Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Page 13
DV. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986.
13
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Verðkönnun á hreinlætisvörum
#L
Mestur verðmunur á salemispappír
Hér birtist verðkönnun sem félags Reykjavíkur og ná-
gerð var á vegum Neytenda- grennis og aðildarfélaga ASÍ
wmxmsíA
-góð vöm gegn
verðhækkunuin
Alþýöusamband Islands, Bandalag slarfsmanna ríkis
1 \. og bæja og Neytendasamtökin beina þeim til
mælum til alls launafólks að það taki virkan þátt
í verðlagseftirliti. f meðf. töíiu eru upplýsingar
Verðlagsstofnunar um verð á nokkrum vörum
Þú getur gerst virkur þátttakandi í
verðgæslunni með því að skrá niður fy
verðið (par sem þú verslar.Fáir þú ekki(
fullnægjandi skýringu á því verði sem
þú þarftað greiða hringdu þá í kvörtun
arsínia Verðlagsstofnunar 91-25522
sendu kvörtun til Verðlagsstofnunar
Borgartúni 7, 105 Reykjavík eða ,
hafðu samband við þitt verkalýðs- /
og BSRB á hreinlætisvörum
og snyrtivörum. Könnunin
var gerð 15. maí sl. og náði
til 9 verslana í Breiðholti.
í þessari könnun var mesti
verðmunurinn milli verslana
á 2ja rúllu pakka af Serla
salemispappír. Hann var
ódýrastur á 32,90 krónur í
Víði, en dýrastur á 45,80 í
Kjöt og fiski. Munurinn er
39,2% Minnsti verðmunur
var á 10 stykkja pakkningum
af Stay-free dömubindum, að-
eins 2,9%. Hins vegar getur
verið mikill verðmunur á hin-
um ýmsu tegundum af
dömubindum eins og sést á
þessari könnun. í henni eru
tvær
pakkningum. Þar sem Camel-
ia bindin voru ódýrust kost-
uðu þau 37,90 krónur en
Stay-free bindin kostuðu 63,60
kr. þar sem þau voru dýrust.
Þama munar 25,70 krónum
eða 67,8%
Það er því greinilegt að
neytendur geta sparað sér þó
nokkrar krónur með því að
gefa sér örlítinn tíma og gera
sína eigin verðkönnun, áður
en þeir kaupa hreinlætis- og
snyrtivörur til heimilisins -
og hver hefur nokkuð á móti
slíkum spamaði?
Tölumar í gráu reitunum
sýna lægsta verðið en brotin
lína þýðir að varan hafi ekki
verið til.
KÖNNUN VERÐLAGSSTOFNUNAR VERÐG429A hvor tvegga í 10 stykkja
Vörutegundir Algengt verö á höfuðborgar- svæðinu Nafn á búð: Ásgeir Nafn á búö: Breiðh.kjör Nafn á búð: Hólagarður Nafn á búð: Iðufell Nafn á búð: K j öt & f ískur Nafn á búð: KROll Nafn á búð: Straumnes Nafn á búð: Valgarður Nafn á búð: V í ð ir Munur hæ: lægsta vi kr: sta og erós %:
Nivea krem 5 6 K dós 55 —59 kr. 55,25 59,50 58,90 57,20 59,50 • 59,50 58,90. - - 54,40 5,10 9,4
Colgate íluor tannkrem 75 ml 63-69 kr. 68 .'40 68.10 69,80 _ _ 68.95 65,75 67,90 71,95 61,80 10,15 16.4
Signal tannkrem 50 ml 44-48 kr. 44,00 47,80 47,50 - - 46,20 43,70 46,90 - - 42,50 5,30 12,5
Revlon Flei sjampo 200 ml 88 - 93 kr • 93,00 81,20 89,80 94,20 96,50 91,40 87,50 - - 88,00 15,30 18,8
Sunsilk sjampo 130 ml 50-64 kr. 58,30 - - 53,90 - " - - 50,90 - - 7,4C 14,5
Man flösusjampó 0,2 51 66-77 kr. - - 74,70 73,90 75,40 77,30 73,60 74,70 74,80 63,60 8', 70 12,7
Kopral sápusjampó 300 ml 58-62 kr. . _ 62,00 _ _ _ _ 64,20 60.8C _ _ 62.00 - - 3.40 5.6
l.ux handsápa 8 5r' 17 kr. 17,50 17,50 16,90 17,80 18,25 17,50 16,90 17,55 16,20 2,05 12,6
Cillette rakkrem 100 túpa 151-161 kr. 132,70 154,50 137,80 165,30 160,60 166,25 ' 153,00 , - - 156,do- 33
Gillette Contour rakvél 206-219 kr. 183,00 203,00 224,70 224,40 209,90 914,on 994 ,«no 19 á 3 f•— 4.1-,,.7-u 22,8
Ciilette Contour rakblöð 5 stk. 175-190 kr. 164,65 177,00 189,80 196,20 185,30 191,00 . 1,85’ 00 - - 179,90 31,55 19,2
Jordan tannbursti mjúkur venjul. 67- 77 kr. - - 69,80 73,90 - - 67.00 73.30 óö . 2 j c .90 10.3
Stay-free dömubindi lOstk. 63 kr. 63,00 63,30 61,80 - - - - 62,40 62,90 - - 6 3, •10 1,86 2,9
Camelia 2000 dömubindi lOslk. 45-49 kr. 44,10 _ _ 37,90 - - 47,60 47,70 47,90 - - 49,20 11.30 29,8
Papco satemispappir 2 rúllur i pk. 33-35 kr. 33,10 34,70 3Í,9Ó - - - 33,60 37,10 36,90 37,65 33,80 4,75 14,4
Serta salemispappir 2 rullur i pk. 38 kr. - - 37,80 39,80 45,80 39,85 38,30 44,10 32,90 12,90 33,2
kleenex pappirsþ. 100 slk. í pk. HOkr. _ _ 116,50 _ _ _ _ 104.40 119.00 116.65 107.60 14.60 14.0
Cotus pappirsþ. 100 stk. í pk. 95 kr. 98,35 - - - - 9V8Ö - - 96,85 - - 99,80 4,00 4,2
Pampers pappirsbl. 9-18 kg 30 stk. 534-577 kr. 445,00 517,00 549,80 534,60 547,60 '529,65 - - 520,65 529,00 104,80 23,5
Ceratophyllus gallinae
enginn aufúsugestur
„Fuglinn er nú þegar búinn að verpa
og ekki hægt að flæma hann af hreiðri
því hann er alfriðaður. Er ekki um
annað að gera en að bíða þangað hann
er búinn að unga út og koma ungunum
í burtu. Þá er ráðlegt að tala við mein-
dýraeyði og láta eitra og um að gera
að hreinsa vel eftir fuglinn," sagði
Erling Ólafsson dýrafræðingur í sam-
tali við DV.
Umræðuefnið var starri, eða öllu
heldur ceratophyllus gallinae sem
heitir starrafló á íslensku. Lesendur
hafa hringt og spurt hvemig þeir eigi
að bregðast við þegar þeir verða varir
við hreiðurgerð starra í húsum sínum
og em hræddir við að fá flóna í hús
sín. Enda ekki neinn aufúsugestur.
„Flóin ætti að heita hænsnafló því
hún er fyrst á hænsnum og dúfnarækt-
endur kannast einnig við hana því hún
sækir á dúfur og raunar á margar
aðrar fuglategundir. En á meðan
starrinn er í hreiðrinu á flóin ekki að
vera neitt vandamál. Hún getur orðið
það síðar.
Flóin verpir eggjum sínum í drit og
annan skít í hreiðrinu, lirfúmar alast
þar upp. Þær púpa sig og klekjast út
nýjar flær næsta vor. Ef starrinn kem-
ur ekki í hreiðrið sitt næsta vor verða
flæmar að miklu vandamáli því þá
leita þær inn í hús og á menn.
Það er því mikilsvert að þegar búið
er að fjarlaegja hreiðrið sé hreinsað
vel á eftir og fenginn mcindýraeyðir
til þess að eitra,“ sagði Erling.
Við vitum þess dæmi að eitt vorið
lifnaði starrafló í gömlu fugladriti uppi
í húsrjáfri. Starrinn hafði yfirgefið
hreiðrið og flóin leitaði inn i húsið.
Fenginn var meindýraeyðir sem
hreinsaði húsið af flónni. Hún var svo
kræf að hún var komin í húsgögnin
og meira að segja upp í hjónarúmið!
-A.Bj.
Meindýraeyðirinn sprautaði uppi undir þaki, eins og sjá má var þetta snemma
vors því það er slydda.
Það þurfti að snúa öllu við á heimilinu.
Flóin var komin alla leið í hjónarúmið!