Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Blaðsíða 30
42 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1986. TINDASMELLUR VIKUNNAR OMD - (FOREVER) LIVE AND DIE (VIRGIN) Hér fara þeir hreint á kost- um, strákarnir í OMD. Þetta lag er dálítið gamal- dags í stílnum, margbreytt- ar raddanir og kórar, og öðruvísi en allt annað sem er á boðstólum í dag. AÐRAR EFNILEGAR TALKING HEADS - WILD WILD LIFE (SIRE) Þetta er kannski dálítið meira en efnilegt lag, það er einfaldlega stórgott. Stíllinn er hefðbundinn Talking Heads, melódían pottþétt og engu ofaukið. BIG COUNTRY - ONE GREAT THING (MERCURY) Sekkjapípugítarinn í lög- um Big Country er alltaf jafnheillandi og hann fær að njóta sín í þessu þrumu- góða lagi. Trommuleikur- inn er sömuleiðis mjög áberandi, kraftmikill og drífandi. PETER GABRIEL - IN YOUR EYES (GEFFEN) Þeir eru óneitanlega nokk- uð svipaðir í tónlistinni, þeir fyrrum Genesis félag- amir Peter Gabriel og Phil Collins. Hér er Gabriel á * ferðinni með Ijúft lag, ekki beint ballaða en á rólegu nótunum. Þetta er mjög fallegt lag og er enn ein rósin í hnappagat Gabriels. BOBBY HARRISON - GUID- ING LIGHT (ÍSBROT) Gamli Procol Harum trommarinn og íslandsvin- urinn Bobby Harrison er kominn út á plast og þetta er þægilegasta lag, frekar rólegt með léttu jassívafi, enda aðstoðarmenn Bobbys íslenskir jassarar. Kemur á óvart. CAMEO - WORD UP (MERCURY) Þetta er eitt af fáum diskó- fönk lögum sem hægt er að hlusta á án þess að vera að dansa, þetta lag er ekki eins grjóthart og mörg þessara diskófönklaga og hefur auk þess sér til fram- dráttar þokkalegt viðlag. BON JOVI - YOU GIVE LOVE A BAD NAME (MERCURY) Þungarokk í melódískum dúr, Bon Jovi fer troðnar slóðir og tekst bara þokka- lega upp. -SþS- Hinir & þessir - Þetta er náttúrlega bilun Miðlungsgóð bilun Safhplötur eru misjafiilega skemmti- legar eins og aðrar plötur þrátt fyrir að á þeim sé leitast við að safna sam- an vinsælum lögum og væntanlegum smellum. Það sem gildir er að vera framsýnn og veðja á væntanlega smelli sem eru að slá í gegn um líkt leyti og platan kemur út. Og þetta hefúr heppnast að vissu marki á plötunni Þetta er náttúrlega bilun og að vissu marki ekki. Sum laganna á plötunni eru greini- lega tekin með skyldunnar vegna en ekki vegna geysilegra vinsælda um þessar mundir og á það sérstaklega við um íslensku lögin sem öll eiga vin- sældimar að baki. Ef við rennum í snarheitum yfir plöt- una þá sóma fyrstu þrjú lögin sér vel, So Macho að vísu á síðari hluta vin- sældaskeiðsins, We Don’t Have To er í mikilli sókn en Boris Gardiner farinn að dala aðeins. Lagið með Söndru skil ég ómögu- lega, það hlýtur að hafa villst inn á plötuna fyrir einhvem misskilning. Bítlavinafélagið er liðin tíð og Phil Fearon sló aldrei í gegn hérlendis og gerir vart úr þessu. Og Fimmtán ára á fostu er fallið. Sama er að segja um Hestinn en Calling all The Heroes náði aldrei fótfestu héma. Human er nokkuð vinsælt en Samantha Fox á enn eftir að ná eyrum íslendinga. Sho- Weather Report - This Is This Komnir í þvot? This Is This er, að því er undirritað- ur best veit, sextánda plata Weather Report og það kæmi ekki á óvart þótt hún yrði einnig sú síðasta. Það er margt sem bendir til þess. Það eru nú liðin fimmtán ár síðan Joe Zawinul og Wayne Shorter stofhuðu þessa tímamótahljómsveit. Síðan þá hefur mikið vatn mnnið til sjávar. Mikið hefur verið um mannabreytingar, að undanskildu tveimur fyrmefndu. Þeir hafa alltaf staðið saman og em ábyrg- ir fyrir þeirri ágætu tónlist sem Weather Report hefur ffamleitt og engir hafa staðið þeim ffarnar á þessu tímabili í rafmögnuðum jassi. En nú virðast vera teikn á lofti um ffamtíð Weather Report. Wayne Shorter er kominn með eigin hljóm- sveit og sólóplötur em væntanlegar eða komnar með þeim báðum. Og This Is This gæti svo sem eins verið sólóplata Zawinul. Því aldrei áður hef ég heyrt Shorter koma jafn lítið fram á plötu með Weather Report. Zawinul er aftur á móti höfundur flestra laga og þótt lögin geti i heild talist í lík- ingu við fyrri lög hljómsveitarinnar, þá hafa áhrif Zawinul sjaldan verið eins sterk. Það hafa orðið tiltölulega litlar mannabreytingar á Weather Report síðan undirritaður heyrði síðast í þeim. Var það á hinni ágætu skífu Procession sem kom út fyrir tveimur árum. Mino Cinelu sér um ásláttar- hljóðfæri og Victor Bailey er á bassa, en gamall Report-maður, Peter Ersk- ine, hefur tekið sæti Omars Hakim á trommur sem kominn er í hljómsveit Sting. Og til að lífga upp á tónlistina er Carlos Santana mættur með gítar- inn í tveimur laganna. Samt er það nú svo að þrátt fyrir þennan ágæta mannskap er deyfð yfir tónlistinni sem kannski má rekja til áhugaleysis. Lögin hafa oftast verið betri og þótt einstaka hljóðfæraleikari standi sig vel í stykkinu þá rennur platan út í flatneskju sem sjaldan er að heyra hjá Weather Report. Greini- legt er að tónlistin á This Is This er undir afrískum áhrifúm sem hvergi eru sterkari en í Face The Fire og Jungle Stuff Part H. Þar gefst Zawinul tæki- færi tii að nýta sér þá einstöku tækni sem hann býr yfir í meðferð hljóm- borðs. Og eins og áður sagði er hlutur Zawinul stór á This Is This. í Shorter heyrir maður ekki í nema helming laganna og hefúr hann oftast verið betri. Ef taka ætti einhver lög ffam yfir önnur, þá er vert að nefna Up- date, þar sem hljómsveitin nær sér einna best á strik og Jungle Stuff Part H sem er virkilega heillandi bragur. Gítarleikur Carlos Santana er áber- andi í tiltillaginu, This Is This, og The Man With The Copper Fingers. Hefur hann sterk áhrif á þessi lög sem gera þau rokkaðri en maður á að venjast frá Weather Report. This Is This er því í heild nokkuð ójöfri og það sem styrkir þann grun að þetta sé svanasöngur hljómsveitar- innar er að myndin sem fylgir grein- inni, þar sem þeir Zawinul og Shorter takast í hendur eins og þeir séu að kveðjast eftir farsælt samstarf, en ein- mitt sú mynd prýðir This Is This. HK. ut er gleymt og grafið fyrir löngu og Útihátíðin og Kjaftakerlingin eru fallnar stjömur. Það skal auðvitað tekið fram að vin- sældir laga segja ekkert til um gæði þeirra eins og kunnugt er og vinsæld- imar því ekki neinn mælikvarði á gæði. Og þess vegna er það líkast til bæði vegna gæðanna og vinsældanna sem safnplötur af þessu tæi seljast jafii vel og raun ber vitni. Ég fyrir mína parta set Þetta er náttúrlega bilun í miðlungsflokk safn- platna. -SþS- SMÆLKI Sælnúí. . .tíSittla rokksveit- in Boston, sem sló i gegn með braki og brestum fyrir niu árum og allir héidu hætta fyrir löngu, er tiú aö skrióa fram i dagsljósió á ný. Og viðtökurnar ætla að verða meiri báttar. til dæm- is fór ný smáskifa með hljómsveitinni beint i 51. sæti bandariska vinsælda- listans. !\lý breiðskifa kenuir útnú í vikunni og svo er baraaósjáhvorthúnfær ámóta viðtökur og fyrsta plata Boston en sú plata er söluhæsta fyrsta piata hljómsveitar, seldist i rúm- lega átta niilljónum ein- taka. . .John Oates, félagi Daryl Hall. er nú að spá í að fara að fordæmi félaga síns og gera eina plötu prí- vat og persónulega. Hann segir að góðar viðtökur sóló- plötu Daryl Hall geri það liklega aö verkum að Hall hafi áhuga á eigin tónleika- ferð og á meðan hafi hann (þ.e. Oates) tíma tif aó vinna að eigin plötu. Vió sjáum hvaðsetur. . Fötluð börná vesturströnd Bandarikjanna eiga von á glaðningi á næst- unni í formi hárra fjárupp- hæða. Fyrir dyrum stanria ar þar sem ekki ómerkari menn en Bruce Springsteen, Tom Petty, Neil Young. Don Henley og IMils Lofgren koma fram. . .Gömlu apakettirnir The Monkees hafa að undan- förnu verið að upplifa riýrðardagana aftur á heiina- slóðum en hljómsveitin var endurreist að mestu ekki alls fyrir löngu og hefur feng- iðglimrandiviðtökur. Einn apakattanna upphaflegu tek- ur ekki þátt í veislunni nú, þaó er Michael Nesmith, sá eini þeirra sem hefur náð að skapa sér nafn senr tónlist- armaóur upp á eigin spýtur. Hann stóóst þó ekki mátið um daginn er hann kom á tónleika gömlu félaganna í Los Angeles og sippaói sér upp á sviðíö og tók lagið með gömlu vinunum við geysilegfagnaóarlæti, áheyrenda. . The Smiths hættu ttýverið við fyrtrhug- aóahljómleikaferðtil Battdaríkjaitna; voru reyndat komnir vestur um hal þegar söngvari hljómsveitarinnar, Morryssey, fékk barkabólgu eða raddbattdakvef og siteru smiðirnir þá afturtil Eng- lands. . Og Bitlarnir haltla áfrant að marséra upp bandariska vinsældalistann. Twist And Shout er nú kom- ið i 23. sæti listans og er enn á uppleió. . .sæl aó

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.