Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Qupperneq 19
DV. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986.
31
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
p *
„ Eg er ekkert að
leggja árar í bát“
- segir Teitur Þórðarson. Loks vann Öster
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta-
manni DV í Sviþjóð.
„Það var gott að fá þessi stig,“ sagði
Teitur Þórðarson, þegar Öster vann
sinn fyrsta sigur í Allsvenskan á
keppnistímabilinu í gær. Sigraði þá
Kalmar FF á heimavelli sínum í Váx-
jö, 1-0. Við sigurinn komst Öster úr
næst neðsta sætinu í það áttunda.
Hefur fimm stig eftir sex umferðir. 12
lið í Allsvenskan.
„Nei, ég er ekkert að leggja árar í
bát en ég mun ekki leika með Öster
að minnsta kosti næstu þijár vikurn-
ar, svo þetta er talsvert langur stans
hjá mér vegna meiðslanna. Þetta hef-
ur ekki gengið vel hjá okkur á keppnis-
timabilinu og ástæðan til þess er að
nokkuð hefur verið um meiðsli auk
veikinda,“ sagði Teitur eftir að hafa
horft á félaga sína sigra. Eins og skýrt
hefur verið frá hér í DV slasaðist Teit-
ur þegar hann fór með nokkra fingur
í vélsög fyrir hálfum mánuði. Hann
heldur öllum fingrunum en vísifingur
fór í sundur. Fingurinn hefur verið
„negldur" saman. Teitur má ekki æfa
með félögum sínum hvað þá leika þvi
hann má ekki fá högg á fingurinn.
Heil umferð var í Allsvenskan í gær-
kvöldi. AIK sigraði Djurgárden, 3-2, í
innbyrðisviðureign Stokkhóbnslið-
anna. Sigurmark AIK var skorað á
síðustu sekúndum leiksins. Brage og
Örgryte gerðu jafntefli, 1-1, IFK
Gautaborg sigraði Halmstad og fékk
Eggert Guðmundsson á sig fiögur
mörk. Úrslit 4-0. Halmstad er með
fimm stig eins og Öster. Malmö FF
vann Hammarby 5-0 og Norrköping
vann Elfsborg 4-0. Tvö lið virðast í
sérflokki í Allsvenskan. IFK Gauta-
borg, sem er með 11 stig eftir 6
umferðir. Aðeins gert eitt jafntefli og
Malmö FF, sem er með níu stig. hsím
Amór skoraði tvívegis og
svo í loftið í landsleikina
- hefur enn ekki samið við Anderiecht
Frá Kristjáni Bernhurg, fréttamanni
DV í Belgíu. Ég horfði á Arnór Guðjo-
hnsen leika með Anderlecht í síðari
bikarleiknum við Waterschei í Brussel
í gærkvöldi. Anderlecht, beigisku
meistararnir, sigraði 6-1 og Amór lék
að mínu mati hreint frábærlega vel.
Skoraði tvö af mörkum liðsins á glæsi-
legan hátt og fór svo beint í loftið ef
svo má segja í Iandsleikina á Reykja-
víkurleikunum. Er kominn til Islands,
þegar þetta er lesið, og verður greini-
lega í góðu formi í leikjunum á
Laugardalsvelli.
Amór átti viðræður í gær við for-
ráðamenn Anderlecht um nýjan
samning en ekki tókust samningar.
Arnór er að vonast til að hann nái
samningi við félagið til eins árs - for-
ráðamenn Anderlecht vilja heldur
semja til tveggja ára. Strax eftir leik-
inn við Tékka á Laugardalsvelli á
fimmtudag fer Amór aftur til Belgíu.
Mun hann ræða við forráðamenn
Anderlecht strax og harrn kemur aftrn-
til Brussel á fóstudag. Eftir leikinn í
gær sagði hann við mig að hann von-
aðist til að þá vrði samið. Nokkuð
bjartsýnn á það.
Ragnar Margeirsson lék ekki með
Waterschei í gær í Briissel. Er farinn
heim til íslands til að undirbúa bnið-
kaup sitt. -hsím
„Þetta verður erfiður
því íslandi hefur farið
- sagði Jackie Charlton, þjálfari írska liðsins, við komuna
„Þetta er nú í þriðja eða fiórða skip-
tið sem ég kem til Islands svo að ég
þekki orðið sæmilega til hér,“ sagði
Frank Stapleton þegar hann var
spurður að því hvemig honum litist á
landið. „Þetta verða athyglisverðir
leikir fyrir okkur. Við erum að undir-
búa liðið fyrir verkefni framtíðarinnar
svo þetta verða mikilvægir leikir fyrir
leikmenn ef þeir ætla að festa sig í
liðinu.“
Verður þú áfram hjá Manchester
United?
„Það em viðræður í gangi um nýj-
ann samning milli mín og forráða-
manna United. Það er erfitt að segja
hvernig þær fara en ég á þó frekar von
á því að vera áfram hjá liðinu," sagði
Stapleton. Þegar Stapleton var spurð-
ur að þvi hvort hann og Liam Brady
væm á leiðinni til Arsenal brosti hann
í kampinn. „Þó vissulega væri gaman
að spila með Brady á ný þá er okkar
ferill auðvitað alveg aðskilinn núna.
Hvort hann fer til Arsenal eða ekki
skiptir ekki höfuðmáli fyrir mig.“
Hvernig líst þér á landsleikina sem
eru núna framundan?
„Ég spilaði við Island í Evrópu-
keppninni 1983 og ég veit að þetta
verður erfiður leikur. Nú, og svo em
Tékkarnir auðvitað alltaf erfiðir við-
ureignar. Ég kannast auðvitað við
nokkra leikmenn í íslenska liðinu, t.d.
Sigurð Jónsson sem spilar í Englandi.
Þið emð með nýjan þjálfara eins og
við og sjálfsagt ætla allir leikmenn
liðsins að hafa áhrif á hann. Það má
því búast við mikilli baráttu," sagði
Stapleton sem leikur sinn 50 landsleik
á móti Islandi á sunnudaginn.
„Tímabilið endaði hroðalega
fyrir okkur“
„Þetta er í annað sinn sem ég kem
hingað til lands og ég get ekki sagt
annað en að ég hafi gaman af þvi að
koma hingað," sagði vamarmaðurinn
sterki, Paul McGrath, hjá Man. Utd.
„Jú, auðvitað er ekki hægt að segja
annað enn að tímabilið hafi endað
hroðalega hjá okkur. Það er grátlegt
að missa af öllum verðlaunum. sér-
staklega eftir þessa frábæru byrjun."
Hvað ftnnst þér um endurnýjun
samningsins við Atkinson?
„Það er engan veginn hægt að kenna
honum mn hvernig fór. Það erum al-
veg eins við leikmennirnir sem
bmgðumst. Einnig vonun við óheppn-
ir með meiðsli lykilmanna. Svona er
nú einu sinni knattspvman. Það þýðir
ekkert að vera að hugsa um þetta. Það
em erfiðir landsleikir framundan og
það verður að einbeita sér að þeim.
Jackie Cbarlton hefur brýnt fyrir okk-
ur mikilvægi þeirra og við tökum þesa
leiki mjög alvarlega." sagði McGratb
í gærkvöldi
sem er ein af traustustu vamarmönn-
um ensku knattspymunnar.
Brady kemur ekki
Nei. Liam Brady komst því miðúr
ekki með. Hann var að leika í ítalska
bikamum í gærkvöldi með Inter
Mílanó og meiddist þar. Hann komst
þess vegna ekki með okkur í þessa
ferð." sagði Jackie Charlton. þjálfari
írska liðsins. Hann heftu’ nýlega tekið
\áð liðinu og ætlar sér stóra hluti með
það. írska liðið ætti líka að geta náð
langt. nóg er af stjömunum í þvi.
„Þetta verða þýðingarmiklir leikir
fyTÍr öll þrjú liðin. Ég er að þreifa mig
áfram með leikmenn og ég tel þetta
mikilvæga leiki fyrir þátttöku okkai-
í Evrópukeppninni i haust. Ég hef séð
til íslenska liðsins og ég veit að þvi
heftu- farið mikið fram. Það verðm- því
að taka ísland alvarlega sem mótheija
og það numimi við gera." sagði Jackie
Charlton. landsliðsþjálfari íra. -SMJ
„Munum ekki spila vamaiieik“
- segir Sigfried Held
„Við spilum gegn góðum þjóðum svo
við verðum að hugsa um varnarleik-
inn. Ég mun þó ekki leggja upp neina
sérstaka varnarleiksaðferð. Við spil-
um einfaldlega eins og leikurinn
þróast,“ sagði Sigfried Held landsbðs-
þjálfari en hann og landsliðsnefnd hafa
valið eftirtalda leikmenn í leikina gegn
írlandi og Tékkóslóvakíu 25. og 29. maí
nk. Tölurnar aftast gefa til kynna fyrri
landsleiki.
Markverðir: Miðjumenn:
Bjarni Sigurðsson, Brann, 11 Pétur Ormslev, Fram, 22
Friðrik Friðriksson, Fram, 4 Arnór Guðjohnsen, Anderlecht, 18
Þorsteinn Bjarnason, ÍBK, 28 Sigurður Jónsson, Sheff. Wedn., 6
Varnarmenn: Ómar Torfason, FC Luzern, 20
Viðar Þorkelsson, Fram, 3 Guðmundur Þorbjörnsson, Baden
Loftur Ólafsson, KR, 3
Gunnar Gíslason, KR, 20 Framlínumenn:
Ólafur Þórðarson, IA, 5 Pétur Pétursson, Hercules, 26
Ágúst Már Jónsson, KR, 3 Sigurður Grétarsson, FC Luzern
Guðni Bergsson, Val, 6 Ragnar Margeirsson, Waterschei
Guðmundur Steinsson, Fram
Halldór Áskelsson, Þór A.
„Þetta er stuttur tími sem við fáum
en við verðum þá bara að nýta hann
vel. Ég fæ hópinn saman í kvöld þegar
leikjunum í 1. deild lýkur. Auðvitað
þarfnast maður alltaf meiri tíma en
hægt er að fá,“ sagði Sigfried Held sem
hefur ekki nema einn dag til að undir-
búa landsliðshópinn fyrir leikinn gegn
írum. -SMJ
• Michel Platini.
Spá Platini
- markakóngstitlinum á
HM
ítalska íþróttablaðið mikla La Gaz-
zetta dello Sport bað markakóugana á
síðustu níu heimsmeistaramótum í
knattspymu að spá hver yrði marka-
kóngur á HM i Mexíkó, sem hefst
annan laugardag. Michel Platini,
Frakklandi, og Rudi Völler, Vestur-
Þýskalandi, hlutu flest atkvæði, vom
jafnir. Tveir spámannanna, Gerd
Muller, V-Þýskalandi, og Gregorz
Lato, PóUandi, vom með danska mið-
heijann Preben Elkjær Larsen í öðm
sæti. hsim
i)- X*
-viymoia
MMÉÉnNiiVtc.
• Rudi VöUer.
Ársþing HSÍ
hefst í dag
Arsþing Handknattleikssambands
íslands hefst i dag kl. 18 með þingsetn-
ingu. Það verður haldið á Hótel Esju.
Búast má við fiörugu þingi eftir eitt-
hvert glæsilegasta ár i sögu íslensks
handknattleiks. Á laugardag verður
þinginu framhaldið og hefst þá kl. 10.
Lýkur siðai-i hluta laugardags. Meðal
aimars vei-ður fiallað um fiölgun Uða
í 1. deild á ársþinginu.
Frestað vegna
landsleikja
Vegna Reykjavíkiirleikanna. sem
hefiast á sunnudag með leik íslands
og írlands á Laugardalsvelli, er nú
ljóst að fresta verður leikjum i 1. deild
sem áttu að vera á moi-gun, laugardag-
inn 24. maí. Þá áttu Þór og IBV að
keppa á Akureyri og Breiðablik og
Fram í Kópavogi. Leikir þessir hafa
verið færðir til þriðjudagsins 10. júní
kl. 20.00.
Leikur UMFN og Selfoss í 2. deild,
sem átti að vera í Njarðvík í gær-
kvöldi, verður háður á rnorgun kl.
15.00.