Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Page 9
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986.
53
Ovarkar en einlægur
Bandaríkjamenn! Það er mér sérstök ánægja að til-
kynna yðv.r að ég hef skrifað undir lög sem miða að
því að lama Rússland um alla framtíð. Við köstum
fyrstu sprengjunni eftir fimm mínútur.
Ýmsir þóttust sjá hvað byggi í raun
og veru í huga Ronalds Reagans þeg-
ar hann lét þessi orð falla árið 1984.
Hér var þó ekki verið að boða upp-
haf þriðju heimsstyrjaldarinnar
heldur var Reagan, svo sem kunnugt
er, að prófa hljóðnemana vegna
vikulegs útvarpsávarps. Stuðnings-
menn forsetans töldu þetta aðeins
saklausan brandara þótt því væri
ekki að neita að um nokkra grá-
glettni væri að ræða.
Andstæðingar Reagans hentu þessi
ummæli á lofti og töldu að ekki væri
að treysta jafnóvarkárum manni.
Hann hefði móðgað Sovétmenn
herfilega og haft framtíð mannkyns
í flimtingum.
Lætin sem urðu út af brandaranum
hjá Reagan vöktu að nýju öll þau
andmæli sem forsetinn hefur mætt á
valdatíma sínum og festu í hugum
margra þá ímynd sem Reagan hafði
fengið á ferli sínum. ímynd kúrekans
sem skýtur fyrst og spyr svo tíðinda.
Þannig hefur það gengið til hjá
Reagan allt frá því hann hóf afskipti
af stjómmálum. Umheimurinn frétti
fyrst af vígreifum kúreka vestur í
Kaliforníu. Hann hafði tekið stefn-
una á Hvita húsið og fátt virtist geta
stöðvað hann.
Ávailt umdeildur
Enginn dregur í efa að Reagan
hefur þegar skipað sér í röð áhrifa-
mestu forseta Bandaríkjanna þótt
hann sé um leið einn sá umdeildasti.
Af forsetum sem setið hafa á þessari
öld er áhrifum hans jafnað við
Franklin D. Roosevelt þótt mennirn-
ir séu að öðru leyti býsna ólíkir.
Fylgismenn forsetans segja að hann
komi fyrir líkt og „faðir þjóðarinn-
ar“. Hann þykir ákveðinn og um leið
mildur og gamansamur þótt sumum
líki miður vel við grínið.
Reagan kann að nota sér sjón-
varpið. Það á ríkan þátt í að tryggja
honum vinsældir. Hann spilar leynt
og ljóst á þjóðernistilfinningar
Bandaríkjamanna. Sérfræðingar
segja að leitun sé að leiðtoga sem
eigi jafnauðvelt með að nota sér föð-
urlandsást landa sinna. Þar er
honum líkt við De Gaulle sem fór
létt með að sameina þjóðina að baki
sér í nafni þjóðlegrar reisnar. Reagan
talar um Bandaríkin eins og Banda-
ríkjamenn vilja hafa þau.
Ronald Wilson Reagan, eins og
hann heitir fullu nafni, fæddist í
Tampico í Illinois 6. febrúar árið
1911, sonur John og Nellie Wilson
Reagan. Þau hjón höfðu framfæri af
rekstri skóbúðar. Hann ólst upp í
Illinois og lauk prófi í hagfræði og
félagsfræði frá Eureka háskólanum
þar í fylkinu árið 1932 þegar kreppan
mikla stóð sem hæst. Að loknu skóla-
námi gerðist hann útvarpsmaður um
tíma og lýsti kappleikjum af mikilli
list og málgleði.
Kvikmyndaleikari
Fljótlega lá leiðin þó til Kaliforníu
þar sem hann hugði á frama í kvik-
myndum. Það er frá þessum árum
við kvikmyndaleikinn sem ímynd
kúrekans er komin. Hann komst að
vísu aldrei í fremstu röð kvikmynda-
leikara en þótti vel liðtækur á
hestbaki og hefur ástundað þá list
síðan.
Það er þó víst að vinnan við kvik-
myndirnar hefur haft mikil áhrif á
hann og nýverið komst það í hámæli
hvað Reagan er gjarn á að vitna til
kvikmynda og gerir þá ekki alltaf
greinarmun á skáldskap og raun-
veruleika. Hafa þær sögur orðið til
að styrkja þá í trúnni sem efast um
hæfileika forsetans til að stjórna.
Á stríðsárunum var Reagan í flug-
hemum um þriggja ára skeið og þótti
standa sig vel í bardögum á Kyrra-
hafinu. Þau ár var hlé á kvikmynda-
leik Reagans. Hann tók þó upp
þráðinn að nýju eftir stríðið og hafði,
þegar hann hætti kvikmyndaleik,
leikið í um 50 myndum í fullri lengd.
Á þessum árum var hann virkur fé-
lagi í samtökum kvikmyndaleikara.
Árið 1940 gekk hann að eiga Jane
Wyman sem einnig fékkst við kvik-
myndaleik og gerir raunar enn. Þau
skildu árið 1948 en Reagan kvæntist
aftur érið 1952 Nancy sem hefur ver-
ið svo áberandi við hlið manns síns
í Hvíta húsinu.
Fyrsta sjónvarpsræðan
En það eru ekki kvikmyndirnar
sem hafa aflað Reagan mestra vin-
sælda. Árið 1964 birtist hann i
sjónvarpi í fyrsta sinn til að reka
pólitisk erindi. Það var upphafið að
ferli hans sem stjórnmálamanns á
landsvísu. I þessum fyrsta sjónvarps-
þætti hélt hann 30 mínútna langa
ræðu þar sem hann mætli fyrir Barry
Goldwater sem forsetaframbjóðanda
af hálfu repúblikana. Þetta vár á
upphafsárum sjónvarpsins sem áróð-
urstækis stjórnmálamanna. Tök
stjórnmálamannanna á miðlinum
voru líka frumstæð og Reagan skar
sig ekki þar úr. Það er helst að menn
minnist þess nú að John F. Kennedy
hafi á þessum árum kunnað að nota
sér sjónvarp að einhverju gagni. Það
var ekki fyrr en löngu síðar að Reag-
an lærði þessa list.
Fyrsta sjónvarpsræðan hans vakti
óverulega athygli. Blöðin gátu henn-
ar að engu og enginn spáði því að
þar færi væntanlegt forsetaefni
Bandaríkjanna. Og ekki varð lið-
styrkur Reagans til þess að koma
Goldwater í forsetastól. Kannanir
frá þessum tíma sýndu að fjölmargir
af kjósendum Goldwaters höfðu
heyrt ræðu Reagans og það vakti
þeim vonir um árangur í kosningun-
um. En töfrar kúrekans dugðu
skammt. Goldwater kolféll fyrir Lyn-
don B. Johnson. En margir þeir sem
lögðu Goldwater lið í forsetakosn-
ingunum 1964 voru enn á sama báti
þega Reagan bauð sig fram til for-
seta.
Maður sem allir skilja
Einn þeirra sem unnu að framboði
Goldwaters árið 1964 sagði fyrir
kosningamar árið 1980 þegar Reag-
an varð forseti að þau hefðu fylgt
Reagan vegna þess að hann talaði
þannig að allir skildu. Þetta er eitt
helsta einkennið á stjórnmálamann-
inum Reagan. Mál hans er auðskilið
fyrir hvern sem er. Fyrir vikið hefur
honum og verið legið á hálsi fyrir
að einfalda hlutina um of. Margir
menntamenn hafa lýst honum sem
fáfróðum manni sem tæpast beri
skynbragð á einstök mál. Hann hirði
ekki um að kynna sér málin sjálfur
en láti ráðgjafa sína þess í stað um
það. Sjálfur láti hann sér nægja að
koma fram fyrir sjónvarpsmyndavél-
amar og flytja landslýð einfaldaða
mynd af raunveruleikanum.
En hvort sem Reagan er fáfróður
eða ekki þá á þessi stíll hans hvað
stærstan þátt í að gera hann að jafn-
öflugum stjórnmálamanni og hann
er. Hann á afar auðvelt með að gera
sig skiljanlegan og er frægur fyrir
að koma vel fyrir í sjónvarpi. Þegar
liðnir em meira en tveir áratugir
síðan hann reyndi þann miðil fyrst
efast enginn um að hann kann þá
list tala í sjónvarpi betur en aðrir
stjórnmálamenn bandarískir.
Tilvitnanir í kvikmyndir
Þeir sem sáu Reagan í sjónvarpinu
árið 1964 minnast þess enn að hann
hafi sýnt meiri hæfileika fyrir framan
kvikmyndavélarnar en aðrir stjórn-
málamenn. Þar naut hann reynsl-
unnar frá Hollywoodárunum. Það
var í þessari ræðu sem hann vitnaði
fyrst til fótboltastjörnunnar George
Gipp sem hann hafði leikið í ein-
hverri frægustu mynd sinni. „Þegar
öll sund sýnast lokuð þá hugsið að-
eins um þennan eina sigur fyrir
Gipper," sagði hann þá og vitnaði til
orða knattspyrnuhetjunnar á ör-
lagastund. Síðan hefur Reagan oft
vitnað til þessara orða og þau verið
notuð sem dæmi um áhrif kvikmynd-
anna á hann.
í ræðunni góðu frá árinu 1964 lét
Reagan það vera að hrósa sínum
manni og hallmæla andstæðingnum.
Hann gagnrýndi ríkisbáknið með
orðum sem hann notaði enn í kosn-
ingabaráttunni árið 1980. Hann
sagði sögur af sofandahætti í kerf-
inu. Sögur af embættismanninum
sem afgreiddi mál sem komu honum
ekki við og fékk þau endursend
vegna þess að þau komu honum ekki
við. Alla tíð hefur það verið háttur
Reagans að skýra mál sitt með ein-
földum sögum. Andstæðingum hans
finnst það ekki djúphugsuð pólitík
en um áhrifin þarf enginn að efast.
Þetta er stíllinn hans.
íhaldssöm barátta
Reagan lagði baráttuna gegn
bákninu að jöfnu við baráttuna gegn
kommúnismanum í ræðunni frá 1964.
Sú áhersla hefur hljóðnað nokkuð
með tímanum eftir því sem menn
hafa viljað ganga lengra í að gleyma
MacCarthyismanum. En samt hefur
Reagan aldrei dregið dul á að bar-
átta hans er íhaldssöm og stríðið
aðeins eitt þótt vígstöðvarnar séu
margar. „í þessu stríði heyrast ekki
byssuskot en virkin falla eitt af öðru
því varðmenn þeirra vaka ekki á
verðinum," sagði Reagan eitt sinn.
Það eru orð sem vísa til ára kalda
stríðsins. Reagan hefur aldrei gleymt
þeim.
1 margnefndri ræðu komu einnig
fram veikleikar Reagans sem stjóm-
málamanns. Hann var ógætinn í
orðum - og það er hann enn. í ræð-
unni vildi hann andmæla almanna-
tryggingum án þess að taka tillit til
að það var mjög óskynsamlegt í
stjómmálabaráttu. Hann virtist ekki
gera greinarmun á vinsælum málum
og óvinsælum. Fyrir vikið er hann
ekki sá áróðursmaður sem hann
gæti virst við fyrstu sýn. Til þess
skortir hann varkárni. í kosninga-
baráttunni árið 1980 lenti hann enn
í sama vanda og lagði vopnin upp í
hendur andstæðinga sinna.
Ronald Wilson Reagan - ímynd kúrekans.