Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986. 15 ^ ~ ” - _______________ aldrei farið hringinn svo ég veit ekk- ert hvað þetta tekur langan tíma. Ég á þrjár vikur í frí og við ætlum bara að stökkva upp í bílinn, keyra af stað og sjá svo til. Við ætlum að gista sitt á hvað í tjaldi og á hótel- um. Þetta er alveg galopin ferð. í fyrra fórum við til Rhodos. Mann langar náttúrlega út aftur en hring-- urinn er ódýrari. Á vit ævintýranna Þeir vinirnir Almar Sigurðsson, Óðinn Valdimarsson og Þorsteinn Bragason ætla að halda á vit ævin- týranna í sínu sumarleyfi. Þeir fara til Bandaríkjanna. Fyrst er meining- in að dvelja viku í New York og teyga í sigheimsmenninguna. „Síðan skilja leiðir. Ég fer á vesturströndina og flakka þar um í -tvær vikur en hinir ætla til Mexíkó og fleiri landa í Suður-Ameríku, skilst mér,“ sagði Almar. „Það var gott þið komúð til að mynd af þeim, þetta gætu verij ustu forvöð,“ sögðu hokkrir laganna. „Við erum ekkért örugg með að þeir skili sér aftur. Þeir ætla kannski að reyna að meika það í Ameríkunni. Og það getur verið gott að eiga nýlega mynd af þeim ef það þarf að lýsa eftir þeim.“ En vinirnir þrír glottu bara og gáfu ekkert út á þessar athugasemdir. sið- nnufé Kríthvítir Sunnlendingar eða kaffibrúnir norðanmenn „Ég ætla í sólina og sumarhitann á Akureyri," sagði Stefán Svein- björnsson prentari og lagði áherslu á orðin sól og sumarhiti. Hann er reyndar nýkominn að norðan, var þar í viku i sól og tuttugu og fimm stiga hita. Þess sáust greinileg merki á húðlitnum sem var ekkert likur þessum skjannahvíta sem við sunn- lenskir vesalingar burðumst með. „Þið hefðuð átt að taka af honum litmynd svo brúni liturinn sæist,“ sagði einn vinnufélaginn, kríthvítur og öfundsjúkur. „Ég fer með fjölskylduna og verð í þijár vikur fyrir norðan. Við verð- um hjá kunningjafólki okkar,“ sagði Stefán. „Síðan ætla ég að vera viku í bústað sem Prentarafélagið á í Brekkuskógi. Það er rigningarsvæði hér fyrir sunnan, það verður ágætt að kæla sig niður þar.“ ENN Á NÝ KYNNIR ÚRVAL NÍKN OG SPENNANU ÁHNGASTADÁ MAUMKA Það eru liðin mörg ár síðan Úrvalsfólk tyllti tám niður á sælureitinn Mallorka í fyrsta skiptið. Síðan þá höfum við hjá Úrvali kappkostað að bjóða frábæra gistiaðstöðu á Mallorka og nú er komið að nýjasta áfangastað okkar suður í sælunni: Sa Coma. Sa Coma ströndin. íbúðarhótelum: Royal Mediterrano og Royal Cala Millor. Bæði hótelin eru á strönd inni og er gistiaðstaðan öll til fyrirmyndaiv Sérstakt kynningarverð f sumar Safna fyrir utanlandsferð Síðasti Oddamaðurinn, sem við ræddum við þennan síðasta föstudag fyrir frí, var Stefán Ásgrímsson, verkstjóri í umbrotsdeild. „Ég ætla á Laugarvatn," sagði hann. „Ég er að smíða sumarbústað í Miðdalnum, reyndar langt kominn, við erum að setja panilinn inn í hann og svo að ganga frá lóðinni. Hann verður alveg tilbúinn fyrir næsta sumarfrí. Annars erum við að safna fyrir utanlandsferð með alla fjölskylduna, hvenær sem það verður nú. Vonandi verður það áður en bömin verða öll uppkomin." Og með það kvöddum við starfs- fólkið í Prentsmiðjunni Odda. Vonandi hefur það og aðrir sumar- leyfissjúkir landsmenn það gott í fríinu. -VAJ Sa Coma er glæsileg sandströnd á austurhluta Mallorka. Þeim sem þekkja til á Mallorka mun líka vel við þennan stað. Ströndin er á milli bæjanna S'llliot og Cala Millor. Þar finnur þú allt sem er ómissandi í sólarferðum; verslanir, veitingahús og margvíslega þjónustu við ferðamenn. Sennilega er gistiaðstaðan á Sa Coma trompið. Þú getur valið um gistingu í tveimur glænýjum í tilefni kynningarinnar verður boðið sérlega hagstætt verð í sumar. Fjölskylda, hjón og tvö börn 4-11 ára borga aðeinskr. 23.100.-pr. mann fyrir 2ja vikna ferð. Flogið er í áætlunarflugi til Luxemborgar og þaðan áfram til Palma með Luxair. Þaðan er ekið til Sa Coma. Innifalið í verði er flug, gisting og akstur milli flugvallar og gististaðar. I Kjörbókin er óbundln og örugg ávöxtunarleið. Hún ber háa vexti, sem leggjast vió höfuðstól á 6 mánaöa fresti. Til þess aö tryggja aö Kjörbókareigendur njóti ávallt hagstæðustu kjara er ávöxtun Kjörbókarinnar ársfjórðungslega borin saman viö ávöxtun bundinna 6 mánaöa vísitölutryggðra reikninga og hagstæöari leiöin valin. Kjörbókin er góð bók fyrlr bjarta framtíð. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.