Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1986. Frjáist.óháð dagbiað Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Nýtur góðærisins Ríkisstjórnin heldur ávinningi þeim, sem hún fékk eftir kjarasamninga síðastliðinn vetur. Fylgi stjórnar- innar er með mesta móti. Hún nýtur stuðnings verulegs meirihluta þjóðarinnar, nær tveggja þriðju þeirra, sem taka á annað borð afstöðu. Þetta sýnir skoðanakönnun DV nú. Athyglisvert er að skoða, hvernig fylgi stjórnarinnar hefur breytzt á kjörtímabilinu. Til dæmis kemur fram, að fylgi hennar nú er svipað og var nokkrum mánuðum eftir að stjórnin kom til valda. Ríkisstjórnin hafði stuðn- ing 63,5 prósent þeirra, sem tóku afstöðu í DV-könnun í október 1983. Þá hafði stjórnin gripið til harðra að- gerða gegn verðbólgu. Aðgerðirnar fólust einkum í kjaraskerðingu. Meirihluti landsmanna studdi þessa tilraun, langþreyttur á aðgerðaleysi gegn verðbólgu. Talað var um hveitibrauðsdaga ríkisstjórnarinnar. Nokkru síðar voru gerðir hófsamlegir kjarasamningar. Stjórnin naut góðs af. Fylgi hennar fór upp í 76,8 pró- sent og hefur aldrei aftur orðið jafnmikið á kjörtímabil- inu. Meirihluti ríkisstjórnarinnar var áfram góður, til dæmis fékk hún 67,7 prósent í maí 1984. Síðan syrti í álinn fyrir stjórnarliðið. Vinnudeilur haustið 1984 drógu mjög úr stuðningi við ríkisstjórnina, og komst hún í minnihluta um það leyti. Það ástand stóð fram á árið 1985. Ríkisstjórnin komst aftur í meirihluta á síðasta ári, en meirihlutinn var naumur, stundum ekki marktækur. Þannig stóðu mál samkvæmt skoðanakönnunum, allt þar til umskipti urðu við kjarasamningana í febrúar síðastliðnum. Ekki er ástæða til að fjölyrða um samningana. Þeir voru vissulega umdeildir, en mikill meirihluti lands- manna mun hafa skilið, að með þeim var gerð hin merkasta tilraun í efnahagsmálum. Þessir samningar höfðu afgerandi áhrif á fylgi ríkis- stjórnarinnar. Það fór upp í 64,4 prósent þeirra, sem tóku afstöðu í DV-könnun um mánaðamótin apríl-maí. Könnunin nú sýnir, að þetta ástand helzt óbreytt að kalla. Landsmenn hafa vegið og metið aðgerðir ríkis- ’ stjórnarinnar í framhaldi af samningunum. Meginmáli skiptir, hvort menn komast að þeirri niðurstöðu, að rík- isstjórnin hafi séð til þess, að markmið samninganna næðust. Það er mjög umdeilt, en að líkindum telur meirihlutinn nú, að ekki beri að refsa stjórninni fyrir þau frávik, sem orðið hafa frá tilgangi kjarasamning- anna. Að sjálfsögðu er það fyrst og síðast góðærið, sem viðheldur miklu fylgi ríkisstjórnarinnar. Stjórninni er ekki nema að litlu fyrir það þakkandi. Kjarasamning- amir vou einnig gerðir við þær aðstæður, að olíuverð hafði lækkað og útflutningsverð afurða okkar hækkað. Útflutningsverðið hefur enn hækkað og rennt stoðum undir tiltölulega stöðugt gengi krónunnar. Kaupmáttur tekna hefur farið vaxandi í framhaldi af þessu. Þótt ríkisstjórninni hafi orðið sitthvað á, sýnir skoð- anakönnunin, að hún nýtur þess góðæris, sem ríkir og varðveitir árangur kjarasamninganna. Fylgi ríkis- stjórnarinnar er vissulega mikið og nokkurt einsdæmi svo seint á kjörtímabili. Því skiptir enn miklu, að ríkis- stjórninni sé hvarvetna veitt mikið aðhald, svo að árangurinn spillist ekki frekar en orðið er. Haukur Helgason. „Það var Árni Magnússon sem fékk íslendinga til að hætta að borða bækur með þessari fleygu setningu: Ekki verður bókvitið i askana látlð.“ Björgun bókarinnar Góðir íslendingar, góðan og bless- aðan daginn og gangi ykkur nú alltaf allt í haginn. Ó, ég varð svo undur glaður í vi- kunni sem leið þegar sú fregn barst íslensku þjóðinni, fyrst á öldum ljós- vakans og síðan í öðrum fjölmiðlum að nú stæði til að bjarga bókinni og auka veg hennar hérlendis. Stofhuð hafði verið björgunarsveit vaskra manna, já og meira að segja kona í hópnum. Það hefur lengi verið vitað að það er óskaplega aðkallandi að bjarga bókinni, ekkert síður en selum og hvölum, rostungum, hafeminum, geirfuglinum og gömlum húsum. En sá er bara vandinn mestur, þegar einhverju þarf að bjarga, hverjir helst geta orðið til þess að bjarga því sem bjargað verður. Við - sá hluti Islendinga sem er hugsandi menn - getum orðið á eitt sáttir um það að í björgunarsveit Bókasambands íslands sé valinn maður í hverju rúmi, já og kona. Hverjir ættu svo sem að geta bjargað bókinni og aukið veg hennar ef ekki: fulltrúi bókaútgefenda, fulltrúi bókavarða, fulltrúi prentiðnaðarins, fulltrúi Hagþenkis, íúlltrúi bóka- verslana, fulltrúi bókagerðarmanna og fúlltrúi gagnrýnenda. Og ætti ekki að koma að sök þótt fulltrúi rithöfunda fengi að fljóta með. Full- trúar lesenda eiga þarna lítið erindi, enda ekki tilkvaddir. Vafalaust ill- finnanlegir á Islandi. Gaman hefði verið ef textílhönn- uðir og fulltrúar batíklistamanna, félagsmáladeildar, uppeldisfræð- inga, atferlisfræðinga, æskulýðsráðs og bamavemdarráðs hefðu fengið að vera þama með en ekki verður á allt kosið. Reynslan sýnir að það getur verið til trafala að hafa björg- unarsveitir of fjölmennar, sérstak-. lega þegar hver höndin er upp á móti annarri eins og vill brenna við þegar bækur og bókmenntir eru annars vegar. Góð einartgrun Það er háttur vor íslendinga, sem erum hugsandi menn, að rýna sér- hvert mál ofan í kjölinn og þess vegna brennur sú spuming á oss hvers vegna það sé svo brýnt að bjarga bókinni og auka veg hennar. Þá er það fyrst til að taka að nota- gildi bóka er ekki bara ótvírætt, heldur og margþætt. Það vita þeir einir sem bera gæfu til þess að hafa veggi þakta bókum heima hjá sér að betri hljóðeinangr- un gefst ekki. Þá em bækur svo frábær hitaeinangrun að þá útveggi sem bækur þekja er hrein fordild að hitaeinangra, hvort sem vera kynni Kjallarinn Flosi Ólafsson leikari með sagi, hálmi, steinull eða frauð- plasti. Allir sem yndi hafa af góðum bók- um vita líka að ekki getur fegurra veggskraut en langar raðir af upp- hleyptum og gylltum bókakjölum. Bækur vekja líka óblandna virðingu og bækur em nauðsynlegar til að halda sjóninni því blindur er bók- laus maður. Og að lokum má svo geta þess, svona í framhjáhlaupi, að bækur er hægt að lesa þó þeim fari nú fækk- andi sem láta sér detta slíkt í hug. Stórhættulegur Mér finnst mér beri skylda til þess að geta þess hér að bækur geta líka verið stórhættulegar, einkum í rúmi. Hættulegustu bækur sem ég á em tvímælalaust Helgafellsútgáfumar af ljóðum Jónasar Hallgrímssonar og Heimskringlu eftir Snorra Sturlu- son. Þungar bækur í vöfum með þykkum spjöldum og oddhvössum homum sem geta, ef þeirsem í rekkj- unni liggja ugga ekki að sér, valdið umtalsverðum áverkum, einkum á augum og nefi. Eina bók á ég sem er sannkölluð slysagildra í rúmi en það er „Hinn guðdómlegi skrípaleik- ur“, Divina Comedia, eftir Dante, allir þrír hlutarnir: Infemo Purgat- ori og Paradís í einu bindi með myndskreytingum frá Helvfti, Hreinsunareldinum og Paradís. Það þarf heljarmenni til að valda þessari bók við bestu hugsanlegu skilyrði en þegar afstaða manns til byrðar- innar er lárétt er manni sjálfúm og rekkjunautum voðinn vís. Satt að segja höfum við heiðurshjónin, ég og konan mín, ekki alltaf sloppið ósár út úr viðskiptunum við þessa níðþungu og oddhvössu bók. Því nefni ég þetta hér, góðir ís- lendingar, að vert er að hafa í huga að jafnbiýnt virðist að koma í veg fyrir það að maðurinn tortími bók- inni eins og að bókin tortími manninum. Bækur étnar Um leið og vér, góðir íslendingar, óskum björgunarsveit bókarinnar alls velfamaðar í starfi með von um að björgunaraðgerðirnar verði til þess að bókin komist að endingu farsællega heil í höfn skulum vér vera minnugir þess að oft hefur horft óvænlegar fyrir bókinni á íslandi gegnum aldimar heldur en núna. Islendingar em hættir að gera sér skótau og skjólflíkur úr bókum. Annað betra efni til fatagerðar er komið í staðinn fyrir bókfell. Önnur hætta og meiri steðjaði þó að bókinni hér á ámm áður en það var hvað íslendingum þótti hún góð til matar. Bækur vom étnar. á Is- landi í aldaraðir. Það var svo Ámi Magnússon sem fékk íslendinga til að hætta að borða bækur með þess- ari fleygu setningu: - Ekki verður bókvitið í askana látið. Á morgun verður ráðstefna á Hót- el Loftleiðum sem nefnd er Bókaþing 1986 og yfirskrift hennar er „Bóka- þjóð á krossgötum". Þar verða málin áreiðanlega reifuð og rannsökuð, starfað í nefndum með hópefli að leiðarljósi í hnitmiðaðri grúppu- vinnu. Ályktanir og álitsgerðir munu líta dagsins ljós. Og vonandi finnst á þessari ráðstefnu lausnin á þeirri ráðgátu hvers vegna íslend- ingar séu hættir að lesa bækur og ráð til að auka veg bókarinnar á íslandi. Sjálfur hef ég lausnina og höndlaði hana með hugljómun í gærkvöldi þegar barnabamið mitt kom til mín og sagði: Af hverju er aldrei ekki nein bamabók neitt skemmtileg? Það er nefnilega það, góðir hálsar. Ef íslendingar ætla að bjarga bók- inni og vilja veg hennar meiri þá er besta ráðið til þess að skrifa skemmtilegri og betri bækur. Flosi Ólafsson Morgunhugvekja Flosa Ólafssonar sl. mánudag hefur vakið talsverða athygli og birtist hún hér með leyfi höfundar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.