Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Side 6
Gylmir 50 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986. Helgaruinfjöllun um SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seðlum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara að grípa þau. Þú hringir... Vid birtum... Það ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Opið: Manudaga-föstudaga, 9.00-22.00, laugardaga, 9.00-14.00, sunnudaga, 14.00-22.00. ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐIÐ Frjálst.óhaö dagblaö Stacy Keach Hið ljúfa líf listamannsins, ástir og afbrýði er viðfangsefni þáttarins Dóttir málarans sem hóf göngu sína í vikunni. Þar koma margir þekktir leikarar við sögu, meðal annarra þær Stephanie Powers og Lee Remick, að ógleymdum sjálfum Stacy Keach, sem leikur aðalsöguhetjuna, mál- arann Julien Mistral. Ferill Stacy Keach hefur gegnum tíðina verið nokkuð sérstæður. Um hann hefur verið sagt að hann væri „besti bandaríski Hamlet-inn“ síðan John Barrymoore var og hét og einn- ig að hann væri hinn „nýi Brando" sjöunda áratugarins. En Stacy hefur líka komið nálægt mjög lélegum myndum. Hann hefur leikið í hrein- ustu dellumyndum eins og marijúana draumum Cheech og Chong og frum- raun Piu Zadoru „The Butterfly". Um síðarnefndu myndina hefur Stacy sjálfur sagt að hann hafi ein- ungis tekið að sér hlutverkið vegna þess að þar gafst honum tækifæri til að baða Píu. Ákveðinn í að verða leikari Stacy Keach er fæddur 1941, sonur leikarahjóna. Hann ólst upp í Sa- vanna í Georgíu. Vegna starfa föðurins flutti fjölskyldan til Atlanta í nokkur ár og síðan til Los Angeles. „Umræðuefnið á heimili mínu var ávallt leikur og leikarar. Og jafnvel þótt foreldrar mínir legðust gegn því voru fyrstu hugsanir mínar þær að gerast leikari,“ segir Stacy. „Foreldrar mínir vildu að ég yrði lögfræðingur eða hagfræðingur en mig dreymdi um að ganga um sviðið í Shakespeare-fötum, baðaður flóð- ljósum. Þegar ég sá Laurence Olivier í Hamlet vissi ég að ég varð að verða leikari.“ Stacy hugleiddi málið í þau fjögur ár sem hann stundaði nám í hag- fræði við Kalifomíuháskóla, milli þess sem hann lék með farandleik- húsum á sumrin. Hann innritaðist síðan í Yale-leikskólann, en þaðan lá leiðin til London í framhaldsnám. Eftir eitt ár í London flutti Stacy sig yfir til New York, þar fékk hann aðalhlutverk Hamlet, þá tuttugu og sex ára. Stacy sló í gegn. Honum var lýst sem besta Hamlet-leikara Bandaríkjanna síðan John Barry- moore fór með þetta vandasama hlutverk. Verðlaunin sópuðust að honum og honum var boðin prófess- orsstaða við Yale. Fyrstu kvikmyndirnar Það var ekki fyrr en 1968 sem Ke- ach lék í sínum fyrstu kvikmyndum. Fimm fyrstu myndunum hans er best að gleyma í hvelli, en fyrir leik sinn i þeirri sjöttu, Fat City, vann hann til verðlauna á Cannes 1971. Stacý lék þar, á ógleymanlegan hátt, af- dankaðan hnefaleikara á hraðri leið i rennusteininn. í kjölfar Fat City komu hlutverkin í röðum í myndum á borð við „The New Centurions“ og „The life and times of judge Roy Bean“. í þeirri siðarnefndu lék hann hreint ógleym- anlegt hlutverk sem Bad Bob, illvíg- asti fantur sem sést hefur þar vestra. Leikstjóri þeirrar myndar var John Houston. Hann og Stacy eru miklir vinir og um samband þeirra hefur Stacy sagt að það sé „mjög eins og mér finnst samband Liv Ullman og Ingmar Bergman vera. Hann hefur byggt upp sjálfstraust mitt meir en nokkur annar. Hjá honum tel ég mig hafa lært inntak leiklistar sem er mjög persónulegt. Nokkuð sem leik- arar eru allt sitt líf að læra. Ég lærði að það er þróun en ekki niðurstaða." Hlé í fjögur ár Um miðjan áttunda áratuginn hverfur Keach af sjónarsviðinu. Hann eyddi fjórum árum með söng- konunni Judy Collins, í að semja söngva, læra píanó- og gítarleik og dreymdi um að verða rokkstjarna eins og besti vinur hans á þessum tíma, sjálfur Alice Cooper. Stacy eyddi tímanum í samskipti við Wood- stock-kynslóðina, blómafólkið og síðustu leifarnar af hippunum. „Ég gerði mér það loksins ljóst að ég gat ekki treyst því að annað fólk kæmi og segði: Ég hef hlutverk handa þér. Maður verður að fara sjálfur til framleiðandans og koma sér á framfæri. Ég gerði það.“ Árið 1980 skrifaði Stacy, ásamt James bróður sínum, handritið að myndinni „The Long Riders", um þá bræður Frank og Jessie James. Þeir bræður Stacy og James léku aðal- hlutverkin í myndinni, en Stacy var framleiðandi hennar. Myndin sló í gegn. Aftur í gang Stacy Keach var kominn aftur á fulla ferð. Hann lék í myndunum „Road Games“, „Butterfly“, tveimur „Cheech and Chong“ myndum og „That Championship Season“ með þeim Robert Mitchum, Martin She- en, Bruce Dern og Paul Sorvino. Mynd sem af mörgum er talin sú besta sem Stacy hefur leikið í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.