Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Blaðsíða 20
Bessastaðir i haustsólinni. Beöiö eftir Hrafnhettu Nú hafa tvö helstu stórmenni veraldarinnar stigið fæti á ís- lenska grund. Þar með er spenn- unni lokið í raun og veru því það var að sjálfsögðu við undirbún- inginn sem landinn gekk af göflunum. Aðdragandi fundarins er lik- astur jólaundirbúningi hjá bömunum. Eftirvæntingin ljómar úr augum allra þótt sumir sjái ekki mun á henni og dollara- merkjum. Allt þarf að laga og fegra. Hvergi má sjást ljótur blettur þegar hátíðin gengur í garð. Og svo rennur stundin lang- þráða upp og allir eru of þreyttir til að njóta hennar. Hvað það er sem svo á að ger- ast eftir öll þessi læti vita menn ekki með vissu. Það verður að bíða eftir gjöfunum frá höfðingj- unum þegar þeir standa upp frá viðræðunum. En mitt í öllum hamaganginum verða menn að hyggja að griða- stöðunum þar sem lætin fara að mestu hjá garði. Á Bessastöðum verður kyrrð og ró. Það er óvenjulegt þegar stórmenni koma í heimsókn. Nú liggur þeim svo mikið á að þeir mega ekki vera að því að líta þar inn. óábyrgir menn halda því þó fram að leiðtogarnir vilji ekki þiggja matarboð af ótta við að fá hvalborgara. Þetta er þó með öllu ástæðulaust og hún Raisa Gor- batsjova ætlar að þiggja veitingar af forseta vorum ásamt vinkonu sinni. Raisa á það til að stela senunni á samkomunum þar sem bóndi hennar verður að ræða alvarleg mál við andstæðinga sína. Hún heillaði tískukóngana í París með framkomu sinni og gáfum. Þótt Raisu sé ekki ætlað sæti við samningaborðið í Höfða þá þarf hún þrátt fyrir það ekki að fara varhluta af öllum kynnum af íslenskum draugum. Á Bessa- stöðum hefur hún Hrafnhetta átt sér samastað í hátt á aðra öld og hrellt gesti af stakri virðingu. Nú hefur frægð íslenskra drauga borist svo víða að í fram- tíðinni er líklegt að þeir reynist ekki síður drjúgir við að lokka ferðamenn til landsins en Ferða- málaráð og slíkar stofnanir. Án þeirra verður í það minnsta ekki hægt að bjóða gistingu með morg- unverði og draugagangi. Það kom því að því að draugarnir yrðu að auðlind. En á meðan leiðtogar stórveld- anna ráða málum heimsbyggðar- innar til lykta í áheym valin- kunnra drauga í Höfða skulum við vona að sólin skíni glatt yfir Bessastöðum og að hún Hrafn- hetta hafi hægt um sig meðan Raisa drekkur síðdegisteið með Vigdísi. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.