Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Page 31
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986. 31 Hátíðardagskrá HATIÐARSVÆÐIÐ 1. Upplýsingagarður kl. 13.30 17.30. Veittar allar almennar upplýsingar um dagskrá, tímasetningu og skipulag hátíðarhaldanna. 2. Afmælisterta kl. 14.30-17.00. 3. Hljómgarður kl. 14.30-16.30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika létta tónlist. 4. Taflmót kl. 14.00-16.00. Flestir okkar sterk- ustu og e&iilegustu skákmanna taka þátt í afinælismótinu og keppa um veglegan bikar sem Reykj avíkurborg gefur. 5. Djass og Djúsgarður kl. 14.00-17.30. Hinn óviðjafhanlegi Djúsbar heldur uppi djúsbars- stemmningu og fær marga okkar færustu djassleikara til liðs við sig. 6. Sögugarður kl. 14.00-16.30. Sýning á mynd- um, líkönum og öðru slíku er grunnskólanem- ar hafa unnið á vegum 200 ára afrnælis Reykjavíkurboigar. 7. Tæknigarður kl. 14.00-16.30. Sýning og rall- keppni fjarstýrðra bíla á vegum áhugahóps sem jafhframt sýnir fjarstýrða báta á tjöm- inni. Farstöðvaeigendur kynna starfsemi sína og bjóða gestum að tala í talstöðvar. Einnig verður bömum boðið að aka litlum tívolíbíl- um. 8. Hafnargarður ld. 14.00-17.00. Fjölskyldum og öðrum áhugasömum boðið að fara í róðrar- ferðir á Reykjavíkurtjöm. 9. Bifhjólagarður kl. 14.00-17.00. Sniglamir, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, sýna marga af sínum fráustu fákum. 10. Málaragarður kl. 14.00-16.00. Fóstrur að- stoða böm við andlitsmáiun og gefa öllum kost á að taka þátt í málun Afinælisverksins. 11. Föndurgarður kl. 14.00-16.00. Fóstrur að- stoða böm við að útbúa sér afinælisgrímur og hatta. 12. Fombílaklúbburinn kl. 14.00-18.00. Félagar úr Fombílaklúbbnum sýna nokkra af sínum fegurstu bílum og kynna starfsemi sína. 13. Rokkgarður kl. 14.30-17.00. Unglingarokk- hljómsveitir spila Miðbæjarrokk af kraft- mestu gerð. 14. Tóngarður kl. 15.00-16.00. Félag harmon- ikkuunnenda og Harmonikkufélag Reykja- víkur leika harmonikkutónlist af ýmsu tagi. 15. Brúðugarður kl. 14.00-17.30. Brúðubíllinn sýnir leikþátt sem sérstaklega er saminn vegna afinælis Reykjavíkurborgar. Sýningar kl. 14.00, 15.00, 16.00 og 17.00. 16. Grillgarður kl. 14.00-17.30. Gestum boðið að grilla sér pylsur á landsins lengsta útigrilli. 17. Þrautagarður kl. 14.00-18.00. í garðinum verður stórskemmtileg fimmtar- og tugþraut sem fer þannig fram að hver og einn leysir ýmsar þrautir og verkefni sem boðið er uppá og fær fyrir þær merki í leikskrá dagsins. Það er því úr mörgu að velja og tilvalið fyrir fjöl- skyldur að fylgjast að í þessum leik. 18. Skemmtigarður kl. 14.00-17.00. Foreldra- samtökin „Vímulaus æska“ standa fyrir skemmtidagskrá með söng, leik og hljóð- færaslætti. 19. Hjálparsveit skáta kl. 14.00-17.30. Félagar úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík kynna starfsemi sína og eru „ávallt viðbúnir“ ef ein- hver afinælisgesta verður fyrir óhappi. 20. Sólheimagarður kl. 14.00-17.30. Kynnt verður Boccia, notkun blindrahjóla og haldið hjólastólarall auk viðamikillar kynningar á íþróttum fatlaðra og Sólheimaleikunum 1986. 21. Dýragarður kl. 14.00-16.30. Áhugahópur um byggingu Náttúrufræðihúss stendur fyrir dýrasýningunni „íslensk spendýr árið 1786“. 22. Dansgarður kl. 14.00-16.30. Margir af bestu danshópum landsins sýna dans af öllum stærðum og gerðum. 23. Minigolf kl. 14.30-17.00. Gestir fá að spreyta sig á hinu feiknavinsæla minigolfi og hver veit nema landsliðskylfingar líti við og leið- beini. 24. Leikjagarður kl. 14.00-17.30. Skátar úr Reykjavík setja upp leiktæki eins og þeim einum er lagið. 25. Keppnisgarður kl. 14.00-17.00. Reykjavíkur- mót æskunnar í íþróttum. Keppt verður í 2 aldurshópum: 7 9 ára og 10 12 ára í 5 greinum íþrótta. 26. Iþróttagarður kl. 14.00-17.00. Landsliðs- markmenn í handknattleik gefa gestum kost á að spreyta sig í vítakeppni. Fimleikahópar sýna listir sínar og frjálsíþróttafólk sýnir og leiðbeinir gestum. Maraþonhlauparar kynna Reykjavíkur-maraþon, og fleira verður til skemmtunar. 27. Kraftagarður kl. 14.00-17.00. Júdó-, karate- og kraftlyftingamenn taka á honum stóra sín- um, sýna og kenna og gefa gestum kost á að reyna afl sitt og þor. 28. Hljómskálinn kl. 14.00-16.30. Lúðrasveit Reykjavíkur spilar uppi á Hljómskála og marserar um Hljómskálagarðinn. 29. Upplýsingagarður kl. 13.30-17.30. Veittar allar almennar upplýsingar um dagskrá, tímasetningú og skipulag hátíðarhaldanna. vegna borgarafmælis 30. Arnarhóll. (Sjá kvöldskemmtun 18. ágúst). Vegna fjölskylduskemmtunar er gefin út dag- skrá með ýtarlegri upplýsingum. ÝMSAR UPPLÝSINGAR AÐSTOÐ OG ÞJÓNUSTA Á meðan fjölskylduhátíðin 18. ágúst stendur yfir verður Hjálparsveit skáta í Reykjavík með bfla á svæðinu til að veita aðstoð ef óhöpp eða slys koma fyrir. Staðsetning þeirra er sýnd á kortinu með H við Hringbraut og Dómkirkjuna, en um kvöldið verða bílamir staðsettir við Þjoðleik- húsið og Tryggvagötu. Sérstök gæsla verður frá kl. 14.00 17.30 í Tjam- arborg fyrir böm sem hafa týnt foreldrum sínum og er fólki bent á að hjálpa krökkum þangað ef þörf er á. Þar má svo vitja bamanna (sjá merk- ingu B). Lögreglan er með aðsetur í miðbæjarstöð við Tryggvagötu (merkt L). Auk almenningssalema í Bankastræti, Hljóm- skálagarði og Tjamargötu 11 verða snyrtingar í Miðbæjarskólanum og Ingólfsstræti (merkt S). HÁTÍÐARDAGSKRÁ 16. ÁGÚST kl. 18.00 Opnun sýningarinnar „Reykjavík í 200 ár“ - svipmyndir mannlífs og byggðar. Stór og fjölbreytt sýning á Kjarvalsstöðum þar sem gott tækifæri gefst til að bera saman Reykja- vík í fortíð og nútíð. Hvemig breyttist hún úr kaupstað í borg? Hvemig var mannlíf og bæjar- bragur fyrr á árum? Hvað er framundan? Ljósmyndir, líkön, m.a. af Grjótaþorpi fyrir 100 árum, haganlega gerð eftirlfldng af krambúð, fomleg tæki, starfsfólk í viðeigandi búningum liðins tíma, leikdagskrá, fyrirlestrar og líflegar frásagnir. Aðgangseyrir er kr. 100 fyrir fullorðna. Böm yngri en 12 ára og ellilífeyrisþegar fá frítt inn. Sýningarskrá kostar kr. 100. Sýningin stendur til 28. september og er opin kl. 14.00 22.00 alla daga. 17. ÁGÚST Kl. 09.00 í Viðey Menntamálaráðherra afhendir afinælisgjöf ríkis- ins til Reykvíkinga, mannvirki ríkisins í Viðey ásamt landi. Kl. 11.00 Hátíðarguðsþjónustur í öllum kirkjum og messustöðum borgarinnar. Borgarfulltrúar og varaborgarfúlltrúar taka þátt í messugjörð. KI. 14.00 Hátíðarguðsþjónusta í Dómkirkjunni. Kl. 17.00 Tæknisýning opnuð í nýju Borgarleikhúsi. Hér er um að ræða mjög viðamikla sýningu sem gefúr með myndrænum hætti yfirlit yfir þá fjölbreyttu starfsemi sem fram fer á vegum borgarinnar og fyrirtækja hennar, auk Landsvirkjunar, SKÝRR og Skógræktarfélags Reykjavíkur. Áhersla er lögð á verklegar framkvæmdir og tækninýjung- ar. Sýningin er bæði lífleg og fræðandi og höfðar jafnt til allra aldurshópa. Spennandi tæki og óvæntar upplýsingar, nýstárleg vélmenni og risa- stórt líkan af suðurhluta landsins. Hér gefst líka tækifæri til að skoða Borgarleikhúsið í fyrsta sinn þótt ófúllgert sé. Veitingasala og ókeypis bama- gæsla er á staðnum. Aðgangseyrir er kr. 200 fyrir fúllorðna og kr. 100 fyrir böm yngri en 12 ára. Sýningarskrá er innifalinn í aðgangseyri. Sýning- in stendur til 31. ágúst og er opin frá kl. 10.00 22.00 alla daga. 18. ÁGÚST AFMÆLISDAGURINN Kl. 10.00 Opinber heimsókn forseta íslands, frú Vig- dísar Finnbogadóttur. Borgíirstjóri tekur á móti forsetanum á borgarmörkunum og hesta- menn úr Fáki ríða fyrir bílalestinni fyrsta spölinn inn í borgina. Forsetinn situr síðan hátíðarfúnd borgarstjómar og heimsækir borgarstofnanir, vistheimili aldraðra í Seljahlíð og Árbæjarsafn. Þá kemur forsetinn á fjölskylduskemmtunina í miðborginni, verður viðstaddur hátíðardagskrána á Amarhóli um kvöldið og flytur þar ávarp. Kl. 13.30 Skrúðgöngur leggja af stað frá Hagaskóla og Hallgrímskirkju. Skátar, lúðrasveitir og leik- hópurinn „Veit mamma hvað ég vil?“ leiða göngurnar. FJÖLSKYLDUSKEMMTUN KI. 14.00-18.00 í Lækjargötu, Hljómskálagarði og Kvosinni. Það eru skátar og ýmis félagasamtök sem skipu- leggja skemmtunina. Á fjölmörgum stöðum verður eitthvað spennandi um að vera og víða er miðað við beina þátttöku yngstu veislugest- anna í leikjum og keppni. Sem dæmi má nefna taflmót á Hallærisplani, rokkgarð við Miðbæjar- skólann, föndurgarð í Vonarstræti, dýragarð, skemmtigarð, þrautagarð og dansgarð í Hljóm- skálagarðinum og þar verður líka 25 metra langt útigrill. í Lækjargötu verður mikið um dýrðir. Þar verður boðið upp á 200 metra langa afinæli- stertu sem félagar úr Bakarameistarafélagi Reykjavíkur hafa bakað. Lionsmenn þjóna gest- um og sérstakur hátíðardrykkur verður á boðstól- um. Nánari upplýsingar um „garðana góðu“ er að finna á korti. Það sama gildir um þessa Qölskylduskemmtun og annað sem tengist afinælinu að gott hátíðar- skap og góð umgengni gefúr henni þann skemmtilega svip sem tilefninu hæfir. HÁTÍÐARDAGSKRÁ VIÐ ARNARHÓL Kl. 20.15 „Gleðigöngur“ leggja upp frá þremur stöðum í borginni, Landakotstúni, Skólavörðuholti og Háskólatröppum. Útskriftamemar úr framhaldsskólum og leik- flokkurinn „Veit mamma hvað ég vil?“ annast þennan lið. Tónlist og uppákomur. Kl. 20.40 Hátíðargestir koma á Amarhól. KI. 20.45. Forseti íslands gengur til sætis. Kl. 20.50 „Gleðigöngur“ koma að Amarhóli og syngja Reykjavíkurlagið, úr samkeppni Reykjavíkur- borgar og sjónvarpsins. Kl. 21.00 Forseti borgarstjómar, Magnús L. Sveinsson, set- ur hátíðina. „Minni Ingólfs“, hátíðarverk eftir Jón Þórar- insson. Tilbrigði við lag Jónasar Helgasonar við Ljóð Matthíasar Jochumssonar. Sinfóníu- hljómsveit íslands flytur ásamt blönduðum kór, Páll P. Pálsson stjómar. Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, býður forseta Islands, frú Vigdísi Finnbogadótt- ur, velkomna. Ávarp forseta íslands. „Skúli fógeti og upphaf Reykjavíkur“. Leikverk eftir Kjartan Ragnarsson. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson. Útlit: Höfúndur og leikhópurinn. Leikarar frá Leikfélagi Reykjavíkur. Kl. 22.05 „Reykjavíkurflugur“. Hljómsveit Gunnars Þórð- arsonar flytur gömul og ný lög, tengd höfuðstaðn- um, ásamt landsliði íslenskra dægurlagasöngv- ara. Hljómsveitin leikur fyrir dansi fram undir miðnætti. Inn á milli laga, og jafiivel oftar, munu Karl Ágúst og Laddi láta ljós sitt skína. Kl. 23.50 Davíð Oddsson borgarstjóri, ávarpar hátíðargesti. Kl. 24.00 Flugeldasýning, undirstjóm Hjálparsveitarskáta í Reykjavík. Tónlist verður síðan leikin fram undir 01.30. Kynnir kvöldsins: Jón Sigurbjömsson. Svið og útlit: Gylfi Gíslason. Lýsing og tæknistjóm: David Walter og Richard Dale. Hljóð: Gunnar Smári Helgason og Julian Beach. Aðstoð á sviði: Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Dagskrárgerð: Kjartan Ragnarsson og Hrafri Gunnlaugsson. Stjóm dagskrár: Kjartan Ragnarsson. HÁTÍÐARDAGSKRÁ 19. ÁGÚST Kl. 14.30 Rey kj a víkurk vikmynd frumsýnd í Háskólabíói. Þetta er 90 mínútna löng kvikmynd sem Reykjavíkurborg lét gera í tilefiii afrnælisins. Hún lýsir mannlífinu í Reykjavík nútímans og er víða komið við. Hrafii Gunnlaugs- son er höfúndur og leikstjóri en kvikmyndatöku- maður er Tony Forsberg frá Svíþjóð. Myndin verður sýnd almenningi þann dag kl. 17.00, 19.00 og 21.00 og kl. 17.00 næstu daga. Kl. 19.00 Rokkhátíð á Amarhóli þar sem fram koma flestar vinsælustu hljómsveit- ir landsins, og stefnt er að ósvikinni tónlistar- veislu fyrir unga fólkið. Hljómsveitir sem fram koma: Bylur, Rauðir fletir, Prófessor X, Tik Tak, Vunderfools, Greif- amir, M X 21, Stuðmenn. 20. ÁGÚST Kl. 21.00 Jasstónleikar á Amarhóli. Jassvakning hefúr umsjón með tónleikunum þar sem fram koma allir helstu jasstónlistarmenn landsins og skapa eftirminnilega kvöldsveiflu. Þátttakendur í kvöldskemmtun: Sinfóníuhljómsveit íslands, Félagar úr kór Lang- holtskirkju, kór íslensku óperunnar. Aðstoð við söng: Hljómeyki. Leikarar úr LR.: Þorsteinn Gunnarsson, Steindór Hjörleifsson, Guðmundur Pálsson, Karl Guðmundsson, Jakob Þór Einars- son, Aðalsteinn Bergdal, Helgi Bjömsson, Sigurð- ur Karlsson, Jón Hjartarson, Jón Sigurbjömsson, Sigríður Hagalín, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Valgerður Dan, Bríet Héðinsdóttir, Nína Björg Ragnarsdóttir, hár og búningar, Guðm. Guð- mundsson, aðstoð, Þorlákur Karlsson, leikmunir. Hljómsveit: Gunnar Þórðarson, Friðrik Karlsson, Gunnar Hrafiisson, Eyþór Gunnarsson, Jón Kjeld, Gunnlaugur Briem. Söngvarar: Ragnar Bjamason, Bubbi Morthens, Ema Gunnarsdóttir, Jóhann Helgason, Ellen Kristjánsdóttir, Ragn- hildur Gísladóttir, Egill ólafeson, Helgi Péturs- son, ólafur Þórðarson, Ágúst Atlason. Auk þeirra sem sérstaklega er getið í þessari dagskrá vill afinælisnefndin þakka eftirtöldum aðilum veitta aðstoð við afmælishátíðina: Sanitas hf. Kassagerð Reykjavíkur hf. Coca Cola Glóbus hf. Mjólkursamsalan Matkaup hf. Eggert Kristjásson hf. Heildverslun Gunnars Kvaran Nesbúið Smjörlíki hf. Eimskip hf. Húseigendur við Amarhól og lóðarhafar í Kvosinni Björgunarsveitin Ingólfúr Blómamiðstöðin FERÐIR STRÆTISVAGNA SVR mætir auknu álagi 18. ágúst með fjölmörgum aukavögnum og breyttum akstursleiðum eflir kl: 13.00. Við hvetjum fólk til að kynna sér vel breyttr ar akstursleiðir og nýta sér sem best þjónustu þeirra. Frítt erj vagnana allan daginn. Ferðist með strætó, skiljum einkabílinn eflir heima, ef hægt er. SKIPULAG UMFERÐAR og bílastæði Þeir sem búa við miðbæinn eru hvattir til að koma gangandi á skemmtanimar til að minnka umferðarálag. Sérstök bílastæði verða á háskóla- svæðiníf bæði við Suðurgötu og Hringbraut. Um kvöldið þ. 18 verður umferð hleypt að Kvosinni að sunnan en Tryggvagötu verður þá lokað í austurenda. Bflastæði verða á Tollstöðinni og á hafnarsvæðinu. Ákveðnar götur í miðbænurp verða lokaðar eftir kl. 13.00 og em þeir sem koma akandi beðnir að kynna sér kortin hér fyrir neðan. FÉLAGSMENN bsrb B.S.R.B. Skrifstofa Bandalags starfsmanna ríkis og bæja verður lokuð frá hádegi mánudags 18. ágúst nk. vegna 200 ára afmælis Reykjavíkur. Framkvæmdastjóri Við tökum þátt í að halda upp á afmæli borgarinnar en höfum samt opið til kl. 13.00 mánud. 18/8, sem sagt, lokum kl. 1. Til hamingju, Reykjavík. Vörumarkaðurinn Itl. Eiðistorgi 11, simi 622200.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.