Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Side 16
60 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986. Sérstæð sakamál Og öll dóu þau Það er sjaldgæft að þrír í sömu fjöl- skyldunni deyi vegna þess að eitrað hafí verið fyrir þá en slíkt hefur þó komið fyrir oftar en einu sinni. Eitt óvenjulegasta mál af þessu tagi er frá því skömmu fyrir 1930 en atburðimir gerðust í Englandi, nán- ar tiltekið í Croydon. Það gerði rannsóknina enn erfiðari en annars hefði verið að enginn gerði sér grein fyrir því að um morð hefði verið að ræða fyrr en eftir að annað morðið hafði verið framið. Það var þó varla hægt að saka yfirvöldin um slælega framgöngu því morðinginn var greinilega mjög kænn. Þá flækti það enn rannsóknina að mistök urðu við líkskoðun. Fyrstu gmnsemdir um að ekki væri allt með felldu vöknuðu er Vera Sydney, ógift dóttir Violet Sydney, ekkju lögfræðings, kvaddi þennan heim. Mæðgurnar höfðu búið í Bird- hurst Rise, sem er úthverfi Croydon. í nágrenninu bjó sonur Violet, Thomas, með konu sinni og bömum. Þriðja barnið, dóttirin Grace, hafði gifst Edmund Creighton Duff, hér- aðsstjóra í Norður-Nígeríu. Á meðan hann var þar í landi hafði eldri kona flutt til Grace til þess að stytta henni stundir en hún lést. Gamlar konur eiga oft ekki langt ólifað svo að frá- fall hennar vakti ekki sérstaka athygli. Er Edmund Grace fór á eftir- laun kom hann heim til þess að búa með konu sinni og tveimur börnum í húsi þeirra við South Hill Park Road. Um var því að ræða þrjá nátengda hópa. Móður og dóttur í Birdhurst Rise, son og fjölskyldu á einu heim- ili og dóttur og eiginmann hennar á öðru við South Hill Park Road. Vera Sydney, ógifta dóttirin, var fertug og bjó enn hjá móður sinni. Hún var harðgerð kona og taldi grundvöll góðrar heilsu vera gott fæði og næga hreyfingu. í febrúar 1929 fór hún hins vegar að kvarta um vanlíðan. 14. febrúar veiktist hún svo og um nóttina kast- aði hún mikið upp. Hún var þó ekki ein um að vera veik því eldabuskan og kötturinn vom líka veik. Morg- uninn eftir fór Vera þó í heitt bað því hún hélt það myndi hressa sig og eftir það fór hún í ökuferð í bíl sínum í miklum kulda. Veikist aftur Síðar um daginn veiktist Vera aft- ur og á ný hófust uppsölurnar. Heimilislæknirinn, Binning, kallaði á sérfræðing en niðurstaða rann- sóknarinnar var sú að Vera væri með inflúensu sem hlaupið hefði í melt- ingarfærin. Hún lést hins vegar næstu nótt. Engan grunaði neitt og hún var jarðsett. Löngu síðar kom fram að í hádeg- inu þann 14. febrúar hafði súpa verið á borðum. Hluti hennar hafði verið lagaður daginn áður og þá hafði eng- inn veikst af henni. Þennan dag, þann 14., hafði viðbót hins vegar verið löguð og allir sem þá höfðu borðað hana höfðu veikst. Móðirin hafði þó ekki borðað súpu og hún veiktist ekki. Móðirin deyr Móðirin, frú Sydney, lést þó áður en langt um leið. Hún varð þunglynd eftir fráfall dótturinnar og leitaði af þeim sökum til heimilislæknisins, Binning. Hann gaf henni lyfseðil og út á hann fékk hún hressingarlyf. 5. mars, skömmu eftir að hún hefði tek- ið það inn, varð hún veik en hafði áður kvartað um að lyfið væri bragð- vont. Binning kom brátt með öðrum lækni til að skoða sjúklinginn. Frú Sydney hélt því þá fram að eitthvað undarlegt væri við hressingarlyfið og benti á slettur utan á flöskunni. Binning tók hana þá með sér. Frú Sydney fór nú að selja upp og svo fór fyrir henni eins og dóttúrinni. Nokkrum klukkustundum síðar var hún öll. Matareitrun Binning læknir fór til lyfsalans sem selt hafði frú Sydney hressingarlyfið og bað hann um að skoða það. Hann fullyrti að ekkert væri að þvi. Þetta væri lyf sem framleitt væri og selt í verulegu magni og hefði reynst vel. Hann gat þó ekki skýrt blettina á flöskunni. Binning lýsti því þá yfir að dánarorsökin væri matareitrun. Honum hafði að vísu komið til hugar að einhver hefði gefið frú Sydney eitur en við nánari umhugsun fannst honum það ekki koma til greina. Hann þekkti fjölskylduna svo vel að óhugsandi væri að nokkur í henni gæfi skyldmennum sínum eitur. Sonurinn óánægður Frú Sydney var nú jarðsett en son- ur hennar gat ekki sætt sig við málalok. Hann benti á að á þremur vikum hefðu orðið tvö dauðsföll í fjölskyldunni. Lík móður hans hafði verið skoðað en ekkert óvenjulegt hafði komið í ljós. í rauninni hafði ekki tekist að varpa ljósi á dánaror- sökina við líkskoðunina og það fannst honum í sjálfu sér grunsam- legt. Það mun svo annaðhvort hafa ve- rið forseti rannsóknarréttarins, Jackson, eða lögreglan sem vakti athygli innanríkisráðuneytisins á málinu. Brátt var því tekin ákvörðun um að grafa upp lík kvennanna tveggja. Rannsókn málsins tók þó marga mánuði en svo lýsti sérfræð- ingur, Sir Bernard Spilsbury, yfir því að báðar hefðu konurnar látist af arsenikeitrun. Var þá ljóst að um verulegt magn af eitri hafði verið að ræða. Lögreglan hafði nú tekið að beina athygli sinni að fyrri dauðsföllum í fjölskyldunni en tvö börn Duffhjón- anna höfðu dáið áður, annað árið 1919 en hitt 1924. Þá hafði gamla konan, sem bjó hjá Grace Duff, einn- ig dáið. Lögreglan hætti þó að rannsaka þessi dauðsfoll er athygli hennar beindist að láti Edmunds Creightons Duff, tengdasonar frú Sydney og eiginmanns Grace, en hann hafði kvatt þennan heim á dul- arfullan hátt 26. apríl 1928. Duff, sem var 59 ára, hafði verið að koma úr veiðiferð til Hampshire og var við góða heilsu er hann kom heim. Við heimkomuna snæddi hann kvöldverð sem kona hans, Grace, hafði tekið til handa honum. Var það kjúklingur en með honum hafði hann drukkið aðra af tveimur bjórflöskum sem hún hafði sett fyrir hann. Skömmu síðar fór hann að kvarta um vanlíðan. Var talið að hann kynni að hafa borðað eítthvað skemmt í lestinni sem hann hafði komið með og fór hann að hátta. Var hann þó kominn með krampa í fæt- urna. Binning læknir hafði þá reynslu af Duff að hann kvartaði alltaf mikið ef hann fyndi eitthvað til. Því tók hann Duff með nokkurri varúð ér" hann lýsti einkennum sín- um. Þó kallaði hann á annan lækni, Elwell að nafni, og var það skoðun hans að um væga matareitrun væri að ræða. Daginn eftir var Duff hins vegar allur. Robert Bronte, mikill keppi- nautur Spilsbury, var fenginn til þess að skoða líkið en hann kvaðst ekki finna nein óeðlileg ummerki. Því var því lýst yfir að dauði hefði verið af eðlilegum orsökum. Lögreglan krefst uppgraftar Lögreglan var hins vegar ekki á- nægð með þessa niðurstöðu. Var lík Duff því grafið upp 18. maí. Skoðaði Spilsbury nú líkið og kom þá í ljós að Bronte höfðu orðið á mistök því arsenik fannst í líffærunum. Rannsóknarréttur var nú settur einu sinni enn og þar var ákveðið Blnnlng læknir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.