Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGÚR 26. SEPTEMBER 1986. Stjómmál • • x>v Niðurstóður skoðanakönnunar DV: Oruggur meirihluti ríkisstjómarinnar Meirihluti ríkisstjómarinnar er um þessar mundir býsna öruggur meðal landsmanna samkvæmt skoðana- könnun, sem DV gerði um síðustu helgi. Þannig heíur það verið þetta árið, að mestu. Ríkisstjómin naut einnig meirihlutafylgis samkvæmt skoðanakönnunum.DV á síðasta ári, en sá meirihluti var naumur. Ríkis- stjómin hefur ekki haft fylgi meiri- hlutans án undantekninga. 1 skoðanakönnunum DV í október 1984 og janúar 1985 var stjómin í minni- hluta. Nú fær stjómin fylgi 45,8 prósenta af öllu úrtakinu í könnuninni, 0,9 pró- sentustigum meira en í könnun DV um mánaðamótin apríl-maí síðastlið- inn. Andvig ríkisstjóminni em nú 26 prósent, 1,3 prósentustigum meira en í maí. Óákveðnir em 17,8 prósent, 2,9 prósentustigum færri en í maíkönnun- inni. Þeir sem ekki vilja svara spum- ingunni em nú 10,3 prósent, 0,3 prósentustigum fleiri en i maí. Þetta þýðir, að nú em 63,8 prósent þeirra, sem taka afstöðu, fylgjandi rík- isstjóminni. Það er 0,6 prósentustigum færri en í maí eða nánast óbreytt. Andvígir stjóminni em nú 36,2 pró- sent þeirra, sem taka afstöðu, sem er á sama hátt 0,6 prósentustigum fleiri en í maíkönnuninni. Úrtakið í skoðanakönnuninni var nú 600 manns, þar af helmingur á Reykjavíkursvæðinu og því á sama hátt helmingur utan þess. Jafnt var skipt milli kynja. Andstaðan við ríkisstjómina var heldur meiri meðal kvenna en karla. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvíg- ur ríkisstjóminni? -HH Niðurstöður skoðanakönnunarinnar um fylgi ríkisstjórnarinnar urðu þessar. Til samanburðar eru niðurstöður fyrri DV-kannana á kjörtímabilinu: nú mai '86 jan '86 sept. '85 júni '85 mars '85 jan. '85 okt. '84 maí '84 mars '84 okt. '83 fylgjandi 275 eða 45,8% 44,7% 35,0% 34,8% 36,7% 40,0% 35,0% 34,0% 49,5% 56,8% 48,2% Andvígir 156 eða 26,0% 24,7% 31,0% 32,7% 31,3% 37,8% 41,0% 38,5% 23,7% 17,2% 27,7% Óákveðnir 107 eða 17,8% 20,7% 26,7% 27.5% 23,7% 15,8% 13,3% 16,8% 19,2% 21,5% 20,7% Svara ekki 62 eða 10,3% 10,0% 7.3% 5.0% 8,3% 6.3% 17,7% 10,7% 7,7% 4,5% 3.5% Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: nú mai '86 jan. '86 sept. '85 júní '85 mars '85 jan. '85 okt. '84 maí '84 mars '84 okt. '83 Fylgjandi 63,8% 64,4% 53,0% 51,6% 53,9% 51,4% 46,1% 46,9% 67,7% 76,8% 63,5% Andvigir 36,2% 35,6% 47,0% 48,4% 46,1% 48,6% 53,9% 53,1% 32,3% 23,2% 36,5% Glórulaus uppbygging graskögglaverksmiðja - segir Páll Ólafsson, eini einkaaðilinn í þessari starfsgrein „Maður spyr sig stundum hvort þessir menn á alþingi séu með réttu fjármálaviti," sagði Páll Ólafsson, bóndi að Brautarholti á Kjalamesi, en þar rekur hann ásamt bróður sínum graskögglaverksmiðju, þá einu í landinu sem ríkið á ekki. Fram kom í DV í gær að 60 milljóna gjaldþrot vofir yfír þriggja ára gamalli graskögglaverksmiðju, Vallhóhni hf. í Skagafirði, sem að þrem fjórðu er eign ríkisíns. Fjórar aðrar graskögglaverk- smiðjur, sem em alfarið í eigu ríkisins, töpuðu samtals 38 milljónum króna í fyrra. Meginskýringin á þessum erfiða rekstri er einfaldlega sú að ekki er þörf fyrir framleiðslu allra verksmiðj- anna sex í iandinu. Tilkoma Vallhólms leiddi til þess að miklar umframbirgð- ir grasköggla mynduðust í landinu. Þingmenn börðust um að fá verksmiðju „Þetta öngþveiti er ekki alfarið Vall- hólmi að kenna. Salan á árunum 1978 til 1982 var nokkuð góð og aukning í sölunni. Þó vom alltaf til óseldar birgðir á hverju ári. Það er offram- leiðsla í landbúnaðinum sem veldur því að það verður minni þörf fyrir grasköggla," sagði Páll. „Þetta var vitað áður en farið var út í að byggja Valihólmsverksmiðjuna. Þá vom meira að segja áform um að byggja tvær nýjar verksmiðjur til við- bótar að svipaðri stærð, í Þingeyjar- Páll Ólafsson bóndi við hluta af gras- kögglafjallinu í landinu. DV-mynd KAE sýslu og í Borgarfirði. Það var búið að stofha hlutafélag um báðar verk- smiðjumar. Þeir börðust um það þingmennimir á þessum stöðum hvaða verksmiðju ætti að byggja fyrst, Vallhólm eða hin- ar verksmiðjumar. Þetta var glóm- leysi.“ Ragnar Arnalds og Pálmi Jónsson feður Vallhólmsverk- smiðjunnar „Þeir þingmenn sem beittu sér mest fyrir byggingu Vallhólmsverksmiðj- unnar vom Ragnar Amalds og Pálmi Jónsson. Þeir em feður þessarar verk- smiðju, Ragnar sem fjármálaráðherra og Pálmi sem landbúnaðarráðherra. Þeir vom varaðir við því á sínum tíma að markaðurinn tæki ekki við þessu framleiðslumagni. Markaðurinn er svona um fimm þúsund tonn á ári. Hann er búinn að vera það undanfarin tvö ár. Afkasta- geta verksmiðjanna í landinu er hins vegar sextán þúsund tonn. Mér sýnist á öllu að það sé ekki pláss fyrir vöm nema þriggja verksmiðja. Það er erfitt að kveða upp dóm en mér finnst að þeir menn, sem valdið hafa öngþveiti í framleiðslunni, eigi að taka skaðann á sig.“ Stöðva verður þrjár verksmiðj- ur „Mér sýnist að það verði að stöðva framleiðslu þriggja verksmiðja. Eina ráðið er að stöðva Flatey í Austur- Skaftafellssýslu, Gunnarsholt og Vallhólm. Bara gömlu birgðimar frá fyrra ári em milli sjö og átta þúsund tonn. Við bætist nú framleiðslan í sumar sem er tæp sex þúsund tonn. Þá hefur vand- inn aukist vemlega. Ég á náttúrlega erfitt með að segja á prenti að ég eigi rétt en ekki hinir. En rfkið hefúr haft forgöngu um að yfirbyggja þessa framleiðslugrein og þá er eðlilegt að það taki skaðann á sig en ekki hinir. Það er alveg ljóst að alþingi og ráð- herrar imdanfarinna ríkisstjóma hafa tekið ákvarðanir um að yfirbyggja þessa framleiðslugrein og þá er eðli- legt að þeir taki skaðann. Fóðuriðjan í Ólafsdal á rétt á sér. Hún er ekki stór og er á markaðs- svæði sem er Vesturland. Og hún er sú stærðareining sem bændur ráða við að kaupa. Stórólfevallaverksmiðjan er á góðu markaðssyæði, Suðurlandi. Hún hefur þurrkað kom og blandað kúafóður með grasmjöli í. Eg held að þessi verk- smiðja eigi skilyrðislaust að ganga áfrarn." Tvöfalt fleiri starfsmenn en þurfti „Ráðherra skipaði snemma á árinu 1985 níu manna nefhd til þess að leita eftir ráðum til að leysa vandamál rík- isverksmiðj anna. Ráðið sem hún kom með í fyrra var að þær fengju 24 milljónir að láni með ríkisábyrgð. Þar af fékk Vallhólms- verksmiðjan 12 milljónir og hinu var skipt á milli hinna ríkisverksmiðj- anna. Ráðið í vor var að framleiða fjögur þúsimd tonn í ríkisverksmiðjunum, fyrir utan Vallhólm. Þama var komin fjögur þúsund tonna framleiðsla úr ríkisverksmiðjunum og svo Vall- hólmsverksmiðjan sem myndi efalaust framleiða þúsund tonn, eins og hún gerði. Það var náttúrlega eðlilegt að ég spyrði mig þá: Hvar eiga smáfuglamir að vera eða mín verksmiðja? Átti hún ekki tilverurétt? Það fór eins og ég spáði. Framleiðsl- an í sumar er orðin sex þúsund. Þessi fjögur þúsund tonn var hægt að framleiða í tveimur verksmiðjum, í Fóðuriðjunni í Ólafsdal og Stórólfe- völlum. Og ef ég á að hafa einhvem rétt, þúsund tonn, þá var kominn markaðurinn, fyrir utan birgðimar, sem voru óseldar frá hinum árunum. í þessum tveim verksmiðjum hefði verið hægt að framleiða þetta magn með 20 til 25 mönnum en með því að setja fjórar verksmiðjur í gang þurfti 40 til 45 menn. Og þá sjáum við hversu raunhæfar tillögur þessara manna voru.“ Landgræðslan fjármagnaði áburðarkaupin „Gífúrleg samkeppni um hinn litla markað er nú á milli verksmiðjanna og undirboð mikil. Til dæmis hirti Fóður og fræ í Gunnarsholti 200 tonna markað af mér með undirboði í vor. Slík var þó fjárhagsstaðan að Fóður og fræ gat ekki samið um áburðarkaup við Áburðarverksmiðju ríkisins heldur varð, samkvæmt staðfestu bréfi frá ríkisendurskoðun til mín, að láta Landgræðslu ríkisins, sem er rekin fyrir almannafé og þjóðargjöf, fjár- magna og lána sér áburð fyrir fram- leiðslu þessa árs,“ sagði Páll Ólafsson. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.