Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Page 7
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986. 51 Stacy Keach í hlutverki málarans Julian Mistral í þáttunum Dóttir málarans sem sjónvarpið er byrjað að sýna. Hammer hafa ekki sést á mynd- bandamarkaðinum hérlendis. I þeim þáttum sló Keach í gegn í Bretlandi. Þættirnir eru byggðir á leynilög- reglusögum Mike Spillane og þykir Keach smellpassa inn í hlutverkið. Kannanir hafa sýnt að þættir þessir eru mun vinsælli meðal karla en kvenna. Raunar segir Keach sjálfur að þættina hafi séð fleiri karlmenn og færri konur en nokkra aðra sjón- varpsþætti í sögunni. En þessir þættir urðu ekki einir til þess að vekja athygli ó Stacy Keach í Bretlandi. Fyrir tæpum tveimur árum var hann handtekinn þar og fangelsaður fyrir kókaínsmygl. Stacy sat inni í sex mánuði og varð að fresta framhaldinu á Hammer-þátt- unum á meðan. Þegar Keach var tekinn hafði hann um nokkurt skeið eytt fimmtán þús- und krónum á dag í kókaín. En þó þetta mál vekti mikla athygli varð það ekki til að eyðileggja feril Keach og þegar hann var látin laus i júní 1985 tók hann strax upp þráðinn þar sem frá var horfið. Jól hjá hennar hágöfgi Keach er fjörutíu og fimm ára, ungur maður á uppleið, segir hann sjálfur og brosir. Hann hefur ekki mikinn áhuga á að tala um kókaín- fíkn sína, en er þeim mun meira í mun að ræða um allt það sem hann er að fást við núna. Eins og Hammer þættina og nýtt hlutverk á sviði í leikriti sem nefnist Eftirlæti fílsins. Nú er hann orðinn „hreinn“ eins og það er kallað, og hefur vitnað um eiturlyfjanotkun sína frammi fyrir þingnefnd og lagt herferð forseta- hjónanna gegn fíkniefnum lið. En það er sitthvað í fortíðinni sem hann verður enn að hugsa um og gátur varðandi hann sjálfan sem hann vill leysa. Þegar Keach ber saman frammi- stöðu sína nú og áður þegar hann notaði kókaín þá telur hann sig vera kraftmeiri nú. Hann segir starfs- bræður sína og systur koma fram við sig eins og fyrrum. „En ætli nokkurt þeirra muni bjóða mér gramm í nös.“ Stacy Keach segist hafa gaman af sögulegum hlutverkum og hefur uppi fyrirætlanir um að leika Emest Hemingway í mynd. Einnig Lech Walesa og John Barrymoore. Hann er frúskilinn, býr í Los Ang- eles og skemmtir sér í fríum við tennisleik og útreiðar. Hann er að skrifa bók um reynslu sína af breskum fangelsum og jóla- haldi þar. Bókina ætlar hann að kalla Jól hjá hennar hágöfgi. Hann segir að síðustu jól hafi verið dapur- legasti tími ævi sinnar. „En tímarnir breytast," segir hann. „Ég reikna með að þessi jól verði þau skemmti- legustu í lífi mínu.“ -VAJ/FRI Samhliða þessum myndum hefur Stacy leikið í fjölmörgum sjónvarps- þáttum. Þekktastir hérlendis eru sjálfsagt þættirnir „Princess Daisy“ og „Mistral’s Daughter". Báðir þess- ir þættir hafa verið fáanlegir á myndbandaleigum og notið vin- sælda. Og nú hefur sjónvarpið fengið þá síðarnefndu til sýninga og kallast þeir í íslenskri þýðingu Dóttir málar- ans. Auk þessara þátta lék Stacy Jonas Stele, lífvörð Abrahams Linc- olns í myndinni „The Blue and the Gray“ og einnig í hinum vinsælu Mike Hammer þáttum. Um hlutverk sitt sem prins Stash í „Princess Daisy“ sagði Keach ein- hverju sinni: „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá tók ég það hlutverk að mér vegna þess að ég fékk að spila póló í myndinni. Ég vissi einnig að persónan, sem ég lék, myndi deyja á blaðsíðu sextíu og fjögur, svo að þetta var ekkert meiri háttar mál.“ Þetta hlutverk gerði þó það að verkum að Judith Kranz vildi óð og uppvæg fá hann í aðalhlutverkið í framhaldsþáttunum um málarann og dóttur hans. Fangelsaður fyrir kókaín- smygl Sjónvarpsþættirnir um Mike Stephanie Powers í hlutverki Maggy Lunel sem kemur til Parísar til þess að verða fyrirsæta. LYFTARAR ATH! Nýtt heimilisfang Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra raf- magns- og dísillyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyftara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. Vatnagörðum 16, símar 82770-82655. Utboð - vegagerðin snjómokstur Vegagerð ríkisins og Flugmálastjórn óska eftir til- boðum í snjómokstur á vegum og flugvöllum í Vopnafirði, á Fljótsdalshéraði og á suðurfjörðum. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði frá og með 13. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 27. október 1986. Vegamálastjóri. Flugmálastjóri. SELJUM NÝJA OG NOTAÐA BÍLA Tegund Renault 9 GTL RenaultSTL .. RenaultH automatic RenaultH TSE.... Renault4 Van F6. BMW 525i automatic BMW 520i automatic BMW520 ......... BMW518 ......... BMW320 ..... ... BMW 320 automatic . BMW318Í ........ BMW316 ......... BMW315 ......... Árg. 1983 1987 1985 1984 1984 1984 1982 1981 1982 1982 1981 1981 1982 1982 Opið laugardag 1—5. KOMIÐ SKOÐIÐ OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN KRISTINN GUÐNASON SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI HF. 686633. TÖCCUR HR\ SAAB UMBOÐIÐ Bíldshöfða 16 - Símar 681530 og 83104 J | Seljum 1 dag Saab 900 GLárg. 1980, 3jadyra, Saab 900 GLS árg. 1982, 4ra dökkblár, beinskiptur, 4ra gira, dyra, dökkgrænn, beinskiptur, 5 ekinn aðeins 67 þús. km. Verð 9Íra. ekinn 91 þús. km. mjög fall- aðeins kr. 275 þús. egur. Verð kr. 360 þús. Saab 99 GL árg. 1982, 2ja dyra, Ijósblár, beinskiptur, 5 gíra, ek- inn 46 þús. km, góður bill. Verð kr. 300 þús. Saab 900 turbo 16 árg. 1984'3ja dyra, svartur, beinskiptur, 5 gira, ekinn 30 þús. km. Bíll sem nýr. Skipti möguleg á ódýrari Saab.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.