Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1986. 39 Hægur vandi að fá útrás fýrir áhugamálin - rætt við Ingimund Sigurpálsson, bæjarstjóra á Akranesi r Einarssan, DV, Akranesi: Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri á Akranesi. Hl*- DV-mynd Birgir „Það er nú svo í þessu starfi að það gefst ekki mikill tími til þess að sinna sérstökum áhugamálum. Hins vegar er starfið það fjölbreytt að í því er hægur vandi að fá útrás fyrir áhuga- málin. Þann tíma sem aflögu er, reyni ég að nýta sem best með fjölskyldu og vinum.“ Þetta sagði Ingimundur Sigurpáls- son, bæjarstjóri á Akranesi, er frétta- ritari DV ræddi við hann. Ingimundur er úr Reykjavík, fæddist þar fyrir þrem og hálfúm áratug og ólst upp í Laugamesinu. En hvemig skyldi hann svo kunna við Skaga- menn? „Við Skagamenn kann ég að sjálf- sögðu prýðisvel. Ef svo væri ekki hefði fjölskyldan tæplega ílenst á Akranesi þau fjögur ár sem við höfum búið hér. Sérstök einkenni á Skagamönnum se- girðu, ég veit ekki hvað skal segja um það. Að vísu hefur verið sagt um þá, eins og Akureyringa, að tíma tæki að kynnast þeim náið. Ég hef að vísu ekki orðið sérstaklega var við það, en hitt þekki ég, sem oft einkennir sein- tekið fólk, að þeir em almennt mjög raungóðir og trygglyndir. Jú, og svo hefur mér alltaf þótt það einkenna Akumesinga að þeir em duglegir að bjarga sér sjálfir, þvi hljótið þið blaða- menn hafa tekið eftir að vandamálaf- réttir em blessunarlega fáheyrðar og -séðar frá Akranesi." Nýr meirihluti - breyttar áherslur? „Eftir sveitarstjómarkosningamar í vor var myndaður meirihluti Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks en áður mynduðu hér meirihluta fulltrú- ar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Vemlegar breytingar urðu á skipan bæjarstjómar þar sem sex nýir bæjar- fúlltrúar af m'u komu nú inn. Þannig að töluverður tími hefur eflaust farið í það hjá mörgum að setja sig inn í þau mál sem í gangi em. Hinn venju- bundni rekstur hefur gengið á svipað- an hátt og áður - ég á ekki von á að breyttar áherslur komi svo mjög fram fyrr en við afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar næsta árs. Þar er stefnan mörkuð um rekstur og framkvæmdir á árinu og það er einna helst þar sem hinar póhtísku línur em skerptar, að því er mér hefur sýnst.“ í hveiju er starf bæjarstjóra fólgið? Forgangsverkefrii er að jáfhaði und- irbúningur funda bæjarráðs og bæjar- stjómar, en sá undirbúningur er fyrst og fremst fólginn í því að afla sem ....—1 1 1 1 ■ " II Trovatore á Blönduósi Baldur Danieioon, DV, HanduósL Óperan R Trovatore var sýnd í fé- lagsheimilinu á Blönduósi fyrr í þessum mánuði. Það var Tónlistarfé- lag Austur-Húnavatnssýslu sem stóð fyrir því að fá listafólk frá íslensku óperunni til þess að koma með verkið á staðinn. Og hafi menn verið eitthvað hikandi og efins um að fólk kynni að meta þetta mikla verk hvarf sá efi skjótt þegar leið á kvöldið því fólk fjöl- mennti á sýninguna, m.a. frá Sauðár- króki og Akureyri. Hér með hafa því verið rækilega kveðnar í kútinn radd- ir um að ekki þýði að bjóða lands- byggðarfólki annað en eitthvert léttmeti. Sýningin tókst í alla staði vel og var flytjendum óperunnar fagnað vel og innilega að sýningu lokinni. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem listafólk úr höfúðborginni lætur sjá sig hér norðan heiða því Þjóðleikhúsið frumsýndi leikinn „Með vífið í lúkun- um“ á Blönduósi. Er vonandi að framhald verði á viðburðum sem þess- um. Þá mætti leikhús „allra“ lands- manna, Þjóðleikhúsið, að skaðlausu veita landsbyggðinni meiri athygli og kíkja öðru hvoru upp fyrir Elliðaám- ar. bestra upplýsinga um þau mál sem taka á fyrir hverju sinni. I umfjöllun um einstök mál skiptir miklu að draga fram sem flestar hliðar máls til þess að tryggja að endanleg afgreiðsla taki tillit til sem flestra sjónarmiða og þá þarf stundum að draga fram rök sem maður er ekki endilega hlynntur sjálf- ur. Vandinn er svo sá að hætta umfjölluninni á réttum tima því það er að sjálfeögðu kjörinna fulltrúa að taka endanlega ákvörðun um af- greiðslu mála. Það er svo eitt meginverkefhi bæjar- stjóra að fylgja eftir þeim ákvörðunum sem bæjarstjóm tekur en það er gert í samstarfi og samráði við starfemenn bæjarins og stofnana hans. Auk þess má svo nefria ýmis árstíðabundin verkefni sem oft taka drjúgan tíma, svo sem gerð fj árhagsáætlunar, undir- búning fjárveitingabeiðna til Alþingis og frágang á ársreikningi bæjarsjóðs og stofnana hans, en auk þeirra koma svo ýmis tilfallandi mál til umfjöllunar sem snerta einstaka bæjarbúa, stofii- anir bæjarins og samstarf við ríki og sveitarfélög. Hvaða verkefni em framundan? Langstærsta verkefriið framundan á vegum bæjarins er uppbygging grunn- skólans en um það var gerður samn- ingur við menntamálaráðherra og fjármálaráðherra i vor. Samkvæmt samningnum á að ljúka uppbyggingu tveggja skóla hér á Akranesi á næstu átta árum og nemur framkvæmda- kostnaður rúmum 180 milljónum króna." Önnur verkefni, sem í gangi em, em framkvæmdir við útisundlaug, heima- vist Fjölbrautaskólans, þekju aðal- hafiiargarðs, landbrots- og flóðavamir, frágang opinna svæða og varanlega gatnagerð. Annað sem telja má þýð- ingarmikið fyrir Akranes en ólíklegt er að bærinn standi fyrir er bygging hótels. Það yrði vafalítið mikil lyfti- stöng fyrir bæinn ef hér yrði aukið nokkuð við gistirými og veitingaað- stöðu þannig að hægt væri að taka á Sölvi Ólafesan, DV, Stokloeyri; Nýlega tókst að ráða kennara í all- ar stöður við grunnskólann á Stokks- eyri. Að þessu sinni em átta heilar stöður við skólann sem skiptast á tíu kennara. Af þeim em sex án réttinda. móti þeim fjölmörgu sem hér þurfa að reka erindi og að stærri starfemanna- hópar þurfi ekki að leita langt út fyrir bæinn til þess að halda sínar skemmt- anir.“ Og fyrst þú talar um framtíðina get ég ekki látið hjá líða að minnast á samgöngur um Hvalfjörð. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að tímabært sé að gera athugun á hugsanlegum kostum í samgöngum um Hvalfjörð. Nú em liðin fimmtán ár síðan Hval- fjarðamefndin svokallaða skilaði frá sér skýrslu um þetta efni og er fylli- lega orðið tímabært að endurskoða kostnaðartölur fyrir brúar- og jarð- gangagerð í ljósi tækniframfara á því sviði. Þessi mál hefur oft borið á góma í viðræðum við bæði innlenda og er- lenda sérfræðinga sem hér hafa verið á ferð vegna fyrirhugaðra virkjunar- framkvæmda og gefa upplýsingar þeirra góðar vonir um, að brúargerð í utanverðum Hvalfirði sé álitlegri kostur en áður var talið. Af greinar- gerð, sem mér barst fyrir nokkru, virðist mega ætla að spamaður vegna styttingar á akstursleið muni borga upp stofrikostnað brúar á 6-10 árum. Þetta er atriði sem ástæða er til að skoða ítarlega nú þegar því reynist þessar tölur réttar er hér tvímælalaust um framkvæmd að ræða sem auk þess að vera arðbær nytu flestir landsmenn góðs af.“ Hver em helstu áhugamálin? „Það er nú svo í þessu starfi að það gefet ekki mikill tími til þess að sinna sérstökum áhugamálum. Hins vegar er starfið það fjölbreytt að í því er hægur vandi að fá útrás fyrir áhuga- málin. Þann tíma sem aflögu er reyni ég að nýta sem best með fjölskyldu og vinurn." Hver em þín framtíðarplön? Ég hugsa nú lítið fram í tímann fyr- ir sjálfan mig enda lætur framtíðin ekki á sér standa. Ég hef haft virki- lega gaman af starfinu og meðan svo er hef ég áhuga á að halda mig á því sviði." Frá 1. september sl. og þar til nú gegndi oddvitinn, Margrét Frímanns- dóttir, þeim stöðum sem ekki hafði tekist að ráða í. Hún mun eins og undanfama vetur gegna allri forfalla- kennslu við skólann. Grunnskólinn á Stokkseyri: Loksins ráðið í allar stöður FRÁ SAMVINNU- SKÓLANUM Inntökuskilyrði Samvinnuskólans á Bifröst eru: Umsækjandi hafi áður lokið tveimur námsárum á framhaldsskólastigi (a.m.k. 66 námseiningum auk lík- amsræktar) með a.m.k. þessum námseiningum m.a.: Bókfærsla - 8 ein. Rekstrarhagfræði - 3 ein. Danska - 4 ein. Stærðfræði - 8 ein. ■ Enska - 8 ein. Vélritun - 5 ein. Islenska - 6 ein. Þjóðhagfræði - 2 ein. Samvinnuskólapróf að loknum tveimur námsárum er hliðstætt stúdentsprófi. - Allar frekari upplýsingar, þ.á m. um stöðupróf og for- stig o.fl., veittar í skólanum. Umsóknarfrestur næsta vor verður auglýstur síðar. Skólastjóri. 9 TILBOÐ óskast í eftirtaldar bifreiðar, skemmdar eftir umferðaró- höpp: Mazda 626 GLX árg. ’86 Plymouth Duster árg. 70 Mazda 626 LX árg. ’84 Mazda 626 GLX diesel árg. ’86 Citroen BX 14-E árg. ’86 Ford Taunus 2000 árg. ’82 Lada Sport árg. 79 Fiat 127 árg. ’82 Mazda 626 2000 árg. ’82 Escort GL árg. ’82 Colt árg. ’80 Mazda 929 árg. 76. Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmuvegi M26 laug- ardaginn 27. september frá kl. 13.00 til 17.00. Til- boðum sé skilað til aðalskrifstofu, Laugavegi 103, fyrir kl. 17.00 mánudaginn 29. september.- Brunabótafélag íslands. Nauðungaruppboð á fasteigninni Kleifarseli 7, tal. eigandi Bjamleifur Bjamleifssqn, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 29 sept. '86 kl. 15.45. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Kötlufelli 7,1. hæð 1-0, þingl. eigandi Guðlaug Ágústa Sigurð- ardóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 29. sept. '86. kl. 14.45. Uppboðs- beiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Engjaseli 63, 1. hæð B, þingl. eigandi Vilborg Sigurðardóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 29. sept. '86 kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi er Sigurður Sigurjónsson hdl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Gyðufelli 2, 2.f.m., þingl. eigandi Kristín Guðmundsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 29. sept. '86 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Útvegsbanki íslands, Veðdeild Larrdsbanka íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. S Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Torfufelli 48, 2,t.v., þingl. eigandi Kristján Friðriksson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 29. sept. '86 kl. 13.30. Uppboðs- beiðendur eru Gunnar Guðmundsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl., Hákon H. Kristjónsson hdl., Tómas Þorvaldsson hdl., Ólafur Thoroddsen, Gjald- heimtan I Reykjavík, Klemens Eggertsson hdl., Jón Ingólfsson hdl., Jónas Aðalsteinsson hrl„ Róbert Ámi Hreiðarsson hdl., Sveinn H. Valdimarsson hrl„ Veðdeild Landsbanka íslands og Guðmundur Pétursson hdl„ Þorvarður Sæmundsson hdl„ Ólafur Gústafsson hri„ Þorfinnur Egilsson hdl„ Ari Isbetg hdl„ Jón Halldórsson hri„ Jón Magnússon hdl„ Ámi Einarsson hdl„ Kristján Stefánsson hri„ Jón Eiriksson hdl„ Othar Öm Petersen hri., Ævar Guðmunds- son hdl. og Landsbanki Islartds. Borgarfógetaembættið I Reykjavík. 1 Nauðungaruppboð á fasteigninni Steinaseli 2, þingl. eigandi Haraldur Komelíusson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 29. sept. "86 kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er Útvegs- banki islands. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.