Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Page 4
48
LAUGARDAGUR 11. OKTÖBER 1986.
BILEIGENDUR
BODDÍHLUTIR!
Trefjaplastbretti á lager í eftirtalda bíla: Volvo 77-84, Mazda 929-
323-pickup, Daihatsu Charmant 77-79, Lada, Polonez, AMCConcord
Eagle, 180 B, Datsun 200 L-330c-260c-280c, Scania Vabis, Toyota
Tercel, Toyota Cressida, o.m.fl. Ásetning bretta á staðnum.
BÍLPLAST Ódýrir sturtubotnar.
Vagnhöfða 19, sími 688233. I Tökum að okkur trefjaplastvinnu.
Póstsendum. | Veljið islenskt.
Til sölu
notuð
skrifstofuhúsgögn:
skrifborð - stólar - fundaborð -
afgreiðsluborð, laus skilrúm og margtfleira.
I EINSTAKT
l TÆKIFÆRl
Opið í dag kl. 14-19,
laugardag kl. 14-16.
Komið í Síðumúla 12, 2. hæð.
Dagblaðið-Vísir
SMÁAUGLÝSINGAR DV
MARKAÐSTORG
TÆKIFÆRANNA
Þú átt kost á aö kaupa og selja
allt sem gengur kaupum og sölum.
Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV,
hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna.
Markaöstorgiö teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands
sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug-
vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö.
Einkamál. Já. þaö er margt í gangi á markaöstorginu.
en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins.
Sumir borga meö fínpressuöum seölum.
Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera.
Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur.
Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt.
Þar er allt sneisafullt af tækifærum.
Þaö er bara aö grípa þau.
Þú hringir...27022
Vid birtum...
Það ber árangur!
a ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐID
Æ algengari sjón víða um heim:
Hryðjuverkamenn gera árás á bíl.
Þessi bill var sérsmiðaður hjá verk-
stæði í Hamborg og er allur klæddur
4 millímetra brynvarnarplötum en
vélin er vernduð með gerviefninu
kevlar sem er sterkara en stál. Rúð-
urnar eru 37 millimetra þykkar og
standast vel skothríð þótt af stuttu
færi sé.
Það var í nóvember 1963 sem
Kennedy Bandaríkjaforseti féll fyrir
byssukúlu í Dallas. Þetta skot átti
eftir að hafa sín áhrif á mörgum víg-
stöðvum og þá ekki síst í bílaiðnaðin-
um. Það eru margir sem minnast
þeirrar sjónar að sjá John F.
Kennedy falla saman í opnum Linc-
oln bíl sínum, öryggisverðirnir reyna
að klifra um borð til að vernda hann
fyrir frekari skotum á meðan sett er
á fulla ferð brott frá árásarstaðnum.
Þetta skot kallaði á nýja þörf í bíla-
iðnaðinum. Enginn þjóðhöfðingi
þorði eftir þetta að aka um í opnum
bílum. Þetta kallaði á ökutæki sem
veittu vernd gegn tilræðismönnum.
Með auknum mannránum og skotár-
ásum ýmissa öfgahópa hefur þessi
grein bílaiðnaðarins vaxið stórlega
síðustu ár.
Vegna þess að hönnuðir slíkra bíla
gefa lítið uppi um það hvernig þeir
eru smíðaðir til að koma ekki upp
um veikleika í smíðinni þá er næsta
lítið vitað í smáatriðum um þá. Þess-
ara bíla er vel gætt sem sást best á
því að þegar komið var með Chaika
bíl Gorbatsjovs hingað til lands um
síðustu helgi þá var honum ekið rak-
leitt inn í bílskúr sovéska sendiráðs-
ins til þess að ekki væri hægt að
skoða hann nánar. Þessi dreki er6,ll
metra langur og 2,02 m breiður.
Hæðin er 1,52 m. Lengd á milli öxla
er 3,4 metrar. í bílnum eru sæti fyrir
sjö og í venjulegrí gerð er hann 2590
kíló en með nauðsynlegri brynvörn
má ætla að þyngdin tvöfaldist. Vélin
er V8 og gefur 220 hestöfl.
I heimi bílaiðnaðarins hafa menn
líka lært af mistökum sínum. Fyrir
nokkrum árum kom á markað frá
Ford brynvarin gerð af Ford
Granada. Sá bíll var kynntur ræki-
lega fyrir blaðamönnum og sagan
segir að þegar til kastanna kom þá
hafi ekki margir kaupendur haft
áhuga á bílnum því hugsanlegir til-
ræðismenn þekktu bílinn jafnvel og
þeir sem hann átti að vernda. Þar
með var sú vemd sem bíllinn átti að
gefa horfin.
í ytra útliti skilja brynvarðir bílar
sig lítt frá þeim bílum sem við venju-
legir vegfarendur notum daglega.
Vegna þess að þeir eru ekki frá-
brugðnir í útliti þá geta þeir valdið
þvi að hugsanlegir tilræðismenn hiki
í nokkrar sekúndur, þær sekúndur
sem nægja til að skilja á milli h'fs
og dauða fyrir stórmennið í aftursæt-
inu.
Sé annars bíllinn skoðaður nánar
- ef á annað borð fæst tækifæri til
slíks, kemur umtalsverður munur í
ljós.
Rúður á þykkt við eldspýtu-
stokk
Það sem mest ber á er þykktin á
bílrúðunum. Þær eru yfírleitt úr 37
millímetra þykku gleri eða jafn-
þykkar eldspýtustokki á þverveginn.
Þær minna helst á gleraugu hjá mjög
nærsýnum manni. Staðreyndin er sú
að vegna þykktarinnar getur útsýnið
orðið líkt og að horfa á heiminn í
gegnum botninn á kókílösku. Með
aukinni tækni hefur tekist að gera
þetta skothelda gler æ betra og sterk-
ara og er skemmst að minnast
árásarinnar á Pinochet í Chile á
dögunum en þá héldu rúðurnar í sér-
smíðuðum Benz hans þótt skotið
væri á þær af stuttu færi.
í akstri er lítið sem skilur frá
venjulegum bílum. Þótt þyngdin hafi
verið aukin um eitt eða tvö tonn eru
aksturseiginleikarnir svipaðir eða
BRYNVARINN
SENDIHERRABILL
Alls kyns hryðjuverkum um allan
heim hefur fjölgað mjög og kallar
það á viðbrögð til varnar. Ekki síst
á þetta við um sendiráð og sendi-
menn Bandaríkjastjórnar sem oft
hafa orðið skotmörk hryðjuverka-
manna.
Fyrir nokkrum dögum kom hing-
að til lands sérbúinn bíll fyrir
bandaríska sendiherrann hér á
landi, eins og sagt var frá hér í
blaðinu í vikunni. Um tíma kom
til greina að Reagan Bandaríkja-
forseti myndi nota þennan bíl á
meðan á leiðtogafundinum stæði.
Bíllinn er af gerðinni Opel Senat-
or og var hann útbúinn sérstaklega
, til þessara nota hjá Hess og Eisen-
I stadt, sem er fyrirtæki sem sérhæfir
sig í brynvörnum og er í Ohio í
Bandaríkjunum. Alls munu stjórn-
völd þar vestra hafa látið útbúa 74
, bíla til þessara nota í sendiráðum
sínum víða um heim.
Að mestu er þessi bíll svipaður
venjulegum Senator 3,0i hvað bún-
að varðar. Hann er 15 sentímetrum
Ýmis aukabúnaður er í bílnum, svo sem
kerfi til að tala við þá sem standa fyrir ul
lengri eða alls 4,989 m, breiddin er
172 sm og hæðin 142. Vélin er sex
viðvörunarkerfi og hátalara-
an bílinn.