Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986.
55
Alþýðlegur leiðtogi og frúin hans. Mikhail og Raisa Gorbatsjov skoða höfnina í Viadivostok.
Bóndasonurinn frá Stavropol
Þegar á fyrstu mánuðum valdatíðar Gorbatsjovs mátti
vera ljóst að Sovétmenn höfðu eignast mannlegri
leiðtoga en þeir höfðu þekkt um aldir. Kominn var
til valda maður sem bjóst til að hrista upp í stöðnuðu skrif-
stofuveldinu. Hann réðst til atlögu við áfengisvandamál
Sovétmanna. Það verkefni hefur orðið táknrænt fyrir
breytta stjórnarhætti í Kreml þrátt yfir að árangurinn háfi
látið á sér standa.
Gorbatsjov tók strax upp nýjan stíl.
Hann heilsaði fólki á götum úti og
kyssti böm. Þessa framkomu höfðu
menn aðeins séð til vestrænna
stjórnmálamanna. Gorbatsjov fékk
þegar á sig orð fyrir að vera hressi-
legasti leiðtogi Sovétmanna um
langan aldur. Það varð líka ljóst í
upphafi að fólk á Vesturlöndum fengi
að kynnast þessum Sovétleiðtoga
betur en flestum fyrirrennara hans.
Keppinautur Reagans
Framkoma mannsins henti til að
fjölmiðlasnillingurinn í Hvíta hús-
inu fengi nú verðugan keppinaut.
Vestrænir Kremlarsérfræðingar
hafa gjarnan litið svo á að með Gor-
batsjov hafi vaknað von um að
ferskir straumar lékju framvegis um
þjóðlíf ef honum þá tækist að ná
raunverulegum völdum. Enn sem
komið er bendir ekkert til annars en
að-Gorbatsjov haldi í nánustu fram-
tíð stöðu sinni sem valdamesti maður
Sovétríkjanna.
Á fyrstu mánuðum valdatíma síns
var Gorhatsjov eitt sinn bent á að í
augum Vesturlandabúa hefði hann
skyndilega birst á toppnum án þess
að nokkur vissi eiginlega hvaðan
hann kæmi. Gorbatsjov á að hafa
brosað og sagt: „Það eru margir felu-
staðir í Sovétríkjunum."
Því verður heldur ekki á móti
mælt að lítið fór fyrir Gorbatsjov
meðan hann var að klifra upp valda-
stigann. Fram til ársins 1978 vissu
fæstir Sovétmenn um hann og á
Vesturlöndum var hann með öllu
óþekktur. í opinberum æviskrám
voru fáeinar línur um þennan bónda-
son frá Stavropol. Hann var lög-
fræðingur frá Moskvuháskóla og
hafði gegnt nokkrum minni háttar
embættum fyrir flokkinn síðustu tvo
áratugi.
Barn á stríðsárunum
Un æsku hans er næsta fátt vitað.
T.d. hefur hvergi komið fram hvort
hann var í Stavropol meðan nasistar
hersátu staðinn á árunum 1942 til
1943 eða hvort hann var eitt þeirra
bama sem flutt voru austar í landið
á stríðstímanum. Gorbatsjov var ell-
efu ára þegar nasistar hemámu
heimabyggð hans.
Meðan Gorbatsjov vann fyrir
flokkinn úti á landsbyggðinni náði
hann athygli æðstu manna í Kreml.
Þar ber fyrst frægan að telja Mik-
hail Suslov sem hafði verið hug-
myndafræðingur flokksins allt frá
valdatíma Stalíns. Annar valdamað-
ur, sem fékk trú á hinum unga
embættismanni, var Yuri Andropov
sem lengst af var yfirmaður KGB
áður en hann hófst i efstu valdastöðu
skamma stund áður en hann lést.
Suslov var foringi andspymuhreyf-
ingarinnar á Stavropolsvæðinu
meðan nasistar hersátu það. Alla tíð
eftir það var honum annt um að
koma ungum mönnum af þeim slóð-
um til nokkurra metorða. Andropov
dvaldi oft í fríum sínum nærri Stav-
ropol, þar sem böð í heitum lindum
eru eftirsótt. Gorbatsjov var stund-
um gestgjafi hans í þessum ferðum.
í náöinni hjá þeim gömlu
Suslov og Andropov áttu mestan
þátt í að Gorbatsjov vom falin sífellt
ábyrgðarmeiri verkefni. Þar kom síð-
an árið 1978 að hann var kallaður
til Moskvu til að taka sæti í fram-
kvæmdanefnd flokksins. Neftidina
skipa um tíu embættismenn sem hafa
umsjón með daglegum rekstri hins
viðamikla skrifstofubákns. í hlut
Gorbatsjovs komu landbúnaðarmál-
in. Þar með var Gorbatsjov kominn
í æðstu valdastöðu og raunveruleg
völd hans ef til vill meiri en staðan
gefur tilefni til því framkvæmda-
nefndarmenn hafa vegna kynna
sinna af hiniun raunverulegu vanda-
málum mikil áhrif á hina æðstu
stjórn.
Hitt er enn óráðin gáta hvaða leið
Gorbatsjov fór þann spöl sem hann
átti eftir á toppinn. Það tók hann sjö
ár sem telja verður skamman tíma á
dagatali Kremlverja. Það er þó
næsta víst að afköstin í sovéskum
landbúnaði stuðluðu ekki að frama
Gorbatsjovs. Þegar hann tók við
landbúnaðarmálunum var fram-
leiðslan í hámarki en eftir það tóku
við hin niðurlægjandi ár kominn-
flutnings sem menn á Vesturlöndum
hentu á lofti sem sönnun fyrir veik-
leikum hagkerfisins.
Engu að síður er hefð fyrir því að
yfirstjórn landbúnaðarmála sé að-
eins áfangi á leiðinni til meiri valda.
Gorbatsjov varð áheymarfulltrúi í
stjórnmálanefndinni árið 1979 og
fullgildur meðlimur árið eftir. Þar
skar hann sig úr sem ungur og fram-
gjam maður.
Aö deila og drottna
í þeim áhrifastöðum sem Gor-
batsjov tókst á hendur virðist sem
honum hafi verið sérstaklega sýnt
um að hafa hönd í bagga með hvaða
menn voru hækkaðir í tign og hverj-
um var refsað fyrir verk sín. Með I
þessu móti byggði hann smátt og |
smátt upp lið undirsáta í stjómkerf-
inu og í miðstjóm flokksins. Þegar I
Gorbatsjov hófst að lokum til æðstu
valda átti hann var hönk upp í bakið |
á mörgum manninum.
Á valdatíma Andropovs, eftir lát I
Brésnevs árið 1982, var Gorbatsjov
helsti stuðningsmaður hans og naut
þess við að auka völd sín og áhrif.
Andropov veiktist hastarlega síðla
árs 1983 og var lagður á sjúkrahús
utan við Moskvu. Meðan Andropov
lá banaleguna var því veitt athygli
að Gorbatsjov fór daglega milli
Kremlar og sjúkrahússins. Þessa
seinustu daga Andropovs við völd |
stjórnaði hann fyrir milligöngu Gor-
batsjovs.
Tími Gorbatsjovs virðist þó ekki I
hafa verið kominn þegar Andropov
lést í febrúar árið 1984. Konstantin
Tsérnénko var falið að taka við
stjórnartaumunum. Hann var þó á
73. aldursári og öllum ljóst að hann |
yrði ekki langlífur í embætti. Stjórn-
mólaskýrendur vom á einu máli um I
að kjör Tséménkos væri biðleikur
meðan áhrifamenn í flokknum væm
að komast að niðurstöðu um næsta |
leiðtoga Sovétríkjanna.
Kominn á toppinn
Tséménko veiktist fljótlega eftir I
að hann komst til valda og á meðan
Leiðtogarnir á Reykjavikurfundinum
«