Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Qupperneq 2
46
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986.
Hlutlaust
eða
hersetið
Ráðamenn stórveldanna hafa ekki
verið á einu máli um hvers vegna
þeir völdu ísland sem fundarstað.
Fyrir fundinn lýsti Reagan því yfir
að æskilegt væri að funda í „hlut-
lausu“ ríki.
Sévardnadse, utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, er á allt öðru máli.
Hann lýsti því yfir fýrir fundinn að
ísland væri ákjósanlegur fundar-
staður vegna þess að Bandaríkja-
menn hefðu þar öflugt herlið. Því
þyrftu þjóðarleiðtogamir ekki að
óttast um öryggi sitt í námunda við
fjölmennt lið vopnaðra Bandaríkja-
manna.
Ekki út
fyrir Moskvu-
línuna
Ein af ástæðum þess hve langan
tíma tók að ákveða fundarstað leið-
toganna í Reykjavík var sú að
sovésku fulltrúamir gátu ekki tekið
ákvörðun upp á sitt eindæmi heldur
þurftu alltaf að hafa samband við
Moskvu, Bandarísku fulltrúamir
höfðu hins vegar hingað komnir fullt
vald til þess að ákveða hvar skyldi
funda.
Bandarískir samningamenn hafa
einmitt oft kvartað yfir því að
ósveigjanleiki sovéskra starfsbræðra
þeirra geri samningaviðræður oft
tafsamar. Sovésku samningamenn-
imir em sagðir hafa afskaplega lítið
vald til samninga, hvert einasta smá-
atriði þarf að bera undir Moskvu-
valdið. Aldrei má víkja frá þeirri línu
sem var ákveðin í Moskvu né segja
nokkuð það sem ekki hefur verið
ákveðið fyrirfram af Æðsta ráðinu.
Þannig er sagt að í Salt 1 samn-
ingaviðræðunum á áttunda áratugn-
um hafi 'aðalsamningamaður
Sovétmanna, Semenov, mætt með
allt niðurskrifað seín hann vildi sagt
hafa, jafnvel í óformlegum kvöld-
boðum samningamanna.
Ogarkov: „Þessi mál koma aðeins
hernum við.“
Hernaðar-
leyndarmál
Og enn um samningaviðræður
stórveldanna. Bandarísku samn-
ingamennirnir ráku sig oft á það að
þeir vissu meira um hemaðarmál í
Sovét en samningamenn Rússa sjálf-
ir, það er að segja borgaralegu
embættismennimir. í Sovét em
hemaðarleyndarmál nefnilega hern-
aðarleyndarmál. Aðeins menn úr
hemum og svo æðstu menn komm-
únistaflokksins hafa aðgang að
slíkum leyndarmálum.
Á einum Salt fundinum kom það
meira að segja fyrir að Ogarkov, fúll-
trúi hersins í samninganefnd Rússa,
tók bandarísku samningamennina
afsíðis og skammaði þá fyrir að ræða
mál eins og staðsetningu, gerð og
§ölda vopnakerfa, svo borgaralegu
rússnesku samningamennimir
heyrðu. Slík mál varða aðeins her-
inn, sagði Ogarkov.
25 ár
eða 174 ár
1 flestum ríkjum eru til lög um
hversu lengi stjómvöld geta legið á
hemaðarleyndarmálum, eða málum
sem flokkast undir það sem á ensku
nefnist „classified". í Bretlandi em
það tuttugu og fimm ár og í Banda-
ríkjunum svipaður árafjöldi. Að þeim
tíma loknum er heimill aðgangur að
öllum gögnum um viðkomandi mál.
í Sovétríkjunum tekur þetta aðeins
lengri tíma. Þar flokkast upplýsingar
er varða Napoleónsstríðið ennþá
undir „classified“ mál. Napóleon-
styrjöldinni lauk sem kunnugt er
árið 1812.
Raisu Gorbatsjov hefur verið líkt
við Diönu prinsessu og Jaqueline
Kennedy.
Fyrsta frúin
í Sovét
Raisa Gorbatsjov kom eftir allt
laman. Þessi fyrsta frú þeirra Sovéta
ir mjög frábrugðin öðrum eiginkon-
ím sovéskra leiðtoga. Fyrst og
remst fyrir það að hún er sýnileg.
'’erðast með mannni sínum og stend-
u- við hlið hans á opinberum
aannamótum.
Slíkt tíðkaðist ekki með fyrri leið-
ogum. Reyndar vissu menn á
/esturlöndum oft ekki hvort leið-
ogarnir áttu konur. Diplomatar á
/esturlöndum lentu í standandi
'andræðum þegar Andropov, forveri
Jorbatsjovs, lést vegna þessa. Menn
dssu ekki hvort tilhlýðilegt væri að
lenda konu Andropovs samúðar-
ikeyti, eða hvort það væri yfir höfuð
,il frú Andropov.
Fjölskyldu-
átök
Norðmenn eru mikið friðsemdar-
Fólk. Frá hjartagæskunni eru þó
íaeinar undartekinagar sem sanna
þessa reglu. Nýverið gerði strákur
nokkur upp sakirnar við föður sinn
með afsagaðri haglabyssu. Atvik
þetta gerðist í Vestre Slidre, smábæ
þar vestur í landi.
Sá gamli, sem fyrir skotinu varð,
slapp lifandi frá hildarleiknum þótt
tæpt hafi staðið. Stráknum tókst
ekki að koma skoti á föður sinn nema
gegnum glerhurð. Dró glerið veru-
lega úr skotinu þannig að fórnar-
lambið hélt lífi þrátt fyrir alvarleg
meiðsli.
Strákurinn stakk af eftir verknað-
inn en sá að sér eftir nokkurn tíma
og gaf sig fram við lögregluna. Hann
hefur verið ákærður fyrir tilraun til
manndráps og bíður nú dóms.
ER BLAÐIÐ
JJ
VIÐ ERUM ENNÞÁ STRENGJABRÚÐUR“
segir dr. Jón Óttar Ragnarsson, stöðvarstjórinn á Stöð 2, í Vikuviðtalinu.
DAGUR A
BYLGJUNNI.
Vikan skáskýtur sér á milli dagskráratriða
_____________á Bylgjunni._________
Rauður dagur í Búdapest.
Þýskaland: Vínlandið góða.
Sakamálasagan: Slys eftir Agöthu Christie.
Pehrson og Stella, sænskur
kvikmyndatökumaður segir frá vinnu á íslandi.
Handavinna. Krossgátur. Myndasögur.
Það er fjölbreytt efni
einustu VIKU.
hverri