Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Qupperneq 36
Frjálst,óháö dagblað
FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986.
Hafskipsmálið:
Upphæðirnar
*• skiptatugum
milljóna kr.
„Rannsókninni miðar vel áfram
og málin eru óðum að skýrast.
Unnið er af fullum krafti við yfir-
heyrslur og gagnaöflun," sagði
Hallvarður Einvarðsson, rann-
sóknarlögregiustjóri ríkisins. í
samtali við DV er við spurðum
hann um Hafskipsmálið.
I ,jóst. er að upphæðirnar sem um
er að ræða í þessu máli skipta tug-
lun milljóna króna. Hallvarður
vildi ekki nefna neinar tölur í
j)essu sambandi en sagði: „Það eru
vissulega stórar tölur í þessu
*■ -“ dæmi.“
Aðspurður vildi Hallvarður ekki
greina nánar frá því hvaða greinar
)>að væru innan refsilöggjafarinn-
ar sem gæsluvarðhaldsföngunum
er gefið að sök að hafa brotið.
„Að rannsókn okkar lokinni
rnunum við senda málið til ríkis-
saksóknara sem heimfærír svo
málið til jjeirra lagaákvæða sem
við eiga." -FRI
„ Fimm kærðu
til
Hæstaréttar
Fimm jjeirra manna sem nú sitja
í gæsluvarðhaldi vegna Hafskips-
málsins kærðu gæsluvarðhaldsúr-
skurðinn til Hæstaréttar. Mál
þeirra verður þar tekið til umfjöll-
unar eftir helgina, um leið og gögn
þess berast réttinum en síðan hefur
Hæstiréttur þríggja sólarhringa
frest til að kveða upp sinn úrskurð.
Sá sem ekki hefur kært gæslu-
varðhaldsúrskurðinn er Sigurþór
Guðmundsson en hann hlaut styst
gæsluvarðhald þeirra sexmenning-
anna.
Sjötti maðurinn sem handtaka
átti er væntanlegur til landsins í
dag og mun RER )>á hafa tal af
honum en ekki hefúr verið tekin
ákvörðun um hvort gæsluvarð-
halds verður einnig krafist yfir
honum. -FRI
LOKI
Verður upphafshöggið þá
tekið úr Sundahöfn?
Stjómmálafundur DV í Háskólabíói á mánudaginn:
Allir ræðumenn
listanna valdir
Allir stjómmálaflokkar sem bjóða
fram til borgarstjómar í Reykjavík,
að Sjálfstæðisflokki frátöldum, hafa
ákveðið hvaða ræðumenn verða
sendir á stjómmálafund DV sem
haldinn verður i Háskólabíói næst-
komandi mánudag.
Fyrir Framsóknarflokk mætir
Sigrún Magnúsdóttir, fyrir Alþýðu-
flokk Bryndís Schram, fyrir Al-
þýðubandalag Össur Skarphéðins-
son, fyrir Kvennalista Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir og fyrir Flokk
mannsins Áshildur Jónsdóttir.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur sem
kunnugt er hafriað boði um þátttöku
í stjómmálafundi DV vegna þess að
kosningastjóm flokksins telur
óréttlátt að Sjálfstæðisflokkurinn fái
ekki meiri tíma til umráða en hver
hinna flokkanna, „...og gefa minni-
hlutaflokkunum 5 sinnum lengri
tíma til að ráðast á Sjálfstæðisflokk-
inn en hann hefur til að færa fram
sína stefnu", eins og segir orðrétt í
bréfi kosningastjómarinnar til rit-
stjóra DV.
DV-fundurinn hefst í Háskólabíói
klukkan 20 næstkomandi mánu-
dagskvöld með leik Lúðrasveitar
Reykjavíkur og hefjast framsögu-
ræður hálftíma síðar. Dregið verður
um röð ræðumanna og fá fulltrúar
framboðslistanna 10 mínútur til
umráða hver. Að því loknu gefst
fundargestum tækifæri til að varpa
fram fyrirspumum til framsögu-
manna.
Fundarstjóri á stjómmálafundi
DV 26. maí verður Magnús Bjam-
freðsson.
-EIR
Fréttamennska er ekki hið eina sem Sonja B. Jónsdóttir getur lagt fyrir sig. Það
urðu gestir Hrafnsins áþreifanlega varir við í gærkvöldi er sjónvarpsfréttakon-
an tók lagið með kvartett Friðriks Theódórssonar.
DV-mynd GVA.
Veðrið á morgun:
Sunnan-
menn
sólar-
megin
Enn blæs norðaustanáttin um allt
land. Fyrir norðan og vestan verður
rigning og kaldi, hiti á bilinu 3-5
stig.
Betra veður verður sunnanlands,
léttskýjað og sæmilega hlýtt yfir
daginn. Hiti verður 10-13 stig.
Sérstakur kvennalisti:
„Við erum
bara við“
í Norðfiarðarhreppi innan við
Neskaupstað eru tveir listar í
framboði, annar skipaður konum
og körlum en hinn aðeins konum.
Það sem vekur athygli er að þessi
kvennalisti er ekki í neinum
tengslum við sjálfan Kvennalist-
ann.
„Við erum bara við,“ sagði Stein-
imn Steinþórsdóttir, efsta konan á
kvennalistanum, sem reyndar
heitir Listi umbótasinna. Þessi listi
bauð friun í síðustu kosningum og
var þá skipaður bæði konum og
körlum.
„Þegar við fórum að kanna mál-
ið núna komumst við að þeirri
niðurstöðu að með því að hafa ein-
ungis konur á lista ættum við mun
meiri fylgi en ella. Þetta kemur
m.a. til af því að nokkuð er um
bæjarríg hér. Hann beinist aðal-
lega gegn körlum og þess vegna
þótti okkur ekki ráðlegt að hafa
karla á listanum,“ sagði Steinunn.
Listi Steinunnar hefur setið í
minnihluta þetta kjörtímabil og
hinn listinn er boðinn fram af
meirihlutanum. -APH
Golfvöllur
í Viðey?
Meðal sjálfstæðismanna i borg-
arstjórn eru uppi hugmyndir um
golfvöll í Viðey. Mikil aukning er
sögð vera í íþróttagreininni og þar
með þörf fyrir nýjan völl og meðal
annarra hugmynda er golfvöllur í
landi Reykjavíkurborgar upp með
Korpu eða í Korpúlfsstaðalandi.
Núverandi aðstaða golfrnanna við
Korpúlfsstaði er aðeins til bráða-
birgða.
„Golfvöllurinn í Viðey er ein-
ungis hugmynd, engar ákvarðanir
hafa verið teknar," sagði Júlíus
Hafstein, formaður íþróttaráðs, í
samtali við DV. -EIR
Sex ára
drengur
fyrirbíl
Sex ára drengur var fyrir bifreið
á Selásbraut í Reykjavik í gær kl.
20,28. Drengurinn var að koma út
úr strætisvagni ásamt móður sinni.
Hann hljóp þvert yfir götuna og í
veg fyrir bifreið. Drengurinn liggur
á gjörgæsludeild, meiddur á höfði
og fótum. -SOS
Ologlegt
að boða
yfirvinnu-
bannið
Yfirvinnubanni háseta í Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur lauk í
gær eftir að Félagsdómur haföi
úrskurðað að það væri ólöglegt.
Dómurinn taldi m.a. að boðað
yfirvinnubann bryti í bága við
kjarasamninga Sjómannafélagsins
og einnig bráðabirgðalögin sem
sett voru til að stöðva verkfallsað-
gerðir sjómanna a kaupskipaflot-
anum. -APH