Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1986. Spumingin Lesendur Ætlarðu að skemmta þér um helgina? Bryndís Malmo afgreiðslustúlka: Ég býst ekki við að fara neitt, þó gæti verið að ég færi eitthvað út úr bæn- um. Berglind Gylfadóttir afgreiðslu- stúlka: Það er aldrei að vita, það væri athugandi að fara á ball eða í bíó. íris Arthúrsdóttir nemi: Já, alla vega eitthvað, eins og bíó eða ball, en það kemur allt í ljós um helgina. á Arnar Guðlaugsson: Líklega, það fer eftir því hvað er að gerast um helg- ina. Erla Traustadóttir: Ég ætla á Borg- ina, skemmti mér alltaf vel þar. íva Elíasdóttir: Ég veit ekki, það fer eftir því hvað er á boðstólum. Okkur vantar hugsjóna- menn inn á alþingi Kristján Pétursson skrifar: Svo virðist sem langflesta stjóm- málamenn skorti skilning á hlutskipti sinu sem alþingismenn og þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir. Þetta kemur til dæmis fram í framkvæmd stjómar- sáttmála ríkisstjóma, ályktana á flokksþingum stjómmálaflokkanna og verkum einstakra þingmanna. Flokks- ræðið virðist draga úr athafnagetu þingmanna og markar verksviði þeirra allt of þröngar skorður. Ákveðið frjálsræði, og að menn geti starfað samkvæmt sannfæringu sinni, er hveijum einstaklingi nauðsynlegt ef hann á að geta nýtt hæfileika og fram- kvæmdagetu sína. Almenningur er að sjálfsögðu sár og vonsvikinn með hvemig ýmsir veigamiklir málaflokk- ar fá 'litla sem enga umíjöllun og tímans tönn fær þar engu um breytt. Séu þingmenn spurðir álits á slíkum málum svara þeir því oftast til að hann .eða hún sé bara eitt atkvæði á al- þingi. Það gleymist alltof oft að „bara“ einn duglegur og röggsamur þing- maður getur haft gífurleg áhrif á almenningsálitið í landinu ef hann lætur til sín taka rétttlætismál sem varðar heill lands og þjóðar og heldur ótrauður áfram baráttu sinni þó að á móti blási. Þjóðina vantar slíka bar- áttu- og hugsjónamenn inn á alþingi íslendinga en ekki menn sem stöðugt lofa að gera þetta og hitt og þar við situr. Tökum nokkur dæmi sem skýra þetta á ótvíræðan hátt. Skattsvik em og hafa verið landlæg plága sem allir stjómmálaflokkar telja sig vilja uppræta. Umræður þar að lútandi hafa staðið áratugum saman, en aldrei hefúr verið unnið að úrlausn þessa vandamáls af neinni alvöm, orð- in ein mega sín þar lítils. Varla ætti almenningur í landinu að vera skatt- svikum fylgjandi því um 75% þjóðar- innar em launþegar sem vinna hjá öðrum og greiða því eðlilega skatta af sínum launatekjum, en atvinnurek- endur greiða almennt litla sem enga skatta enda samkvæmt nýgerðri könnun tekjulægstu þegnar þjóðfé- lagsins. Allir sjá þó að flestir þeirra sem em í atvinnurekstri eiga marg- faldar eignir umfram venjulegt launa- fólk og lífsþægindi þeirra í formi ferðalaga og hvers konar munaðar em í engu í samræmi við uppgefhar launa- tekjur. En hvemig stendur á því að atvinnurekendur hafa komist upp með slík skattsvik áratugum saman? Ekki em teljandi vandkvæði að sanna sök enda hafa þessir skattleysingjar bein- línis í gegnum árin stillt sönnunar- gögnum upp í formi glæsilegra húseigna og bíla fyrir framan nefið á skattaeftirlitinu í landinu, þar sem lengst af hefur ekki borgað sig að eiga peninga í bönkum á íslandi. Það er skylda ykkar þingmanna að sjá til þess að þessi meinsemd verði skorin burt með hertu eftirliti og ströngum viðurlögum við skattbrotum. Fíkniefnaneysla er þegar orðið vem- legt og vaxandi vandamál hérlendis, þar sem þúsundir ungmenna neyta fíkniefna og fjölmörg heimili eiga um sárt að binda af þeim sökum. Einnig í þeim efnum em þingmenn sammála um að gera þurfi stórt átak bæði í aukinni löggæslu á því sviði, með- ferðastofíiun fyrir fíkniefriasjúklinga og aukinni fræðslu. Þama virðist ríkja sama dugleysið og í skattsvikamálun- um. Stjómmálamenn ræða þessi vandamál einkum fyrir kosningar og láta þar við sitja, síðan fara þessi mál til umfjöllunar til duglausra embættis- manna í ráðuneytunum, þar sem málin dagar uppi. Nú em liðin um 15 ár síð- an fyrst var vakin athygli á þessum vanda og lagðar fram tillögur um raunhæfar aðgerðir lögreglu og dóms- yfirvalda til að spoma við þessari óheillaþróun, almenningur er þess vel meðvitandi að þessi mál em vægast sagt í mesta ólestri bæði er tekur til skipulags löggæslu, fræðslu og með- ferðar sjúkra. Hafskipsmálið er einnig dæmigert um það pólitíska siðgæðis- og athafnaleysi sem ríkir hér á landi. Olíumálið, Klúbbmálið, nú kaffi- baunamálið og fleira hafa sýnt okkur í gegnum tíðina að ákveðin pólitísk hagsmunasamtök hafa haft afgerandi áhrif á meðferð og framkvæmd alvar- legustu tegunda fjársvikamála. í þessum efhum er vegið að einum helg- asta og veigamesta þætti lýðræðis- skipulagsins en stjómmálamenn virðast láta sér nægja að muldra at- hafhalausir hver í sínu homi í stað þess að berjast sleitulaust gegn þessu siðlausa „undirheimakerfi". Hinn almenni kjósandi ræður með atkvæði sínu hvaða menn veljast til setu á alþingi. Látið ekki blekkjast af fagurgala óvandaðra auðhyggju- og ofstækisafla, reynsla fortíðarinnar er sá raunhæfi mælikvarði sem hægt er að byggja á. Hvers eiga veik bóm að Ólöf Bjömsdóttir skrifar: Hvers eiga veik böm að gjalda? Á dagvistarstofnunum er líkamlegum og andlegum þörfum bama sinnt. En hvað er gert á stofnunum þegar ekki 'er hægt að sinna andlegum þörfum bama, hvað þá sjúkra? Er hægt að sætta sig við að þeim sé einungis þveg- ið og gefinn matur? Böm sem ekki geta tjáð sig vegna slysa eða veikinda eiga ekki að liggja að mestu afskipta- laus. Þau þurfa mikla örvun og líf í kringum sig, blíðu og skilning. Á þeim tveim mánuðum sem ég dvaldi hjá bami mínu á Bamadeild Hringsins allan sólarhringinn varð ég oft vör við mikla manneklu sem ætti ekki að eiga sér stað á deild þar sem mörg böm, sem ekkert geta tjáð sig, em. Mitt bam leið ekki vegna þessa því ég gat verið hjá því allan sólar- hringinn og annast það. Ég skrifa ekki út af mínu bami heldur öllum hinum sem ekki geta haft annað hvortforeld- rið hjá sér alltaf. Það er erfitt að hugsa til þess að líkamlegri og andlegri umönnun sé ábótavant þar sem veik böm þurfa að dvelja langdvölum. Það em mjög ör skipti hjúkrunarfræðinga á spítölum sem er ekki skritið ef tekið er mið af launum því þeir virðast ein- „Það er kominn tími til að athuga hvað veldur manneklu á barnadeild- unum,“ segir Ólöf. ungis vinna af hugsjón. Þetta hlýtur að vera mjög erfitt fyrir bömin, að þurfa alltaf að finna ný handtök og sjá ný andlit. Það er kominn tími til að athuga hvað veldur manneklu á bamadeild- unum og viðurkenna orsakimar. Of lág laun miðað við vinnu. Það er mjög mikið á starfsfólkið þama lagt. Við viljum úrbætur. fólki á skemmtistöðum? Guðlaug Haraldsdóttir hringdi: Ég ætlaði á skemmtistaðinn Sigtún fyrir ca þremur mánuðum og þar var tekið af mér nafnskírteinið mitt. Ég hef reynt að grafa það upp en ekkert gengur. Ég hef athugað á Lögreglu- stöðinni en skírteinið er ekki þar, einnig athugaði ég í Sigtúni og ekki fannst það þar. Mig langar að vita hvað er gert við nafhskírteini sem eru tekin af manni á skemmtistöðum? Ég hef heyrt að þau séu klippt i sundur og síðan hent. Ef það er satt, hvort það sé leyfilegt. Starfsmaður á Lögreglustöðinni svarar: Eftirlitsmenn vínveitingahúsanna fá yfirleitt öll svona skírteini í sínar hendur og em því skírteinin ekki geymd á skemmtistöðunum eða undir þeirra ábyrgð. Eftirlitsmenn koma síð- an öllum óbreyttum skírteinum til Hagstofunnar. Sé búið að breyta nafh- skírteininu eitthvað er viðkomandi boðaður á Lögreglustöðina og tekin skýrsla af honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.