Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986.
61-
Edmund Creighton Duff.
Grace Duff.
Sérstæð sakamál
að flalla yrði um öll dauðsföllin sam-
eiginlega því þau væru svo tengd.
Er réttarforsetinn tók saman
helstu atriði málsins fyrir kvið-
dómendur þá bað hann þá mn að líta
svo á að um eitt morðmál væri að
ræða þótt fórnardýrin væru þrjú.
Benti hann á að morðinginn hlyti
að þekkja vel til á heimilum þeim sem
við sögu hefðu komið. Þannig hefði
eitri verið komið í súpu Veru Sydney
og bjór Edmunds Duff. Þá væri það
sameiginlegt með húsunum, sem
morðin hefðu verið framin í, að bak-
dyr þeirra hefðu ætíð staðið ólæstar.
Svo fjallaði réttarforsetinn ná-
kvæmlega um ýmsa úr fjölskyldunni.
Sjúkrahús Skagfirðinga,
Sauðárkróki,
óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk.
1. Hjúkrunarfræðing nú þegar á nýja hjúkrunar- og
ellideild.
2. Hjúkrunarfræðinga - 2 stöður - á sjúkradeild frá
1. jan. 1987.
3. Sjúkraliða nú þegar og frá 1. jan. 1987.
4. Röntgentækni í 50% stöðu á nýja og vel útbúna
röntgendeild frá 1. des. 1986.
Allar nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri á
staðnum og í síma 95-5270.
Nátengdur hópur
Hann sagði að á yfirborðinu hefði
ekki .verið annað að sjá en um sam-
hentan og nátengdan hóp ættingja
hefði verið að ræða. Svo hefði þó ef
til vill ekki verið.
Hann benti á að sonurinn, Thom-
as, hefði oft komið á heimili móður
sinnar. Reyndar hefði hann verið þar
daginn áður en systir hans hefði
veikst til þess að ræða erfðaskrá
Veru. Hún átti í eigin nafni á milli
fjögur og fimm þúsund pund og hafði
ákveðið að systkini sín skyldu sjá
um að ákvæðum hennar yrði full-
nægt. Erfðaskráin kvað svo á um að
eignirnar skyldu skiptast til helm-
inga á milli Thomas og frú Duff.
Frú Duff - systir Veru - var einnig
tíður gestur í Birdhurst Rise. Hún
hafði komið til Veru skömmu áður
en hún borðaði hádegsverðinn ban-
væna.
Svo fjallaði réttarforsetinn um
fórnardýrin. Sagði hann Veru Syd-
ney hafa verið glaðlynda og kær-
leiksríka konu sem hefði vissulega
verið ótrufluð á geðsmunum og sýnt
móður sinni mikla hlýju. Þá hefði
hún átt góð samskipti við bróður
sinn og systur.
Gat það vqrið að Vera Sydney hefði
framið sjálfsmorð eða hafði arsenikið
komist í súpuna fyrir slysni? Svo
benti forseti réttarins á þann mögu-
leika sem líklegastan yrði að telja:
morð.
Niðurstaða kviðdómenda var sú að
Vera Sydney hefði verið myrt af
óþekktum aðila eða aðilum.
Um móðurina, Violet Sydney, var
sagt að ekki lægi nóg fyrir til þess
að hægt væri að fullyrða að um morð
hefði verið að ræða. Ljóst væri hins
vegar að frú Sydney hefði látist af
arsenikeitrun.
Umfjöllunin um dauða Duff
Sérstakur rannsóknarréttur fjall-
aði um dauða Edmunds Duff. Þar bar
Spilsbury vitni. Niðurstaða kvið-
dómenda varð sú að Duff hefði verið
myrtur og hefði þar verið að verki
einhver - eða einhverjir - sem enginn
gæti nefnt.
Þannig lauk rannsókn einhvers
furðulegasta morðmáls í Englandi á
þessum tíma.
Hver var sekur?
Það var fyrst og fremst sú stað-
reynd að ekki var hægt að koma
auga á neina sérstaka ástæðu til
morðanna að rannsókn málsins var
svona erfið. Þó hafði lögreglan sér-
stakar grunsemdir og margir blaða-
menn töldu Grace Duff sérstaklega
grunsamlega af því að hún hafði
borið síðasta málsverðinn fyrir mann
sinn. Þá var hún tíður gestur á heim-
ili móður sinnar og hafði meira að
segja setið við hlið Veru siðustu
stundimar sem hún lifði. Hún hafði
því vissulega haft tækifæri til að
ráða fókinu bana en hafði hún haft
einhverja ástæðu til þess? Hún var
að minnsta kosti ekki augljós.
Árið 1975 var þetta óvenjulega mál
tekið til nýrrar athugunar. Rithöf-
undurinn Richard Whittington-Egan
lauk þá við að skrifa bókina The
Riddle of Birdhurst Rise (Gátan í
Birdhurst Rise) en þar gerði hann
grein fyrir öllum þeim gögnum sem
komið höfðu fram við rannsókn
málsins. Þar setur hann fram sann-
færandi kenningu um að morðinginn
hafi í raun og veru verið Grace Duff
(hún lést 1973, þá 87 ára). Hafi hún
átt sér elskhuga. Hann hafi verið
læknir og skýrir það hve auðvelt hún
átti með að komast yfir eitur. Hafi
það verið ástæðan til þess að hún
myrti mann sinn. Veru og Violet
Sydpey hafi hún hins vegar myrt af
því hún hafi verið tilgreindur erfingi
í erfðaskrám beggja.
óskast í eftirtaldar bifreidar og tæki sem verða til sýnis þriöjudaginn 14. október 1986
kl. 13-16 i porti bak viö skrifstofu vora ad Borgartúni 7 og víöar.
3 stk. Mazda 929 fólksbifr. bensin árg. 1980-82
1 stk. Volkswagen Golf - - 1982
1 stk. Toyota Carina DL - - 1981
1 stk. Ford Cortina 1600 - - 1979
1 stk. Subaru Station - - 1978
1 stk. Volvo 244 DL - - 1975
1 stk. Peugeot 504 - - 1978
1 stk. Lada station 2104 - - 1986
1 stk. Lada station 1500 - - ■ 1983
4 stk. Subaru station 1800 4x4 - - 1981-83
3 stk. Lada Sport 4x4 - -• 1980-83
1 stk. Volvo Lapplander - - 1981
1 stk. Toyota Hi Lux m/húsi 4x4 /‘ - 1981
1 stk. Isuzu Trooper 4x4 - dísil 1982
(skemmdur eftir veltu) 4 stk. Toyota Hi Ace sendibifr. bensín 1981
1 stk. UAZ 452 m/húsi 4x4 fólksbifr. bensin 1970
1 stk. Toyota Hi Lux pickup 2x4 - - 1976
1 stk. Moskwich sendibifr. bensin 1981
1 stk. Volvo 465 fólks- og vörufl. bifr.10/farþ. dísil 1963
Til sýnis hjá Vegagerö rikisins Véladeild Borgartúni 5:
1 stk. veghef. A Barford Super MGH m/framdr. og snjóvæng 6x6 1971
1 stk. Subaru station 1800 4x4 ógangfær. bensín 1982
Tilboöin veröa opnuð sama dag i skrifstofu vorri, Borgartúni 7, kl. 16.00 aó vióstöddum
bjóöendum. Réttur er áskilinn til að hafna þeim tilboóum sem ekki teljast viöunandi.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 268#4 POSTHÓlF 1441 TELEX 2006
ÚRVALS NOTAÐIR
Árg. Km Verð
Opel Ascona Fastback 1984 26.000 390.000
Oldsm. Cutl. Brough. D. 1982 110.000 700.000
Honda Civic 5 d. 1983 85.000 360.000
Mazda 626 4 d. 1981 49.000 230.000
Honda Accord EX 1981 85.000 260.000
MMCTredia sjálfsk., vökva. 1983 70.000 375.000
Lada Sport 1985 25.000 280.000
Isuzu Trooper dísil 1982 580.000
Oldsm. Cutl. Ciera Brough 1986 4.000 m 990.000
Isuzu Trooper turbo dísil 1984 46.000 825.000
Volvo 244 DL 1982 65.000 370.000
Pontiac LeMansst. 1980 77.000 350.000
Ch. Malibu CL. Landau 1979 96.000 295.000
Opel Rekord Berlina 1982 51.000 390.000
AMC Eagle 4x4 1981 33.000 m 350.000
Toyota Cressida 1980 143.000 215.000
Toyota Tercel 1982 60.000 250.000
Honda Civic, sjálfsk. 1981 56.000 210.000
Isuzu Trooper bensin 1982 63.000 550.000
Toyota Carina sjálfsk. 1981 78.000 250.000
Opel Rekord Berl. 1984 24.000 590.000
Subaru 1800 4x4 st. 1984 69.000 450.000
Ch. Malibu Classicst. 1979 89.000 290.000
Ch. Chevy Van 1979 90.000 285.000
Isuzu Trooper bensin 1986 800 900.000
Ch. Malibu Classic, 2 d. 1980 49.000 330.000
Buick Skylark LTD 1982 76.000 400.000
Opið laugardaga kl. 13—17.
Sími 39810 (bein lína).
BiLVANGURsf?
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300