Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986.
49
nbióðar'eiðtoga. _
því auðveldara er að forma það en
brynvarnarplötur úr stáli. Hjólbarð-
ar eru nógu sterkir til að aka yfir
stálgadda og gler. Hurðalæsingarnar
eru sérstyrktar til að torvelda árás-
armönnum að brjótast inn í bílinn.
Þá eru bílarnir búnir Halon slökkvi-
kerfi sem slökkva á eld á svipstundu.
Slík slökkvikerfi eru meðal annars
notuð í F-1 orrustuþotunum.
Táragas, þokuhjúpurog
nagiateppi
Hvað varðar annan aukabúnað þá
fer hann að mestu eftir óskum hvers
viðskiptavinar fyrir sig. Til eru bílar
í 7-línunni frá BMW sem sprauta
táragasi og Opel Senator hefur verið
útbúinn með tæki sem getur hulið
hann í reykhjúpi og Ford Granada
búnaði sem skotið getur aftur úr
bílnum „naglateppi'* til að sprengja
dekkin á þeim bílum sem kynnu að
elta nema þeir hafi haft þá fyrir-
hyggju að ná sér í sams konar
hjólbarða og notaðir eru á skotheldu
bílana.
Einn notandi sérsmíðaðs BMW,
iðnjöfur í Evrópu, lét hafa eftir sér
að hann væri kannski ekki svo
hræddur um líf sitt en miðað við þau
ósköp sem gengið hafa á í heiminum
undanfarið þá liði sér betur í svona
bíl. Þegar hann var spurður um bún-
að bílsins var hann hins vegar þögull
sem gröfin. Hann lét þó hafa eftir sér
að loftræstingin væri þannig búin
að hún kæmi í veg fyrir að eitraðar
lofttegundir gætu komist inn í bílinn.
Hann fékk hins vegar að kynnast
gæðum brynvarnarinnar á bílnum
því á verkstæðinu var skotið að bíln-
um nokkrum skotum úr sams konar
riffli og notaður er til fílaveiða án
þess að nokkuð sæi á yfirbygging-
unni - sem var eins gott því annars
hefði trúlega orðið litið úr kaupun-
um.
Lítið vitað um bíla Reagans
og Gorbatsjovs
Harla lítið er vitað um þá bíla sem
þeir leiðtogar austurs og vesturs
koma með hingað til lands. Banda-
ríkjaforseti hefur síðustu ár notað
lengda gerð af Ford Lincoln bíl. í
skjóli reynslunnar frá Dallas og
skotárásarinnar sem Reagan varð
fyrir fyrir nokkrum árum hefur
eflaust verið bætt miklu við bryn-
vörn og búnað bíla hans. Því má
reikna með að bíll Bandaríkjaforseta
sé svipaður að þyngd og meðal vöru-
bíll en sérsmíðaður fjaðrabúnaður
og öflug vél gera hann eflaust svip-
aðan litlum fjölskyldubíl i akstri.
Slyling Garage i Vestur-Þýskalandi hefur sérhæft sig í að smíða brynvarða bíia. Hér hafa nú þegar nokkrir tugir
bíla verið smíðaðir, mest af Mercedes Benz gerð. Þyngdin á þykkum hliðarrúðunum sést best á því að þær eru
gott tveggja manna tak.
jafnvel betri. Yfirleitt eru þessir bílar
búnir stærstu vélum sem hægt er að
koma ofan í vélarhúsið til að við-
halda nægri snerpu og viðbragði.
Þyngdin er í raun helsti óvinur
þeirra sem smíða skothelda bíla.
Fram að þessu hafa verið notaðar
brynvarnarplötur til hlífðar í yfir-
byggingunni en nú síðustu ár hefur
notkun gerviefnisins kevlar aukist
hröðum skrefum. Kevlar er plastefni
sem er margfalt sterkara en stál en
miklu léttara. Ókostur þess er að það
er óhemju dýrt.
Aukin þyngd krefst mjög styrktrar
fjöðrunar og betri höggdeyfa. Samt
sem áður setja framleiðendurnir
fram sínar kröfur um það hvernig
aka má þessum bílum. Til dæmis
setja Mercedes Benz verksmiðjurnar
180 hámarkshraða á sína bíla sem
smíðaðir eru með brynvörn.
Slíkur hraði á að duga því öku-
mennirnir eru yfirleitt sérþjálfaðir í
að mæta því ef einhver vill koma
farþeganum í aftursætinu fyrir katt-
arnef. Sú þjálfun gengur frckar út á
að koma sér á brott frá árásarmönn-
unum en að treysta um of á bryn-
vörnina.
Hljóðnemi og hátalari utan á
bílnum
„Staðalbíllinn" í smíði brynvar-
inna bíla fram að þessu hefur verið
M. Benz 380 SEL. Sá bíll var frekar
valinn vegna þess að V8 vélin í hon-
um er mun léttari en 27 hestöflum
sterkari en vélin sem er í 500 SEL-
bílnum. Þar fyrir utan nýtast vel
þeir hlutar yfirbyggingarinnar í 380-
bílnum sem eru úr áli og gera þar
með bílinn léttari.
í staðalbúnaði slíks bíls er ávallt
bílsími og talstöðvar til að halda
uppi sambandi við fylgdarbíla. Sjálf-
virkur neyðarsendir sér um að
tilkynna um árás.
Til að halda uppi sambandi við
umhverfið án þess að gefa þann
höggstað sem niðurskrúfuð rúða er
þá er bíllinn búinn hljóðnema og
hátalara að utan, yfirleitt innbyggt
í útispeglana. Með þeim getur sá sem
inni í bílnum er haldið uppi samræð-
um við þá sem úti eru og yfirleitt
fylgst með því sem þar er að gerast.
Það er aðeins lítili hluti skotheldra
bíla sem koma frá eigin verkstæðum
bílaframleiðendanna líkt og vel fal-
inni verksmiðju Daimler Benz. A
ítalíu, landi mafíunnar og tíðra
mannrána, er þetta í dag stóriðnað-
ur.
Brynvörnin er nánast svipuð hver
svo sem smíðar bílinn, 4 millímetra
þykkar brynvarnarplötur, svipaðar
þeim sem notaðar eru í skriðdreka,
eru í öllum hliðum og botni. Vélar-
rúmið er nú orðið oft þakið kevlar
strokka, langstæð og gefur hún 180
hestöfl við 5800 snúninga á mínútu.
Glerið i bilrúöunum á að veita fulla
vörn þó skotið sé á þær af stuttu
færi, enda er það 37 millímetra
þykkt.
Vegna brynvarnarinnar er bíllinn
hins vegar 800 kílóum þyngri en
venjuleg gerð bílsins, eða 2200 kíló.
Mismunurinn er á við þyngd venju-
legs smábíls.
Líkt og bílarnir, sem fjallað er
um hér að ofan, er sendiherrabíll-
inn skotheldur á alla kanta, búinn
skotheldu gleri, sem er jafnþykkt
eldspýtustokki, 4 mm brynvarnar-
plötum í yfirbyggingu og skotheld-
um hjólbörðum. Þá er hann
útbúinn þannig að hægt er að tala
við þá sem fyrir utan bílinn standa
án þess að opna hann því sérstakt
hátalarakerfi er' i bílnum til þeirra
nota. Rafkerfi er tvöfalt og tveir
rafgeymar í bílnum. Auk þessa er
bíllinn búinn ýmsum viðvörunar-
búnaði, sírenu og blikkljósum sem
hægt er að grípa til ef þurfa þykir.
Að sögn Arna Ómars Bentssonar,
markaðsstjóra Bilvangs, sem flutti
bílinn inn, er hann furðu lipur mið-
að við þyngdina en hún leynir sér
samt ekki í akstri og það verður
að vara sig á að skella ekki hurð-
unum því þær eru verulega þyngri
en í venjulegum bíl.
Nýi sendiherrabíllinn, dökkblár Opel Senator 3,0i. Hann er 800 kilóum þyngri en venjuleg gerð vegna bryn-
varnarinnar sem i bilnum er. Þetta er svipað og hann væri með venjulegan smábíl á toppnum.