Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Blaðsíða 18
62 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986. Popp Paul Simon: ]Vlbaganga tónlist og bandarískt popp hljómsveitarinnar Juluka en hún var nokkuð þekkt (meðal annars hér á landi) fyrir fáeinum árum, skipuð breskum og suður-afrískum tónlistarmönnum að mig minnir. Hilton þessi sendi Paul Simon fim- in öll af sýnishomum um suður- afríska tónlist, allt frá þjóðlegmn hefðum í þeim efnum uppí fönk. „Ég sökkti mér niður í tónlistina á þessum plötum. Uppbygging lag- anna er nokkuð frábmgðin því sem við eigum að venjast, en ég hlust- aði grannt og reyndi að átta mig á því hvernig þau væm uppbyggð,“ segir Paul Simon. Svo uppnuminn varð Simon af tónlistinni að hann hringdi aftur í margnefndan Hilton og innti hann eftir því hvort nokkuð væri því til fyrirstöðu að hann gæti hljóðritað lög með þessum hljómsveitum - með auðvitað leyfi frá þeirra út- gáfufyrirtækjum. Aukinheldur leitaði hann álits upptökustjórans þekkta, Quincy Jones, á uppátæki sínu og ráðlegging hans var ein- föld: gerðu öllum ljóst í upphafi hvað þú ætlast fyrir og launaðu þeim almennilega. Paul Simon vildi auðvitað tryggja sig fyrir pólitískum áfellis- dómi, hann kvaðst vera tónlistar- maður fullur aðdáunar á suður- afrískri tónlist og pólitík væri ekki með í spilinu hvað sem hver segði. Til frekari áréttingar vildi Paul Simon hafa í höndunum samþykki leiðtoga blökkumanna í Suður- Afríku þess efnis hvort þeir vildu að hann kæmi eða færi hvergi. Þeir vom meðmæltir komu hans og röksemdin var á þessa leið: Paul Simon er listamaður með alþjóð- legan orðstír, suður-afrísku tónlist- armennirnir hins vegar undirokað- ir af óvinveittri ríkisstjórn heima fyrir og því ekki í aðstöðu til að koma tónlist sinni á framfæri. Allir sögðu því já. Paul Simon hélt síðan til Suður- Afríku og dvaldi þar um nokkurra vikna skeið um áramótin 1984 og 1985. Hann fór til Jóhannesar- borgar og tók upp lög með heima- mönnum, hljómsveitinni Boyoyo Boys en sú sveit var einmitt skrifuð fyrir Gumboots tónlistinni sem hljómaði úr bílgræjunum forðum tíð. Hljómsveitin var sérstaklega endurvakin vegna komu Paul Sim- ons. Aðrir hljómlistarmenn, sem komu við sögu, voru Eao Ea Mat- esha, General M. D. Sherinda, Gaza Sisters og hljómsveit frá Soweto: Stimella að nafni. „Þetta var heiðarleg tilraun til þess að blanda saman ólíkri menn- ingu, suður-afrískri tónlistarmenn- ingu og minni. Hljóðverið sjálft var svipað og heima í Bandaríkjunum en menning þeirra er af öðrum toga og af henni hef ég orðið ástfang- inn,“ segir Paul Simon. í maí síðastliðnum komu svo nokkrir suður-afrískir tónlistar- menn til Bandaríkjanna sérstak- lega að beiðni Paul Simon og bættu við tveimur lögum á plötuna Graceland, þar á meðal laginu vin- sæla: You Can Call Me Al. Auk suður-afrískra gestaleikara á plötu Paul Simon koma ýmsir aðrir við sögu, Linda Ronstadt, Los Lobos og Everly Brothers. Tónlistarleg fegurð og frumleiki voru einkunnarorð sem eitt tónlist- arblaðanna í Bretlandi gaf plöt- unni Graceland. Og bætti við: Fullkomin blanda tveggja ólíkra stefha. Paul Simon og platan Graceland stanaa vel undir slíku lofi. -Gsal. hljómplötufyrirtæki sitt, Warner Brothers, og með þeirra aðstoð fengust frekari upplýsingar um tónlistina og flytjenduma. 1 ljós kom að hér var um að ræða suður- afríska mbaganga tónlist eða „township jive“ einsog hún hefur verið kölluð uppá ensku - og heim- kynnin: Soweto. Hljómplötufyrir- tækið bandaríska kom Paul Simon þessu næst í samband við upptöku- stjórann, Hilton Rosenthal frá Jóhannesarborg, sem er nafntog- aður fyrir upptökur sínar á plötum Poppblöðin sitja yfirleitt ein að umfiöllun um plötur sem rokktón- listarmenn gefa út og fátítt að heimsblöðin fari oní saumana á poppplötum, tilurð þeirra og gildi. Undantekning frá þeirri almennu reglu er plata Paul Simon nýút- komin og heitir: Graceland. Þetta er heldur engin venjuleg popp- plata, gamli félagi Art Garfunkels hefur heillast af suður-afrískri tón- list og blandar henni saman við bandaríska tónlistarhefð á þann hátt að útkoman er einstaklega áheyrileg ef ekki bara frábær ein- sog margir dómar um plötuna hafa verið. Á sama tíma og þjóðir heims og fiöldamörg samtök berjast fyrir því að hætta samskiptum og viðskipt- um við Suður-Afríku vegna kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjóm- valda - skýtur það óneitanlega nokkuð skökku við að einn af þekktari tónlistarmönnum Banda- ríkjanna af yngri kynslóðinni skuli gera sér ferð á hendur þangað suðureftir til þess að hljóðrita lög með þarlenskum tónlistarmönnum. Paul Simon hefur auðvitað þurft á síðustu vikum að svara ýmsum spumingum um þetta sérstæða samband við suður-afríska tónlist- armenn og á blaðamannafundi í Lundúnum nýverið sagði hann að hvort sem ríkisstjómir væm til hægri eða vinstri - þá væru það einlægt listamennimir sem þyrftu að gjalda fyrir stjómarstefnuna. En af hverju Suður-Afríka? Sag- an er í stuttu máli á þessa leið: Sumarið 1984 færði vinur Paul Simons honum að gjöf snældu sem er í sjálfu sér ekki í frásögur fær- andi nema hvað á þessari snældu var ólögleg upptaka af suður- afrískri tónlist, kölluð Gumboots og heiti plötunnar gefur ef til vill einhverja vísbendingu um inni- haldið: Accordian Jive Hits, Volume II. Þama gat að heyra „instrúmental" tónlist samkvæmt suður-afrískum hefðum í tónlist, hljóðfærin: bassi, dragspil og trommur. Og það er ekki að orð- lengja: Paul Simon féll fyrir þessari tónlist. Hlustaði tæpast á annað allt liðlangt sumarið í bílgræjunum sínum. Hafandi ánetjast þessari tónlist setti Paul Simon sig í samband við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.