.
Jóhannes Jósepsson
Helga Frímannsdóttir
Torfi Sigtryggsson
Anna Hermannsdóttir
Hulda Jóhannesdóttir
Einar Kristjánsson
M-listi Flokks mannsins
Melkorka Freysteinsdóttir
Ragnheiður Sigurðardóttir
Ingimar Harðarson
Magnús Bragason
Jóhann Eiríksson
Þorbjörg Þorbjömsdóttir i
Ásdís Bragadóttir
Laufey Sigurpálsdóttir
Trausti Valdimarsson
Þómnn Óttarsdóttir
Herdís Maríanne Guðjónsdóttir |
Þorvaldur Þórisson
Inga Magnúsdóttir
Vala Valdimarsdóttir
Anna Guðnadóttir i
Sigurður Ólason
Kristín G. Helgadóttir
Hjördís Björk Þorsteinsdóttir
Anna Gunnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ama K. Heiðarsdóttir
Líney Kristinsdóttir
Að lokum þetta: Flokkur mannsins
sker sig frá hinum flokkunum að því
leyti að við viljum að manneskjan sjálf
sé í fyrirrúmi, við hugsum um vellíðan
fólksins. Við höfúm engin tengsl við
hagsmunaaðila í viðskiptalífinu sem
kippa í spotta og stýra í raun ferðinni
eins og við höfum dæmi um hjá liinum
flokkunum," sagði Melkorka Edda
Freysteinsdóttir hjá Flokki mannsins.
-JGH
Urslit
síðast
Urslit í kosningunum á Akureyri
vorið 1982 urðu þessi:
A 643 atkv. og 1 maður
B 1640 atkv. og 3 menn
D 2261 atkv. og 4 menn
G 855 atkv. og 1 maður
V 1136 atkv. og 2 menn
B, G og V (Kvennaframboð) mynduðu
meirihluta.