Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1986. 25 Sandkom Sjónvarpsleysiö á fimmtudögum þykir heimstiöindi. Ekkert sjónvarp Það hefur vakið mikla at- hygli útlendinga, sem hér hafa verið á ferð, að ekkert sjón- varp skuli vera hér á fimmtu- dögum. Þykir flestum þetta svo ótrúlegt að jaðri við yfir- náttúrulegt. Er nú svo komið að BBC, sjónvarpsstöðin breska, ætlar að senda hingað lið manna til að gera þátt um þetta afbrigði. Að vísu mun BBC vera að vinna að úttekt á sjónvarpi í Evrópu og íslensku fríkvöldin á fimmtudögum þykja feikna- gott innlegg í þann þátt. En bresku sjónvarpsmenn- imir mega hafa hraðan á ætli þeir að ná sjónvarpsiausu stemmningunni hér. Það lítur nefnilega út fyrir að Stöð 2 verði tekin til starfa þegar þeir koma hingað. Þá er frið- urinn úti, því sú stöð ætlar að senda út öll kvöld vikunnar og byijar meira að segja út- sendingar á fimmtudegi. Þess má svo til gamans geta að í könnun, sem gerð var meðal sjónvarpsáhorfenda í Þýskalandi á dögunum, vom 25% þvi fylgjandi að sjón- varpsútsendingar y rðu aðeins sex kvöld í viku. Þetta þykir erfirtektarverð niðurstaða, því þar glymur sjónvarpið öll kvöld vikunnar. Ritvél var það, heillin. Gott kast Það var ekki dónalegur afli, sem Sigurður Ólafsson SF 44 fékk, þegar hann var að toga í Lóndýpinu á dögunum. I trollinu var nefnilega þessi fína ritvél, sem sómt hefði sér á borði hvaða einkaritara sem er. Að sögn blaðsins Eystra- homs vom skipverjar fljótir að snara trollinu niður aftur á sömu slóðum til að vita hvort þeir fengju ekki skrif- borð og aðra fylgihluti. En ritvélin reyndist hafa verið þama ein á ferð, hvemig svo sem á því stóð. isfirðingar fá ekkl að s|ð marga svona um þessar mundlr. Framtakssemi á Ísafirði Að undanfömu hefur verið mikil veðurblíða á Isafirði. menn hafa gert sér ýmislegt til dundurs í góða veðrinu, enda fyllast margir jötunmóði þegar sólin skín. Það var til dæmis einn laug- ardagsmorguninn fyrir skömmu að árrisulir fsfirðing- ar sáu að myndarlegt skilti hafði verið sett upp á slátur- húsinu á staðnum. Var þetta ákaflega vandað skilti, blá- málað með hvítum stöfum. Á þvf stóð: „Sláturhús Kaupfélags ís- firðinga, sómi þess, sverð og skjöldur." Þótti öllum þetta ansi snið- ugt, nema forráðamönnum kaupfélagsins. Þeim fannst þetta ekki fyndnara en svo, að þeir rifu skiltið snarlega niður. En ástæðan fyrir þessari til- kynningarstarfsemi á slátur- húsinu er sú að ráðandi menn hafa ákveðið að ekki skuli slátrað einni einustu skjátu á Isafirði í haust, heldurskuli fénaðurinn sleginn af í ná- grannasláturhúsum í Bolung- arvík, Hólmavík, á Þingeyri og Flateyri. Þykir mörgum Isfirðingum þetta hart, en fá ekki að gert. Sveitarstjórnln á Súðsvík lét stoppa húsflutninginn. Allt skal ínefhd Það fyrirfinnst varla svo fá- tæklegt erindi að ekki þurfi það í nefnd áður en hægt er að taka endanlega ákvörðun um það. Stundum tekur þetta nefndafargan á sig kostulegan svip, eins og í Súðavík á dög- unum. Að sögn Vestfirska frétta- blaðsins var það á síðasta ári sem Orkubú Vestfjarða sótti um leyfi til sveitarstjómar- innar í Súðavík til að færa tiltekið hús um set. Leyfið var veitt og hófust þeir Orkubús- menn þegar handa við að flytjahúsið. Enþeirhöfðu ekki lengi verið að verki þegar beiðni kom frá sveitarstjóm- inni í Súðavík um að stöðva fr amkvæmdir þegar í stað. Ástæðan fyrir þessu var sú að gleymst hafði að leggja málið fyrirbyggingamefnd. Ekki er vitað hvort nefndin gaf grænt ljós á framkvæmdimar, en alla vega hefur þetta ekki ver- ið til að flýta fyrir þeim. Hvað heitir...? Sá stutti kom þjótandi inn til mömmu sinnar og spurði með andköfum: - Mamma, hvað heitir það ef einn sefur...svona...undir öðrum? - Það heitir væntumþykja, vinur, svaraði móðirin hátíð- lega. - Nei, ég meina ekki það. - Þó heitir það ást, drengur- inn minn. - Neeei...en nú man ég það, það heitir neðri koja. Umsjón: Jóhanna S. Slgþórsdóttlr Tæpum 1800 tonnum af loðnumjöli var skipað um borð i Keflavíkina á Eskifirði. DV-myndir Emil Loðnumjöl fyrir 50 milljónir Emi Iborarensen, DV, Eskifiiði: Glænýju loðnumjöli frá loðnu- bræðslunni á Eskifirði var á dögunum skipað um borð í Kefla- víkina. Skipið tók tæp 1800 tonn á Eskifirði og um 1000 tonn á Nes- kaupstað. Verðmæti þessara loðnuafurða nemur um 50 milljón- um króna og munar víst um minna en það fyrir þjóðarbúskapinn. Sigurður Þorláksson, skipstjóri á Keflavíkinni, sagðist fara með mjölið til fjögurra landa, um 500 tonn til Svíþjóðar, 500 tonn til Englands, 750 tonn til Frakklands og 1000 tonn til Danmerkur. Sigurður Þorláksson skipstjóri sér um að koma mjölinu til fjögurra landa. P A\ístartarar UH V ALTERNAT0RAR Nýir og verksmiðjuuppgerðir CAV startarar og alternatorar, 12 og 24 volta, fyrir bila og báta. Viðgerða- og varahlutaþjónusta ÞYRILL Tangarhöfða 7, 2. hæð, s. 685690. P. SAMUELSSON & CO. HF. SKEIFUNNI 15 108 REYKJAVÍK SlMI (91) 687120 Mazda 323 árg. '85 sjálfsk., ekinn 30.000, Ijósblár. Verð 310.000,- Toyota Corolla Twln cam árg. ’85, ekinn 23.000, Ijósbrúnn. Verð 560.000,- Toyota Land Cruiser disil árg. '83, ekinn 100.000, beige. Verö 840.000,- Opið virka daga 9-19. Laugardaga 13-18. ATH. Höfum ýmsar tegundir bifreiða á söluskrá Daihatsu Charade árg. '83, ekinn Toyota Tercel árg. ’81, 4ra dyra, 53.000, rauöur. Verö 240.000,- sjálfskiptur, blár. Verö 210.000,- Toyota Carina árg. ’82 GL, sjálfsk., Toyota Camry GL árg. ’86, ekinn ekinn 68.000. Verð 320.000,- 6.000, Ijósgrænn. Verð 570.000,- Toyota Corolla Liftback árg. ’84, Toyota Tercel árg. ’85 4x4, ekinn sjálfsk., koparbrúnn, ekinn 43.000. 49.000, grár. Verð 480.000,- Verð 380.000,- Toyota Camry GL Liftback, sjálfsk., Toyota Cressida DX sjálfsk. ’82, árg. '83, vinrauður. Ekinn 54.000. ekinn 68.000, IJósblár, vetrardekk á Verð 440.000,- felgum. Verð 370.000,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.