Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Side 3
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986. 47 Góö funclarsókn Eins og flestum er kunnugt hafa tveir menn sett líf þjóðarinnar úr skorðum um stund og meðal ann- ars gert suma á Stór-Reykjavíkur- svæðinu alveg ógurlega ríka og er það svo sem gott og blessað. Um daginn var mér sögð saga af hjónum sem höfðu leigt íbúðina sína tveimur Japönum sem bor- guðu fjörutíu og fimm þúsund krónur. hvor á sólarhring í leigu og getur nú hver sem vill ímyndað sér hvað þessir ágætu menn verða fljótir að snara á borðið níu hundr- uð þúsund krónum að þeim tíu dögum liðnum sem þeir ætla að dveljast í þessari stórkostlegu íbúð. Margir hafa leigt bílana sína og verður sjálfsagt gaman að sjá hvemig fylgdarlið for etanna tek- ur sig út í umferðarmenningunni okkar og einn mann þekki ég sem hefur af því dálitlar áhyggjur að Rússarnir aki alltaf yfir á rauðu. Allt er þetta svo sem gott og blessað en hins vegar hefði verið miklu hagstæðara þjóðhagslega séð að reyna að fá þessa útlendinga til að éta dálítinn slatta af kartöfl- um. Umheimurinn Vegna þess að við emm flestir læsir og skrifandi eins og stendur í útlendu blöðunum þessa dagana höfum við fylgst með atburðum úti í hinum stóra heimi, til dæmis í sjónvarpinu, en til þess að fylgjast með fréttum í þeiin miðli nægir yfirleitt að hafa sæmilega sjón og heyrn. Það sem er einna mest óberandi í þessum fréttum eru alls konar hryðjuverk, menn eru til að mynda að sprengja húsmæður í loft upp sem eru að kaupa inn til helgarinn- ar og svo er vinsælt að koma sprengjum fyrir i flugstöðvum. Og nú er búið að færa þennan umheim hingað að hluta til sem sannast best á því að fyrir nokkrum dögum var Finna nokkrum mein- aður aðgangur að landinu fyrir þá sök eina að hann var greinilega klikkaður eins og komist var að orði í útlendingaeftirlitinu. Ekki veit ég hvað menn álitu að þessi greinilega klikkaði Finni myndi gera af sér ef hann hefði fengið landvistarleyfi en trúlega hefði honum verið hleypt í gegn ef um þessar mundir væri enginn frægari hér á landi en Steingrímur og Vigdís. Það er sem sagt mikið um að vera á öllum vigstöðvum og mér er sagt að hingað hafi verið sendir um það bil þrjátíu þúsund frétta- menn til að segja umheiminum hvað við trúum mikið á huldufólk og álfa og fylgjast með fundi forse- tanna í leiðinni. Mér er að vísu hulin ráðgóta hvers vegna allt þetta fólk er sent um hálfan hnöttinn til að fylgjast með einum forsetafundi, ekki síst vegna þess að ég get sagt ykkur alveg nákvæmlega hvernig svona fundir ganga fyrir sig. Fyrst ganga forsetamir inn í mátulega stórt herbergi og fá sér sæti. Síðan segir Raggi: „Hefurðu nokkuð fjölgað atómbombum hjó þér nýlega, Sjoffi minn?“ „Nei, nei,“ segir þá Sjoffi ;,en ég lét smíða handa mér skotheldan bíl um daginn". „Hvemig líst þér á að hægja svo- lítið ó vígbúnaðarkapphlaupinu?“ segir Raggi eftir nokkra þögn. „Þetta er orðið svo fjandi dýrt og svo em atómhomhur eiginlega ekk- ert notaðar nú til dags.“ „Það gerir skorturinn á heims- styrjöldum," segir Sjoffi og and- varpar. f þessum dúr halda forsetamir áfram að tala um heimsmálin í dá- litla stund, síðan ræða þeir um heimilislífið hvor hjó öðrum, heilsufar og hvað þeir hafi í matinn á sunnudögum. Og að því búnu er fundi slitið. Kveðja Ben.Ax. Finnurðu átta breytingar? 12 Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins. En á neðri myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt að finna þessar breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa þetta trúum við því að allt komi þetta að lokum. Merkið með hring eða krossi þar sem breytingarnar eru og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dag- ar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun: ferðaútvarp frá Gelli h/f (verð- mæti kr. 3.975,-), sjónauka frá Gelli (verðmæti kr. 2.560,-) og vekjaraklukku frá Gelli (verðmæti kr. 1.590,-). I þriðja helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en ný þraut kemur í næsta helgarblaði. Góða skemmtun! Merkið umslagið: „Átta breytingar- 12“ c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykja- vík. Verðlaunahafar reyndust vera: Matthildur Árnadóttir, Höfðagrund 3, 300 Akranesi (ferðaútvarp); Bjarney Hin- riksdóttir, Esjubraut 17, 300 Akranesi (sjónauki); Sigrún Þ. Sigurðardóttir, Hellisgötu 22, 220 Hafnarfirði (vekjara- klukka). Þær fá vinningana senda heim. NAFN ....... HEIMILISFANG PÓSTNÚMER ..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.