Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Page 12
56
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986.
Leiðtogarnir á Reykjavíkurfundinum
£
hann lá banaleguna kom það enn í
hlut Gorbatsjovs að stjórna stjóm-
málanefndinni og var í reynd í
forsæti fyrir ríkisstjóminni. Þann 10.
mars árið 1985 var Tséménko allur
og fimm klukkustundum síðar var
tilkynnt um kjör nýs aðalritara
flokksins. Það var Gorbatsjov og
kom fáum á óvart.
Eftir kjörið lýsti gamla kempan
Gromyko hinum nýja leiðtoga í einni
setningu sem síðar hefur oft verið
vitnað til. „Maðurinn hefur fallegt
bros en tennurnar em úr járni,“
sagði Gromyko og var stuttur í spuna
að vanda.
Gorbatsjov er lágvaxinn og þrek-
inn, hálfsköllóttur og áberandi
hressilegur í framkomu. Hann er
brosmildur og sýnir gjarnan tenn-
umar. Hann hefur og þótt óragur við
að sýna óhæfum og sérgóðum emb-
ættismönnum tennumar. Allt frá því
honum var trúað fyrir fyrstu ábyrgð-
arstöðunni hefur hann verið gjam á
að hrista upp í samstarfsmönnum
sínum. Fyrir vikið hafa ummæli Gro-
mykos þótt vel við hæfi.
Gorbatsjov hefur verið iðinn við
að fjölga sínum mönnum í áhrifa-
virðingarstaða. Gorbatsjov setti í
hans stað Eduard Sévardnadse sem
síðan hefur verið áberandi í heims-
pólitíkinni. Þegar Sévardnadse kom
í utanríkisráðuneytið var hann með
öllu ókunnugur utanríkismálum.
Það þótti þegar benda til að Gor-
batsjov ætlaði sér að ráða miklu um
utanríkismál, meim en forverar hans
gerðu á meðan Gromyko var æðst-
ráðandi á þeim vettvangi.
Still Sévardnadses er hins vegar
mjög á þeim nótum sem Gorbatsjov
hefur viljað sjá hjá embættismönnum
sínum. Hann er frjálslegur í íram-
komu og ólíkt alþýðlegri en Gro-
myko var. Framkoma hans bendir
ekki til að þar fari útsmoginn kerfis-
karl eins og Gromyko. Gorbatsjov
hefur alla tíð reynt að milda ímynd
rússneska bjamarins. Sá sem fer fyr-
ir utanríkismálunum er ekki lengur
þvermóðskan uppmáluð.
Gegn spillingu
Fram til þessa hefur helsta verkefni
Gorbatsjovs þó ekki verið á sviði
utanríkismála. Hann hefur lagt
miklu meiri áherslu á að hleypa nýju
lífi í hið staðnaða efnahagskerfi.
Burst úr nefi hersins
Herinn hefur heldur ekki farið var-
hluta af hreingemingaæði leiðtog-
ans. Fyrstur til að lækka í tign af
gömlu mönnunum, sem höfðu verið
þar einráðir of lengi að mati Gor-
batsjovs, var varnarmálaráðherrann
Sergei Sokolov. Hann hlaut ekki
fulla aðild að stjómmálanefhdinni
eins og fyrirrennarar hans höfðu
haft. Gorbatsjov hefur hins vegar
hafið að nýju til vegs og virðingar
Nikolai Ogarkov marskálk sem hafði
orðið að sjá á bak völdum í tíð Tsém-
énkos. Hugmyndir Ogarkovs eru
andstæðar viðteknum viðhorfum í
hemum. Hann vill leggja meira upp
úr hefðbundnum vígbúnaði en kjarn-
orkuvopnum eins og höfuðáhersla
hefur verið lögð á í tíð fyrri leiðtoga.
Æðstu menn hersins hafa því ekki
verið með öllu sáttir við tiltektir
Gorbatsjovs en hafa ekki fengið að
gert.
Gorbatsjov hefui- frá því hann tók
við völdum unnið markvisst að því
að skapa sér ímynd í augum landa
sinna og umheimsins. Hann birtist
brosandi í sjónvarpinu þar sem hann
heimsækir verksmiðjur og gefur sig
á tal við fólk og lætur hin og þessi
Sovéski leiðtoginn í heimsókn á olíusvæðunum í Tjúmenhéraði.
stöðum- Þeir eru ófáir undirsátamir
í héraðsstjómum og flokksfélögum,
f borgarstjómum og dómskerfinu
sem eiga Gorbatsjov frama sinn að
þakka. Og þeir em trúlega jafn-
margir sem hann hefur látið reka
fyrir slælega frammistöðu.
Heilsubrestur keppinautarins
Hann hefur heldur ekki látið sér
nægja að skáka peðunum af tafl-
borðinu. Grigory Romanov var helsti
keppinautur Gorbatsjovs. Fljótlega
eftir að valdabaráttunni lauk varð
hann að hverfa úr áhrifastöðum í
kerfinu af heilsufarsástæðum eins og
það var skýrt opinberlega. Öllum
má þó vera ljóst að Gorbatsjov var
þar að ryðja hættulegasta keppi-
nautnum úr vegi.
Gromyko, sem svo lengi hafði verið
utanríkisráðherra, fékk lausn frá
sínu erfiði með meiri sóma. Hann var
hækkaður í tign og gerður að for-
seta. Það er með öllu valdalaus
Hann kastaði stríðshanskanum fljót-
lega eftir að hann tók við embætti
aðalritara og lýsti því yfir að þeir sem
ekki ætluðu sér að standa með hon-
um í uppbyggingu efnahagslífsins
gætu sem best tekið pokann sinn
strax. Hinn nýi leiðtogi ætlaði sér
ekki að láta makráða embættismenn
stöðva sig. I kjölfarið fylgdu síðan
beinar árásir á nafngreinda áhrifa-
menn í stjórn atvinnulífsins sem þar
með var gefinn kostur á að ástunda
list sjálfsgagnrýninnar og viður-
kenna mistök sín á liðnum árum.
Enn treysti Gorbatsjov völd sín á
flokksþinginu nú í upphafi árs og
fækkaði þeim mönnum í áhrifastöð-
um sem voru andsnúnir honum.
Flokksþingið var enn einn áfanga-
sigur Gorbatsjovs í baráttunni fyrir
að ryðja úr vegi gömlu embættis-
mönnunum sem hreiðrað höfðu um
sig á valdatíma Bréznevs og tókst
að standa uppi í hárinu á Andropov
og Tsérnénko.
orð falla í samræmi við stemmningu
augnabliksins. Sovétmenn hafa aldr-
ei séð leiðtoga sem þannig fer að.
Gorbatsjov hefur markvisst unnið að
því að minnka bilið sem lengi hefur
verið milli ráðamanna og almenn-
ings i Sovétríkjunum.
Kemst ekki nær
Fræg er sagan af því þegar Gor-
batsjov var umkringdur fólki á götu
úti í Leningrad og kona nokkur kall-
aði til hans. „Fólkið stendur með þér
ef þú heldur þig nærri því.“ Gor-
batsjov á að hafa svarað af bragði
úr miðri þvögunni: „Ég kemst nú
ekki öllu nær en þetta.“ Þetta er
hluti af hinum nýja stíl og það er
eftir svona tilvik sem menn hafa lát-
ið þess getið Reagan sé ekki eina
sjónvarpsstjarnan í hópi æðstu leið-
toga heimsins.
Það þykir og dæmigert að jafnvel
mismæli sem Gorbatsjov hefur látið
sér um munn fara hafa ekki verið
þurrkuð út í sjónvarpi svo almenn-
ingur verði þeirra ekki var. Eitt sinn
v£ir sjónvarpað frá fundi í Kænu-
garði þar sem hann talaði um Rússa
í stað þess að nota orðið Sovétmenn
eins og opinberlega á að gera. Þessi
mistök eru móðgun við öll hin fjöl-
mörgu þjóðabrot í Sovétríkjunum og
Gorbatsjov leiðrétti mál sitt umsvifa-
laust. Þótt þessi upptaka væri ekki
sýnd beint þá var mismæli Gor-
batsjovs ekki eytt úr upptökunni.
Það er í samræmi við hina nýju
ímynd Sovétleiðtogans að hann er
mannlegur og gerir stundum mistök.
Raisa rýfur hefðina
Eiginkonur fyrri leiðtoga Sovét-
ríkjanna hafa hingað til verið
óþekktar persónur í sovésku þjóðlífi.
Enginn virtist vita með vissu þegar
Andropov lést hvort kona hans væri
á lífi. Nú vita allir að eiginkona
Gorbatsjovs heitir Raisa. Það er og
dæmigert fyrir breyttar áherslur í
framkomu leiðtoga Sovétríkjanna að
Raisa fylgir manni sínum til íslands
og ætlar að dvelja hér í boði Eddu
Guðmundsdóttur, konu Steingríms
Hermannssonar. Ekkert þessu líkt
hefur gerst áður.
Raisa lenti í sviðsljósinu um leið
og bóndi hennar hófst til æðstu
valda. Hún var umsvifalaust keppi-
nautur Nancy Reagan um glæsileik
í framkomu og þótti hafa betur. Ra-
isa er 53 ára gömul. Áður en hún
gerðist húsfreyja í Kreml var hún
kennari í marxískri heimspeki við
háskólann í Moskvu. Hún ætti því
að vera gjörkunnug hugmyndafræð-
inni og þess vel meðvituð að hún er
að þrjóta blað í sögu valdhafa í
Kreml.
Líf fjölskyldu Gorbatsjovs hefur frá
fyrstu tíð verið borið saman við fjöl-
skyldulífið í Hvíta húsinu. Enn er á
ferðinni fyrirbæri sem undirstrikar
hinn nýja stíl í Moskvu. Áður hefur
ásýnd ríkisins ávallt verið brúna-
þungur, tilfinningalaus harðjaxl -
rússneskur björn. Núna er það ósköp
venjuleg fjölskylda.
Dóttir þeirra hjóna, Irina, sést oft
á ferð með þeim. Hún er eðlisfræð-
ingur, komin vel á þrítugsaldur og á
eina dóttur barna. Það er hin 6 ára
Oksana sem er fyrsta barnabam Sov-
étleiðtoga sem kemst í sviðsljósið án
þess að á undan hafi farið meiri hátt-
ar læti. Svetlana, dóttir Stalins, og
dóttir hennar urðu umtalaðar á
Vesturlöndum á sínum tíma en for-
saga þess var öll önnur en með þær
Irinu og Oksönu. Hins vegar hefur
eiginmaður Irinu ekki látið sjá sig
opinberlega. Það eina sem um hann
er vitað er að hann er læknir og
helgar sig starfi sínu í kyrrþey.
Úlfur í sauðargæru?
En þrátt fyrir frjálslegt yfirbragð
hafa menn uppi efasemdir um að
Gorbatsjov sé neitt sérlega frjáls-
lyndur í stjórnarathöfnum sínum.
Þvert á móti virðist hann ætla að
beita hörðu f tilraunum sínum til að
hressa upp á sovéskt þjóðlíf. Þegar
við útför Tséménkos, eftir nokkra
daga á valdastóli, lýsti Gorbatsjov
því yfir að hann myndi ekki þola
nokkra lausung eða virðingarleysi
við viðurkennd sósíalísk lífsform.
Þetta er yfirlýsing sem finna má í
öllum ræðum Sovétleiðtoga og er
sannarlega ekki til vitnis um rýja
tíma.
Það málefhi sem helst er til vitnis
um nýjar áherslur í þjóðlífinu er
barátta Gorbatsjovs gegn ofdrykkju.
Þetta þykir benda til að nýjungarn-
ar, sem Gorbatsjov ætlar að innleiða,
séu fremur táknrænar en að þær
snerti grundvallarvandamál.
Drykkjuskapur er að sönnu alvarlegt
vandamál en getur varla talist eini
höfuðverkurinn sem hrjáir sovéskt
þjóðlíf. Sjálfur þykir Gorbatsjov
mikill hófsmaður á vín. Hann hefur
látið herða reglur um sölu áfengis
og lagt áherslu á að hann vill sem
minnst láta bera á áfengisneyslu op-
inberlega. Þetta hefur leitt til þess
að embættismenn veigra sér við að
veita vín opinberlega því áróðurs-
meistarar leiðtogans eru vísir til að
láta birta af þeim myndir á almanna-
færi með glas í hendi. Menn forðast
með öllu móti að verða persónugerv-
ingar spillingarinnar sem Gorbatsjov
hefur skorið upp herör gegn.
Templari
En öllum má þó vera ljóst að með
baráttunni gegn drykkjuskap er
Gorbatsjov aðeins að gefa tóninn.
Hann ætlar að hrista upp í hagkerf-
inu og leita allra leiða til að auka
afköst. Baráttan gegn áfenginu á að
vera táknræn en um árangur á öðr-
um sviðum er þó allt óljósara. Það á
að innleiða nýjan stíl með góðu eða
illu. Það er ljóst að árangur Gor-
batsjovs ræðst að verulegu leyti af
því hvernig honum gengur að brjóta
á bak aftur andstöðuna í kerfinu.
Fram til þessa hefur það gengið hægt
og bítandi.
I raun á Gorbatsjov ekki hægt um
vik. Hann er ekki einræðisherra í
líkingu við Stalín og verður að taka
tillit til ólíkra sjónarmiða sem ráða
í kerfinu. Hann hikar við að ráðast
gegn miðstýringu kerfisins sem hann
hefur þó gefið í skyn að sé ein af
orsökum þess að hjól efnahagslífsins
snúast ekki svo hratt sem skyldi. Ef
linað er á miðstýringunni þá dregur
það úr raunverulegum völdum leið-
togans í Kreml. Gorbatsjov er því
líkt og forverar hans í tvíbentri að-
stöðu. Hann er æðsti valdamaður í
kerfi sem er svo öflugt að það bindur
hann í báða skó.
Ný kynslóð
Sovétfræðingar sjá sitthvað líkt
með Gorbatsjov og Andropov, sér-
staklega í áherslunni á að endurbæta
hagkerfið. Þeim þykir hann einnig
líkjast sjálfum Stalín í kröfu hans
um aga og undirgefni flokksmanna.
Hann þykir ganga næst Krustjov í
að vekja á sér athygli með umdeild-
um og stundum að því er virðist
vafasömum yfirlýsingum. Gorbatsjov
á þó að baki fortíð sem er gjörólík
þeirri sem mótaði fyrirrennara hans.
Hann fæddist 14 árum eftir bylting-
una og hann var barn að aldri á árum
heimsstyrjaldarinnar síðari.
Hann á því ekki að baki þessa
þungu og miklu sögu sem hefur mót-
að forvera hans á valdastóli. Hann
hefur engin stórvirki unnið fyrir
flokkinn á tímum byltingar og stríðs.
Gorbatsjov vann fyrst þjóð sinni
gagn sem aðstoðarmaður á dráttar-
vélaverkstæði. Síðan hefur hann
verið að þræða refilstigu kerfisins.
Hann er fyrst og fremst afsprengi
þessa kerfis. Jafnvel Tsérnénko gat
státað af því að hafa verið í föru-
neyti Stalíns í Teheran undir lok
heimsstyrjaldarinnar. Þótt hann
kæmist ekki til æðstu metorða fyrr
en 40 árum síðar þá átti hann rætur
sínar í Sovétríkjum stríðsáranna.
Völd Gorbatsjovs nálgast það að
vera algjör í Sovétríkjunum. Samt
hefur hann tileinkað sér frjálslega
og alþýðlega framkomu. Hann er
kommúnisti sem trúir á yfirburði
stjórnkerfisins sem hann hefur náð
völdum yfir. Samt hafa menn ekki
velkst í vafa um að maður með þessa
hæfileika hefði hafist til valda í
hvaða ríki sem er. Hann er ef til vill
fyrst og fremst kunnáttumaður í
stjórnmálum en ekki hugsjónamað-
ur. Slíkur maður er líklegur til að
sigla milli skers og báru á leiðinni
að takmarki sínu.
GK