Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986.
57 .
Woody Allen er eiginlega feiminn
maður. Samt verður hann ákafur og
opinn þegar farið er að ræða um
myndir hans. Hann hefur fengið mik-
ið lof fyrir síðustu mynd sína,
Hannah og systur hennar. Myndin
er komin til landsins og er verið að
sýna hana hér.
Myndir Allens hafa verið umdeild-
ar. Þó er svo komið að þær síðustu
hafa fengið góða dóma og sú síðasta
ef til vill besta. Nýverið ræddi Allen
við blaðamenn um myndina á fundi
í Hollywood.
Tværspurningar
Hann er spurður um hvers vegna
hann hafi gert myndina um Hönnu
og systur hennar?
„Mig langaði til að fást við efni sem
tengdist fjölskyldulífi," svarar Allen.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
tveim mikilvægum spumingum sem
vakna af viðhorfi mínu til lífsins.
Önnur er að þrátt fyrir að ómögulegt
sé að finna tilgang lífsins þá streit-
umst við samt við að lifa. Hin er um
það sem gerist í fjölskyldu þegar eig-
inmaðurinn fer að halda við mág-
konu sína. Ég er í myndinni að velta
þessum tveim spurningum fyrir mér.“
Þrátt fyrir feimnina á yfirborðinu
kemur berlega í ljós að Allen er
snjall í tilsvörum. Svör hans eru út-
hugsuð og hann er spurður hvort
hann leggi mikla áherslu á að
ígrunda hvert orð sem hann lætur frá
sér fara?
„Fyrir mörgum ámm vann ég fyrir
sjónvarpsstöð í New York,“ svarar
Allen. „í þessu starfi leituðu til mín
margir höfundar gamanþátta og
báðu mig að leggja til efni. Mér var
boðinn einn dalur fyrir hverja síðu
sem ég skrifaði. Það þóttu mér mikl-
ir peningar. Síðan kom að því að einn
grínistinn sagði við mig að skrítla,
sem ég samdi fyrir hann, væri ekki
fyndin. Ég hélt nú að það væri hægt
að hlæja að henni. Við rifumst um
þetta í nokkrun tíma og á endanum
bauðst ég til að sanna fyrir honum
að skrítlan væri fyndin.
örlagaríkt veömál
Við veðjuðum 150 dölum sem voru
vikulaun. Ég hélt ég lifði ekki af
kvöldið fyrir útsendinguna. Ég hét
því að hugsa mig betur um næst áður
en ég léti draga mig út í vafasöm
veðmál. En örlagastundin rann upp
og brandarinn minn þótti mælast vel
fyrir. Ég taldist því hafa unnið veð-
málið. Eftir þetta var ég ekki aðeins
höfundur skemmtiefnis heldur og
skemmtikraftur.
Allen er mun afslappaðri nú en
hann var fyrir nokkrum árum og
ekki eins uppstökkur þegar deilt er
á myndir hans. „Ég nýt þess að
vinna,“ segir hann. „Þegar ég er
ekki að vinna hef ég ekkert annað
að hugsa um en mína eigin tauga-
veiklun og allar sálarflækjurnar og
hvað lífið er fánýtt. Ég er ekkert
annað en haugur af þessum tilfinn-
ingum. Það liggur mjög þungt á mér
að í Hollywood er leikstjóri aðeins
jafngóður og síðasta myndin hans.“
En við höfum enn áhuga á að vita
hvað bjó í huga Allens þegar hann
gerði myndina um Hönnu. Hver var
tilgangurinn?
„Tilgangur,“ segir Allen og endur-
tekur orðið í sífellu, „tilgangur minn
var að blanda saman gamanleik og
átakanlegri íjölskyldusögu. Mig
langaði til að gera mynd þar sem
áhorfendur gætu bæði hlegið og
grátið án þess að ráða við það sjálf-
ir. Það er allt.“
Allen er næst spurður hvort mynd-
in sé einstök meðal mynda hans?
„Já, hún er lengri en hinai en ég
hef byrjað með þyngri sjóði við gerð
margra annarra mynda.“
Caine heimtaði að fá að vera
með
Á þessari stundu bætist Michael
Caine í hópinn. Hann lítur út eins
og hann sé að herma eftir sjálfum sér
með stórbrotin gleraugu og undar-
legan málróm. Hann er spurður
hvers vegna hann hafi ráðist til að
vinna með Allen?
„Ég hef mikið gaman af gaman-
myndum," segir hann, „eða öllu
heldur góðum gamanmyndum. Ég
hef lengi verið mikill aðdáandi All-
ens og ég neita að trúa öðru en að
hann hafi ráðið mig vegna þess að
ég er góður auk þess að líta hálffá-
ránlega út.
Sannleikurinn er reyndar sá að ég
fór í sérstakt gervi áður en ég fór á
fund Allens, snaraðist inn á skrifstof-
una hans og skipaði honum að ráða
mig. Hann gerði það á stundinni.
Eg hef líka alltaf haft áhuga á að
gera eitthvað reglulega lítilfjörlegt.
Ég kann best við að gera sem minnst
úr öllu. Ég er því sannfærður um að
AUen er rétti maðurinn fyrir mig til
að vinna með.“ -GK
Woody Allen við leikstjórn myndar-
innar Hannah og systur hennar.
gÉplllÍ »|
pQ |igí
10.HEFTI-45.ÁR
lGNIST
i3
Svonaeraðvumathapp ... ig
Sprengjaívanskilum.........
25
Nokkrar spumingar um spik....... 2g
Tími til að sofna.........." " " 34
..38
HMCKTliDM
í VANSKILDM
hnhtjr
t HIIHI
Hrapaðí
Garfieldfjalli.....
Var þetta það sem kom
fyrir dínósárana?........
Úrheimilæknavisindanna--'---"--". ^
Ahrif oeninga á mannlega hegðun •
...g
Fegrunarleyndarmál Ehsabetax n
ingae m
1EGNA MER EKKI
82
Völundarhús........... gl
í rúminu,
flugvélmni,
bílnum,
kaffitímanum,
útilegunni,
ruggustólnum,
inni í stofu.
Áskriftar-
síminn er
27022