Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986.
63
í Highlander var Lambert ódauðlegur og barðist i Skotapilsi. Lambert starir ástaraugum á lyklakippuna.
on Brando, uppreisnargjarn en um
leið vansæll, með úfið hár eins og
smástrákur. Maðurinn, sem hann
leikur í Ég elska þig, er í rauninni
dauðhræddur við kvenfólk, þær eru
margar bálskotnar í honum en gera
um leið kröfur um atlot og ástar-
orð. Lyklakippan er allt annars
eðlis, hún er þögul og þolinmóð
nema þegar eigandinn flautar þá
svarar hún umsvifalaust: ég elska
mynd um gamlan mann sem eitrar
fyrir allri fjölskyldu sinni til þess
eins að geta loks eignast hjólastól-
inn sem hann dreymir um. Fyrir
einum tuttugu árum gerði Ferreri
einnig kvikmynd um mann og
skeggjaða eiginkonu hans. Og
margir muna eflaust eftir myndinni
Blow Out - frá 1973 en í henni hafa
nokkrir vinir ákveðið að éta sig í
hel. Meðal leikaranna í þeirri mynd
fékk hugmyndina: „Ég sat einn
daginn fastur í umferðaröngþveiti
og sá þá allt i einu konu sem var
að biðja hóp lögreglumanna um
aðstoð við að finna týnda lykla-
kippu. Löggurnar voru að troða
hóp araba inn í lögreglubíl en kon-
an sagði að það eina sem þeir
þyrftu að gera væri að flauta
hressilega. Þeir voru örugglega á
báðum áttum um hvort ekki væri
réttast að láta kvenmanninn fylgja
aröbunum upp á stöð, snarklikkuð
og dópuð sem hún virtist vera, en
létu svo til leiðast og flautuðu. Og
viti menn, lyklakippan svaraði
neðan úr einhverju ræsinu: „ég
elska þig“. Allir flautuðu sem mest
þeir máttu, araharnir voru drifnir
í steininn en löggurnar fóru beint
i bæinn til að kaupa sér slíka ger-
semi.“
Og hvernig gekk Lambert að fella
sig við þetta einkennilega ástaræv-
intýri: „Lyklakippa lítur náttúr-
lega ekki á mig með sömu ástríðu
og Isabelle Adjani í Subway, svo
og ég verð bara að elska gripinn
því meira.“
Byggt á Photoplay nóv. 1985 og
okt. 1986 og Films og Screen and
Video, apr. 1984.
-SKJ.
Ást við
fyrsta flaut
Hjartaknúsarinn Christopher Lambert
knúsar lyklakippu í nýjustu
kvikmynd Italans Marco Ferreri
Sumir leikarar kvarta undan því
að fá aldrei annað en sömu hlut-
verkin í mismunandi kvikmyndum.
Christopher Lambert er ekki einn
af þeim sem hefur þessa sögu að
segja. Hann varð heimsþekktur
sem Tarsan apabróðir í Greystoke
The Legend of Tarzan Lord of The
Apes og á eftir fylgdu aðalhutverk
í jafnundarlegum myndum og Sub-
way og Highlander. Kvikmyndin
Ég elska þig slær þó öll met hvað
einkennilegan söguþráð varðar; í
þessari nýjustu kvikmynd ítalska
leikstjórans Marco leikur Lambert
mann sem verður ástfanginn af ly-
klakippunni sinni og skal tekið
fram að hún er úr plasti.
Lyklakippa laus við afbrýði
Lyklakippan er að eðlisfari ekki
ólík þeirri sem Ómar Ragnarsson
sýndi í fréttatíma sjónvarps fyrir
svo sem ári, hún svarar þegar eig-
andinn eða einhver annar flautar.
Lyklakippa Lamberts er að þvi
leyti ólík Ómars að hún svarar með
orðunum „ég elska þig“ í stað þess
að væla bara. í útliti er lyklakippan
eftirmynd konuandlits og svo
handhæg að hún kemst hæglega
fyrir í lófa. Lambert finnur gripinn
þegar hann er úti á ferð á mótor-
hjóli sínu og eftir það eru þau
óaðskiljanleg. Lyklakippan fylgir
Lambert hvert sem hann fer: á
krána, diskótekið, í stórmarkaðinn
og að lokum heim og ást aðalhetj-
unnar á þessum ljóshærða plast-
grip vex jafnt og þétt.
Lambert minnir sem fyrr á Marl-
þig. Lyklakippan hyggur ekki á
barneignir og hún á ekki afbrýði-
semi til Jafnvel þegar persónan,
sem Lambert leikur, leggst fyrir
framan sjónvarpið til að horfa á
klámmyndir í sjónvarpinu er svar
lyklakippunnar enn hið sama.
Ferreri líktvið Bunuel
Þetta myndi einhver kalla hina
fullkomnu konu en leikstjórinn,
Marco Ferreri, hefur einnig verið
sakaður um kvenhatur. Þessu hef-
ur hann neitað þverlega og segist
aðeins hafa haft í huga að segja
klassíska ástarsögu. „Karlmenn
hrífast gjarnan af röddum. Goða-
fræðin er full af frásögnum af
dísum sem seiddu menn til sín með
fögrum söng. Á tækniöld eru það
auðvitað frekar tækniundur frá
Japan sem tæla menn til sín með
fögrum orðum. En þetta er auðvit-
að sama blekkingin,“ segir Marco
Ferreri.
Eftir þessár útskýringar er það
ef til vill ekkert skrítið að menn
skuli hafa látið sér detta í hug að
tefla Charlotte Rampling og simp-
ansa saman sem ástföngnu pari í
nýrri kvikmynd, Max, My Love. En
Marco Ferreri hefur oft verið bor-
inn saman við Luis Bunuel; þeir
aðhyllast báðir einhvers konar an-
arkisma í kvikmyndum sínum og
sýna gjarnan fáránlegustu hliðarn-
ar á mannlegu eðli.
Gelding með eldhúshníf
Ferreri byrjaði reyndar feril sinn
á Spáni. Þar gerði hann ádeilu-
eru Marcello Mastroianni og Mic-
hel Piccoli, en hvor þeirra hefur
gert sex myndir með Ferreri. Fleiri
frægir leikarar hafa gert undarle-
gustu hluti undir stjórn Ferreri.
Catherine Deneuve drap hund
Mastroiannis og tók að sér hlut-
verk hundsins, þögul úti í horni
með hálsband og tilheyrandi. Ger-
ald Depardieu skar undan sér með
rafknúnum eldhúshníf í fyrstu
myndinni undir stjórn Ferreris og
í þeirri næstu bjó hann í New York
með dálitlum simpansaunga. Og
skal nú nokkurn undra að Ferreri
þyki það allra hluta eðlilegast að
leggja hug á lyklakippu?
Þegar Ferreri hitti Lambert í
fyrsta sinn sagði hann heldur fátt
annað: „Christophe, þú er Kristur,
þú ert Kristur." Og í kvikmyndinni
Ég elska þig málar vinur aðalsögu-
hetjunnar stærðar veggmynd af
Kristi með Lambert sem fyrirmynd.
Endalok ástarævintýrisins eru svo
þau að Lambert ekur mótorhjóli
beint á vegginn, brýtur úr sér tenn-
urnar og getur eftir það öngvan-
veginn flautað á vinkonu sína. En
þá kemur rúsínan í pylsuendanum:
fleiri hafa hug á lyklakippunni
góðu og besti vinur þess tann-
brotna, leikinn af rokksöngvaran-
um Eddy Mitchell, flautar sem
mest hann má, og eins og flestir
vita er afbrýðisemi vondur sjúk-
dómur.
Hugmynd af götunni
Ég elska þig var tekin í París, en
það var einmitt þar sem Ferreri
í Subway var Lambert ástmögur Isabellu Adjani.
Tarsan apabróðir færði Lambert heimsfrægð.