Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Side 14
14
DV. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKU R H F. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Samningarnir óhaggaðir
Efnahagslegar forsendur kjarasamninganna standa
óhaggaðar, þótt verðbólga hafí. í síðasta mánuði verið
lítið eitt meiri en við var búizt og kaup hækki aðeins
umfram áætlun. Það var rétt hjá atvinnurekendum að
samþykkja viðbótarkauphækkun upp á hálft prósent til
að halda friðinn. Þrír mánuðir eru frá því, að samning-
arnir voru gerðir. Reynslan er góð til þessa. Fjölmargir
spyrja, hvort samningarnir fái staðizt út árið og hvort
ekki hefjist á ný verðbólgualda að þeim loknum. Vonir
eru góðar enn, þótt margt geti gerzt, sem spilli þessum
árangri.
Laun munu hækka um ríflega þrjú prósent um næstu
mánaðamót, í stað tveggja og hálfs prósents, sem samn-
ingamenn gerðu ráð fyrir. Ástæðan er, að verðbólgan
hefur hækkað um rúm þrjú prósent frá fyrsta janúar
til fyrsta maí. Launanefnd Alþýðusambands og Vinnu-
veitendasambands reiknar nú með, að verðbólgan verði
í ár 8-8,5 prósent í stað 7-7,5 prósenta, sem búizt var
við. Fyrsta spurningin, sem vaknar, er hvort þessi aftur-
kippur þýði, að við komumst að nýju í vítahring
verðbólgu, mikilla kauphækkana og gengisfellingar.
Svarið er enn sem komið er nei. Fyrstu mánuðir eftir
samninga voru hagstæðir. Nú kemur einn mánuður með
verri útkomu. Hvers vegna?
Svarið felst í því, að fa.ll bandarísks dollars á al-
þjóðamarkaði hefur dregið krónuna niður, svo að hún
lækkar gagnvart helztu myntum. Þessu fylgir verð-
hækkun, sem einkum hefur sést í fatakaupum. Sumar-
tízkan tekur við. Gengisfall dollars hefur valdið
tekjutapi hjá fiskvinnslu, en á móti kemur lægra olíu-
verð. I slíku felst einmitt meginhættan fyrir samning-
ana. Versni hagur fiskvinnslu- töluvert, þegar á árið
líður, verður ekki komizt hjá frekara gengissigi krón-
unnar með þeim verðhækkunum, sem því fylgja.
Samningamenn í Garðastræti tóku að sér að knýja ríkis-
stjórnina til að festa gengið. Slíkt er auðvitað ekki
hægt til frambúðar nema ýmislegt annað breytist, svo
sem að ákvörðun fiskverðs verði frjáls.
Verðbólga hefur ekki verið mikil, þótt nú hafi aðeins
orðið að hopa gagnvart henni. Matvöruverð hefur að
meðaltali sáralítið hækkað. Þetta hefur aukið verðskyn
neytenda, sem loks nú hafa getað gert sér einhverja
raunhæfa hugmynd um, hvað matvælin kosta. Áður
voru hækkanir svo miklar, að verðskynið var eyðilagt.
Nú geta neytendur borið saman verðlag í einstökum
búðum með nokkru viti. í því felst hið eina raunhæfa
verðlagseftirlit, verðlagseftirlit neytandans sjálfs, sem
knýr kaupmenn til að halda verðlagi niðri vegna sam-
keppni við aðra kaupmenn. Þarna sést strax mikilvægur
árangur síðustu kjarasamninga.
Þáttur ríkisvaldsins verður hinn mikilvægasti og
ræður mestu um framhaldið. Ríkisstjórnin hefur allt
að vinna í því, að samningarnir standist og efnahagur
þjóðarinnar þróist eins og ráð var gert fyrir í Garða-
stræti. Þetta er mjög mikilvægt, að ráðherrar hafa sjálfir
persónulega hag af því að láta samningana standast.
Athyglisvert verður að fylgjast með, hvort ríkissjóður
verur rekinn með miklum halla og hvernig hallanum
verður mætt. Halli á ríkissjóði getur sett verðbólguna
á rás. Ekki má auka erlend lán og láta okkur enn einu
sinni lifa stórlega um efni fram. Það mun, þegar fram
líður, kollvarpa forsendum samninganna.
Haukur Helgason.
Kjallarinn
„Rökin fyrir gámaflutningum eru ofur ein-
föld. Það fæst meira fyrir fiskinn á þann
hátt.“
í sjávarútvegi
Sviptingar
Einhvem tímann snemma á síð-
ustu öld skrifuðu sjómenn í Lofoten
í Norður-Noregi konungi sínum til
og fóm fram á að hin skelfilega rán-
yrkja með nýjum veiðarfærum, þ.e.
línu og þorskanetum, yrði stöðvuð.
Okkur finnst það hlægilegt nú að
kóngurinn skyldi verða við þessum
óskum og banna með tilskipun öll
afkastameiri veiðarfæri en handfæri.
Á íslandi hefur nú 2 öldum síðar
mtt sér til rúms ný fiskflutninga-
tækni. Háværar kröfur em nú uppi
um það að með einhverjum hætti
verði að hindra eða stöðva útflutn-
ing á ferskum fiski í gámum. Ekki
er langt síðan útvegsmenn töldu afar
óeðlilegt að ferskur fiskur skyldi
fluttur út með vöruflutningaskipum.
Veiðiskipin sjálf ættu að sjá um slíka
flutninga. Mótmæli útvegsmanna og
sjómanna em nú þögnuð fyrir
nokkm en aðrir hagsmunagæzlu-
menn sjá um andófið. Verkalýðs-
félög halda að fiskvinnslufólk missi
atvinnu, fiskverkendur telja sig tapa
hráefni. Aftur em stjómvöld ákölluð
eins og í Lofoten forðum og árangur-
inn verður sjálfsagt sá sami. Þessi
þróun verður ekki stöðvuð af stjóm-
völdum svo fremi sem hún er
hagkvæm og skynsamleg.
Rök með og móti
Rökin fyrir gámaflutningum em
ofúr einfóld. Það fæst meira fyrir
fiskinn á þann hátt. Þegar afli
hvers skips er takmarkaður, eins og
nú verður að gera, er reiknings-
dæmið auðvelt fyrir hvem útvegs-
mann. Fyrir stjómvöldin marg-
hrjáðu á dæmið líka að vera einfalt.
Heildaraflinn á íslandsmiðum er
líka takmarkaður og það hlýtur
að vera keppikefli að fá sem mest
fyrir þann afla með sem minnst-
um heildartilkostnaði, hvort sem
sá tilkostnaður verður til í landi
eða á sjó. Atvinnubótafiskvinna
getur ekki verið neitt markmið í
sjálfu sér.
En þama er einmitt komin ein
höfuðröksemdin gegn gámaflutning-
unum. Menn kalla það umhyggju
fyrir atvinnumöguleikum fiskverka-
fólks. Nú er það svo að enn vantar
víða fólk til fiskvinnu og nokkur
hundmð útlendingar munu vinna
slík störf hérlendis sem stendur. At-
vinnuleysi fiskverkafólks em því
ekki nothæf rök til að hindra fersk-
fisksölu heldur er hér um að ræða
gamalt og nýtt skipulagsleysi innan
sjávarútvegsgeirans.
Getgátur
Aðrír segja að okkar dýrmætasti
markaður, þ.e. freðfiskmarkaðurinn
í Bandaríkjunum, sé í hættu vegna
skorts á hráefni til fiystihúsanna.
Björn Dagbjartsson
alþingismaður
Sjálfstæðisflokks.
Þegar litið er á heildina er þetta
auðvitað firra. Sala á ferskum fiski
alls, þ.e. ísfisksala fiskiskipa að við-
bættum gámafiski, var litlu meiri á
sl. ári en oft hefur verið. Aukning á
freðfisksölu í Evrópu var meiri en
sem þvi nemur. Fiskvinnslufyrirtæki
hafa sjálf flutt út gámafisk í stórum
stfl.
Þá em þeir til sem vefengja að
raunvemlegur hagnaður sé af sölu
útflutts fisks í gámum. Talað hefur
verið um hin og þessi gjöld sem drag-
ast frá söluandvirðinu. Aðrir tala
um eitthvað sem þeir kalla „þjóð-
hagslega hagkvæmni". Enn fremur
dylgja sumir um alls konar svindl
og svínarí í kringum sölu á gáma-
fiski, auðvitað nafnlaust og órök-
stutt, eins og slíkur málflutningur
venjulega er.
Allt em þetta getgátur sem afsann-
ast best á stöðugri aukningu
gámaútflutningsins. Þetta er
ábatasamt þrátt fyrir aukagjöld.
Gjaldeyristekjur eru svipaðar og
tilkostnaður minni fyrir hvern
fisk úr sjó dreginn. Það verður því
erfiðara að trúa „svindlsögunum"
því fleiri sem taka þátt í þessari
verzlun.
Ýmsar aukaverkanir
Það fer ekki hjá því að átökin um
gámafiskinn hafa birzt í ýmsum
myndum og víðar en margir ætla.
Tillaga forstjóra Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna og samþykkt Fé-
lags Sambandsfiskframleiðenda að
fiskkvótum beri að úthluta til
vinnslustöðva en ekki útgerðar er
af þessum toga spunnin. Auðvitað
er það mögulegt og raunar aðeins
annað afbrigði kvótakerfis við fisk-
veiðar. Ég á þess ekki von að þessi
breyting fái hljómgmnn. Við völd-
um þá aðferð að skipta afla á
skip á fullkomlega lýðræðislegan
hátt og hún er að mörgu leyti
eðlilegri án þess að farið sé nánar
út í þá sálma. Spumingum eins og
þeirri hver eigi fiskinn í sjónum eða
hvort fiskverkendum sé betur treyst-
andi til að fara með þá auðlind fyrir
hönd þjóðarinnar en útvegsmönnum
og sjómönnum verður ekki svarað
hér.
Vandi fiskvinnslunnar stafar
að hluta til af því að hagsmunir
veiðanna virðast alltaf sitja fyrir
í sameignarfyrirtækjum útgerð-
ar og vinnslu Og svo væri rétt að
huga að því hvort fiskvinnslu-
stöðvar eru ekki of margar og
of dýrar rétt eins og fiskveiðiflot-
inn.
Uppboösmarkaðir
Þá kom talsmaður Síldarútvegs-
nefndar nýlega fram með þá
hugmynd að heimilt yrði að selja
ferska síld til erlendra móðurskipa í
haust. Tillagan er alls ekki fráleit
en afskaplega undarlegt að hún skuli
koma úr herbúðum S.Ú.N.
Rætt hefur verið um að koma á
fiskmörkuðum, eins konar uppboðs-
mörkuðum, a.m.k. á Reykjavíkur-
svæðinu. Með því móti væri
vinnslustöðvum a.m.k. gefinn kostur
á að keppa við gámafiskinn á jafh-
réttisgrundvelli. Þar með væri
ríkismat á ferskum fiski úr sögunni
enda eru kröfúr um afnám þess vax-
andi.
Loks vill Verkamannasambandið
láta kanna gámaútflutninginn. Ekki
er mér alveg ljóst hvað fyrir þeim
vakir en af blaðafregnum virðist þar
alls ekki vera um neina herör gegn
gámafiski að ræða.
Það mætti svo sem tína til fleira
úr þessari umræðu þó að hér verði
látið staðar numið. Það er ljóst að
töluverðar sviptingar standa yfir í
íslenzkum sjávarútvegi. Þróun í átt
til meiri hagkvæmni verður ekki
stöðvuð með boðum og bönnum.
Viðbrögðin verða að stjómast af
skynsemi og framsýni.
Bjöm Dagbjartsson.