Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Side 14
14
LAUGARDAGUR 12. JÚLl 1986.
Skelli mér hringinn meö konunni og krökkunum, segir Gunnbjörn galvaskur.
Eyjólfur ætlar að slappa af og sofa fram eftir í sínu fríi
Allavega vinnur í Odda hresst og
skemmtilegt fólk sem svaraði góð-
fúslega öllum spurningum blaða-
manns og stillti sér upp fyrir
ljósmyndarann eins og þaulæfðar
fyrirsætur.
Keðjurnar með til vonar og
vara
„Ég er að hugsa um að skella mér
hringinn," sagði Gunnbjörn Guð-
mundsson sem vinnur í umbrotinu.
„Ég vonast til að fá sæmilegt veður,
í það minnsta að það snjói ekki á
okkur, en engu að síður ætla ég að
hafa með mér keðjurnar svona til
vonar og vara.
Ég á inni fjórar vikur í sumarfrí
og ætla að taka tíu daga í hring-
ferðina en annars er allt óákveðið.
Hugsanlega förum við hjónin með
báða krakkana í viku til tíu daga
utanlandsferð. En það ræðst allt af
efnum og aðstæðum.“ Við þessar
upplýsingar ráku samstarfsmennirn-
ir upp torkennilegt óp og glósur um
flottræfilshátt dundu á Gunnbirni.
Honum hafði víst alveg láðst að
skýra hinum frá þessum utanlands-
fararhugmyndum.
Eins latur og frekast er unnt
Eyjólfur Jónsson vinnur í umbrot-
inu með Gunnbirni. Hann ætlar að
skjótast upp á fjöll í sínu fríi: „Bara
í fjóra, fimm daga. Við ætlum að
brölta upp á Fjallabak nokkur saman
- tíu til fimmtán manna vinahópur.
En þetta verður sem sagt mjög stutt
ferð.
Restin af fríinu, sem er tæpar fjórar
vikur, fer siðan í að standsetja íbúð
sem ég var að taka á leigu, mála og
svona. Þar fyrir utan ætla ég svo að
slappa af og sofa fram eftir - vera
eins latur og frekast er unnt,“ sagði
Eyjólfur og fór um hann sæluhrollur
við tilhugsunina um dásemdirnar
framundan.
Ásta Lorange, sem vinnur í því sem
kallað er skeyting, ætlar hringinn.
Nú, þó ekki með Gunnbimi, kallaði
einn vinnufélaginn. Ásta hló og
hristi höfuð. Hún ætlar ekki með
Gunnbirni. Þau ætla bara tvö, hún
og maðurinn hennar. „Við höfum
um landans um þessar mundir. Júlí
og ágúst eru mestu sumarleyfismán-
uðirnir og um fátt meira rætt á
vinnustöðum en sumarfrí og aftur
sumarfrí.
Nokkrir eru að koma úr fríi og
skemmta sér og starfsfélögunum við
að segja sögur úr sumarleyfinu,
sannar eða lognar. Aðrir eru í fríi;
ýmist afslappaðir og sælir einhvers
staðar í sólinni í útlöndum eða þá
regnbarðir hér heima, nema auðvitað
þeir sem em svo heppnir að eiga
heima fyrir norðan og austan og líta
út eins og sviðnir hrútspungar, eins
og góður maður orðaði það.
Þriðji hópurinn eru svo þeir sem
eiga sumarfríið eftir og ganga um i
vinnunni með dreymandi augnaráð
og hugsa um komandi sæludaga.
Skemmtilegir Oddamenn
Starfsfólkið í Prentsmiðjunni Odda
tilheyrir þessum hópi, eða réttara
sagt tilheyrði, því þar var lokað á
fóstudaginn og langþráð sumarleyfi
því hafið. Helgarblaðið heimsótti þá
Oddamenn síðasta daginn fyrir frí' til
að forvitnast um hvað ætti að gera
í sumarleyfinu.
Hvort það var tilhugsunin um
væntanlegt frí sem olli kátínunni
sem ríkti meðal starfsfólksins eða
hvort því finnst einfaldlega mjög
gaman í vinnunni skal ósagt látið.
Stefán Sveinbjörnsson ætlar aö
eyða fríinu í solinni fyrir norðan,
segir hann, fyrir utan eina viku í
rigningu í Brekkuskógi til aö kæla
sig niður.
„Ég fer í fríið, ég fer í fríið ...“ söng
Þorgeir Ástvaldsson hér um árið og
víst er að sumarfrí er ofarlega í hug-
Ásta Lorange ætlar hringinn, þó
ekki með Gunnbirni.
Almar, Óðinn og Þorsteinn stimpla sig út í síðasta skipti fyrír fri. Þeir eru ævintýramenn og ætla að herja á ókunn Fríið hjá Stefáni Ásgrímssyni og fjölskyldu fer í að klára sumarbústað sem
lönd I friinu. DV-myndir Óskar Örn fjölskyldan á á Laugarvatni.