Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986. 59 Iklædd röndóttum silkikjól sat Raisa við hlið YSL og horfði með athygli á sýningarstúlkurnar iklæddar nýjustu Parisartiskunni. Þetta var í byrjun okt- óber á síðastliðnu ári. Parisarborg lagðist flöt að fótum hinnar rússnesku Raisu. Hérna er hún í heimsókn hjá tískukónginum Yves Sa- int Laurent í tískuhúsinu við Avenue Marceau. Fundað í fataskápum Hinn sovéski senuþjófur frá Gen- farviðræðunum - Raisa Gorbatsjov - verður einnig við hlið eiginmannsins hér í Reykjavík. Nancy mætir ekki og illar tungur segja bandarísku for- setafrúna hreinlega ekki tilbúna i aðra keppni við hina heillandi leið- togafrú að austan. Það var raunverulega pólitískan sem var á toppnum í Genf þvi þar var háð stílstríðið mikla með glæsi- legum sigri Sovétmanna. Þeir eru óðum að átta sig á mikilvægi þess áð nýta tískuna sem vopri í áróðurs- tækninni þannig að útlit leiðtoga þykir á köflum ekki minna virði en það sem í höfðinu leynist. Stórblöð eins og Newsweek og Time birtu ítar- legar fréttir af klæðnaðinum, allt frá fótabúnaði upp í höfuðföt. Á köflum virtist sem úrslit fundar leiðtoganna tveggja væru ráðin i fataskápum eig- inkvennanna. Hér í Reykjavík verður aðeins ann- ar fataskápurinn með í myndinni en þess er að vænta að ekki verði Raisa í vandræðum með að stela senunni ef hún kærir sig um. Mánuði fyrir Genfarferðina frægu fóru hjónin í opinbera heimsókn til Frakklands og þar lagði hún Parísarborg að fót- um sér. Vesturlandabúar eru vanir því að leiðtogar risans í-austri láti sem allra minnst uppi um einkamál sín fæstir hafa átt eiginkonur ef undan er skilin ein heiðarleg undan- tekning. Nikita Krúsjoff hafði sér við hlið hina dæmigerðu rússnesku móðurímynd - Nína Krúsjoff var myndarkvenmaður sem virtist geta leikið sér jafnt að erfiðisverkum og grautargerð. í Parísarferðinni bað Raisa um að áætlun yrði breytt og hún fengi að kynnast fatagerðinni í háborg tísk- unnar. Menn komu af fjöllum því ekki hafði verið búist við slíku fyrir- fram en samstundis komið á sérstök- um tískusýningum hjá Pierre Cardin og Yves Saint Laurent. „Þetta er stórgáfuð og sterk kona Texti: Borghildur Anna með góðan fatasmekk," sagði Cardin eftir sýninguna og Yves Saint Laur- ent tók í sama streng. í heimsókn hjá þeim síðarnefnda var henni færð ilmvatnsflaska að gjöf - Paris var tegundarheitið. „Þið gerið líka ilmvatnið - það stórkostlega Opium,“ sagði þá Raisa, öllum til undrunar, og samstundis var gerður út maður til þess að finna eina slíka flösku líka. Hún var eftir- læti pressuliðsins sem elti frúna á röndum um alla borgina. 1 listsasöfn- um kom hún fylgdarmönnum á óvart með þekkingu á listum og hún klykkti út með því að skreppa inn í verlun og kaupa sér Cartierúr - með allan skarann á hælunum. Þeir laun- uðu henni þolinmæðina með því að kaupa handa henni blóm að skilnaði og er það nokkuð sem gerist ekki á hverjum degi á þeim vígstöðvum. Raisa er frábrugðin eiginkonum leiðtoga vestra að því leyti að hún hefur reynt að halda starfi utan heimilisins. Til skamms tíma hefur hún kennt marxísk fræði við Moskvuháskóla. Þau hjónin eiga dótturina Irina sem er sálfræðingur að mennt. Hún er gift lækni sem heldur sig vandlega utan fjölmiðl- anna og á eina dóttur barna - hina fimm ára gömlu Oksana sem oft sést í fylgd með afa sínum og ömmu. Heilinn á bak við breytta ímynd sovéska leiðtogans er sagður vera fjölmiðlamaðurinn Aleksandr Yakovlev. Hann var áður sendiherra Sovétríkjanna í Kanada og kom þar á óvart með óformlegri framkomu. Frægt varð þegar hann rakst á for- sætisráðherrann Trudeau baksandi með barnahópinn sinn fyrir utan so- véska sendiherrabústaðinn. Hann bauð honum samstundis inn fyrir til þess að snæða sunnudagsmáltíð- ina með Yakovlevfjölskyldunni. Trudeau þáði boðið. Líklega er þess langt að bíða að við sjáum leiðtoga Sovétríkjanna kyssa smábörn af jafnmikilli atorku og Bandaríkjaforsetar eru frægir fyr- ir. Einnig er ólíklegt að Gorbatsjov smehi nokkrum slíkum opinberlega á Raisu hérna í henni Reykjavík. Það er þó aldrei að vita - svo hratt fer þróunin um þessar mundir. En þess er þó altént að vænta að nærvera Raisu létti örlítið yfirbragð viðræðn- anna og vonandi að hún finni eitt- hvað heimsóknarvert á klakanum kalda - þótt varla getum við keppt við franska tískukónga á jafnréttis- grundvelli. Sovéski senuþjófurinn var síður en svo tornæmur á listina að klæðast glæsi- lega á vestræna visu. Rúmum mánuði síðar hreinlega rúllaði hún Nancy Reagan upp í Genfarviðræðunum - og kjóliinn er ekki langt frá frönsku fyrirmyndinni. Alexandr Yakolev er sagður heilinn á bak við breytinguna - hann hannar leiðtoga meö hressilegra yfirbragði en áður þekktist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.