Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Blaðsíða 18
18
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1986.
íþróttir
•Bilardo, landsliðsþjálfari
Argentínu.
Bilardo hefúr
hafnað góðum
tilboðum
„Ég hef fengið tilboð frá liðum a
Ítalíu, Frakklandi og V-Þýska-
landi sem eru mjög freistandi,1'
sagði Carlos Salvador Bilardo,
landsliðsþjálfari heimsmeistara
Argentínu. „Ég hef ekki tekið þeim
þar sem ég hef mestan óhuga á að
þjálfa hér í Argentínu og er til-
búinn að halda áfram með lands-
liðið fram yfir HM á Ítalíu,“ sagði
Bilardo í Buenos Aires í gær.
Bilardo sagði að sex af lykil-
mönnum Argentínu léku með
félögum í Evrópu. „Við verðum að
byggja upp nýjan landsliðshóp sem
er að mestu skipaður leikmönnum
hér heima. -SOS
MacDonald
fótbrotinn
„Ég veit aö þetta var slys og það
er ekki hægt að kenna neinum um
fótbrotið," sagði Kevin MacDon-
ald, miðvallarleikmaður Liverpool,
við fréttamenn þar sem hann lá á
sjúkrahúsi i Liverpool. Hann fót-
brotnaði í leiknum gegn South-
ampton um helgina og leikur að
öllum líkindum ekki meira með
Liverpool í vetur.
MacDonald, sem var keyptur fró
Leicester fyrir 24 milljónir, var ein-
stakiega óheppinn að fótbrotna í
leiknum því hann hafði ekki verið
innó nema 7 mínútur þegar brotið
var á honum. Það var vamarmað-
urinn, Mark Denis, sem braut á
MacDonald og hefur honum verið
legið á hálsi fyrir það. „Mér finnst
ömurlegt að hugsa til þess að ég
hafi fótbrotið einhvem en „tækl-
ingin'* var heiðarleg,“ sagði Denis
sem heimsótti MacDonald á spítal-
ann eftir leikinn. -SMJ
„Látum Liver-
pool borga “
„Við munum ekkert gefa eftir.
Liverpool verður látið greiða okk-
ur skaðabætur," sagði Sepp
Piontek, þjálfari danska landsliðs-
ins, sem er afar óhress með að Jan
Mölby kom ekki í landsleikinn
gegn Vestur-Þjóðverjum. Danir
fara fram á að fá 1,2 milljónir
króna frá Liverpool.
Þegar Liverpool keypti Mölby
var það tekið fram í samningum
hans við félagið að hann mætti
fara í níu landsleiki Danmerkur ó
ári. „Við munum láta Liverpool
standa við gerða samninga," sagði
Piontek sem er harður á að fá leik-
menn sína heim í landsleiki ef
hann óskar eftir að fá þá.
Piontek sagði að allt tal um að
Mölby væri meiddur á ökkla væri
kjaftæði. „Mölby lék á fullu í 90
mín. gegn Southampton án þess
að haltra." -SOS
Hreinsað til
hjá
Azeglino Vicini, hinn nýji landsliðs-
þjálfari Ítalíu, hefur hafið hreinsanir
í ítalska landsliðinu. Vicini valdi í gær
20 manna landsliðshóp til æfinga fyrir
vináttulandsleik gegn Grikkjum.
Hann valdi ekki tólf leikmenn sem
voru í landsliðshópi Italíu í HM í
Mexíkó.
Kappar eins og Rossi, Bruno Conti,
Gaetano Scirea, Sandro Altobelli, Gio-
vanni Galli og Marco Tardelli hafa
verið látnir fjúka. Aðeins þrír úr
HM-meistaraliði Ítalíu á Spáni 1982
eru í hópnum. Það eru þeir Cabrini,
Juventus, Galderisi, AC Milano og
Bergomi, Inter Milano.
Flestir leikmenn ítalska landsliðsins
eru undir 25 óra aldri. Sjö leikmenn
eru úr ítalska 21 árs landsliðinu. Það
er greinilegt að Vicini ætlar að yngja
landslið Ítalíu verulega upp.
SOS
ttalir opna aftur
Italir hafa aftur opnað fyrir erlend-
um knattspymumönnum þannig að 1.
deildar félögin fá tækifæri til að kaupa
nýja leikmenn fyrir næsta keppnis-
tímabil. ítalir lokuðu markaðinum hjá
sér fyrir einu ári.
Þar með hefúr opnast leið fyrir Ian
Rush að leika með Juventus næsta
keppnistímabil. Félagið var búið að
tryggja sér hann fyrirfram, keypti
Rush fyrir fimmtíu milljónir íslenskra
króna frá Liverpool.
Forráðamenn ítölsku félaganna
höfðu vonast eftir að þau mættu nota
þrjá erlenda leikmenn næsta keppnis-
tímabil. Þeim varð ekki að ósk sinni.
Kvótinn verður áfram sá sami, að fé-
lögin megi nota tvo leikmenn.
-SOS
•Amór Guðjohnsen i þann veginn að skora mark íslands gegn Sovétríkjunum
segir markið hafa verið algerlega löglegt.
r
I
■
Flakkað úr einu í annað með Ásgeiri og Atia:
• Lárus Guðmundsson.
Lárus
byrjaður
að æfa
Lárus Guðmundsson, landsliðs-
maður í knattspymu, er byrjaður
að æfa. Lárus var skorinn upp
vegna meiðsla í hné, liðbönd slitn-
uðu. „Lárus er nú að byggja upp
vöðva í fæti sem rýmuðu eftir upp-
skurðinn," sagði Atli Eðvaldsson,
fyrirliði íslenska landsliðsins, þeg-
ar við spurðum hann um Lárus.
-sos
„Mætum til
Kari-Maix Stadt“
íslendingar mæta Austur-Þjóð-
veijum næst í Evrópukeppni
landsliða. 29. október í Karl-Marx
Stadt í Austur-Þýskalandi. „Við
mætum þangað galvaskir og það
verður ekkert gefið gegn Austur-
Þjóðveijum sem okkur hefur
gengið vel gegn undanfarin ár,“
sögðu Atli og Ásgeir. -SOS
„íslensk félagslið
geta ekki leyft sér
að leika sóknarleik“
- gegn frægum eriendum félagsliðum
„Þetta vom Ijótir skellir sem ís-
lensku félagsliðin fengu í Evrópu-
keppninni. Töpin vom í stærra lagi
þegar miðað er við árangur íslenskra
félagsliða undanfarin ár. Að tapa 6-9
á heimavelli minnir mann óneitanlega
ó „Good old day’s“, sagði Ásgeir Sigur-
vinsson.
„Svona skellir eiga ekki að eiga sér
stað hér heima,“ sagði Atli Eðvalds-
son. „Þetta er ekki munurinn á áhuga-
og atvinnumannaliðum. Það er alltaf
erfitt að leika gegn áhugamannaliðum
þar sem leikmenn beijast af miklum
krafti," sagði Atli.
„Áhugamannaliðin tapa yfirleitt
ekki svona stórt á heimavelli. Laugar-
dalsvöllurinn, sem er lítill, á að koma
íslenskum liðum til góða og með vel
skipulögðum vamarleik eiga stórir
skellir ekki að koma fyrir. Það er svo
annað mál að áhugamannafélögin
eiga erfitt uppdráttar á útivöllum. Þá
leika þau yfirleitt á stærri _ völlum
heldur en þau eru vön,“ sagði Ásgeir.
„íslensk félagslið geta ekki leyft sér
að leika stífan sóknarleik gegn fræg-
um félagsliðum. Aðalatriðið er að nó
viðeigandi úrslitum. Það er svo annað
mál að það er óhætt fyrir íslensk fé-
lagslið að leika til sigurs gegn félögum
frá írlandi, Lúxemborg og jafnvel
Norðurlöndunum," sagði Atli. SOS
f
'i
„Pétur er ekki
búinn að segja
sitt síðasta orð“
- sem atvjnnuknattspymumaður
•Pétur Pétursson.
Sú spuming hefúr vaknað hvort
Pétur Pétursson fari ekki aftur í
atvinnumennsku. „Við erum vissir
um að Pétur fær aftur tækifæri til
að spreyta sig með erlendu félags-
liði. Hann á heima í atvinnu-
mennsku. Ef hann fær tækifæri
verður hann að taka sig taki og
gefa allt sem hann á. Hann verður
að gleyma deilunum sem hann
hefúr átt við forráðamenn Ant-
werpen. Hann má ekki taka þó
óánægju, sem hann upplifði hjá
Antverpen, með sér til félagsins
sem hann kemur til með að leika s
með. Við erum vissir um að Pétur c
er ekki búinn að segja sitt síðasta s
orð sem atvinnuknattspymumað- (
ur,“ sögðu þeir Ásgeir Sigurvins- i
son og Atli Eðvaldsson þegar þeir i
vom spurðir hvort þeir hefðu trú
á að Pétur væri alkominn til fs- t
lands. ]
SOS I